Morgunblaðið - 28.07.1981, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
Frjálsíþróttamenn í Reykjavík
Óánægðir með aðstöðuna
Fullyrða má að frjálsiþróttamenn i Reykjavik o« reyndar
víðar að af landinu hafi glaðst þegar „Rubtan“ gerviefnisbraut-
in var tekin i notkun i Laugardal. Með þeim velli skapaðist ný
og betri aðstaða til æfinga. Þá var frjálsiþróttamönnum gert
kleift að æfa úti lengri tima á ári hverju en þegar æft er á
malarbraut. En margt hefur skyggt á þessa gleði frjálsíþrótta-
manna frá þeim tima.
Það þarf ekki að nefna það hér að Laugardalsvöilurinn er eini
staðurinn í Reykjavík þar sem hægt er að æfa frjálsar íþróttir á
og eiga frjálsíþróttamenn ekki í önnur hús að venda sé þeim
aðgangur að Laugardalsvelli ekki heimill. — Jafnframt því er
Laugardaisvöllur heimavöllur allra knattspyrnufélaga í Reykja-
vík, þannig að oft eru leiknir þar knattspyrnuleikir eins og gefur
að skilja.
Á hvaða velli í Laugardal er leikið, en þeir eru að minnsta kosti
þrír, er alfarið ákvörðun vallarstjóra Baldurs Jónssonar. Hefur
hann undanfarið látið alla leiki í 1. deild og 2. deild, sem fram
hafa farið í Reykjavík, fara fram á túnblettinum sem afmarkast á
áðurnefndri hlaupabraut. Vegna þessa hafa frjálsíþróttamenn
orðið aö víkja. Það skal tekið skýrt fram að ekki er verið að amast
við knattspyrnunni sem slíkri heldur þeirri ákvörðun vallarstjóra
að láta fjóra til sex leiki fara fram í viku að jafnaði á þessum
umrædda velli þannig að frjálsíþróttamenn geta varla æft svo
heiti geti.
Búningsaðstaðan við völlinn er opin frá kl. 17.00 á daginn til
klukkan 20.00. Ef íþróttamenn eru ekki farnir með sitt hafurtast
fyrir þann tíma eiga þeir á hættu að föt þeirra verði lokuð inni.
Málum er nú einu sinni þannig háttað að flestir ef ekki allir
frjálsíþróttamenn þurfa að vinna einhverja vinnu, rétt eins og
gerist og gengur og venjulegur vinnutími er til Fimm og sex á
daginn. Þá þurfa þeir sem ætla að æfa að koma sér á staðinn og
skipta um föt o.s.frv. Þegar öllu þessu er lokið þá er oft hætt við
því að lítill tími verði til æfinga þegar íþróttamennirnir verða að
vera farnir út fyrir kl. 20.00 og jafnvel fyrr þegar um
kna’ttspyrnuleik er að ræða.
Yrði það mjög vinsælt meðal frjálsíþróttamanna, ef vallarstjóri
hefði búningsaðstöðu á Laugardalsvelli opna eins lengi og á
Melavellinum þar sem engin keppnismaður æfir lengur og að
hann léti ekki aiveg alla knattspyrnuleiki fara fram á eina
almennilega frjálsíþróttavellinum á landinu.
Jónas Egilsson
IA hafði algjöra
yfirburði í Eyjum
SKAGAMÖNNUM tókst að hefna harma sinna frá hinum hrikalega
ósigri fyrir ÍBV í bikarkeppninni er þeir sigruðu Eyjamenn i Eyjum á
laugardaginn. Skagamenn höfðu algjöra yfirburði i þessum leik en
samt sem áður var það ekki fyrr en á síðustu mín. leiksins sem þeim
tókst að skora sigurmarkið. 1—2. Er ekki ofsagt af erfiðleikum
Skagamanna við að koma boltanum í netið hjá andstæðingunum, það
fengu áhorfendur i Eyjum að sjá um helgina.
Það mátti merkja það strax í
upphafi að leikmenn Skagaliðsins
voru komnir til Eyja ákveðnir í
því að ná sigri og þar með hefnd á
Eyjaliðinu. Barist var um hvern
bolta og liðið náði strax góðum
tökum á miðjuspilinu. Yfirburðir
Skagamanna í fyrri hálfleiknum
voru algjörir. Á sama tíma ríkti
mikið óöryggi í öllum leik ÍBV og
sérstaklega var varnarleikur liðs-
ins gloppóttur. Skagamenn sköp-
uðu sér hvert dauðafærið á eftir
öðru en þeir fyrirhittu Pál nokk-
urn Pálmason í marki ÍBV sem
þarna var að halda upp á sinn 350.
leik með mfl. ÍBV. Páll átti
stórieik í markinu og hélt liði sínu
á floti í fyrri hálfleik með glæsi-
legri markvörslu þegar Skaga-
menn bókstaflega óðu í færunum.
