Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1981 Pltrgi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Augl^singastjóri Baldvin Jónsson. I Launþeginn og sósíalisminn slenzkir sósíalistar hafa til þess ríka tilhneigingu að ein- oka ýmiss konar almenn félaga- samtök, sem þó er ætlað að starfa á faglegum grundvelli og hýsa einstaklinga með ólíkar þjóðfé- lagsskoðanir. Þetta á ekki sízt við um launþegafélög, sem sósíalist- um er tamt að Hta á sem séreign sína og stýra ýmist út eða suður eftir því hvort flokkur þeirra er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Sós:alistum er lítt gefið um almennt lifandi starf í þessum fagfélögum, enda almennir fundir fáir og fámennir þá sjaldan haldnir eru. Þetta kemur heim og saman við pólitíska refskák Al- þýðubandalagsins, að geta ráðsk- azt með fagfélög eftir pólitískum geðþótta, hvað sem líður kjara- legum hagsmunum meðlima þeirra. Ólögleg verkföll og út- flutningsbann á framleiðslu þjóð- arinnar þegar Alþýðubandalagið er utan ríkisstjórnar, en já og amen-viðbrögð þegar það er innan ríkisstjórnar, jafnvel þó gengið sé á umsamin kjaraatriði eins og verðbætur á laun. Það skiptir sem sé ekki máli hvað er gert, heldur hver að verki stendur. „Kauprán" er af hinu illa, þegar Alþýðu- bandalagið er í stjórnarandstöðu. en „slétt skipti" og velgjörningur — kærar þakkir — þegar forvígis- menn þess bæla sessur valdastól- anna. Sósíalistar iðkuðu þann sið í verkalýðsfélögum, þegar sjálf- stæð skoðanamyndum og sérálit komu fram frá einhverjum hinna almennu félaga, að veitast að honum persónulega — og gera helzt tortryggilegan í augum viðstaddra. Þannig tókst þeim á stundum að sauma svo að frjáls- um skoðanaskiptum og fjölda- þátttöku í félagsstarfi launþega, að hinn almenni félagi dró sig inn í skel — og félagslífið féll í þann öldudal, sem hentaði flokkspóli- tískum markmiðum þeirra. í ríkjum sósíalismans eru laun- þegafélög víðast hvar hluti af ríkis- og flokksapparatinu, strengbrúðutæki í höndum stjórnvalda. Ekki er laust við að bryddi á því hér á landi, að sumir stjórnartaumar í launþegahreyf- ingunni liggi inn í ráðuneytin. Ailavega er tímabært að huga að því, hvort ekki þurfi að treysta stoðir skoðana- og félagafrelsis hér á landi — og þá ekki sízt rétt hvers einstaklings til að fá í hendur gögn mála og aðstöðu til raunverulegra áhrifa á stefnu- mörkun í eigin kjaramálum. Persónuárásir jóðviljinn ræðst sl. föstudag með sérlega óviðurkvæmi- legum hætti að sérhæfðum ein- staklingum, sem sátu þingflokks- fund sjálfstæðismanna á dögun- um sem faglegir umsagnaraðilar. Hér var um þrjá ráðgjafa að ræða: formann efnahagsmála- nefndar Sjálfstæðisflokksins, sem er aðstoðarbankastjóri í Seðla- bankanum, hagfræðing og lög- fræðing, sem allir höfðu faglega og pærsónulega þekkingu á þeim dagskrárefnum, er fundurinn fjallaði um. Allir þingflokkar hafa sérhæfða einstaklinga til ráðuneytis, er þeir fjalla um viðamikil og vandasöm viðfangs- efni, og þykir ekki tiltökumál. Hér er einfaldlega um þá áráttu Þjóðviljans og sósíalista að ræða, að veitast jafnan persónulega að hverjum þeim fagaðila, sem leyfir sér að taka þátt í þjóðfélagsum- ræðu með öðrum hætti en