Morgunblaðið - 28.07.1981, Page 33

Morgunblaðið - 28.07.1981, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 33 Ilér tekst ofurmenninu Sean Boyd að sleppa úr miðri þvögu puertorikanskra vigamanna i Suður-Bronx. Ur Mannráninu. Gott álegg en gallað brauð... Háskólabió: Mannránið („Night of the Juggler“). Leikstjóri: Robert Butier. Hand- rit: Bill Norton og Rick Natkin, byggt á skáldsögu e. Wiiliam P. McGivern. Kvikmyndataka: Vict- or J. Kemper. Tónlist: Artie Kane. Bandarisk frá 1980. Mannránið, er ein af hinum gamalkunnu New York-lögreglu- myndum, formúlunni örlítið breytt. Hin ódrepandi söguhetja er nefnilega fyrrverandi lögreglu- þjónn að þessu sinni, og á hér í sínu einkastríði með hvorttveggja, glæpalýðinn og lögregluliðið á móti sér. Sá ódrepandi er skilinn og hefur umráð yfir ungri dóttur sinni. Á afmælisdegi hennar fylgir hann telpunni áleiðis í skólann, en hann hefur ekki fyrr sleppt af henni hendinni en stúlkunni er rænt, tekinn í misgripum fyrir auð- mannsdóttur. Upphefst nú hinn hrikalegi, (kunnuglegi), eltingar- leikur. Ýmist á tveimur hjólum eða fleirum, eða þá tveim jafn- fljótum. Bílhræin liggja fljótlega í hrönnum um Manhattan þvera og endiianga svo lögregian kemst á sporið. Þar reynist sá ódrepandi eiga fjendur í flokki, svo lítt vænkast hagur strympu. Að lokum, eftir að hasarinn hefur borist um skolpræsi heims- borgarinnar, einskismannsland strætisgengjanna í Suður-Bronx og klámbúlurnar við 42. straeti, svo nokkuð sé nefnt, tekst hinum ódrepandi að hafa hendur í hári mannræningjans. Reynist hann geðsjúkur kynþáttahatari. Líkt og sjá má af ofangreindum línum, er atburðarásin ægihröð í Mannræningjanum. En það sem verra er, þá virðist sem öll skyn- semi hafi gloprast niður á þessum ógnarhraða, byssugelti og bar- smíðum. Öll persónusköpun sömu- leiðis. Á hinn bóginn er myndin tæknilega bráðvel gerð að öllu ieyti, kvikmyndunin oftast unun á að horfa og spennan útí gegn svo hressileg að áhorfandinn heldur sig að mestu leyti á sætisbrúninni. Leikararnir eru ekki öfunds- verðir af rullum sínum, en það er mesta furða hvað þeir komast vel frá sínu. Einkum þó Cliff Gorman i hlutverki hins sálsjúka mann- ræningja og Richard Costellano sem lögregluforinginn er stjórnar leitinni. í það heila tekið er Mannránið góður þriller og afþreying, sem hefði farið langt yfir meðallag ef handritshöfundur hefði látið skynsemina ráða meiru og leik- stjórinn slegið oftar af til að hugsa betur sinn gang. (Nokkuð brosleg meinloka hefur slæðst með í þýðingunni, „spikk- arnir", þ.e. innflytjendur frá Pu- erto Rico eru jafnan kallaðir Mexar eða þá Mexíkanar!) Kvikmyndablaðið Það mátti teljast eðlileg af- leiðing gróskunnar í kvikmynda- gerð hérlendis, að framtakssam- ir menn tækju sig saman og stofnuðu tímarit, helgað list- greininni. Og í árslok ’80 sá svo Kvikmyndablaðið dagsins ljós og er þessar línur birtast eru út- komin 3 eintök. Ritstjóri.ábyrgðarmaður og aðalhvatamaður blaðsins er hinn kunni kvikmyndagerðar- og áhugamaður Friðrik Þór Frið- riksson. Sér til aðstoðar hefur hann notið nokkurra, aðkeyptra penna. Frá upphafi hefur verið vand- að til Kvikmyndablaðsins hvað útlit snertir. Pappír vandaður, setning og umbrot. Aðstandend- ur hafa sett sér það markmið að hafa það sem myndarlegast að efni og útliti. Það er menningar- Með þeirri ákvörðun missa út- gefendur af stórum „afþreying- arlestrarhóp", verða því að leggja sig enn meira í framkróka við að hafa blaðið sem álit- og læsilegast fyrir hinn kresnari kvikmyndaáhugamann. Þetta er erfið lína, því hættan á að Kvikmyndablaðið verði full þurrt aflestrar fyrir vikið, er ávallt við bæjardyrnar. Að mín- um dómi hefur ritstjóranum þó tekist, yfir höfuð að sigla á milli skers og báru í þessum efnum, þrátt fyrir nokkuð einstreng- ingslegar skoðanir og stíl sumra leigupennanna. Ef litið er á efni síðasta (3ja) tölublaðs, kemur úr í ljós að þar gefur að líta svipað hlutfall af erlendu