Strax á fyrstu mín. varð Páll að
taka á honum stóra sínum þegar
Skagamaður komst í gegn eftir
feilsendingu Valþórs og á 5. mín.
náði Páll að slá gott skot Guð-
Baráttan færði Þór annað stigið
Akureyrarliðið Þór sýndi vel
hversu það er megnugt, siðastlið-
inn laugardag er liðið gerði
jafntefli 3—3. gegn liði UBK á
Kópavogsvelli. Breiðabliksmenn
höfðu náð öruggri forystu í leikn-
um 3—1, en leikmenn Þórs börð-
ust af miklu kappi og gáfust
siður en svo upp. þrátt fyrir
mótlætið og jöfnuðu metinn.
Leikur liðanna var bráðskemmti-
legur og oft vel leikinn. Þór náði
sér þarna í dýrmætt stig. og sýni
liðið svipaðan leik og það gerði á
laugardag i næstu leikjum sýn-
um. á liðið eftir að hala inn fleiri
stig.
Blikarnir léku undan sterkum
vindi í fyrri hálfleik og hófu
UBK—
Þór
3:3
leikinn af krafti. En ekki tókst
þeim að skapa sér verulega hætt-
uleg marktækifæri. Fyrstu góðu
skotin sem á mark komu voru frá
Þór, á áttundu og níundu mínútu
leiksins. Guðmundur varði fyrra
skotið vel, en það síðara fór rétt
framhjá. Það tók smá tíma fyrir
liðin að finna rétta taktinn. En um
miðjan fyrri háifleik léku liðin vel
saman og sóttu ákaft. Blikarnir þó
öllu meira. Vignir átti þrumuskot
að marki á 18 mínútu en Eiríkur
varði mjög vel í horn. Fyrsta mark
Breiðabliks kom svo eftir hornsp-
yrnu, sem Sigurður Grétarsson
framkvæmdi mjög vel. Ómar
Rafnsson sýndi góð tilþrif þar sem
hann skallaði boltann kröftuglega
í netmöskva marksins. Aðeins
fjórum mínútum síðar voru norð-
anmenn búnir að jafna metin. Nói
Björnsson fékk góða sendingu inn
í vítateig og náði að skjóta góðu
skoti í bláhorn marksins. Var
þetta vel gert hjá Nóa.
Breiðablik náði forystunni aftur
í leiknum á 33. mínútu. Þá var
dæmd vítaspyrna á Þór. Virtist
þetta vera mjög strangur dómur.
Valdimar Valdimarsson skoraði
mjög örugglega úr vítaspyrnunni.
ElnKunnagjöfln
Lið Víkings: Diðrik ólafsson 7 Lið IBV: Páll Pálmason 8 Lið UBK: Guðmundur Ásgeirsson 6
Þórður Marelsson 6 Guðmundur Erlingsson 5 Ómar Rafnsson 6
Magnús Þorvaldsson tí Viðar Elíasson 5 Gunnlaugur Helgason 6
Ragnar Gíslason 5 Þórður Hallgrímsson 5 Ilákon Gunnarsson 6
Helgi Helgason 6 Valþór Sigþórsson 6 Valdimar Valdirmarsson 7
Jóhannes Bárðarson 6 Snorri Rútsson 6 Vignir Baldursson 7
Heimir Karlsson 7 Jóhann Georgsson 5 Sigurður Grétarsson 8
Aðalsteinn Aðalsteinss. 5 Hlynur Stefánsson 6 Jóhann Grétarsson 7
I,árus Guðmundsson 7 Sigurlás Þorleifsson 7 Jón Einarsson 7
Gunnar Gunnarsson 5 Kári Þorleifsson 6 Helgi Bentsson 7
Jóhann Þorvarðarson 5 Gústaf Baldvinsson 5 Sigurjón Kristjánsson 6
óskar Tómasson (vm) 5 Ágúst Einarsson (vm) 5 BjAáú Þór Egilsson (vm) 5
Lið Fram: Guðmundur Baldursson 8 Sigurjón Kristinsson (vm) Lið lA: Bjarni Sigurðsson 4 6 Lið Þórs: Eiríkur Eiríksson Magnús Helgason 7 6
Trausti Haraldsson 6 Guðjón Þórðarson 6 Sigurbjörn Viðarsson 6
Ágúst Hauksson 7 Björn H. Björnsson 7 Nói Björnsson 7
Marteinn Geirsson 8 Sigurður Lárusson 6 Þórarinn Jóhannesson 6
Sverrir Einarsson 7 Sigurður Halldórsson 6 Árni Stefánsson 7
Gunnar Guðmundsson 6 Jón Áskelsson 6 Guðmundur Skarphéðinsson 6
Pétur Ormslev 7 Kristján Olgeirsson 7 Örn Guðmundsson 6
Halldór Arason 7 Jón Alfreðsson 7 Óskar Gunnarsson 6
Viðar Þorkelsson 8 Gunnar Jónsson 6 Jónas Róbertsson 7
Guðmundur Steinsson 6 Guðbjörn Tryggvason 7 Guðjón Guðmundsson 7
Hafþór Sveinjónsson 7 Árni Sveinsson 6 Jón Lárusson (vm) 5
Staðan í hálfleik var því 2—1.
