Morgunblaðið - 28.07.1981, Síða 25

Morgunblaðið - 28.07.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 25 Ljósm. óskar Sæmundsson aeðum á brautunum. Hér er McHenry frá írlandi að leita að s úti í skurði, og hann varð að taka víti. igruðu óvænt naði í tíunda sæti Sigursveit Spánar í Evrópumeistaramóti unglinga í golfi. (Þ i COLF Valur í toppbaráttuna VALSMENN eru komnir á bóla- kaf í toppslaginn i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu, cftir að hafa sigrað FH 2—1 á Laugardalsvellinum. Var sá sig- ur sanngjarn nokkuð eftir gangi Iciksins, en undir lok hans fengu bæði liðin dauðafæri, Valsmenn til þess að innsigla enn frekar sigur sinn, en FH-ingar færi á að jafna. Ekkert varð þó úr neinu, mörkin komu öll i fyrri hálfleik. FH-ingar byrjuðu leikinn á því að reka votan hanska í andlit Valsmanna, en þeir skoruðu mark sitt strax á 4. mínútu leiksins. Eins og öll mörkin í leiknum, var markið stórglæsilegt. Sókn FH hófst á því, að knettinum var rænt af Magna Péturssyni nokkuð fyrir utan vítateig Vals. FH fékk síðan aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn hægra megin. Viðar tók spyrnuna, sendi fast fyrir markið og Tómas Pálsson skallaði þrumufast í blá- hornið, gersamlega óverjandi fyrir Sigurð Haraldsson markvörð. FH-ingar hafa löngum átt erfitt með að halda forystu og þessari hélt liðið í alls fimm mínútur. Þá bætti Magni Pétursson fyrir hlut sinn í marki FH með því að jafna með glæsilegu skoti utan úr víta- teignum. Hilmar Sighvatsson sendi fyrir frá hægri og knöttur- inn barst til Magna eftir nokkuð | þóf í teignum. Valsmenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og sótti liðið lengst af með miklum þunga. Matthías Hallgrímsson og Hilmar Sighvats- son voru nokkrum sinnum nærri því að skapa sér færi og næst því að skora komst Matti, er Guð- mundur Hilmarsson bjargaði skalla hans af línunni eftir góða fyrirgjöf frá Hilmari. FH-ingar áttu fáein upphlaup og Ingi Björn fékk í einu þeirra gott færi, en hann skaut yfir. Tveimur mínút- um fyrir leikhlé skoraði Njáll Eiðsson það sem reyndist sigur- mark Vals. Glæsilegasta mark leiksins, þrumuskot af rúmlega 20 metra færi! Síðari hálfleikur var lengst af tíðindalítill, talsvert þóf, en öðru hvoru virtust liðin bæði vera að ná efnilegum sóknarlotum. En þær urðu aldrei annað en efnilegar, því allar fjöruðu út. Undir lokin fóru varnirnar hins vegar að opnast fyrir alvöru og þá sóuðu bæði liðum dauðafærum eins og þau ættu nóg af slíkum varningi. Hjá Val fékk Hilmar Sighvatsson að minnsta kosti þrjú opin færi, en lét ýmist verja frá sér, eða þá að hann brenndi af. Þá voru Vals- menn á bak við eitt æsilegasta atvik leiksins á síðustu mínútunni, er Guðmundur Þorbjörnsson spyrnti viðstöðulaust að marki FH eftir stórgóða fyrirgjöf Hilmars. Var sóknarlotan afar góð, en Hreggviður markvörður FH setti punktinn yfir sérhljóðann er hann varði stórkostlega skot Guðmund- ar. Ingi Björn brenndi af dauða- færi fyrir FH, en besta tækifæri leiksins klúðraði hins vegar Óli Dan. Á undirritaður ekki von á að sjá opnara færi á næstunni. Ólaf- ur fékk knöttinn eftir að allmargir Valsmenn höfðu látið fram hjá sér fara fyrirgjöf Tómasar frá hægri. Markið var gapandi fyrir framan Ólaf og hann gaf sér góðan tíma til að leggja knöttinn fyrir sig áður en hann mokaði honum