fellur í flokkspólitískt kram þeirra. Þessi árás Þjóðviljans á sérfræðinga þá, er þingflokksfundinn sátu, er hliðstæð þeirri aðferð, er hér að framan var drepið á, og sósíalist- ar hafa beitt til að kæfa almenna þátttöku í stefnumörkun innan launþegahreyfingarinnar. Vinnubrögð af því tagi, sem Þjóðviljinn beitir, eru forkastan- leg, en skaða sem betur. fer fremur þann, sem á lúalaginu liggur, en þá sem spjótum er beint gegn. Þjóðviljinn gæti t.a.m. — í framhaldi af þessum vinnubrögð- um — dundað við skýra það út fyrir lesendum sínum, hversu vel það hæfir málflutningnum, að launaður starfsmaður sveitarfé- laga í landinu, forstjóri Brunabót- afélags íslands, mæti ítrekað á fjölmiðlafundum sem sérlegur ráðgjafi iðnaðarráðherra — að sjálfsögðu í dagvinnutíma — í hinu heilaga stríði Alþýðubanda- lagsins gegn orkuiðnaði á Islandi. Þessi fyrrgreinda ofsóknarárátta kommúnista ber vott um valda- hroka og sýnir, því miður, að þeir þykjast hafa í öllum höndum við samstarfsmenn sína í ríkisstjórn. I Rússlandi eru þeir settir á geðveikrahæli, sem ekki eru sam- mála flokki og stjórnvöldum. Það er ekki eðlismunur heldur stigs- munur á afstöðu sovézkra komm- únista og árásaraðilans á sér- fræðinga Sjálfstæðisflokksins. Það er nauðsynlegt að lýðræðis- sinnað fólk geri sér grein fyrir þessu og taki á móti kommúnist- um á verðugan hátt. Spurningar Birgis ísleifs Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, segir m.a. í nýlegri blaðagrein: „1. Iðnaðarráðherra hóf mikla árás á Alusuisse í desember sl. og aðalásökunarefnið var svonefnd „hækkun í hafi“ á súráli ... Hækkun í hafi er ekki lengur ásökunarefnið, heldur ætlað verð milli óskyldra aðila. Upphæðirnar hafa lækkað úr 47,5 milljónum dollara í 16. Hefði ráðherra ekki verið nær að vera aðeins hógvær- ari í desember sl.? 2. Iðnaðarráðherra hefur ekki svarað því, hvers vegna engin endurskoðun hefur farið fram síðan 1975 hjá ÍSAL, eins og íslendingar eiga samningsbund- inn rétt til ... 3. Hvers vegna takmarkaði iðn- aðarráðherra svo mjög umboð brezku endurskoðunarskrifstof- unnar, að hún sá sérstaka ástæðu til að taka það fram í skýrslu sinni? 4. Hvers vegna sér iðnaðarráð- herra ástæðu til að skýra rangt frá, þegar hann segir að endur- skoðunarskrifstofan sé þegar búin að leggja mat á málsbótaatriði ÍSAL, þegar glöggt kemur fram hjá endurskoðendum sjálfum, að svo er ekki? 5. Hvers vegna heldur iðnaðar- ráðherra því fram, að ríkisstjórn- in telji að um samningsbrot sé að ræða hjá ÍSAL, þegur fyrir liggur, að aðrir ráðherrar telja ríkis- stjórnina ekki hafa lagt neitt mat á þessar ásakanir ...? 6. Hvers vegna hagaði ráðherra upplýsingamiðlun um mál þetta eins og raun ber vitni? Hann batt aðra trúnaði, þ.á m. stjórnar- andstöðu, en lét iðnaðarráðuneyt- ið leka skipulega út fréttum og þá eftir eigin geðþótta ... 7. Hvers vegna hefur ráðherra ekki upplýst hvert skatttekjutap ríkissjóðs væri, ef ásakanir reyndust á rökum reistar? 8. Hvers vegna hefur ráðherra haldið skjölum og gögnum máls- ins fyrir stjórnarandstöðunni? 