Morgunblaðið - 28.07.1981, Page 16

Morgunblaðið - 28.07.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 Vestmannaeyjar: -e Slegið á lundann við bjargbrún. Lifað af fingrum fram á lunda tíma Lundaúthaldiö stendur nú yfir af fullum krafti og sendi Sigurgeir í Eyjum okkur nokkrar myndir frá búskapnum, en hann er einn af úteyingum Vestmannaeyja, bjarg- maöur í Álsey. Framan af lundatíma í júlíbyrj- un var lítil veiöi, enda lítil tilþrif í veöri og þá situr lundinn lengst af í brekkum og stundar hugarreikn- ing eöa á sjó og stundar vanga- veltur. Lundakallar hafa veriö aö tínast út í úteyjar jafnt og þétt og hafa bjargmenn veriö í flestum úteyia síöan í júlíbyrjun. Gömlu graddarnir, Pétur á Kirkjubae og Tóti, mættu aö sjálfsögöu meö fyrstu skipum í Elliöaey, Súlli á Saltabergi í Bjarnarey og svo unglingarnir í hinar Eyjarnar og Grímur Þóröar, Gaui Manga og aörar Yztaklettskempur mættu á réttum tíma hjá álfkonunni þar og í Stórhöföa hafa Óli í Suöurgaröi, Kiddi í Brekkuhúsi, Ragnar pól og fleiri góöir slegiö háfum í gríö og erg. ->Á heimalandinu, Heimaey, hefur veriö mikil örtröö veiöi- manna á öllum aldri og nýr lundakofi var reistur vestur á Fjalli viö Stafnes af Braga Steingríms- syni, fimm tonna finnskur bjálka- kofi. Þaö er sem sagt allt í gangi í hinu sérstæöa lífi bjargveiöi- manna um þessar mundir, lífi úteyinganna sem lifaö er af fingr- um fram. — á.j. Þrír knáir veiðimenn við Álseyjarkofann. GuðlauKur SÍRurgeirsson i Álsey með háróma áiku. Hugarflug- ið lifir Ekkert smá- ræðis afrek í ritstjórnargrein sænska bók- menntatímaritsins BLM (3/81) skrifar Lars Grahn um sæn3ka skáldsagnagerð með hliðsjón af því sem er að gerast í öðrum löndum. Umræður um bók- menntastefnur geta orðið heitar i Svíþjóð. Lars Grahn bendir á áberandi sjónarmið, en það er á þá leið að nú hugsi rithöfundarnir meira um mál og form en áður, efni og hugsjónir setji ekki eins mikinn svip á skáldsagnagerðina nú, tímabil hugarflugs og frásagn- argleði sé hafið. Meðal höfunda sem Svíar tala um að hafi „snúið aftur til bókmenntanna" eru Sara Lidman og Per Olov Enquist. Lars Grahn minnir landa sína á að margar hinna raunsæilegu bóka hafi síður en svo verið lausar í reipum hvað form snertir. Meðal höfunda sem að hans dómi hafi staðist strangar kröfur fagur- fræðilega séð mætti nefna Göran Palm, Söru Lidman og Sven Lindquist. Jafnvel heimildabækur þeirra hafi notið þessara kosta. Aftur á móti fagnar Lars Grahn (hæfilega þó) því hugarflugs- raunsæi sem einkennir verk margra ungra sænskra rithöfunda að hætti Suðurameríkumanna. Fagurfræðilega endurvakningu vill hann samt ekki kalla viðleitni þeirra. En hann gerir sér grein fyrir mikilvægi nýrra og tilrauna- kenndra bókmennta. Meðal ungra rithöfunda sem farið hafa inn á nýjar brautir í túlkun sinni er Per Odensten, en áhrifavaldar skálds- agnagerðar hans eru að eigin sögn þeir Vilhelm Moberg og Gabriel García Márquez. MEkki er unntað gefa skáldsagnahöf- undum forskrift og krefjast þess að þeir fari allir að laga sig eftir García Márauez og Hernandez.mm Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Lars Grahn er greinilega full- trúi hinna samfélagslegu bók- mennta sem hafa verið ríkjandi í Svíþjóð. Það að hann skuli finna sig knúinn til varnar fyrir höf- unda af sinni kynslóð vitnar um að eitthvað nýtt er að gerast í sænskum bókmenntum. Þetta gildir ekki aðeins um Svíþjóð heldur Norðurlönd í heild. Við þurfum ekki að leita út fyrir landsteina til að reka okkur á svipaða þróun og Lars Grahn lýsir. Guðbergur Bergsson verður naumast talinn ungur höfundur, en hann hefur með bókum sínum stefnt markvisst að ræktun þess raunsæilega hugarflugs sem rit- höfundur eins og til að mynda Gabriel García Márquez hefur orðið kunnastur