og innlendu efni. Er- lendur Sveinsson hefur fróðleg- an þátt um íslenzka kvikmynda- gerð, þá sögu þekkir hann manna best. Þá er að finna fróðlegt spjall um kvikmynda- gerð áhugamanna hérlendis. Tvö þýdd viðtöl eru við valinkunna leikstjóra, Kurosawa, og kunn- ingja okkar, Wim Wenders. Reikna má með því að sá hópur sem einkum kaupir Kvikmynda- blaðið þekki greinar sem þessar af eigin raun og i þeim pví frekar lítill akkur. Þá er fjallað um tvo aðra, merkisleikstjóra, Zanussi og Huston. Um þann fyrrnefnda sést lítið á prenti, en flestir kvikmyndaáhugamenn kannast ágætlega við merkilegt lífshlaup Hustons. Nokkur atriði komu mér spánskt fyrir sjónir í um- fjölluninni um þennan roskna meistara, það stafar sjálfsagt af því fyrst og fremst, að ég hafði þá nýlokið við æfisögu Hustons, skráða af honum sjálfum. Opinská og ómissandi öllum „Hustondellumönnum" Blaðið hefur tekið upp gam- alkunna „gimmick", að velja mynd mánaðarins. Þá kynnir biaðið væntanlegar myndir, sem jafnan er forvitnilegt efni. Af fenginni reynslu álítur undir- ritaður, að skynsamlegra sé að kynna örfáar myndir í stuttu máli frá hverju kvikmyndahús- anna en eina. Aðallega sökum þess að oft reynist þeim ókleift að fara eftir fyrirfram ákveðnu plani. Þetta er bitastæðasta efnið í 3ja tölublaðinu og það leynir sér ekki að það fer batnandi með hverju eintaki. Og höfum það hugfast að líkt og hin unga listgrein hérlendis, kvikmynda- gerðin, þá þrífst það ekki án okkar stuðnings. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ljósborg hf. er flutt aö Laugavegi 168, Brautar- holtsmegin. Ljósprentun — fjöl- ritun. Sími 28844. Ljósritun — Fjölritun Fljót afgreiösla. Bílastæöi. Ljós- letl, Skipholti 31, sími 27210. Vélritun Tek aö mér vélritun. Uppl. í síma 75571 kl. 10—16 dagl. Innheimtustofa Þorvaldur Ari Arason hrl., Smiöjuvegi D-9, Kópavogi. S: 45533, box 321,121 Reykjavík. Volvo F-87 árg. 1978. 6 hj. framb. ek. 128 þ. km. ný dekk, Sindrap. Foco-kranl 2,5 t. meö skóflu. Aðal Bílasalan, Skúlagötu s. 15014. Víxlar og skuldabréf í umboðssölu. Fyrirgreiösluskrlfstofan, Vestur- götu 17, sími 16223. Þorleifur Guömundsson, heima 12469. Fíladelfía Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Sam Glad. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Miðvikudagur 29. júlí: 1. Þórsmörk kl. 08. Dvöl ( Skagfjörösskála er ódýr og þægileg. Eyöiö sumarleyfinu í fögru umhverfi. 2. Úlfarsfell kl. 20 (kvöldferö), verð kr. 30. Allar upplýsingar á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Feröafélag íslands. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Ferðir um verzlunar- mannahelgina 31. júlí til 3. ágúst: 1. 31. júlí: kl. 18 Strandir - Ingólfsfjöröur - Ófeigsfjöröur. 2. 31. júlí. kl. 18 Lakagíga. 3. 31. júlí kl. 20 Þórsmörk - Fimmvöröuháls - Skógar. 4. 31. júlf kl. 20 Landmannalaugar - Eldgjá. 5. 31. júlíkl. 20 Skaftafell. 6. 31. júlí kl. 20 Öræfajökull (jöklabúnaður). 7. 31. júlíkl. 20 Álftavatn - Hvanngil - Emstrur. 8. 31. júlí kl. 20 Veiöivötn - Jökulheimar. 9. 31. júlíkl. 20 Hveravellir - Þjófadalir - Kerl- ingafjöll - Hvítárnes. 10. 31. júlí kl. 20 Hrútfell - Fjallkirkjan (gönguf. m/útbúnaö). 11. 1. ágúst kl. 08 Snæfellsnes - Breiöafjaröar- eyjar. 12. 1. ágúst kl. 13 Þórsmörk-(3 dagar). Allar upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag islands. radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar Lokaö vegna sumarleyfa ágústmánuð. Fatapressan Úðafoss, Vitastíg 13. Tilkynning frá Vöru- flutningamiöstöðinni hf. Borgartúni 21, Reykjaík Frá og með 1. ágúst nk. verður vörumóttak- an opin frá kl. 08.00—17.00 mánudaga— föstudaga. Skrifstofan opin frá kl. 09.00— 17.00 mánudaga—föstudaga. Lokaö á laugardögum. EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Al GLYSINGA SIMINN EK: 22480 » »«»■ ■ m •«.■•» ■«« UM ■ • * ■ ■..•«■■»•■■«■■■■■ !■■■■••■•«■«■■■■«■•■«■!«««•ummmmuMMmmmmw m m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.