9. Hvers vegna var ekkert samráð haft við stjórnarandstöð- una um jafn mikilvægt mál, þrátt fyrir tilboð og tilmæli um það efni á Alþingi í desember? Það er fyrst þegar ráðherra er búinn að sprengja bombuna og kominn langleiðina með að klúðra málinu, að hann býður samráð." Rey kj aví kurbréf Laugardagur 25. júlí.. Öttinn vid einangrun Alþýðubandalagið hefur um margt algera sérstöðu meðal ís- lenzkra stjórnmálaflokka. Þessi sérstaða byggist ekki einvörðungu á sögulegri fortíð flokksins, sem áður hét Sósíalistaflokkurinn og þar áður Kommúnistaflokkur og var fullgildur aðili að alþjóðasam- bandi Kommúnista, Komintern. Hún byggist ekkert síður á ein- angrun í afstöðu til ýmissa megin- atriða í lífi þjóðar og einstaklinga á líðandi stund. Hér skulu nefnd þrjú dæmi (af mörgum) sem varpa Ijósi á þessa skoðanalegu einangrun Alþýðu- bandalagsins: • 1) Þjóðfélagsgerðin. Lýðræð- isflokkarnir þrír, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur, standa allir vörð um borgaralegt þjóðskipulag og vest- ræn þegnréttindi, þó þeir leggi mismunandi áherzlu á ýmsa þætti þjóðfélagsgerðarinnar. Alþýðu- bandalagið stefnir hinsvegar að sósíalskri þjóðfélagsgerð og marx- ísku hagkerfi, sem gengur þvert á hugmyndir þorra fólks um það stjórnarfarslega umhverfi er það kýs að hrærast í. Samanburður annarsvegar á þjóðfélagsgerðum borgaralegs lýðræðis í V-Evrópu og N-Ameríku og hinsvegar sósí- alismans í A-Evrópu, Asíu, Afríku (og á Kúbu) sýnir hvorutveggja: að samkeppnisþjóðfélögin skila afgerandi meiri verðmætasköpun (þjóðartekjum á mann) og þar með betri lífskjörum en fátækt- arríki sósíalismans — og að þegnrétturinn, réttur einstakl- ingsins til að hasla sér völl menntunarlega, skoðanalega, í starfi og öðrum þáttum er skapa einstaklingum lífsstíl, er verulega meiri í hinu borgaralega þjóð- skipulagi. Þetta atriði, þjóðfélags- gerðin, er meginatriði í pólitískri afstöðu hvers hugsandi manns. Og þar er Alþýðubandalagið, hinn marxíski sósíalistaflokkur, sér á báti og einangraður í íslenzkum stjórnmálum. • 2) Sjálfstæði — varnaröryggi. Það er frumskylda hverrar sjálf- stæðrar þjóðar að tryggja öryggi sitt. Þetta hafa íslendingar kosið að gera með aðild að Alantshafs- bandalaginu, varnarsamstarfi vestrænna'þjóða. Þetta hafa Norð- menn og Danir einnig gert, en þessar þrjár Norðurlandaþjóðir vóru allar hernumdar í síðari heimsstyrjöldinni þrátt fyrir yfir- lýsta hlutleysisstefnu, sem reynd- ist haldlaus er á reyndi. Atlants- hafsbandalagið hefur tryggt frið í okkar heimshluta frá lyktum heimsstyrjaldarinnar. Það hefur reynzt traust vörn lýðræðis í Evrópu. Lýðræðisfolkkarnir þrír, sem fyrr vóru nefndir, styðja allir aðild okkar að Atlantshafsbanda- laginu. í þessu þýðingarmikla máli er Alþýðubandalagið hins- vegar einangrað í andstöðu sinni; andstöðu, sem það reynir að skreyta allskonar falsfjöðrum „friðar“, „hlutleysis" og annarra faguryrða til að slá ryki í augu hrekklauss fólks. • 3) Verðma'tasköpun — lífs- kjör. Alþýðubandalagið hefur — eitt flokka — barist gegn nýtingu þriðju auðlindar okkar, innlendra orkugjafa, með nýjum orkuiðnaði. Það stóð gegn kísilverksmiðjunni, álverksmiðjunni og járnblendi- verksmiðjunni, en þessar verk- smiðjur eru ekki aðeins atvinnu- gjafi rúmlega 1000 einstaklinga (heimila), greiðendur skatta til samfélagslegra framkvæmda (framleiðslugjald/byggðasjóður), heldur leggja þær til 15—17% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og vóru algjör forsenda þess, að við íslendingar gátum ráðist í stór- virkjanir eins og Búrfell, Sigöldu og Hrauneyjafoss. Án þessa orku- iðnaðar, sem Alþýðubandalagið barðist gegn með kjafti og klóm sbr. þingtíðindi, værum við enn á smávirkjanastiginu og byggjum við mun minna orkuöryggi en hærra orkuverð. Iðnaðarráðherra sagði á þingi sl. vetur að bezti „virkjunarkosturinn" væri að leggja niður álverið. Ymis hegðan hans síðan sýnir ljóslega, að hann var ekki að gera að gamni sínu. Hann talar og starfar einmitt í samræmi við einangrunarstefnu Alþýðubandalagsins, sem gengur þvert á öryggishagsmuni og lífs- kjör þjóðarinnar. Atvinnuöryggi og hliðstæð lífskjör og nágrannar búa við verður ekki tryggt til frambúðar nema með nýjum stór- virkjunum og nýjum orkuiðnaði. Vatnsgrautar- röksemdir Alþýðubandalagið er ekki hræddara við annað en það, að almenningur geri sér grein fyrir einangrun þess í íslenzkri samtíð. Þessvegna leggur „sértrúarrit" þess, Þjóðviljinn, höfuðáherzlu á samstöðutal í áróðri sínum, „þjóð- arsamstöðu", „samstöðu Norður- landa" og svo framvegis, það er að segja — þegar „samstaðan" þjón- ar flokkspólitískum hagsmunum þess. Stefna Alþýðubandalagsins í öryggismálum nýtur og sérstakrar aðdáunar bróðurflokksins í Sov- étríkjunum sem og aðrar tilraunir Alþýðubandalagsins til að koma fleyg á milli íslands og annarra vestrænna ríkja í margskonar gagnkvæmri samvinnu. Ef gluggað er í Þjóðviljann síðustu mánuði kemur í ljós að samstöðudulan. sem breidd er yfir einangrun Alþýðubandalagsins í málefnum líðandi stundar, er af margskonar toga, þó þrennskonar þel sé mest áberandi. Dæmi má taka. í fyrsta lagi sá fleygur í vestrænt varnarsamstarf, sem kallaður hefur verið „kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd". Á þessum áróðursvettvangi er höfðað til „samstöðu Norðurlanda" — en þrjú þeirra eru aðilar að Atlants- hafsbandalaginu. Þessi áróður bergmálar síður en svo þá stað- reynd, að engin kjarnorkuvopn finnast á Norðurlöndum, en eru hinsvegar í ríkum mæli við aust- urmörk þeirra, í vopnabúrum Sov- étríkjanna á Kólanskaga og við Eystrasalt. Alþýðubandalagið krefst ekki „norrænnar samstöðu" um þá kröfu, að Sovétmenn víkji kjarnorkuvopnum úr nágrenni Norðurlanda, ekki gagnkvæmra samninga gegn kjarnavopnum, heldur einhliða yfirlýsingar. Slíkt „samstöðutal" felur hræsnina í sér, jafnvel þótt vatnsgrautar- röksemdir Ólafs Ragnars Gríms- sonar, þingflokksformanns, séu endurprentaðar í öðrum hverjum Þjóðvilja (ásamt tilheyrandi mynd). t öðru lagi má nefna tilraun Alþýðubandalagsins og Þjóðvilj- ans til að slá eign sinni á franska lýðræðisjafnaðarmanninn (og Natósinnann) Mitterrand. íslenzk fyndni hefur ekki í seinni tíð risið hærra en í þeirri áróðurslegu fjölbragðaglímu sem Þjóðviljinn hefur iðkað til að mjaka Alþýðu- bandalaginu upp að þessum franska stjórnmálamanni — í augum íslenzks almennings. Þar er nú aldeilis ekki verið að auglýsa skoðanalega einangrun Alþýðu- bandalagsins, heldur fellur það eins og flís að rassi stjórnmála- sveiflu í Frakklandi, hvorki meira né minna. En þessi