Morgunblaðið - 28.07.1981, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
í skýrslu sinni á Flokksþingi
pólska kommúnistaflokksins varð
Stanislaw Kania flokksleiðtoKÍ að
reyna að sixla milli skers ok báru
ok að söKn vestrænna fréttamanna
varð ekki vart við mikla hrifningu
þinKfulltrúa með ræðuna. Kania
reyndi ekki að dylja aumt ástand
flokksins. dundrað og niutiu þús-
und flokksfélatíar hafa skilað
flokksskírteininu og vildu sjá
hvernÍK þessu flokksþintp reiddi
af, áður en þeir ákvæðu hvort þeir
tcennju í flokkinn aftur eða settðu
skilið við hann endanletra.
EinnÍK hefur fækkað verulega i
flokknum veKna brottvikninKa
sem hófust af miklum krafti eftir
atburðina i Lenin-skipasmiðjunni i
Gdansk í fyrrasumar. FlokksfélaK-
ar eru nú færri heldur en þeir hafa
verið í meira en áratuK.
Vandi flokksins lÍKKur i þvi að
endurheimta traust landsmanna
eftir að hafa komið þjóðinni i
kreppu á flestum sviðum. Efna-
haKurinn er i rúst ok þjóðin hefur
verið látin færa fórnir sem enKum
árantp-i hafa skilað.
Háttsettir forinKjar í hernum koma til flokksþinKsins.
Níunda flokksþingið:
Lýðræðisöfl eflast í Póllandi
Efnahagsástandið ógnvekjandi
Kania sagði í ræðu sinni að
framtíð Póllands væri undir því
komin hvort tækist að efla fiokk-
inn. „Pólland verður það sem flokk-
urinn verður.“ Flokkurinn skal fara
með völdin. En hann fordæmdi í
ræðu sinni bæði afturhaldsöfl og þá
sem heilluðust af auknu lýðræði.
Hann var hófsamari í orðum gagn-
vart Kor, samtökum andófsmanna,
og við lá að hann hrósaði Samstöðu,
„ef ekki væru innan hreyfingarinn-
ar öfgaöfl, andvíg sósíalisma, sem
reyna að skapa upplausnarástand í
þjóðfélaginu".
Kania vildi „þakka kirkjunni
fyrir hennar þátt og við hugsum
sérstaklega til Wysynski kardinála
í því sambandi", sagði hann.
Fram að þessu hefur miðstjórn
flokksins ávallt valið fulltrúa á
flokksþingið eftir eigin geðþótta.
Fulltrúar á þetta þing voru hins-
vegar valdir eftir nokkuð lýðræðis-
legum aðferðum, þótt takmarkaðar
væru. Þingfulltrúarnir, 1964 að
tölu, voru valdir í leynilegum kosn-
ingum en kosningarétt höfðu ekki
aðrir en félagar kommúnistaflokks-
ins.
Kröfur um aukið lýðræði hafa
komið fram víða í flokksdeildum út
um landið og miðstýring hefur
verið gagnrýnd. Þessar framfarir í
lýðræðisátt eru einsdæmi austan-
tjalds en þær koma í beinu fram-
haldi af aðgerðum verkamanna i
fyrrasumar.
Mistök Giereks rædd
Búist hafði verið við því að Kania
yrði kosinn flokksformaður strax á
fyrsta degi þingsins. Kania sjálfur
hafði hugsað sér að dreifa listum til
þingfulltrúa með nöfnum þeirra
sem hann vildi hafa með sér í
miðstjórn, eins og tíðkast hefur að
lokinni formannskosningu. En
strax á fyrsta degi þingsins varð
ljóst að þingfulltrúarnir ætluðu
ekki að láta segja sér fyrir verkum.
Þeir höfðu verið kosnir í lýðræðis-
legum kosningum, sem ekki er
fordæmi fyrir í ríkjum Varsjár-
bandalagsins og fyrsta krafa þeirra
var sú að mistök Edward Giereks
og stjórnar hans yrðu rædd á
þinginu.
