Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
15
þeim á að hefjast í skólum, þegar
nemendur hafa náð góðum tökum
á móðurmálinu, þar með talinni
málfræði. Þeim tíma, sem varið er
í nám erlendra tungna í barna-
skólum, á að verja til annarra og
gagnlegri hluta, og þá fyrst og
fremst til aukins móðurmálsnáms.
Úti í heimi eru til fjölþjóðaríki,
þar sem ein stórþjóð hefur forræði
fyrir hinum. Það kemur m.a. í ljós
í því, að máli stórþjóðarinnar er
troðið inn í barnaskóla, til að
venja menn við að það er mál
stórþjóðarinnar sem skiptir máli,
ekki mál smáþjóðarinnar. Þetta
köllum við þjóðernislega kúgun.
En hér á íslandi er það íslenzka
ríkið sjálft, sem beitir sér fyrir því
að erlendum málum er troðið upp
á saklaus börn í barnaskóla.
Að mínum dómi á íslenzka ein
að hljóma í skólum íslenzka ríkis-
ins, frá fyrsta bekk barnaskóla til
loka háskóla, og enginn að fá leyfi
til að kenna á öðru máli en
íslenzku. Eina undantekningin er
kennsla í erlendum tungum. Og þá
kennslu er alveg nóg að hefja í
7.-8. bekk grunnskóla.
IV.
Mörgum er í fersku minni er
einn af leiðtogum íslenzka ríkisins
stóð í ræðustól í þjóðleikhúsi
íslenzka ríkisins og flutti ræðu á
máli, sem fróðir menn töldu að
væri danska. Hvers vegna talaði
maðurinn ekki móðurmálið? Svar-
ið er: Hann var að flytja ræðu í
Norðurlandaráði.
Norðurlandaráð er sameiginleg
stofnun fimm ríkja. Fulltrúar
a.m.k. þriggja þeirra tala sín
móðurmál á þeim vettvangi. Is-
lendingar ættu að hafa nákvæm-
lega sama rétt og þeir að tala sitt
móðurmál í Norðurlandaráði. Við
Islendingar höfum jafn mikinn
rétt til að krefjast þess að þeir tali
okkar mál, eins og þeir hafa til að
krefjast þess að við tölum þeirra
mál. Ef íslenzka er ekki jafn
rétthá og önnur mál, sem töluð
eru í þessari stofnun, eru íslend-
ingar það ekki heldur. Og til hvers
eru íslendingar að taka þátt í
þessu samstarfi, ef þeir njóta ekki
sama réttar og aðrir? Fyrst
Skandínavar eru svo volaðir að
skilja ekki íslenzku, eru þeir
ekkert of góðir að láta þýða fyrir
sig, þegar Islendingar tala. Ef þeir
eru svo fátækir að þeir hafi ekki
efni á að láta þýða ræður og skjöl
á íslenzku, eigum við að segja
okkur úr þessari stofnun.
V.
Árið 1977 flutti Sverrir Her-
mannsson og fleiri þingmenn svo-
fellda tillögu til þingsályktunar:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að sjá svo um að
sjónvarp og útvarp annist kennslu
og fræðslu í öllum greinum móð-
urmálsins. Þrettán manna ráð,
kosið hlutfallskosningu á Alþingi,
skal hafa með höndum stjófn
þeirra mála.“
í greinargerð segja þingmenn-
irnir: „Engum dylst, að íslenzk
tunga á nú í vök að verjast. Á
þetta sérstaklega við um talað
mál, framburð og framsögn. Einn-
ig fer orðaforði þorra fólks þverr-
andi og erlend áhrif hvers konar
vaxandi. Engum orðum þarf að
fara um lífsnauðsyn þess, að
stemma stigu við slíkri óheilla-
þróun, og snúa við inn á þá braut
íslenzkrar málhefðar, sem ein
verður farin, ef íslenzk menning á
að lifa og dafna."
Þetta eru hörð orð en sönn.
I meðförum þingsins breyttist
tillagan þannig, að hið þrettán
manna ráð var fellt niður. Svo-
hljóðandi þingsályktun var sam-
þykkt á Alþingi þann 5. maí 1978:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að sjá svo um, að
kennsia og fræðsla í Ríkisútvarp-
inu í öllum greinum móðurmálsins
verði efld.“
Mér vitanlega hefur ekkert ver-
ið gert af hálfu ríkisstjórnarinnar
til að framkvæma þessa þings-
ályktun. Verður þó ekki efazt um,
að það er full ástæða til að dusta
af henni rykið og gera fjölmagnað
átak til að framkvæma hana.
Nýr forseti Skáksam-
bands Norðurlanda
AÐALFUNDUR Skáksambands
Norðurlanda var haldinn á föstu-
dag á Ilótel Sögu og kosinn var
nýr forseti sambandsins. Næsta
Norðurlandamót i skák verður
haldið i Danmörku og þvi var
fulltrúi Danmerkur i ráðinu,
Sten Juul Mortensen, forseti
Skáksambands Danmerkur, val-
inn til þess að gegna stöðunni
næstu tvö árin. Einari S. Einars-
syni voru þökkuð sérstaklega vel
unnin störf á liðnu kjörtímabili.
Á aðalfundinum var samþykkt
yfirlýsing þar sem lýst var yfir
fyllsta trausti við aðgerðir Frið-
riks Ólafssonar, forseta FIDE, og
lýst yfir ánægju með hvernig
hann hefði haldið á málum varð-
andi heimsmeistaraeinvígið milli
Karpovs og Korchnoi. Yfirlýsingin
var samþykkt af fulltrúum Nor-
egs, íslands, Svíþjóðar og Færeyja
og verður hún send til FIDE-
þingsins, sem sett verður í Atl-
anta eftir helgina.
Á fundinum var einnig sam-
þykkt tillaga um að veittur skyldi
norrænn stuðningur til eflingar
skáklistar á Grænlandi. Auk þess
var ákveðið að vinna að því að
nýta vinabæjatengsl sem eru milli
ýmissa borga á Norðurlöndum, og
efna til skákmóta milli vinabæja.
Skipuð var nefnd til þess að
endurskoða lög sambandsins með
tilliti til þess að Norðurlönd verða
bráðlega sjálfstætt skáksvæði
FIDE.
Tetnsog
GOMLCJGŒXJ
BUXÖRNAR!
LAUGAVEGI 47 SÍM117575
PAf) BESTA ER ALDREIOF QOTT