Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1981 Málakeimsla - Málstefna eftir Arnór Hannibalsson Það hefur lengi verið viður- kennt, að málfar Islendinga skuli byggjast á fornum bókum og töluðu máli bænda og búaliðs í landinu. Fjölnismean munu hafa markað þessa stefnu. Á tímum hraðfara þjóðfélags- breytinga verður og breyting á málfari manna. ísland er undir þungum málfarslegum þrýstingi utan frá. Bókabúðir eru fullar af erlendum bókum. Fjölmiðlar (einkum sjónvarp) flytja efni á erlendum málum. Ekki þarf annað en að fletta í dagblaði til að sjá ambögur og lágkúru í orðafari. Algengt er að sjá rugling í með- ferð falla, rangar beygingar. Orð- tök eru brengluð. En það er eftirtakanlegast, að oft er eins og höfundarnir hugsi á erlendu máli, og séu svo að bögglast við að klúðra hugsun sinni einhvern veg- inn yfir á íslenzku. Þá á ég við efni sem samið er á íslenzku, ekki þýtt. Ef þetta er borið saman við mál íslenzkra bænda, kemur í ljós hve munurinn er gífurlegur. Af vörum þeirra streymir íslenzkt mál, hreint og ómengað. Sú skoðun hefur látið á sér kræla, að nokkrir eldri bændur séu þeir einu, sem uppi eru, og kunna að tala ís- lenzku. Þessi skoðun er nokkuð ýkt, en í henni er fólginn sann- leikskjarni. Ef ekki verður að gert, kemur að því, að sá stíll sem tekur mið af máli bænda og fornum sögum, verður talinn hlægilegur forngripur. Á þá að láta undan og löggilda útlenzkulegt ambögumál ^em rétta og góða íslenzku? Ég ,eng út frá því, að það vilji ,‘slendingar ekki. Ég geri ráð fyrir >ví, að Islendingar vilji varðveita . amhengið í þróun máls og bók- íennta. En það hefur í för með sér að bæði foreldrar og skólar verða að kenna uppvaxandi kyn- slóð móðurmálið, klárt og kvitt. II. Börnin læra málið af því að það er fyrir þeim haft. Líkur benda til þess að mörg börn í landinu nái ekki þeini málþroska, sem þeim er eiginlegur, vegna þess að foreldr- arnir eru annað að gera og gefa sér ekki tíma til að vera með börnunum. Könnun, sem gerð Var á málþroska 308 barna á dagheim- ilum og leikskólum í Kópavogi vorið 1980, leiddi í ljós, að 45 börn þurftu á talkennsiu að halda. Þessi athugun er vísbending um það, að leggja beri áherzlu á að fylgjast með málþroska forskóla- barna og veita þeim foreldrum ráðleggingar, sem þurfa. Þá er og mikilvægt að fylgjast með þrosk- un sjónar og heyrnar og að nýta þá tækni sem tiltæk er til að finna snemma þau börn, sem líkleg eru til að eiga erfitt með lestur. Það er athyglisvert, að í reglu- gerð um Kennaraháskóla íslands er hvergi getið um lestrarkennslu sem sérstaka grein. Islenzka og íslenzk fræði eru í kjarna og í uppeldislegu sérsviði eru þrjár greinar: Kennsla yngstu aldurs- flokka, kennsla elstu aldursflokka og kennsla afbrigðilegra ung- menna. Lestrarkennsla ætti að vera skyldunámsgrein í kjarna kennaramenntunar. Þau fræði, sem um þessi efni fjalla, hafa lítt verið stunduð hér á landi um langt skeið, og varða þau þó grundvöll og forsendu allrar menntunar landsmanna. Nokkuð hefur verið gefið út af iestrarkennsluefni, en rannsóknir á máli og máltöku barna litlar sem engar. í Aðal- námskrá fyrir móðurmálsnám í grunnskóla segir svo bls. 39: Ljóst er að um suma efnisþætti móð- urmálsnámsins „eru enn ekki til- tækar kennslubækur sem henta hinum ýmsu aldursstigum. Gildir það raunar að meira