fyrir. Sjálfur kynnti Guðbergur García Márquez fyrir íslenskum lesendum með þýðingu sinni á Hundrað ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf. Líklega verður saga eins og Hundrað ára einsemd ekki endurtekin, enda höfuðverk í suð- uramerískum bókmenntum, en nýjasta skáldsaga García Márquez sem nefnist Crónica de una mu- erte anunciada (1981) er í anda Hundrað ára einsemdar þótt ekki sé hún jafn viðamikil. Áhrif suðuramerískrar skáld- sagnagerðar verða nú æ ljósari. Meðal höfunda sem menn hafa hrifist af er Felisberto Hernandez (1912—1963) frá Uruguay. Sögur hans eru draumkenndar, en það er oft fegurð hversdagsleikans, hið undursamlega og miskunnarlaus raunveruleikinn sem mæla sér mót á blöðum bóka hans. Franska skáldið Jules Supervielle sagði um Hernandez að mikilleiki hans væri fólginn í auðmýkt gagnvart því efni sem hann fjailaði um og spáði því að sögur hans myndu verða klassískar. Þeim sem vilja kynna sér Hernandez skal bent á þýðingu danska skáldsins Uffe Harder: Det oversvömmede hus (útg. Ar- ena 1980). Svo að aftur sé vikið að upphafi þessa máls er ekki ólíklegt að játningasögur og svokallaðar kvennabókmenntir eigi eftir að streyma á íslenskan bókamarkað. Það er líka pláss fyrir slíkar bækur og nauðsynlegt að þær komi út, ekki síst fyrir höfundana sjálfa sem þurfa að hreinsa hug- ann. Víða sæta þessar bækur gagnrýni nú. En það er önnur saga. Ekki er unnt að gefa skáld- sagnahöfundum forskrift og krefj- ast þess að þeir fari allir að laga sig eftir García Márquez og Hern- andez. En ekki sakar að árétta að skáldskapur og hugarflug mega ekki víkja fyrir margrómuðu raunsæi. - eftir Gísla Jónsson menntaskólakennara Svo er haft eftir nafna mínum Súrssyni í sögu hans: „Það vissa eg fyrir löngu, að eg var vel kvæntur, en þó vissa eg eigi, að eg væri svo vel kvæntur sem eg em.“ Það vissi ég fyrir löngu, að samtök íslenskra kvenna hafa unnið margt þrekvirki, en ekki vissi ég nema brot af öllum þeirra afrekum og menningarstarfi fyrr en ég hafði lesið hina miklu bók Sigríðar Thorlaciuss: MARGAR HLÝJAR HENDUR. Þetta er saga Kvenfélagasambands íslands og aðildarfélaga þess, gefin út í tilefni 50 ára afmælis sambands- ins. Skemmst er af því að segja, að bók þessi er stórkostlegt afreks- verk. Ég hef ofurlítið komist í kast við verk af þessu tagi, og veit sá best er reynir. Frammi fyrir verkefni eins og þessu er hætt við að mönnum fallist hendur, en smám saman verður til skapnaður úr óskapnaði, ef ekki brestur hugkvæmni og elju. Sigríður Thorlacius hefur tekist hér á við geysilegt vandaverk og ekki hlíft sér við allri þeirri fyrirhöfn sem fylgir, þar sem hvergi er slakað á. Hún rekur ekki einasta hina stórmerku sögu ís- lenskra kvenfélaga til rótar, held- ur skrifar og mjög ítarlega um starfsemi Kvenfélagasambandsins og allra hinna mörgu aðildarfé- laga þess. Kallar hún þetta þó svo, að stiklað hafi verið á stóru, og má að því leyti til sanns vegar færa, Sigriður Thorlacius að ekki er saga hvers félags rakin í ystu æsar, enda hefði slíkt engan enda tekið og ekki hamist í skaplegri bók. En eins og segir á bókarkápu og ekki er ofmælt: „Aldrei fyrr hefur verið safnað saman á einn stað jafn miklum fróðleik um þennan merka félags- málaþátt íslensks þjóðlífs, allt frá því að fyrsta kvenfélagið var stofnað 1869.“ Sigríður Thorlacius, höfundur þessa mikla rits, var til þess nokkuð sjálfkjörin. Hún hefur áratugum saman starfað í þágu Kvenfélagasambandsins og gjör- þekkir þar til. Hún hefur verið í stjórn sambandsins, formaður þess 1971—1979. Þá hefur hún einnig verið ritstjóri Húsfreyj- unnar, tímarits Kvenfélagasam- bandsins, og formaður Norræna húsmæðrasambandsins 1976— 1980. Þetta væri þó engan veginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.