Síðari hálfleikur var mjög
skemmtilegur og mikil barátta var
í honum. Bæði liðin áttu góðar
sóknarlotur. Á 52. mínútu átti
Sigurður Grétarsson mjög fallega
sendingu inn á Jón Einarsson sem
brunaði upp að markinu og skor-
aði með góðu skoti. Nú leit út fyrir
að Breiðablik inni glæsilega sigur.
En sú varð ekki rauninn. Leik-
menn Þórs börðust hetjulega. Og
þeir uppskáru eins og þeir sáðu.
Eftir aukaspyrnu sem Sigurbjörn
tók langt úti á velli náði Guð-
mundur Skarphéðinsson að skalla
í netið og minnka muninn niður í
eitt mark. Og á 75. mínútu jafnar
Þór. Aftur var um strangan dóm
að ræða. Guðjón Guðmundsson
fiskaði vítið og framkvæmdi það
sjálfur af öryggi. Fleiri urðu
mörkin ekki í leiknum, þrátt fyrir
að bæði liðin ættu ágæt tækifæri.
Þó sérstaklega Blikarnir sem
fengu stórhættuleg marktækifæri
undir lok leiksins. Þá sýndi Eirík-
ur markvörður Þórs góða markv-
örslu í tvígang með því að verja
þrumuskot Jón Einarsson og Há-
kons Gunnarssonar af stuttu færi.
Bæði liðin léku vel í þessum leik.
Lið Breiðabliks hefur mjög leikn-
um knattspyrnumönnum á að
skipa. Jón Einarsson, Sigurður
Grétarsson, og bróðir hans Jó-
hann áttu allir góðan leik. Þá var
Vignir sterkur á miðjunni. í liði
Þór áttu Eiríkur markvörður góð-
an leik svo og Jónas Róbertsson.
Varnarmennirnir stóðu sig og vel.
Þá var einkennandi hversu mikil
barátta var í liði Þór.
I stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. Kópavogsvöllur. UBK—Þór
3-3 (2-1)
Mörk Breiðabliks: Ómar Rafnsson,
Valdimar Valdimarsson úr víti og
Jón Einarsson.
Mörk Þór: Nói Björnsson, Guð-
mundur Skarphéðinsson, Guðjón
Guðmundsson.
Gul spjöld: Nói Björnsson og örn
Guðmundsson í lið Þórs og Hákon
Gunnarsson.
Áhorfendur: 425.
Dómari Sævar Sigurðsson og
dæmdi hann leikinn vel. Þó voru
menn ekki á eitt sáttir við vítasp-
yrnudóma hans. —ÞR.
IBV—
ÍA
1:2
björns Tryggvasonar í stöng og út.
Mín. síðar var Guðbjörn aftur á
ferðinni með frían skalla á mark-
teig en framhjá. Guðbjörn var
manna drýgstur við að skapa sér
og sínum færi við mark ÍBV en
jafnframt var hann lengi framan-
af hrikalega klaufskur við að reka
smiðshöggið á þessi færi.
