Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1981
23
arlegur grundvöllur fyrir hitaveitu.
Það var ekki fyrr en olían fór að
hækka upp úr öllu valdi. Meirihluti
bæjarins er nú hitaður upp með
olíu, en hitaveitan kemur til með að
lækka kyndingarkostnaðinn um 40
til 45 prósent.
Það hefur verið lögð á það mikil
áhersla að leggja lögnina í sem
mestu samráði við bændur. Þeir
hafa langflestir skrifað undir yfir-
lýsingar þess efnis að hitaveitan
megi fara yfir þeirra land. Það er
meiningin að ganga frá samningum
við bændur þegar lögnin er tilbúin.
Bændur fá nokkuð almenn afnot af
veitunni og við reynum að taka þá
bæi með, sem næst lögninni eru.
Það er stefnt að því að láta þá bæi
hafa vatn sem liggja í eins til
tveggja kílómetra fjarlægð frá
leiðslunni.
Það er töluvert mikil atvinna í
kringum þetta verk. Reyndar eru
verktakarnir margir utanbæjar-
menn, en með þeim vinnur talsvert
af heimamönnum. Það er mikið
átak að þurfa að Ijúka gerð lagnar-
innar á fjórum mánuðum en það
var lítið hægt að byrja fyrr en í
byrjun júní vegna frosta. Nú er búið
að sá yfir leiðsluna frá Bæ og yfir í
Seleyri en það er hæpið að hægt
verði að sá yfir það sem lagt er
núna í sumar.
Það sem er nýtt við þessa lögn er
það að notaður er vikur undir rörin
til einangrunar og steinull vafið um
þau. Asbeströr eru oftast notuð
þegar lagðir eru langir kaflar, því
þá þarf ekki að verja rörin eins
mikið og til dæmis stálrör. Ég er
mest hræddur um, að húseigendur
verði ekki tilbúnir með húsin sín.
Það eina sem við gerum i húsunum
er að setja upp mæligrind en
íbúarnir verða sjálfir að sjá um allt
annað. Það ætti að vera nóg aö gera
fyrir pípulagningamenn hér á
næstunni. Það er helsta vandamálið
að þegar hitaveitan hefur verið
tilbúin, þá hafa húseigendur ekki
verið það. Menn draga það sjálfsagt
lengi að fjárfesta í þessu en geta
misst af lestinni fyrir bragðið,"
sagði Ingólfur Hrólfsson hitaveitu-
stjóri að lokum.
Ætli vegagerðin
sprenjfi hæstu skala
Jón Eyjólfsson bóndi á Fiskilæk
og Sigurður Magnússon verkstjóri
voru að ræða málin við túnfót
bóndans en í gegnum land hans
liggur leiðslan þvert yfir. Jón var
spurður að því hvernig honum litist
á að fá lögnina yfir landið hjá sér.
„Við erum nú ekki farnir að
fljúgast á ennþá,“ sagði hann og
brosti til Sigurðar. „Þetta er tölu-
verð skerðing á landinu en það sem
maður hefur leitað til með hefur
verið lagað. Maður hefur ekkert
undan framkvæmdunum að kvarta
en skerðingin er töluverð. Ég reikna
nú með að fá vatn inn í bæinn, en ég
hef ekki kynnt mér bæturnar náið.“
Honum var þá sagt að kannski yrði
honum bætt þetta eins og Vega-
gerðin bætir fyrir land.
„Ætli Vegagerðin sprengi nokkuð
hæstu skala,“ sagði hann þá.
— Hvernig hcfur búskapurinn
gengið í sumar?
„Ég er nú ekki farinn að slá
Andrés Jónsson i Deildartungu.
Hitaveitustjóri Akraness og Borgarness, Ing-
ólfur Hrólfsson.
Sigurður Magnússon verkstjóri
og Jón Eyjólfsson bóndi.
svo þykk að maður sá ekki nema
nokkra metra frá sér. Andrés var
spurður að því hvernig honum litist
á framkvæmdirnar.
„Ég er ekki ánægður með að svo
stórri eign sé ráðstafað út úr
byggðarlaginu. Það er svolítið hast-
arlegt. Eins og höfnin á Akranesi
yrði afhent öðru byggðarlagi. Þetta
liggur hér beint út úr hreppnum.
