Morgunblaðið - 28.07.1981, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
Tæplega 50 landanir
íslenzkra skipa er-
lendis í júlímánuði
ÞAÐ SEM af er þesaum mánuði
hafa 43 islenzk skip landað afla
sínum í Færeyjum, Bretlandi og
V-Þýzkalandi. Viða hefur fiskazt
mjög vel. þannig að fiskvinnslu-
stöðvar hafa ekki haft undan að
Þungbúnu
hægviðri
er spáð
VEÐRIÐ er heldur meinlaust
<>K aðgerðarlítið og búist er við
þvi svipuðu áfram, tjáði Páll
Bcriíþórsson veðurfræðingur
Mbl. í gærkvöld.
Skýjað hefur verið um mest allt
landið, skúrir voru fyrir vestan
og norðan og var hlýjast á
Suðausturlandi. Komst hiti þar
í 16 stig. Áfram er spáð hæg-
viðn og skýjuðu víðast hvar um
landið nema e.t.v. helst á suð-
austurhorninu og bjóst Páll við
svipuðu veðri í dag og jafnvel
fram á morgundaginn og ekki
kvað hann útlit fyrir þurrk.
vinna aflann og skipin hafa þvi
ekki getað losnað við fiskinn
heima.
Þrátt fyrir þetta hafa fáir snúið
sér til fiskmiðlunar þeirrar, sem
sett var á laggirnar í vor að
tilhlutan sjávarútvegsráðuneytis-
ins. Aðeins tveir aðilar hafa snúið
sér tii miðlunarinnar og í öðru
tilvikinu hafði fiskvinnslustöðin
ekki áhuga á fiskinum þegar búið
var að fá skip á viðkomandi stað.
Átján skip hafa landað í Fær-
eyjum í júlímánuði, flest frá
Austfjarðahöfnum og hafa togar-
ar verið í meirihluta. Fast verð er
fyrir fiskinn í Færeyjum og er það
svipað eða heldur hærra en hér á
landi.
I Bretlandi munu væntanlega
verða 25 sölur íslenzkra skipa í
þessum mánuði. Til þessa hafa
íslenzk skip landað 22 sinnum i
Bretlandi í júlí, samtals um 1500
tonnum fyrir 702.500 sterlings-
pund. Meðalverðið hefur verið um
6,50 krónur fyrir hvert kíló. í
Þýzkalandi hefur verið landað 350
tonnum í júlí í þremur löndunum
og meðalverðið verið 4,50 krónur
fyrir kílóið.
Sveinn Jónsson
bóndi látinn
SVEINN Jónsson bóndi á Egils-
stöðum lézt sl. sunnudag 88 ára að
aldri. Sveinn Jónsson var fæddur 8.
janúar 1893 á Egilsstöðum á Völl-
um, og rak hann stórbýli á Egils-
stöðum og gistihús I mörg ár.
Sveinn Jónsson stundaði nám í
búnaðarskólanum á Eiðum 1909 og
1911 og næstu tvö ár við lýðháskóla í
Askov í Danmörku. Árið 1920 gerðist
hann bóndi á Egilsstöðum og rak
jafnframt gistihús allt til ársins
1960. Þá var Sveinn oddviti Valla-
hrepps árin 1919 til 1943 og eftir það
oddviti Egilsstaðahrepps. Einnig var
hann í mörg ár búnaðarþingsfulltrúi
og í stjórn Búnaðarsambands Aust-
urlands og hafði margvísleg afskipti
af félagsmálum. Sveinn var heiðurs-
félagi Rotaryklúbbs Héraðsbúa. Eft-
irlifandi kona hans er Sigríður
Fanney Jónsdóttir og eignuðust þau
þrjú börn.
Brotist inn á nokkrum stöðnm
BROTIST var inn í bát, sem lá
við Grandagarð. aðfaranótt laug-
ardagsins og fór þjófurinn inn i
vistarveru skipstjóra og rótaði
þar til. m.a. I lyfjakassa sem þar
var. Ekki er talið að neinu hafi
verið stolið.