Það hafði sem sagt aðeins verið
eitt lið í leiknum þegar svo
Eyjamenn á 9 mín. allt í einu ná
að skora mark úr sínu fyrsta færi
í leiknum. Kári Þorleifsson lék þá
upp í hægra hornið og gaf boltann
á Hlyn Stefánsson sem hafði fylgt
honum eftir. Hlynur lék snilldar-
lega á varnarmenn IA og sendi
hnitmiðað fyrir markið til Sigur-
láss sem athafnaði sig af miklu
öryggi í vítateignum, lagði bolt-
ann vel fyrir sig og skoraði
framhiá Bjarna Sigurðssyni. 1—0
fyrir IBV algjörlega gegn gangi
leiksins.
Skagamenn létu þetta mótslag
ekkert á sig fá og sóttu áfram án
afláts. Og hvert tækifærið gafst
eftir annað. Jón Alfreðsson komst
í algjört dauðafæri en skaut fram-
hjá og á 19. mín. átti Árni
Sveinsson þrælgott skot sem Páll
varði snilldarlega alveg niðri í
bláhorninu. Skömmu síðar klúðr-
aði Guðbjörn upplögðu tækifæri
en það bókstaflega hlaut að koma
að því að eitthvað gæfi sig í vörn
ÍBV. Og á 21. mín. jafnaði ÍA loks
metin. Aukaspyrna var dæmd á
ÍBV utarlega til hægri, Guðjón
Þórðarson sendi boltann inn að
marki, boltinn kom á koll einhvers
í þvögunni fyrir framan markið og
þaðan beint á koll Árna Sveins-
sonar sem kom aðvífandi og skall-
aði glæsilega í netið, 1—1. Þannig
var staðan í hálfleik og máttu
Eyjamenn þakka sínum sæla að
vera ekki 4—5 mörkum undir í
leiknum. A
fyrsta korterinu fékk Kristján
Olgeirsson tvö nær alveg eins
dauðafæri í vítateigshorninu en í
bæði skiptin varði Páll Pálmason
glæsilega. Stórleikur hjá Páli. Úr
hornspyrnu ÍA lenti boltinn innan
á stöng ÍBV marksins og hrökk
þaðan út. Já, slíkt var lánleysi
Skagamanna. Eyjamenn hresstust
svolítið undir lokin en tókst ekki
að fylgja því eftir.
Leikurinn var því smám saman
að fjara út sem jafntefli þegar
Skagamenn skora sigurmark sitt í
leiknum þegar aðeins tvær mín.
voru til leiksloka. Guðbjörn
Tryggvason komst þá í gegnum
vörn ÍBV og nú loks hafði Guð-
björn heilladísirnar á sínu bandi,
hann sendi boltann framhjá Páli
Pálmasyni og í markið.
Fögnuður Skagamanna var
skiljnanlega mikill þegar Villi Þór
flautaði leikinn af. Þeir höfðu
tryggt sér tvö stig og skorað tvö
mörk í leik sem lengi vel leit út
fyrir að ætlaði að verða martröð
martraðanna. Leikur þessi bauð
ekki upp á sérlega áferðarfallega
knattspyrnu, en baráttu og
skemmtileg augnablik. Sigur ÍA
var svo sannarlega verðskuldaður
og raunar allt of lítill. Mikil
umskipti frá leik þessara sömu
liða aðeins þremur dögum áður.
Skagaliðið var mjög jafnt en
athygli mína vakti stórgóð
frammistaða Björns H. Björns-
sonar í vörninni, gott efni þar á
ferð. Þá voru þeir mjög afgerandi
á miðjunni Jón Alfreðsson og
Kristján Olgeirsson.
Eyjaliðið náði sér aldrei á strik
í leiknum. Liðið lék undir mikilli
pressu að endurtaka stórleik sinn
úr bikarkeppninni, en það var
aldrei í sjónmáli að þeim tækist
það. Þeir voru einfaldlega skrefinu
á eftir Skagamönnum í öllum
sínum aðgerðum.
Páll Pálmason átti stórleik í
markinu. Hélt upp á daginn með
tilþrifum og glæsilegri mark-
vörslu. Sigurlás var allan tímann
mjög ógnandi og lék Skagavörnina
oft grátt. Nýliðinn Hlynur Stef-
ánsson átti góðan leik, sérstaklega
framanaf. Aðrir leikmenn hafa
allir leikið betur áður.
I stuttu máli:
Helgafellsvöllur 1. deild:
ÍBV-ÍA 1—2 (1-L).
Mark ÍBV: Sigurlás Þorleifsson 9.
mín.
Mörk ÍA: Árni Sveinsson 21. mín.
Guðbjörn Tryggvason 88. mín.
Áminning: Björn H. Björnsson ÍA
gult spjald.
Dómari: Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson.