Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 LJÓSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SIMI 85811 HGMCGA GRÓF Vitretex sandmálningin er hæfilega gróf utanhússmálning. Ekki grófari en það aó regn nær að skola ryk og önnur óhreinindi af veggjum. Og Vitretex sandmálning er óhemju sterk utanhússmálning og endingargóð. það sanna bæöi veðrunarþolstilraunir og margra ára reynsla NÝ LITAKORT Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM Slippfé/agið íReykjavíkhf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Sími 33433 Nýja Biblían væntanleg í næsta mánuði: Útlitsbr eytingar eru mest áberandi Kostnaður orðinn yfir tvær milljónir króna t NÆSTA mánuði er væntanleg á islenzkan markað ný útg:áfa Bihlí- unnar, hin tiunda á islenzku, eins ok komið hefur fram i fréttum. Er þar um að ræða nýjan bæði ytri og innri búninK- Textinn er að hiuta endurþýddur, en nokkrar umbæt- ur hafa verið Kerðar á öðrum eldri þýðinKum. Fyrsta útgáfa Biblíunnar á ís- landi kom út árið 1584, nefnd Guðbrandsbiblía. Oddur Gott- skálksson hafði þá þýtt Nýja testa- mentið á islenzku, 1540, og er talið allsendis óvíst, að við töluðum islenzku í dag, ef Biblían hefði ekki verið þýdd á íslenzku jafn snemma og jafn vel og raun ber vitni. Ef íslendingum hefði verið þröngvað til að nota danska Biblíu og önnur dönsk guðræknirit við upphaf prentaldar og upphaf hins nýja siðar, má nærri geta, hvílíkt mark danskan hefði sett á kirkjumálið, sem hafði aftur mjög mikil áhrif á allt málfar almennings, svo hætt er við að tunga okkar hefði þá orðið að einhvers konar hrærigraut eða hrognamáli. (Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, Víðförli, 4. árg. 1950.) Margs konar nýjungar eru á ferðinni í nýju útgáfunni: 1) Efnið er sett upp í tvo dálka 2) Letur er læsilegra 3) Ný kaflaheiti og millifyrirsagn- ir 4) Nokkrar umbætur á texta Gamla testamentis 5) Guðspjöllin og postulasagan endurþýdd 6) Kynningarkafli á bókum Biblí- unnar 7) Tímatal 8) Orðaskýringar 9) Kort og staðarnöfn 10) Nýtt tilvitnanakerfi Hið íslenzka Bibllufélag stendur að útgáfunni nú, sem áður, en félagið er nú 166 ára gamalt, stofnað 10. júlí 1815 og er elzta starfandi félag hérlendis. Svo sem sjá má af upptalning- unni að framan er ýmislegt nýtt tekið upp í þessari útgáfu. Viðamest er nýtt kerfi tilvitnana, eftir ný- legri Biblíu-útgáfu Sameinuðu biblíufélaganna á frönsku. Eru það neðanmáls skýringar, þ.e. tekin eru út lykilorð (sjá mynd) og bent á aðra staði í Ritningunni þar sem menn geta lesið sér frekar til um þessi lykilorð og hugtök ef þeir óska. Þykir þetta mikils virði fyrir guðfræðinga og aðra fræðimenn, sem nota Biblíuna mikið við fræði- störf og íhugun sína, en einnig kemur þetta öllum þeim að notum, sem rannsaka vilja Ritninguna og leggja á sig nokkra vinnu. Tilvitnanakerfi hefur áður verið í íslenzkri bíblíuútgáfu, en þá hafa ekki verið þessi lykilorð, sem gera notkun þess auðveldari. Um endurskoðun á textanum er það að segja, að guðspjöll og postulasagan eru í nýrri þýðingu þýðingarnefndar H.Í.B. Fyrri þýð- ing annarra rita Nýja testamentis- ins, frá árunum 1912—1914, er endurskoðuð og á sama hátt hafa SÁLMARNIR 22. 23 13 Sterk naut umkringja mig, Basans" uxar slá hring um mig. 14 Þeir glenna upp ginið í móti mér ' sem bráðsólgið, öskrandi Ijón. 15 Mér er hellt út sem vatni, og öll bein mín eru gliðnuð sundur; hjarta mitt er sem vax, bráðnað sundur í brjósti mér; 16 gómur minn er þurr sem brenndur leir, og tungan loðir föst í munni mér. Og í duft dauðans leggur þú mig. 17 Því að hundar umkringja mig, hópur illvirkja slær hring um mig, hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið. 18 Ég get talið öll mín bein — þeir horfa á og hafa mig að augnagamni, 19 þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn. 20 En þú, ó Drottinn, ver eigi fjarri! þú styrkur minn, skunda mér til hjálpar, 21 frelsa líf mitt undan sverðinu og sál mína undan hundunum. 22 Frelsa mig úrgini Ijónsins, frá hornum vísundarins. Þú hefir bænheyrt mig! 23 Ég vil kunngjöra bræðrum mínum nafn þitt, í söfnuðinum vil ég lofa þig! 24 Þér sem óttist Drottin, lofið hann! Tignið hann, allir niðjar Jakobs! Dýrkið hann, allir niðjar ísraels! 25 Því að hann hefir eigi fyrirlitið né virt að vettugi neyð hins hrjáða og eigi hulið auglit sitt fyrir honum, heldur heyrt, er hann hrópaði til hans. 26 Frá þér kemur lofsöngur minn I stórum söfnuði. heit mín vil ég efna frammi fyrir þeim eróttast hann. 27 Snauðir munu eta og verða mettir, þeir er leita Drottins munu lofa hann. Hjörtu yðar lifni við að eilífu. 28 Endimörk jarðar munu minnast þess og hverfa aftur til Drottins og allar ættir þjóðanna falla fram fyrir augliti hans. 29 Því að ríkið heyrir Drottni, og hann er drottnari yfir þjóðunum. 30 Já, fyrir honum munu öll stórmenni jarðar falla fram, fyrir honum munu beygja sig allir þeir er hníga í duftið. En ég vil lifa honum, 31 niðjar mínir munu þjóna honum. Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni, 32 og lýð sem enn er ófæddur mun boðað réttlætib hans, að hann hefir framkvæmt það. 23 Davíðssólmur. umbætur verið gerðar á texta Gamla testamentiains, en þær hef- ur dr. Þórir Kr. Þórðarson annast. Við lauslega athugun er ekki að sjá að breytingar þessar séu mjög miklar, enda hefur þess verið gætt að fara varlega í þær. Segir Her- mann Þorsteinsson framkvæmda- stjóri Hins ísl. Biblíufélags, aö hann fagni því að þýðendur og endurskoðendur fóru yfirleitt gætn- um og kærleiksrlkum höndum um þennan viðkvæma texta, sem er samarfur allra íslendinga og mörg- um svo mjög hjartfólginn. Hér á síðunni er birtur texti jólaguð- spjallsins í nýrri þýðingu og þeirri gömlu og geta menn borið saman. Sérstakur viðbætir er aftast í Biblíunni nýju, alls yfir 50 síður. Er þar að finna ábendingar um mikil- væga ritningarstaði um hin ýmsu hugtök og kenningar kristins boðskapar. Þá hafa þeir, sem önn- uðust textavinnuna, ritað stutta kynningarkafla á ritum Biblíunnar og er það nýmæli. Birt er skrá yfir tímatal og kort eru fjölmörg, auk þess orðaskýringar, en telja má að öll þessi nýmæli geri Biblíuna auðveldari aflestrar, og hægt er að setja sig betur inn i samtímasögu hennar og fá skýringar á ýmsum orðum og hugtökum, sem við notum kannski ekki daglega. Þessi nýþýðing og endurskoðun textans og allur undirbúningur út- gáfunnar hefur staðið yfir í tvo áratugi og er kostnaður við útgáf- una orðinn yfir tvær milljónir króna. Ráðgert er að efna til útgáfu- hátíðar á vegum H.Í.B. í ágúst eða september eftir að búið er að koma hinni nýju Biblíu í dreifingarkerfi bóksala um land allt. Menn vona að hinni nýju Bibl- íuútgáfu verði vel tekið, að hún kom- ist inn á hvert heimili í landinu og aö þessi bók bókanna verði framvegis opin bók á íslandi og mikið lesin. Næsta verkefni Biblíufélagsins er að koma út Nýja testamentinu og Sálmunum með hinum nýja texta. Það er aðkallandi og til þess þarf fjármuni, sem enn eru ekki fyrir hendi. jt. 569 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. 2 Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. 3 Hann hressirsál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. 4 Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. 5 Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, * Basan ncfndisl hcrart auslan Jórdanar. Nautpeningurinn þar þótli sérlcga stórvaxinn. Basans uxar merkja illvirkja. b Þ.e. hjálpræói. frclsun úr nauóum. 22.13 BasanAm 4.1+ 22.14 Ljón Sl 17.12; 57.5 22.15-16 Dauðastríðið Sl 102.4-6 22.17 Hundar S1 59.7.15 22.19 Kasta hlut um M( 27.35 og hlst. 22.20Skunda til hjálpar Sl 38.23; 40.14; 70.2; 71.12; 109.26 22.21 Frelsa sál mina Sl 35.17 22.23 I söfnuðinum Heb 2.12; sbr Sl 35.18; 40.10 22.24 Óttast Drottin Sl 15.4+. 22.26 I stórum söfnuði S1 35.18+ 22.27 Leita DrottinsSI 9.11 + hjörtuyðarlifni S169.33 22.28 Endimörk jarðar S1 72.8-11; Jer 16.19-20 22.29Ríkiðheyrir Drottni Sl 103.19; Ób2l; Opb 11.15; sbr S193.I 22.30Hníga IduftiðSI 28.1; 30.4; 88.5: 143.7; 4M 16.33: Esk 26.20-21 2231 Sagt frá Drottni Sl 48 14; 71.18; 78.6; 102.19 23.1 Drott- inn. hirðirSl 28.9; 80.2; Esk 34.11-16; sbrJh 10.11-16 23.2 Hann leiðir mig Sl 73.24; Ok 4.11 233 Sakirnafns síns Sl 25.11; Jl.4; 79.9; 106.8; 109.21; Jer 14.7; Esk 20,9 233 Borð Sl 78.19 - með oliu Sl 92.11; 133.2; Pd 9.8 Siða úr Dav- íðssálmunum. Neðst er tilvitn anakerfið, en þar fyrir ofan má sjá neðan- málsskýringar, sem eru itar- legri i nýju út- gáfunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.