Morgunblaðið - 28.07.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.07.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 27 • Jón Oddsson skoraði mark ísfirðinga. Jón lék áður með KR ok sést hér i KR-búninKÍ- ísfiróingar enn efstir unnu Þrótt R 1:0 „VIÐ unnum bara einn leik núna, ekki deildina, en ætlum okkur að halda okkar striki ok stefnum á 1. deildina,“ saKði Magnús Jónatansson, þjálfari ísfirðinKa, eftir að hans menn höðfu laKt Þrótt Reykjavik að velli á LauKardalsvellinum. 1:0, siðastliðinn lauKardaK- „Þetta var sannnjarn sÍKur ok við erum mjöK ánæKðir að hafa náð báðum stÍKunum. Við höfðum aðeins Kert okkur vonir um annað þeirra eftir að hafa séð Þrótt vinna FH i bikarkeppninni, en það virtist sitja þreyta i þeim eftir þann leik. Ef við náum næKÍleKum stöðuKÍeika í leik liðsins ættum við að hafa KÓða möKuleika á sÍKri i deildinni, en það verður bara að koma i ljós,“ saKði MaKnús. „ísfirðingar áttu þennan sigur fyllilega skilið, við vorum lélegir og megum ekki tapa stigi það sem eftir er mótsins, ef við ætlum upp,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálf- ari Þróttar, eftir leikinn. „Við vorum að vísu klaufar að skora ekki þegar við vorum tveir við knöttinn fyrir opnu marki, en þetta verður að vera betra en núna ef við ætlum okkur upp. Annars sat í okkur þreyta frá bikarleikn- um við FH, þetta hefur verið anzi stíft hjá okkur að undanförnu, en við ætlum okkur alls ekki að gefast upp,“ sagði Ásgeir. Gangur leiksins var annars sá að bæði liðin börðust nokkuð vel í fyrri hálfleik, einkum þó ísfirð- ingar, sem gáfu Þrótturum engan frið til samleiks og tókst að brjóta niður nær allar sóknaraðgerðir þeirra. Leikurinn fór því að mestu fram á milli vítateiga liðanna án þess að þeim tækist að skapa sér veruleg marktækifæri. Seinni hálfleikur var svo heldur fjörugri og voru Þróttarar þá öllu ákveðnari. Á 48. mínútu leiksins skaut Páll Ólafsson hörku skoti að marki Isfirðinga úr aukaspyrnu, markvörður þeirra varði, en hélt ekki knettinum, sem hrökk til tveggja Þróttara, Ásgeirs og Arn- ars, en þeir misstu hann frá sér fyrir opnu marki og ísfirðingar náðu að bægja hættunni frá. Þá átti Baldur Hannesson jgott skot, en rétt fram hjá marki Isfirðinga. Á 54. mínútu komst Jón Oddsson inn í sendingu Þróttara til mark- manns, en honum tókst ekki að nýta færið. Á 63. mínútu kom svo eina mark leiksins, Jón Oddsson fékk þá gullfallega sendingu frá Kristni Kristjánssyni inn fyrir vörn Þróttar, hann lék inn í vítateiginn og skoraði örugglega framhjá markverði Þróttar, sem kom út á móti honum. Þróttarar reyndu nú að sækja meira, en komust lítt áfram gegn baráttu- glöðum ísfirðingum. Á 70. mínútu skaut Páll Ólafsson rétt yfir markið úr aukaspyrnu og Sverrir Pétursson skaut í utanvert hlið- arnet Isafjarðarmarksins er tvær mínútur voru til leiksloka. Fleiri uðru því mörkin ekki og Isfirð- ingar hrósuðu sigri í lokin. Með þessum sigri styrktu ísfirð- ingar stöðu sína í baráttunni um efsta sætið mjög verulega og hafa nú þriggja stiga forskot á Þrótt og Keflavík, sem á einn leik til góða þegar þetta er skrifað. Möguleikar Þróttar minnkuðu að sama skapi við þessi úrslit og verða þeir nú helzt að vinna alla sína leiki, sem eftir eru og ÍBK og ÍBÍ afur á móti að tapa