eða minna leyti um flesta eða jafnvel alla efnisþætti móðurmálsnámsins". Þótt eitthvað kunni að hafa verið úr bætt frá því þessi orð voru rituð (1976) má segja, að þau eigi enn við. Móðurmálsnámið á að vera höfuðverkefni grunnskóla, og er ljóst að á því sviði er þörf á stórátaki. í Aðalnámskrá þeirri, sem nefnd var, lýstur saman tveim fræðikenningum um málið. Önnur er sú, að málið sé tæki, tól, sem menn nota eins og hamar eða skrúfjárn. Móðurmálskennslan er þá, samkvæmt því, fólgin í bví að þjálfa menn í meðferð þessa tækis. Hin kenningin er sú, að móðurmálið sé sá menningarlegi veruleiki sem við lifum í. Móður- málskennslan er þá fólgin í því að aðstoða nemendur við að lifa sig inn í þennan veruleika og tjá sig um hann í töluðu máli og rituðu. — Þessi þverbrestur í námskránni sýnir, að brýn nauðsyn er á athugun og umræðu um fræðileg- ar grunnforsendur móðurmáls- námsins. í daglegu starfi skóla mun fyrri kenningin ríkjandi. Móðurmálið er bútað niður í lestur, málfræði, stafsetningu og kvæði. Síðan eru nemendur þjálfaðir í einstökum atriðum. Oft verður þetta and- laust og hrútleiðinlegt stagl. En í Aðalnámskrá er einnig bent á annað: Að móðurmálsnám eigi að vera sjálfstæð og persónuleg tján- ing eigin reynslu. Ef þessi regla væri höfð í huga mætti hugsa sér að nemendur settu sjálfir saman sögur, leikrit eða kvæði. Biðja mætti söngkennarann að útvega lag við slíkt kvæði og leikfimi- kennarann að kenna nemendum Arnór Hannibalsson „Algengt er að sjá rugling í meðferð falla, rangar beyg- ingar. Orðtök eru brengluð. En það er eftirtakanlegast, að oft er eins og höfund- arnir hugsi á erlendu máli, og séu svo að bögglast við að klúðra hugsun sinni ein- hvern veginn yfir á íslenzku.“ að dansa eftir laginu um leið og þau syngja kvæðið. í engri grein er eins mikil þörf á sveigjanlegum kennsluháttum og í móðurmáls- kennslu. Þar er um það að ræða að koma bókmenntum (sem eru líf og reynsla fyrri kynslóða klædd í orð) til skila til barnanna, en með því læra þau að átta sig á sjálfum sér, veruleika fortíðar og nútíðar, jafnframt því sem þau læra að koma fyrir sig orði í töluðu máli og rituðu. Þetta læra börn með því fyrst og fremst að tala og skrifa sjálf, en að sjálfsögðu einnig með því að hlusta og lesa. Móðurmálskennslan er höfuð- verkefni hins almenna skóla. Að henni ber að búa svo vel sem kostur er á hverjum tíma. Nú á dögum skortir mikið á að svo sé. III. Fyrir nokkrum árum var tekinn upp sá furðulegi háttur að kenna erlend tungumál, ensku og dönsku, í barnaskólum. Algengt er að í 6. bekk sé danska kennd 2 tíma og enska 2 tíma á viku. Þannig er börnum, sem enn hafa ekki náð tökum á móðurmálinu og sum illa læs, þvælt út í erlendum málum. Sagt er að þetta sé gert vegna þess að á þessum aldri séu börn næmari fyrir framburði en seinna á ævinni. Með þessu móti er dýrmætum tíma eytt í það eitt að sjá til þess að börnin læri ekkert mál almenniiega. Þau, sem eru illa stæð málfarslega, læra lítið sem ekkert á þessu, en þau sem betur eru stæð í þessum efnum gætu náð sama árangri á styttri tíma, þegar þau eru í 7. eða 8. bekk. Þessi kennsla í erlendum málum er upp tekin á þeim tíma, þegar erlend mál dynja á skilningarvitum barnanna í sjónvarpi sex kvöld í viku, ellefu mánuði á ári. Niður- staðan af þessu er sú ein, að börnin fá að vita það, að