Tveimur dekkjum var stolið
undan Dodgebifreið sem stóð við
bílasöluna Skeifuna þessa sömu
nótt. Hjólbarðarnir voru af breiðri
gerð og felgustærðin fimmtán
tommur.
Þá var brotist inn í verslunina
Nesval á Seltjarnarnesi aðfara-
nótt sunnudagsins, en ekki liggur
Ijóst fyrir hve miklu var stolið.
Einnig var brotist inn í Ásuskóla
við Völvufell og þar rótað til og
leitað að verðmætum. Síðan var
brotist inn í geymslu við Álfta-
mýri og þaðan saknað sjálfskipt-
ingar úr Fordbifreið. Öll þessi mál
eru óupplýst, en eru í rannsókn.
Eins og kunnugt er af fréttum stendur nú til að keyptur verði færeyskur skuttogari til Djúpavogs.
Skipið, sem um er rætt, heitir Froyur, og er frá Atlanttrol í Öyndarfirði. Skipið var byggt i Noregi
1975, en skömmu eftir að það kom til Færeyja vildi það óhapp til að skipinu hvolfdi i höfn og var
orsökin talin sú, að yfirbygging og brú skipsins hefði verið of þung og þvi hefði jafnvægi skipsins
raskast. Skipið fór síðan í slipp i Færeyjum, þar sem það var lagfært. Hlutafélagið, sem á Froy,
undirbýr nú kaup á öðru skipi, þar sem reksturinn á Froy bar sig ekki f járhagslega.
Meðfylgjandi myndir og heimildir eru fengnar úr færeyska blaðinu Dimmalætting.
Siglufjörður:
Þúsund turauir af ónýtri
síld grafnar í jörðu
ÞÚSUND tunnur af niðurlagðri
sfld í eigu Siglósildar eru ónýtar og
verða að óllum likindum grafnar i
jörðu innan tiðar. Að sögn Pálma
Vilhjálmssonar, forstjóra Siglósild-
ar, mun ástæðan fyrir þvi að síldin
eyðilagðist vera sú að það dróst
meira en gert hafði verið ráð fyrir
að sölusamningur næðist við Sovét-
menn og 4—5 mánuðir voru iiðnir
frá þvi sfldin var niðurlögð þegar
samningurinn loks náðist, þannig
að útflutningsleyfi fékkst ekki.
Farmannaverkfallið mun einnig
hafa sett strik i rcikninginn og
komið i veg fyrir að hægt yrði að
senda vöruna út innan tilskilins
tíma.
„Síldinni hefur verið komið fyrir í
tunnum og bæjaryfirvöld hafa
ákveðið að grafa hana í jörðu.
Hinsvegar liggur ekki ljóst fyrir
hvar þessu mikla magni verður
fundinn staður," sagði Pálmi.
Pálmi sagði að ekki væri ástæða
til þess að ætla að slík mistök ættu
sér stað oftar en Sovétmenn hefðu
verið óvenju seinir til að þessu sinni.
Verðmæti síldarinnar sem þarna
fór forgörðum var um 1,7 milljón
nýkróna miðað við söluverð nú.
Siglósíld:
Framleiðsla stöðv-
uð og fólki sagt upp
PÁLMI Vilhjálmsson hjá Siglósíld
sagði að fyrirhugað væri að segja
upp öllu lausráðnu fólkl hjá fyrlr-
tækinu mjög bráðlega, vegna þess
að fyrirsjáanlegt er að ekki getur
orðið áframhald á sölu lagmetis til
Sovétríkjanna.
Pálmi sagði að ekki væri annar
markaður fyrir sildina en Sovétríkin
og samningur við þau væri nú að
renna út og Sovétmenn hefðu ekki
óskað eftir áframhaldandi kaupum.
„Öll framleiðsla mun leggjast niður
hjá verksmiðjunni 7. ágúst,“ sagði
Pálmi.
Það fer eftir því hvernig málin
þróast hvort föstum starfsmönnum
verður einnig sagt upp. Ef ekki
verður breyting til batnaðar á Rúss-
landsmarkaði geri ég ráð fyrir að við
reynum að hefja framleiðslu á ann-
arri vöru,“ sagði Pálmi.