leikjum eigi Þróttur að eiga möguleika á sæti í 1. deild að ári. Lið ísfirðinga var jafnt í leikn- um allir leikmenn börðust af krafti allan leiktímann, en mest bar á þeim Jóni og örnólfi Oddssonum og miðverðinum Har- aldi Stefánssyni. Þróttarliðið var fremur slakt að þessu sinni, en þeir Páll og Baldur áttu góða spretti. HG. Hjélreiðakeppni frá Reykjavík til Þingvalla og til baka: Einhvern tíma hefði bílferð tekið lengri tíma „VIÐ GERÐUM okkur vonir um að getraun sem efna átti til i sambandi við hjólreiðakeppnina mundi færa íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavik einhverja tugi þúsunda i sinn hlut, en á síðustu stundu bannaði Dómsmálaráðuneytið getraunina. Eng- in skýring var gefin á banninu, aðeins visað til einhverra lagagreina,“ sagði Magnús H. Kristjánsson hjá Hoilywood, en um siðustu helgi efndu Hollywood, Fálkinn og Hótel Valhöll til hjólreiðakeppni frá Reykjavik til Þingvalla og tii baka. Hugmyndin með keppninni var að vekja athygli á aðstöðuleysi fatlaðra til íþróttaiðkunar og styrkja starfsemi Iþróttafélags fatlaðra i Reykjavik. „Af fyrrgreindum ástæðum var inntektin Htil, og hlutur íþróttafélags fatlaðra því aðeins rúmar 2.000 krónur,“ sagði Magnús. Alls létu rúmlega 40 hjól- reiðamenn skrá sig til keppn- innar. Veður var hins vegar slæmt í höfuðborginni og á keppnissvæðinu á laugardag, og hefur það líklega átt sinn þátt í því að aðeins rúmlega 20 mættu til leiks. Þrátt fyrir mikinn mótvind og rigningu á báðum leiðum var keppnisharkan mikil all- an tímann. Hjólað var til baka á sunnudag. Náðu 15 hjólreiðamenn til Þingvalla Þrir fyrstu (f.v.): Einar Jó- hannsson. Pálmi Krist- mundsson og Kjartan M. Kjartansson. og sami fjöldi lagði af stað til Reykjavíkur, en níu komust alla leið í mark. Það var á hjólreiðamönn- unum að heyra, að þeim fyndist bifreiðastjórar marg- ir hverjir sýna þeim litla tillitssemi, og kom það í ljós í keppninni. Margir bifreið- astjórar gáfu helst ekki tommu af veginum og neyddu hjólreiðamennina hálfvegis útaf. í þessu sambandi munu bifreiðastjórar hafa misnot- Hluti keppenda fyrir fram- an Hollywood að lokinni keppni. K)órn S<KurAHNon. að flautur sínar, að sögn hjólreiðamannanna. Undan- tekningar voru þó á þessu. Sigurvegari í hjólreiða* keppninni var Einar Jó- hannsson, íslandsmeistari 1 hjólreiðum, hjólaði fram og til baka á 3:50,34 klst., en einhvern tíma mun það hafa tekið lengri tíma að aka þessa leið fram og til baka. í öðru sæti varð Pálmi Krist- mundsson á 3:53,43 klst., en hann mun hafa staðið sig með ágætum í hjólreiða- keppni í Danmörku á síðustu misserum, og þriðji varð Kjartan M. Kjartansson á 4:04,16 klst. Hjólreiðamenn láta ekki deigan síga því á sunnudag var háð keppni frá Keflavík í Kaplakrika við Hafnarfjörð. Hjólreiðamenn hafa ekki fengið leyfi til að hjóla í keppni innan höfuðborgar- innar, þar sem það brýtur í bága við umferðarlög að hjóla hraðar en 25 km/klst. Blautur og þreyttur, en ánægður keppandi kominn i mark eftir tvo erfiða keppn- isdaga. Dyttað að „keppnisfákunum“ i Hótel Valhöll eftir fyrri daginn. Hjólreiðaumboðin eru farin að leggja áherslu á að senda sveitir í hjólreiðakeppni. Hér eru keppendur og viðgerðarmenn frá einu umboðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.