Gierek hafði verið vikið úr
flokknum áður en þingið hófst til
þess að komast mætti hjá því að
ræða mistök stjórnar hans á flokks-
þinginu, en ítarleg umræða um
stjórnarferil Giereks gæti skaðað
Kania, sem gegndi mikilvægum
embættum undir stjórn hans. Sér-
stakri nefnd undir forystu Tadeusz
Grabski, sem er meðlimur í Stjórn-
málaráðinu, hafði verið falið að
yflrfara stjórnarferil Giereks og
leggja fram skýrslu um afglöp hans
og þar með átti málið að vera úr
sögunni. En þetta voru þingfulltrú-
ar ekki reiðubúnir að fallast á. Þeir
kröfðust þess einnig að flokksþingið
dæmdi í máli þeirra, sem gerst
hefðu sekir um afglöp.
Grabsky er ekki þekktur fyrir
þolinmæði og er sagður hafa gengið
út þegar hann heyrði þessar kröfur
þingfulltrúa, og hann lét þau orð
falla að þingfulltrúar höguðu sér
„eins og Kínverjar".
Umræður þingfulltrúanna báru
með sér að þeir tækju alvarlega
skyldur sínar gagnvart kjósendum
sínum. Þingfulltrúi frá Varsjá
sagði að kjósendur hans hefðu sagt
honum að hann skyldi ekki láta sjá
sig heima ef glæpir Giereks yrðu
ekki ræddir á þinginu.
Gierek er mjög óvinsæll í Pól-
landi, enda hefur efnahagsástandið
aldrei versnað jafn mikið og undir
hans stjórn. Af nítján fulltrúum
sem kosnir voru í Stjórnmálaráðið
með Gierek í febrúar 1980 hefur
öllum nema fimm verið vikið úr
ábyrgðarstöðum, þ.á m. tveimur
fyrrverandi forsætisráðherrum
Edward Babiuch og Jozef Pink-
owski. Piotr Jarozelwski, sem einn-
ig var forsætisráðherra, hefur verið
rekinn úr flokknum og á á hættu að
verða dæmdur fyrir valdníðslu og
vanrækslu í skyldustörfum.
I Póllandi ganga margar sögur af
spillingunni í tíð Giereks og i
Lenin-skipasmíðastöðinni liggur
bundin við bryggju snekkja sem var
í eigu sonar Giereks, en verkamenn-
irnir sýna ferðamönnum hana eins
og herfang.
Fortíð Kania rifjuð upp
í upphafi þingsins var reiknað
með að Kania yrði endurkjörinn
formaður með miklum meirihluta
án nokkurra málalenginga. En
fljótlega komu upp efasemdir um
öruggan sigur hans. Wladyslaw
Gomulka, sem var leiðtogi flokksins
á árunum fyrir 1970, en neyddist til
að segja af sér í kjölfar óeirðanna
1970, lét dreifa til þingfulltrúa
skjali, þar sem segir að Kania hafi
verið staddur á fundinum þar sem
Gomulka ákvað að beita hervaldi til
þess að binda enda á óeirðirnar
1970.
Tugir manna létu lífið í átökum
við herinn í þessum óeirðum og þeir
sem báru ábyrgð á þeim hafa allir
verið settir af. Kania var á þessum
tíma formaður öryggismálanefndar
miðstjórnarinnar og að bendla
hann við þessar óheillaríku ákvarð-
anir er mjög atvarleg ásökun. Ef
harðlínumönnum hefði tekist að
sýna fram á að Kania hefði átt þátt
í ábyrgðinni hefði það þýtt nánast
pólitískan dauðadóm yfir Kania.
Líklegast er að sú hafi einmitt verið
ætlun þeirra sem stóðu að því að
skjal Gomulka var lagt fram á
fundinum. Harðlínumenn i pólska
kommúnistaflokknum höfðu sýni-
lega ekki gefist upp á að reyna að
koma Kania frá völdum, en það
mistókst á fundi miðnefndarinnar,
sem haldinn var í júní, eftir að
Rússar ávítuðu flokkinn og gerðu
grein fyrir óánægju sinni með
þróun mála í Póllandi.
En enginn árangur varð af þessu
herbragði og í kosningunum á
þriðja degi þingsins var ljóst að
Kania yrði formaður flokksins.