trúðslæti eru jafnframt af hinu góða: hláturinn lengir lífið að sögn. 1 þriðja lagi má svo nefna það þegar Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, og Þjóðviljinn, reyna að breyta áratuga baráttu Alþýðubandalagsins og forvera þess gegn stórvirkjunum og stór- iðju (sem þýðir það sama og barátta gegn sambærilegum lífs- kjörum hér á landi og í nágranna- löndum) yfir í „þjóðarsamstöðu" í svokölluðu súrálsmáli. í því efni hefur iðnaðarráðherra trassað að nýta umsaminn árlegan endur- skoðunarrétt á reikningum ísals. Síðan, þegar sá réttur er loks nýttur, er hann takmarkaður við einn rekstrarþátt — í kjölfar ásakana um „falsað hráefnisverð" og „soraviðskipti" (Þjóðviljinn í desember sl.). Þannig er haldið á öllum þáttum málsins að beinlínis leiðir til ágreinings inn á við — og neikvæðra viðbragða Alusuisse, öfugt við verklag og atburðarás 1974—1975, þegar hyggilega var haldið á íslenzkri hagsmunagæzlu, eins og síðar verður vikið að. Þau áróðursviðbrögð Alþýðu- bandalagsins, sem hér hefur laus- lega verið drepið á, eru dæmi um tilraunir til að breiða yfir skoð- analega og málefnalega einangrun á líðandi stund; einangrun, sem flokksbroddarnir óttast meira en allt annað að síist inn í vitund almennings. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 17 Orkuidnadur I moldviðri því sem þyrlað er upp þessa dagana í sambandi við svokallað súrálsmál er nauðsyn- iegt að gera sér glögga grein fyrir mikilvægum staðreyndum varð- andi orkuiðnað — í liðinni tíð, á líðandi stund og til framtíðar horft: I. Álverið í Straumsvík og járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga vóru nauðsynlegur und- anfari til að tryggja orkumarkað og arðsemi stórvirkjana: við Búr- fell, við Sigöldu og við Hrauneyja- foss. Á sama hátt er nýr orkuiðn- aður forsenda þess að hagkvæmt sé að byggja ráðgerðar þrjár nýjar stórvirkjanir á þessum áratug. 2. Nýr orkuiðnaður er og for- senda þess að hægt sé að mæta vaxandi atvinnuþörf á íslenzkum vinnumarkaði næstu ár og áratugi — og tryggja þann vöxt þjóðar- tekna er rísi undir sambærilegum lífskjörum hér og í nágrannalönd- Stofnendur Ferðaskrifstofu Vestfjarða að loknum stofnfundi, utan dyra á Hótel ísafjörður. Ferðaskrifstofa Yest- f jarða tekur til starfa IsafirAi. 23. júli. IILUTAFÉLAG um rekstur ferða- skrifstofu á tsafirði var stofnað hér í dag. Flugleiðir og ferðaskrifstof- an Urval hafa haft forgöngu um stofnun hennar og eru Flugleiðir lang stærsti hluthafinn með 30% hlutafjár. Framkvæmdastjóri fé- lagsins hefur verið ráðinn Reynir Adólfsson, sem nú er að láta af störfum umdæmisstjóra Flugleiða hér. Stofnun ferðaskrifstofu hefur lengi verið á döfinni hér á ísafirði og hafa ýmsir aðilar komið þar við sögu. í dag varð svo loksins af framkvæmdinni og þeir sem að félaginu standa auk Flugleiða og Úrvals eru: Alþýðusamband Vest- fjarða, Flugfélagið Ernir, Hótel ísa- fjörður, Trygging hf., Bæjarsjóður ísafjarðar, Djúpbáturinn hf., Bíla- leiga Bolungarvíkur og Reynir Adolfsson. Hlutafé félagsins er 150.000,- . I stjórn voru kosnir: Haraldur Haraldsson bæjarstjóri á Isafirði, formaður, Einar Helgason deildarstjóri hjá Flugleiðum og Steinn Lárusson framkvæmdastjóri