Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 's^WORLD' CARPETS gæðagólfteppin Einkasöluleyfí á amerísku gólfteppunum „WORLD CARPETS“ á stór-Reykavíkursvæðinu. Lítið inn til okkar í Hafnarfírðinum og skoðið þessi glæsilegu teppi og sjáið litaúrvalið. Greiðsluskilmálar: 20% Zv og eftirstöövar ó 8 mánuðum. arWCt Byggingavörur hf. Reykjavíkurveg 64 Hafnarfirbi, sími 53140 Skuttogarinn Kaldbakur sigldi á Togarabryggjuna á Akur- eyri í fyrradag og skemmdi hana talsvert, því stórt skarð kom í bryggjuna. Ljósmynd. Þ.K. IlelKason. Afmælisfundur nor- rænna sparisjóða haldinn i Reykjavík SAMTÖK norrænna sparisjóöa, NCSD, halda i næstu viku fund að Hótel Loftleiðum i Reykjavik. Er þetta 50 ára afmælisfundur samtakanna. en Samband ísl. sparisjóða sér um framkvæmd fundarins, sem stendur frá sunnudegi til 30. júlí. Gefinn hefur verið út bækling- ur þar sem rakið er samstarf sparisjóða á Norðurlöndum, sem hefur m.a. verið á sviði tækni- mála, menntunar, auglýsinga o.fl. Aðalmál fundarins í Reykjavík verða skipulagsmál sparisjóð- anna og samnorræn þjónusta við viðskiptamenn sparisjóðanna og eru þátttakendur sparisjóðsstjór- ar og framkvæmdastjórar hinna norrænu sambanda. Formaður Sambands ísl. sparisjóða er Bald- vin Tryggvason og framkvæmda- stjóri Sigurður Hafstein. I frétt frá Sambandi ísl. spari- sjóða kemur fram, að hlutdeild sparisjóða í innlánum á síðasta ári hafi verið 39,5% í Noregi, 32% í Svíþjóð, 28,9% í Dan- mörku, 28,3% í Finnlandi og 16% á Islandi. Ráðstefna norrænna fjölmiðlafræðinga: „Geta boðskipta- rannsóknir breytt fjölmiðlunum?66 NORRÆNIR fjölmiðlafræð- ingar halda fimmtu ráðstefnu sina dagana 16,—19. ágúst nk. Þessar ráðstefnur eru haldnar reglulega annað hvert ár og skiptast aðildarlöndin á um að bjóða til þeirra. Að þessu sinni fer ráðstefnan fram i Reykja- vik i boði félagsvisindadeildar Háskóla íslands. Undirbúning- ur hefur verið í höndum 10 f KAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUNHAR Bláber — Jarðarber USA — Bananar — Appelsínur Outspan — Epli rauð Ástral — Epli græn Cape — Epli græn, frönsk Golden — Greipaldin Outspan — Sítrónur Outspan — Perur ítalskar — Ferskjur ítalskar — Nektarínur ítalskar — Melónur gular — Lime Brazilía — EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 E4 manna nefndar og eru Sigur- veig Jónsdóttir, blaðamaður og Þorbjörn Broddason, dósent, islenskir fulltrúar i henni. Meginumfjöllunarefni ráð- stefnunnar í Reykjavík er spurningin: „Geta boðskipta- rannsóknir breytt fjölmiðlum?" Fengnir hafa verið fjórir fyrirlesarar og fjórir andmæl- endur til að reifa þessa spurn- ingu, og munu þessar umræður dreifast á alla ráðstefnudagana. Auk þessa hafa væntanlegir ráðstefnuþátttakendur skipt sér niður í 9 vinnuhópa sem hafa flestir starfað bréflega nú um nokkurra mánaða skeið. I þess- um hópum verður lagður fram mikill fjöldi greina um aðskilj- anleg efni. Að ráðstefnunni lokinni er áformað að gefa út í sérstöku riti hinar fjórar aðal- ræður ráðstefnunnar og úrval þeirra greina sem lagðar verða fram. Auk þess verður þátttak- endatal og annar fróðleikur í þessu riti. Ráðstefnuna munu sækja nálægt 1450 manns frá öllum Norðurlöndum. Islenskir þátt- takendur verða eitthvað á ann- an tug. Meðal viðburða á ráðst- efnunni verður kynning á ís- lenskum fjölmiðlum og munu frummælendur þar verða rit- stjórarnir Björn Vignir Sigur- pálsson og Einar Karl Har- aldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.