Það er víst að ekki er búið að skrifa
undir neina samninga á milli
hreppsfélagsins og hitaveitunnar.
Það voru skildir eftir tíu sekúndu-
lítrar, sem eigendum var ráðstafað
til að halda eftir. Það eru sjö
eigendur og eign eins þeirra skiptist
í tvennt.
Mér líst heldur illa á lögnina.
Finnst hún illa undirbyggð og held
að það komi til með að liggja vatn á
rörunum. Ekki skyldi kvarta yfir
jarðraskinu. Ekkert er gert án þess
það hafi eitthvert rask í för með
sér. Ætli búskapurinn hjá mér
komi ekki til með að minnka
eitthvað en það þýðir ekki að æsa
sig heldur fara að landslögum,"
sagði Andrés og við svo búið
kvöddum við hann.
Örstutt frá Borgarfjarðarbrúnni
Akranesmegin, var vinnuflokkur að
ryðja slóð sem rörin koma til með
að liggja í gegnum. Þeir voru frá
verktakafyrirtækinu Borgarverk.
Við ræddum örlítið við verkstjór-
ann, Ómar Guðmundsson.
„Fyrst er landið rutt, mishæðir
sléttaðar og jafnaðar, ræsi lögð og
þurrkað þar sem þarf. Þá er slóöin
fyllt af grús eða möl og þegar búið
er að ganga frá er lagður vikur
undir sjálfa lögnina. Það verða
alltaf einhver spjöll en miðað við
aðstæður er ekki hægt að segja að
þau séu mikil. Þegar búið er að
leggja rörin á vikurinn er mold
dreift yfir þau og svo er sáð.
Við erum heldur á undan með
jarðvinnsluna en við verðum oft að
stoppa dag og dag ef rignir mikið.
Það er áætlað að búið verði að
leggja frá tengistöðinni á Seleyri til
Akraness 1. september og við erum
núna heldur á undan áætlun,“ sagði
Ómar verkstjóri og við kvöddum
hann en héldum sem leið lá í átt til
Akraness og fylgdum ruddri slóð-
inni þar til við komum að öðrum
vinnuhóp. Sá var frá verktakafyr-
irtækinu Stuðlastál og var að leggja
rörin ofan á vikurinn. Við ræddum
aðeins við verkstjórann, Þorvald
Loftsson.
„Mér líst mjög vel á þessar
framkvæmdir, annars væri ég ekki
að vinna við þær. Það er verra að
þetta skuli ekki hafa verið gert
fyrir löngu.“
— Ilvað leggið þið mðrg rör á
dag?
„Það fer nú eftir ýmsu. Ætli við
leggjum ekki svona 50 til 60 rör á
dag. Ég get ekki skilið að það verði
af þessu nokkur náttúruspjöll. Þeg-
ar búið er að moka yfir rörin og sá
sést ekki annað en grænt."
ai
Þessi rör liggja i átt að Akranesi
og um þau munu fara 150 sek-
úndulítrar.
Jarðraskið virðist vera nokkurt
en hér á eftir að leggja leiðsluna
og moka yfir hana. Siðan verður
sáð yfir.
ennþá, en maður fer að byrja. Það
hefur verið góð heyskapartíð núna
undanfarið. Það eru sumir bæir hér
sem eru að verða búnir með hey-
skapinn. Þeir eru aðallega með
kúabúskap og þurftu því ekki að
beita mikið á ræktað iand í vor. Ég
er nær eingöngu með sauðfé. Sauð-
burðurinn gekk bara vel, en það var
nú helst vegna þess hvað það var
þurrviðrasamt. Þar var veðráttan
aðallega að verki,“ sagði Jón Eyj-
ólfsson bóndi að lokum.
Við hittum að máli Andrés Jóns-
son í Deildartungu en hann átti 1/7
hluta hversins áður en hann var
tekinn eignarnámi. Andrés var að
vinna við að grisja gulrætur og lá
gufan frá hvernum yfir garðinum
Jón Ágúst Guðmundsson hjá
verkfra'ðistofu Sigurðar Thor-
oddsen i Borgarnesi.