útlenzkan er mikilvæg, kannski mikilvægari en móðurmálið. Við þetta bætist að prófað er bæði í dönsku og ensku á samræmdu prófi, þannig að þau eru helmingur af prófinu, en stærðfræði fjórðungur. Að sjálfsögðu er gagnlegt að kunna erlend mál. En kennsla í Verðbólga og peningamál íru nátengd segir Siguróur B. > fefánsson ngfrœóingur I vor varði Sigurður B. Stef- u sson hagfræðingur hjá Þjóð- í .gsstofnun doktorsritgerð við rt.s.skólann í Essex í Engiandi, «n ritgerðin fjaliar um verð- h--lgu og hagstjórn á íslandi á srunum eftir strið, einkum þó á timabilinu 1960 — 75. Sigurður B. Stefánsson lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967, B.Sc.Hons. prófi í byggingarverkfræði frá Edinborgarháskóla 1971, M.Sc. prófi í stjórnunarfræði frá London School og Economics 1971 og M.Sc. prófi í stærð- fræðilegri hagfræði og hagmæi- ingum frá sama skóla 1974. Sigurður stundaði síðan fram- haldsnám og rannsóknir í stærðfræðilegri hagfræði og hagmælingum við háskólann í Essex 1974-1977, en þá hóf hann störf sem hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. í tilefni af doktorsvörninni ræddi hlaðamaður Morgunblaðsins við Sigurð, og bað hann fyrst um að lýsa efni ritgerðarinnar í stórum dráttum. og þá helstu niðurstöðum. Torvelt að ráða við >ferbólgu, meðan um- framframboðs gætir á peningamarkaði I ritgerðinni, sagði Sigurður, eru greind stærðfræðilega og tölfræði- lega sambönd milli mikilvægra hagstærða, svo sem framleiðslu, neyzlu, fjárfestingar, peninga- stærða og kaupgjalds og verðlags, fremur en að um sé að ræða haglýsingu eða hagsögu þess tíma- bils, sem tekið er fyrir. I því tilliti er lögð sérstök áhersla á að kanna hugsanleg áhrif af breytingum peningastærða á verðmætaráð- stöfun og verðbólgu, og eru nýleg- ar kenningar í peningahagfræði, sem mjög hafa rutt sér til rúms á síðasta áratug, lagðar þar til grundvallar. í kenningum þessum er lögð áhersla á, eð efnahagslíf þjóða, sem stunda viðskipti sín á milli, eru tengd, þannig að mis- vægi í einu landi hefur áhrif á þjóðarbúskap í grannlöndunum. Af þessum sökum takmarkast svigrúm stjórnvalda til ráðstafana í efnahagsmálum af hagþróun í viðskiptalöndunum, að minnsta kosti þegar til lengri tíma er litið. Um niðurstöður greiningarinnar sagði Sigurður meðal annars, að naumast muni unnt að hafa hemil á verðbólgu hér á landi á meðan umframframboðs gætir á pen- ingamarkaði. Með peninga- framboði er hér ekki átt við framboð bankanna á lánsfé, held- Sigurður B. Stefánsson ur peningamyndun, sem svo er nefnd, en hún ræðst meðal annars af greiðslustöðu ríkissjóðs við Seðlabanka, útlánum banka- kerfisins og gjaldeyriskaupum vegna útflutnings. Síðastnefndi þátturinn er háður sveiflum í útflutningstekjum, en það er á ýmsan hátt torvelt fyrir stjórn- völd að hindra sveiflur í peninga- framboði vegna breytilegs útflutn- ingsverðmætis. Meðal helstu hag- stjórnartækja í þessu sjónarmiði eru vextir, gengi og gjaldeyris- varasjóðir. Þegar Verðjöfnunar- sjóður sjávarútvegsins var settur á stofn á sjöunda áratugnum var hugmyndin sú, að beita varasjóð- um í auknum mæli við að jafna sveiflur í útflutningstekjum. Þessi tilraun hefur þó tæpast borið þann ávöxt sem skyldi og gengi íslenzku krónunnar er haldið hlut- fallslega háu, þegar vel árar og útflutningsverðmæti er hátt, en hlutfallslega