Kosningarnar í miðnefnd flokksins
sýndu annars að fulltrúarnir vildu
fá sveigjanlega en jafnframt sterka
stjórn.
Samstaða utan
stjórnkerfisins
I ræðu sinni kom Kania með þá
tillögu að hin nýju stéttarsamtök,
Samstaða, og kirkjan yrðu þátttak-
endur í þjóðfylkingu með þátttöku
Kommúnistaflokksins og tveggja
smáflokka sem leyfðir eru, Bænda-
flokksins og Lýðræðisflokksins.
Þetta er í fyrsta skipti sem
yfirvöld gera Samstöðu slíkt tilboð
formlega. Stungið var upp á þessu í
óformlegum viðræðum fyrir sex
mánuðum, en leiðtogar Samstöðu
svöruðu þá því til að Samstaða
hefði engan áhuga á þátttöku í
stjórnmálum. Tilraunir Kania til
þess að gera Samstöðu að aðila að
hinu opinbera stjórnkerfi eru ekki
Æ
Kania: Sigurinn varð ekki auð-
veldur.
BACKFIRE AND SS - 20 COVERAGE
FROM SOVIET BASES
RAOIUS
IUNREFUELEOI
SS-20-eldflauKa sem skotið er frá stöðvum í Sovétrikjunum. Salt-II-
samningurinn nær ekki til þessara hergagna sem beita má gegn
skotmörkum hvar sem er i Evrópu, mestum hluta Asíu, Indlands-
skaga, Mið-Austurlöndum og miklum hluta Norður-Afriku. Skotmörk
í Alaska og hlutum Norður-Kanada eru heldur ekki óhult fyrir
Backfire og SS-20. Staðsetning þeirra hefur valdið meiriháttar röskun
á jafnvægi langdrægra kjarnorkuvopna i Evrópu.
í skugga SS-20
RÍKISSTJÓRN Ronald Reagans
Bandaríkjaforseta rökstyður
oft staðsetningu nýrra og full-
kominna kjarnorkueldflauga í
NATO-löndum með þvi að benda
á áætlun Rússa um smiði og
staðsetningu kjarnorkueld-
flauga af gerðinni SS-20, sem
þeir miða á Vestur-Evrópu.
Bandaríkjamönnum telst svo
til að sögn bandaríska tímarits-
ins Newsweek, að síðan á árinu
1980 hafi SS-20-eldflaugum, sem
beint er gegn vestrænum ríkjum,
verið fjölgað úr 100 í 250. Rússar
koma tveimur SS-20-flaugum
fyrir að jafnaði í hverri viku.
Um miðjan þennan áratug
telja bandarískir embættismenn
að Rússar muni hafa komið fyrir
allt að 300 tveggja þrepa
SS-20-eldflaugum, sem draga
2.300 mílur, en 3.400 mílur ef
þriðja þrepinu er bætt við. Eld-
flaugarnar ógna ekki Bandaríkj-
unum, en geta náð til allra borga
og hernaðarlegra skotmarka og
iðnaðarmannvirkja í Vestur-
Evrópu og Japan.
Hver eldflaug af gerðinni SS-
, 20 er rúmlega 100 metra löng og
hlaðin þremur 500 kílólesta
kjarnaoddum. Hverjum kjarna-
oddi um sig er hægt að miða á
sérstakt, aðskilið skotmark og
hver þeirra um sig er um 30
sinnum öflugri en kjarnorku-
sprengjan sem iagði Hiroshima í
rúst.
SS-20-eldflaugarnar eru
„hreyfanlegar" — skotpallar
þeirra eru á geysistórum 50 lesta
flutningavögnum. Tveimur
þriðju eldflauganna eða þar um
bil er miðað á skotmörk í Evr-
ópu.
Flestum hinna eldflauganna er
miðað á Kína og bandarískar
herstöðvar í Japan og Kóreu. Frá
nokkrum eldflaugastöðvum í
Mið-Asíuhéruðum Sovétríkjanna
geta Rússar hæft skotmörk hvort
heldur í Evrópu eða Asíu.
Fyrir eindregin tilmæli Banda-
ríkjamanna hafa NATO-löndin