Úrvals. Á blaðamannafundi sem haldinn var að stofnfundinum loknum, kom fram að öðrum aðilum hafði ekki verið boðin aðild að félaginu og létu forráðamenn þess í ljós að óæskilegt væri að of margir aðilar stæðu að slíku samstarfi. Fyrstu verkefni félagsins verða að skipuleggja ferðir útlendinga til Vestfjarða og e.t.v. ferðir frá Isafirði til Grænlands. Á næsta vetri verður svo reynt að koma á helgarferðum hingað á skíði í samvinnu við Hótel ísafjörð sem nú er tekið til starfa. Ferðaskrifstofan tekur að sér að selja Vestfirðingum ferðir með Úr- val og Flugleiðum t.d. til Kanarí og Flórida. Þá er það til nýlundu að nú geta Vestfirðingar hringt á einn stað og fengið upplýsingar um ferðir allra flugvéla sem fljúga reglulega á flugvellina í nágrenni Isafjarðar, þannig opnast t.d. þeir möguleikar fyrir Isfirðinga að taka sér far með Árnarflugi frá Holti eða Suðureyri ef sá flugtími passar viðkomandi betur. Á sama hátt geta þeir sem vestan heiða búa fengið upplýsingar um ferðir Flugleiða, Flugfélags Norðurlands og Flugfélagsins Arna ef þeirra áætlun passar betur. Það kom fram hjá Einari Helga- syni vegna fyrirspurnar að Flugleið- ir hyggja á breytingu á samsetningu flugflota síns. Á næsta vetri verða þeir með Twin Otter-vél í föstu áætlunarflugi aðallega til Vest- mannaeyja en með því má létta verulega á áætlun Fokkervéla fé- lagsins. Ferðaskrifstofan tekur til starfa 10. ágúst nk. og verður til húsa að Hafnarstræti 4, þar sem söluskrif- stofa Flugleiða er nú til húsa. Úlfar. um. Ekkert er hættulegra ís- lenzkri byggð en það ef lífskjör hér á landi dragast verulega aftur úr lífskjörum í V-Evrópu og N-Ameríku. Landflótta þarf að stöðva — ekki auka. 3. ;7Heildargjaldeyristekjur af álverinu í Straumsvík frá því það hóf störf og til loka árs 1980 námu 237 milljónum Bandaríkjadala. Orkuiðnaður leggur til milli 15— 17% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar nú. 4. Tekjur Landsvirkjunar af orkusölu til ÍSALs hafa numið 46,5 milljónum dala til ársloka 1980 og sýnt er, að raforkusölu- tekjur munu greiða stofnkostnað við öll mannvirki Búrfellsvirkjun- ar á 20 ára tímabili, en venjulegur afskriftartími vatnsaflsvirkjana er 40 ár. 5. Álsamningurinn frá 1966 tryggði íslenzka hagsmuni, varð- andi rekstur álversins, svo sem frekast var unnt, m.a. með heimild til árlegrar endurskoðunar var síðast nýtt varðandi reikninga álversins 1974. í kjölfar þeirrar endurskoðunar var síðan samið um hækkað raforkuverð, sem fært hefur okkur 17,5 milljónir Banda- ríkjadala í auknar raforkutekjur, en auk þess var samið um nýjar skattareglur og stækkun álvers- ins. Síðan hefur þessi endurskoð- unarheimild ekki verið nýtt fyrr en nú — og þá með þeim hætti að hún var einskorðuð við afmarkað- an rekstrarþátt að fyrirmælum iðnaðarráðherra — og í kjölfar „sakfellingar" af hans hálfu, en hún gengur í berhögg við yfirlýs- ingu Sjálfstæðismanna í ráð- herrastólum þess efnis að í álits- gerðinni sé ekki um mat eða dóm yfir Alusuisse að ræða. í meðferð ráðherra hefur íslenzk hagsmuna- gæzla verið vanrækt framan af en nú klúðrað þann veg, að Alusuisse bregst við með allt öðrum hætti en fyrr. 6. Þingflokkur sjálfstæð- ismanna hefur gagnrýnt máls- meðferð iðnaðarráðherra, sem hefur verið fádæma klaufaleg, eða ámóta og sú yfirlýsing hans á síðasta þingi, að hagkvæmasti „virkjunarkosturinn" væri að loka álverinu, vinnustað 700 til 800 manna. Jafnframt hefur þing- flokkurinn sett fram kröfur um alhliða endurskoðun, samskonar og framkvæmd var 1975, til að fá málið upplýst til fulls, og að Alusduisse verði gert að standa í einu og öllu við ákvæði gerðra samninga. 