Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 Samtalsbók við Walesa og bók um Afgahanistan — meðal bóka hjá Bókaútgáfunni Fjölva í haust NÝ SAMTALSBÓK við pólska verkalýðsleiðtogann Lech Wal- esa, er meðal bóka sem bókaút- gáfan Fjölvi sendir frá sér i haust, að þvi er Sturla Eiríksson útgáfustjóri sagði við Morgun- biaðið í gær. Bókin er eftir þýskan blaðamann. en þýðing- una annast Jón Þ. Þór sagnfræð- ingur. Fjölmargar aðrar bækur eru væntanlegar frá Fjölva i haust, svo sem bók um Afghan- istan, Byggingariistasaga kem- ur út, einnig sjöunda bindi Veraldarsögu Fjölva, liklega kemur einnig út Fiskabók Fjölva, fjölmargar barna- og unglingabækur eru á leiðinni, önnur bók útgáfunnar um Bitil- inn John Lennon og fleira, sagði Sturla. Bókina um Walesa sagði hann vera mjög forvitnilega. Samtölin væru mjög opinská og skemmti- ieg, og opnuðu alveg nýja innsýn inn í þennan kunna mann og þá baráttu, sem hann hefur verið í fylkingarbrjósti fyrir. Lech Walesa Byggingarlistasagan er eins konar framhald fyrri bóka Fjölva, fyrst Listasögu í 3 bind- um, og síðar Nútímalistasögu í einu bindi. Þýðing bókanna er eftir Þorstein Thorarensen. Sagði Sturla hann einnig hafa staðfært bækurnar lítillega, en um fjöl- þjóðaútgáfu er að ræða. I 7. bindi Veraldarsögunnar er fjallað um Rómarveldi hið forna, og um Kína og Indland. Allar fyrri bækurnar úr flokknum eru enn fáanlegar sagði Sturla, en alls munu bækurnar verða 20 talsins eða þar um bil. Ein bók er enn ótalin, sú er þýsk og nýútkomin, Kinder aus Banhof Zoo. Sturla sagði bókina líklega fá nafnið Dýragarðsbörn á íslensku, en hún fjallar á opinskáan hátt um eiturlyfja- vandamálið og ýmsar skuggahlið- ar mannlegs lífs, og er sagan byggð á reynslu 18 ára stúlku. Kvikmynd hefur verið gerð eftir bókinni, og hefur sú vakið mikið umtal og deilur í Vestur-Þýska- landi. VIÐ,”'*0" KAYS Beint frá stærstu og traustustu póstþjónustu Bretlands. Hjá KAYS færðu, föt, gjafavöru, leikföng o.m.fl. í ótrúlegu úrvali á mjög góðu verði. Klipptu út og sendu okkur pöntunarmiðann í horni auglýsingarinnar. Nafn Heimilisfang Slaóuf . Ég óska eftir að fá sendan Kays pöntunarlista I póstkrðfu á kr. 49 — Laugardagslokunin Lögreglan í Reykjavík leit í gærmorgun eftir nokkrum verzlunum, hvort eigendur þeirra hefðu þær opnar, en sem kunnugt er mega matvöruverzl- anir ekki hafa opið nokkra laugardaga yfir sumarið. Eru verzlunarmenn minntir á þessi ákvæði og neiti þeir að loka gefur lögreglan skýrslur um viðkomandi. Birgir Guðbrandsson, Birgisbúð. Birgir í Birgisbúð: Fékk „áminningiT hjá Sakadómi BIRGIR Guðbrandsson i Birgis- búð var kallaður til yfirheyrslu fyrr í þessum mánuði til Rann- sóknarlögreglunnar og mætti síðan hjá Sakadómi Reykjavik- ur þar sem hann fékk „áminn- ingu“ fyrir að hafa brotið reglugerðarákvæði um opn- unartíma verslana. Hann á að mæta aftur til yfirheyrslu á þriðjudag og gefa skýrslu en hann hafði opið i versiun sinni á laugardag. „Ég vinn einn á laugardögum og það er aðeins lögreglan sem hefur haft afskipti af því að ég hef opið. VR hefur ekki skipt sér af því og þeirra þáttur hefur verið gerður meiri í fjölmiðlum heldur en ástæða er til. Þeir lögreglumenn sem hafa komið hingað eru ákaflega almenni- legir og virðast ekki of hrifnir af að þurfa að standa í þessu og það er engin ástæða til þess að hnýta neitt í þá, eins og fólk hefur stundum gert. Birgir sagði að smákaupmenn vildu fá að hafa opið á laugar- dögum vegna þess að föstudag- arnir nýttust ekki því fólk færi þá frekar í stórmarkaði. Hins- vegar hafi alltaf verið mikil aðsókn á laugardögum hjá smá- kaupmönnum þegar búðir hafa verið opnar. Sigurjón í Aðalstrætisbúðinni: í yfirheyrslu á mánudaginn „ÞAÐ ER hastarlegt að manni skuli vera bannað að vinna i eigin búð,“ sagði Sigurjón Þór- oddsson f Aðalstrætisbúðinni, en hann á að mæta til yíirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglunni á mánudag ki. 10. Hann hafði opið á laugardag fyrir hálfum mánuði þegar lög- reglan kom og stillti sér upp fyrir framan búðina. „Það hafa þó nokkuð margir kaupmenn verið kallaðir til yfirheyrslu og teknar af þeim skýrslur. Ég veit ekki hvert framhaldið verður, en margir ætla að hafa opið á laugardögum áfram. Sælgætisbúðir mega vera opnar og því finnst mér það skjóta skökku við að smákaup- mönnum skuli meinað að hafa opið.“ Sigurjón sagði að það væru aðallega ferðamenn sem versluðu við hann á laugardögum. Sigurjón Þóroddsson kaupmaður EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.