langleiðina út á bílastæðin. Valur - 0*1 fh Cr-1 Þetta var á köflum fjörugur leikur, en datt niður í ekki neitt þess á milli. Hjá Val bar afar mikið á Njáli Eiðssyni, sem var eins og torfærujeppi spólandi um allt. Leikmaður með geysilega yfirferð, gífurlega baráttu og tals- verða getu í bland. Þá sakar ekki að hann er markheppinn í meira lagi. Hilmar Sighvatsson hlaut loks náð fyrir augum þjálfarans og hann var stórhættulegur í framlínunni. Hins vegar var hann bölvaður klaufi að skora ekki oftar en einu sinni. Valur Valsson skilaði sínu einnig vel og aðrir leikmenn Vals voru traustir. Hjá FH sýndi Viðar Halldórsson mik- inn dugnað og elju þó uppskeran væri rýr. Tómas átti spretti góða í fyrri hálfleik og flestir hinna áttu einnig sína spretti. Þó má skjóta því að Inga Birni og Óla Dan að einleika ívið minna. Magnús Stef- ánsson var afar sterkur í stöðu miðvarðar, en Hreggviður í mark- inu var óvenjulega óöruggur. Hann hefur þó kippt einum af veikleikum sínum í liðinn, það er farið að heyrast í honum í víta- teignum. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Valur — FH, 2—1 (2—1). Mörk Vals: Magni Pétursson á 9. mínútu og Njáll Eiðsson á 43. mínútu. Mark FH: Tómas Pálsson á 4. mínútu. Áminningar: Engar. Dómari: Kjartan Ólafsson. —gg. • Njáll Eiðsson skorar sigurmark Vals með þrumufleyg. Ljósm.: Emiiía Jóná 3:43,3 JÓN Diðriksson hlaupari úr UMSB náði sínum bezta tíma í 1500 metra hlaupi á þessu ári á frjálsíþróttamóti í Leverkusen i V-Þýzkalandi sl. föstudag. Jón hljóp á 3:43,3 minútum og varð þriðji. Sigurvegari varð bezti langhlaupari Þjóðverja um ára- bil, Karl Fleschen, sem hljóp á 3i43,0. Annar varð Heinz-Paul Wellmann, sem hlaut bronzverð- laun i 1500 metra hlaupi á Ólympiuleikunum í Montreal Pólverjar sigruðu PÓLSKA knattspyrnulandsliðið sigraði vestur-þýska félagsliðið VFB Stuttgart 4—1 í æfingaleik um helgina. Leikið var i Þýska- landi. Staðan i hálfleik var 2—1, en 12.000 áhorfendur urðu vitni að atburðinum. Staðaní 1. deild STAÐAN í 1. deild eítir leiki helgarinnar er nú þannig: Víkinifur 12 7 3 2 17-10 17 Breirtablik 12 4 7 1 15-10 15 Valur 12 6 3 3 23-11 15 Akranes 12 5 4 3 12-7 14 Fram 12 4 6 2 16-14 14 KA 12 4 4 4 12-11 12 ÍBV 12 4 3 5 18-16 11 Þór 12 1 6 5 10- 24 8 FH 12 2 3 7 14-24 7 KR 12 1 5 6 7-16 7 Nú er 12. umferð lokið. Næ9tu leikir í 1. deild fara fram á miðvikudag, þá leika saman, IA— UBK, Þór-Fram og KR-ÍBV. Á fimmtudag er stórleikur, þá mæt- ast Valur og Víkingur. Sama kvöld leika FH og KA. Eins og sjá má á stöðunni hér að ofan er mikil spenna komin í deildina og óger- legt að spá nokkuð um hvaða lið kemur til með að sigra í mótinu. Hver leikur sem eftir er skiptir gifurlega miklu máli. Spennan komin í hámark. Einkunnagjöfin Lið Vals: Sigurður Haraldsson 6 Þorgrímur Þráinsson 5 Grimur Sæmundsen 6 Sævar Jónsson 6 Jón G. Bergs 6 Njáll Eiðsson 7 Magni Pétursson 6 Guðmundur Þorbjörnsson 6 Matthías Hallgrimsson 4 Valur Valsson 6 Ililmar Sighvatsson 7 Þorsteinn Sigurðsson vm 4 Lið FH: Hreggviður Ágústsson 5 Guðmundur Hilmarsson 5 Atli Alexandersson 6 Magnús Stefánsson 7 Guðmundur Kjartansson 6 Magnús Teitsson 5 Viðar Halldórsson 7 Sigurþór Þórólfsson 5 Ólafur Danivalsson 5 Ingi Björn Albertsson 5 Tómas Pálsson 6 Helgi Ragnarsson vm lék i 7 mín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.