Aðalforstjgri FAO
staddur á Islandi
AÐALFORSTJÓRI Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, FAO, Edovard Saouma,
kum til landsins i gær og situr hann
í dag fund með embættismönnum
frá öllum Norðurlöndunum.
Á morgun hefst síðan opinber
„Alþjóða hvalveiðiráðið
orðið að hálfgerðum sirkus“
- segir Kristján
Loftsson, forstjóri
Hvals hf.
„ÞAÐ er ljóst að við verðum að
draga úr veiðum strax á næsta
ári. Hins vegar er alveg óráðið
hvernig Hvaiur hf mun bregðast
við þessari nýju stöðu i málinu.
það munum við skoða i ró og
næði,“ sagði Kristján Loftsson,
forstjóri Hvals hf 1 samtali við
Mbl. í gærkvöldi, en hann er
nýkominn af fundi Alþjóða hval-
veiðiráðsins í Brighton.
Þar voru samþykktar nokkrar
takmarkanir á hvalveiðum eins og
fram hefur komið og snerta þessar
samþykktir veiðar okkar Isiend-
inga. Þannig verður aðeins leyft að
veiða 194 langreyðar hér við land
næsta ár í stað 254 í ár. Leyft var
eftir miklar umræður að leyfa
veiði á 130 búrhvölum samtals í ár
og næsta ár, en tillaga hafði komið
fram um algert veiðibann á búr-
hval árið 1982. Leyft var að veiða
200 hrefnur 1982, jafnmargar og í
ár.Aður hafði verið samþykktur
504 dýra veiðikvóti á sandreyð árin
1980—’85, þó má aldrei veiða fleiri
en 100 dýr árlega. Þessa veiðikvóta
getur Alþjóða hvalveiðiráðið
endurskoðað árlega, minnkað þá
eða sett á algert veiðibann ef
nægur meirihluti reynist því fylgj-
andi.
„Því miður er Alþjóða hvalveiði-
ráðið orðið að hálfgerðum sirkus,“
sagði Kristján Loftsson. „Fjölmörg
ný ríki koma inn í ráðið árlega, ríki
sem sum hver hafa aldrei stundað
hvalveiðar. Ef svo heldur áfram
sem horfir verður algert hvalveiði-
bann samþykkt á næsta ári. Ég
held að íslendingar eigi alvarlega
að íhuga, hvort ekki sé rétt að fara
að fordæmi Kanada og segja sig úr
ráðinu. En þetta er auðvitað alfar-
ið ákvörðun stjórnvalda."
Meðal nýrra þjóða, sem gengu í
Alþjóða hvalveiðiráðið á nýioknum
fundi má nefna Kina, Indiand,
Jamaica, Saint Lucia, Dominica,
Costa Rica, Uruguay og Saint
Vincent & Grenadines. Síðast-
nefnda ríkið er eyjasamband í
Karabíska hafinu en fulitrúi þess á
fundinum mætti ekki fyrr en
síðasta daginn og tók þá þátt í
mikilvægustu atkvæðagreiðslun-
um. Reyndist þar vera kominn
læknirinn Chris Davey frá Florida
í Bandaríkjunum. Þessi læknir
kom hingað til lands í febrúar 1980
og bauð íslenzkum stjórnvöldum
stórfé fyrir að banna hvalveiðar,
eina milijón doilara strax og meiri
peninga seinna.
heimsókn aðalforstjórans til íslands
í boði Pálma Jónssonar landbúnað-
arráðherra. Auk fundar með honum
mun Saouma hitta að máli Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra, Ólaf
Jóhannesson utanríkisráðherra og
Steingrím Hermannsson sjávarút-
vegsráðherra. Þá mun Saouma
heimsækja ýmsar stofnanir land-
búnaðar og sjávarútvegs og lýkur
heimsókn hans að morgni föstudags-
ins 31. júlí.
Edovard Saouma er frá Líbanon
og hefur veitt forstöðu rannsókna-
stofnun iandbúnaöar í heimalandi
sínu og verið ráðherra landbúnaðar
og fiskimála og árið 1965 hóf hann
störf hjá FAO og tók þar við
núverandi starfi fyrir 5 árum.
Eduvard Saouma