lágu þegar útflutn- ingstekjur eru lágar. I ritgerðinni er sýnt fram á, að gengisstjórn með þessum hætti geti aukið sveiflur innanlands í stað þess að draga úr þeim. Aðferðum úr stýrifræði er beitt til að reikna það gengi og þær erlendar lántök- ur eða afborganir af erlendum lánum, sem draga mest úr sveifl- um í þjóðartekjum, að teknu tilliti til skuldastöðu þjóðarbúsins á hverjum tíma. Verðjöfnunar- sjóðurinn hefur brugðizt vonum Hvert er að þínu álíti megin- hlutverk Verðjöfnunarsjóðs sjáv- arútvegsins? Meginhlutverk sjóðsins er að draga úr þensluáhrifum af aukn- um útflutningstekjum, og að sama skapi að minnka samdráttaráhrif, þegar útflutningstekjur fara lækkandi. Sjóðurinn hefur hins vegar tæpast gegnt þessu hlut- verki sínu. Til skýringar mætti nefna annars vegar, að greiðslur í sjóðinn skerða ráðstöfunarfé út- flytjenda um sinn og því er þeim sjaldan fagnað, en hins vegar, að varla virðist nægur almennur skilningur á mikilvægi þessa hag- stjórnartækis, jafnvel ekki meðal stjórnvalda, þannig að tekjuskipt- ingarsjónarmið og skammtíma- markmið hafa sett skynsamlegri starfsemi sjóðsins næsta þröngar skorður. Þá var Sigurður spurður álits á þeim deilum, sem farið hafa fram milli lærðra sem leikmanna úm gildi peninga í hagkerfinu. Kvað Sigurður algengast að líta svo á, að peningar þjóni þríþættu hlut- verki í viðskiptalífinu. Þeir eru gjaldmiðill, verðmæti og mæliein- ing verðmætis. Rýrnun verðgildis peninga af sökum verðbólgu veld- ur því að fleiri líta svo á, að óskynsamlegt sé að varðveita verðmæti í peningum; verðmætis- hlutverkið glatast hægt og síg- andi. En gjaldmiðill getur ekki gegnt hlutverki sínu til lengdar, nema almenningur beri traust til verðmætisgildisins; mælieiningar- hlutverk peninga er nátengt gjald- miðilshlutverkinu. Verðbólgan ógnar öllum þremur. Verðbólgan og stjórn peningamála eru því nátengd, og því ekki unnt að vinna að lækkun verðbólgu án tillits til aðstæðna á peningamarkaði. Að lokum var Sigurður B. Stef- ánsson spurður að því, að hvaða verkefnum hann væri að vinna nú að lokinni doktorsritgerðinni. Ritgerðin er ekki endanlegt markmið í sjálfu sér og næst er að glíma við að þróa ýmsar hug- myndir, sem settar eru fram í ritgerðinni, en ekki unnið úr að fullu. M.a. mætti nefna hugmynd- ir um að beita stýrifræði við hagstjórn, þannig að bæði sé tekið tillit til hagvaxtamarkmiðs og sveiflujöfnunarsjónarmiða í senn. Ennfremur mætti nefna nýleg svið í peningahagfræði, svo sem hagkvæmustu stærð gjaldeyris- sjóða, stærð gjaldmiðilssvæða og ýmsa þætti, sem lúta að ákvörðun gengis. Smásagnasafn eftir Isaac B. Singer - meðal bóka frá Set- bergi í haust t HAUST er væntanlegt frá bók- aútgáfunni Setbergi smásagna- saín eftir hinn kunna pólsk- bandariska rithöfund, Isaac B. Singer, en áður hafa komið út tvær skáldsögur eftir hann hjá forlag- inu. Smásagnasafnið er i þýðingu Iljartar Páissonar, sem einnig þýddi fyrri bækurnar. I bókinni verða samtals 17 smá- sögur, og eru þær valdar úr þremur bóka Singers, en hann hefur alls gefið út ein sjö eða átta smásagna- söfn. Singer, sem er Gyðingur af pólskum ættum, flutti til Banda- ríkjanna fyrir fjölmörgum árum. Hann skrifar á jiddísku, en á íslensku eru bækurnar þýddar af ensku. Isaac Baashevis Singer hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.