7. Ummæli forsætisráðherra um „nefnd fagmanna" til að leiða framhald súrálsmálsins, í viðræð- um við Alusuisse, verða naumast skilin sem traustsyfirlýsing á Hjörleif Guttormsson — eða málsmeðferð hans yfirleitt. Túlk- un forsætisráðherra og dóms- málaráðherra á niðurstöðum Coopers og Lybrand og samþykkt ríkisstjórnar er og með allt öðrum hætti en iðnaðarráðherra, eins og fyrr segir. „Þjóðareiningin", sem iðnaðarráðherra talar um, virðist ekki ná til ríkisstjórnarinnar, hvað þá annarra. 8. Ummæli forsætisráðherra um faglega nefnd koma og heim og saman við samþykkt þingflokks sjálfstæðismanna, þess efnis, að athugun og framvinda málsins verði undir forystu, sem allir geti borið traust til, og í höndum nefndar, er allir þingflokkar eigi aðild að. Slíkt er nauðsynleg forsenda samstöðu og þess að alhliða könnun og marktæk hags- munagæzla geti átt sér stað. Jónas Elíasson prófesdsor skrif- ar yfirlitsgrein um súrálsmálið í Mbl. sl. miðvikudag. Þar er fjallað málefnalega um alla þætti þessa máls. Lokaorð hennar vóru þessi: Þróunarmögu- leikar í sam- vinnu íslendinga og Alusuisse „Það er alveg ótvírætt að ís- lendingar og Alusuisse hafa mikla möguleika til að þróa samvinnu sín á milli til hagsbóta fyrir báða. Skulu nefnd örfá dæmi. • Islendingar og Alusuisse geta í sameiningu reist álverksmiðju sem kaupir raforku á bestu kjör- um frá Islendingum, þar á móti getur Alusuisse falist á hækkun á raforkuverði Isal. • íslendingar geta komið sér upp olíuhreinsunarstöð sem vinnur úr svartolíu. Alusuisse getur styrkt þessar fyrirætlanir með því að kaupa olíukoks til rafskautagerð- ar af hreinsistöðinni. • íslendingar og Alusuisse geta komið sér upp sameiginlegri rafskaut averksmiðj u.“ Ríkisstjórnin og Alusuisse „Samskipti ríkisstjórnar ís- lands og Alusuisse virðast hafa verið á trúnaðargrundvelli fram til þessa. Deilumál hafa komið upp en þau hafa verið leyst með gagnkvæmu samkomulagi. Við- skipti Íslendinga og Alusuisse hafa dafnað. En með súrálsmálinu svokallaða verður gífurleg breyt- ing á eðli þessara samskipta. Eðli samskiptanna hefur breyst frá því að vera yfirgnæfandi vinsamlegt, yfir í að vera yfirgnæfandi fjand- samlegt. Það verður því að telja verulega hættu á, að þessi óheppi- lega breyting á eðli samskipta ríkisstjórnar Islands við Alusuisse leiði til stöðnunar í viðskiptum Islendinga og ísal. Óvinsamleg samskipti hljóta að leita til gagn- kvæms vantrausts. Vantraustið ieiðir aftur til, að það eina sem aðilar geta komið sér saman um er að halda viðskiptum í óbreyttu formi. Hætt er til dæmis við, að meðan iðnaðarráðherra sakar Isal um samningsbrot og skattsvik og hótað er málsókn, þá verði lítið talað um annað milli aðila."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.