Morgunblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Apex-fargjöld ekki ódýrari ef aðeins er flogið aðra leiðina Sveinn Hálfdánarson prentsmiójustjóri og aóaleigandi prentsmiðj- unnar Prentborj? hf. í Borgarnesi við nýja prentsmiðjuhús fyrirtœkis- ins. Borgarnes: Prentborg í nýtt húsnæði Flugleiðir myndu bjóða lægri fargjöld aðra leið ef um siglingar yrði að ræða í auknum mæli lk»rKarncHÍ. 5. áicúst. PRENTSMIÐJAN Prentborj? hf. i BorKarnesi hefur flutt starf- semi sína í nýtt prentsmiðjuhús að Brákarbraut 7. Prentborg keypti Kamalt hús sem áður var trésmiðja, endurbyKKÓi það aö hluta ok innréttaði upp á nýtt sem prentsmiðju. í samtali við fréttaritara Mbl. sagði Sveinn G. Hálfdánarson prentsmiðjustjóri og jafnframt aðaleigandi Prentborgar hf., að nýja húsið væri um 240 fermetrar að stærð og væri það um helmingi stærra en gamla prentsmiðjan. Sveinn sagði að hann hefði stofn- að fyrirtækið í mars 1967 og hefði hann þá verið eini starfsmaður- inn. Nú væri starfsfólkið orðið 5 manns og þjónaði fyrirtækið Snæfellsnesi, Dðlum, Ströndum og Húnavatnssýslum, auk heimahér- aðsins. Verkefni væru öll algeng prentun en mest þó prentun eyðu- blaða og tímarita. Hefði fyrirtæk- ið yfir að ráða bæði hæðaprentun og offset. Sveinn Hálfdánarson var að lokum spurður að því hvað væri nú framundan hjá Prentborg hf.: „Að veita sem besta þjónustu á þessu sviði, starfssvæðið fer vax- andi, sérstaklega með tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Nú er fyrirtækið vel í stakk búið til að taka við auknum verkefnum. Norðan- og vestanmenn geta nú jafnvel lagt inn verkefni á suður- leið og tekið þau aftur tilbúin á heimleiðinni og þurfa því ekki að eyða í þetta dýrmætum tíma sínum í Reykjavík." IIBj. SÉRFARGJÖLD þau, sem Flugleiðir hf. bjóða nú til annarra landa, svonefnd „Ap- ex-farKÍöld“, eru nú helmingi (idýrari en ef keypt er flugfar í áætlunarflugi, samkvæmt upp- lýsingum er blaðamaður Morg- unblaðsins fékk hjá Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa fyrirtækisins í gær. Sveinn sagði, að alveg sér- stakar reglur giltu um þessi fargjöld, og mætti ekki út af þeim bregða. Þar eru til dæmis ákvæði um að greiða verði fargjaldið 14 dögum fyrir brott- för. Þá er greitt fyrir fram og til baka, á viðkomandi stað. Ekki er hægt að breyta um ferðaíetlun síðar, hvorki brottfarardag né komudag, og tekur fólk því nokkra áhættu með kaupum af þessu tagi. Hér sagði Sveinn á hinn bóginn vera í gildi alþjóð- lega samninga flugfélaga víða í heiminum, og væri þetta því ekki á valdi Flugleiða einna. Sem dæmi um verð á nokkrum flugleiðum, nefndi Sveinn eftir- farandi: Kaupmannahöfn, aðra leiðina á normalfargjaldi, kostar farið 2.8R0 kr. Kaupmannahöfn. báðar leiðir, styst 6 dagar, lengst 30 dagar, 4.158. kr. Kaupmannahöfn, báðar leiðir á Apex-kjörum kosta 2.860 kr. London, aðra leiðina á normal- fargjaldi, kostar farið 2.465 kr. London, báðar leiðir á 6 til 30 daga tilboði, kosta 3.601 kr. London, báðar leiðir á Apex- kjörum, kosta 2.465 kr. Luxemborg, normalfargjald aðra leið, kostar 2.890 kr. Luxemborg, 6 til 30 daga far- gjald, kostar báðar leiðir 4.211 kr. Luxemborg, Pex-fargjald, kost- ar báðar leiir 2.313 kr. Athygli er vakin á því, sagði Sveinn, að Apex og Pex táknar ekki það sama. Apex-fargjöld þarf að greiða og staðfesta 14 dögum fyrir brottför, en Pex- fargjöld er hægt að greiða um leið og lagt er af stað. Þar gilda á hinn bóginn sömu reglur og með Apex-fargjaldið á heimleið, ekki er hægt að breyta fyrir- fram ákveðinni dagsetningu. Ýmsir hafa orðið til að gagn- rýna það, að ekki skuli vera hægt að fá Apex-fargjald aðra leiðina, til dæmis ef fólk kýs að sigla til útlanda, en fljúga heim til íslands á ný. í slíkum tilvik- um þarf fólk að greiða jafnmikið fyrir heimferðina eins og það hefði kostað að fara báðar leiðir. Sveinn sagði þetta stafa af því, sem áður er sagt, að alþjóðlegar reglur um apexfargjöldin hefðu verið settar, og eftir þeim yrðu Flugleiðir, sem og önnur flugfé- lög að fara. Varðandi þau tilvik, er fólk kysi að sigla út, en fljúga heim, sagði Sveinn að það kynni vissu- lega að virðast óréttlæti í því að fólk þyrfti að greiða jafnmikið fyrir flug aðra leiðina, eins og báðar. Því væri hins vegar til að svara, að íslendingar gerðu mjög lítið af því að ferðast á þennan hátt, enda væri ekki til íslenskt farþegaskip eins og væri. Ef það kæmi, yrði hins vegar örugglega unnið að því að auðvelda fólki að fljúga aðra leiðina, líkt og þekktist víða erlendis, er fólk keypti í einu flugfarseðil og fargjald með farþegaskipi. Þjónustu af þessu tagi sagði Sveinn Flugleiðir þegar bjóða hér innanlands. Hægt væri til dæmis að ferðast með lang- ferðabílum til Hafnar í Horna- firði, Akureyrar og ísafjarðar, og fljúga síðan til baka. Þá væri farið báðar leiðir keypt samtím- is, með þeim afsláttarkjörum sem hægt er að bjóða upp á við slík tækifæri. Á sama hátt sagði hann verða brugðist við, ef farþegaskip og siglingar Islend- inga kæmu til í ríkari mæli. Stóijjpsllegl tækifæn! DODGE gluggabilar á ótrúlegu veröi Eigum fáeina bíla lausa til afgreiðslu innan fárra daga. Þeir sem eiga frátekna bíla eru beönir aö staöfesta pöntun strax. Þetta tilboö veröur ekki endurtekiö. í Dodge B-200 er m.a. 6 cyl. 225 cu. in vél, vökvastýri, sjálfskipting, aflhemlar, rennihuröir á hægri hlið, gler allan hringinn, stuögúmmí á stuöurum, deluxe þurrkur, hljóð- einangrun í vólarhúsi, stólar m. háum bökum og m.fl. Einlitir og tvílitir. Einnig er til eitt stk. Dodge Royal Sportsman S/E Voyager '79, tvílit- ur, 6 cyl., sjálfskiptur, vökvastýri, aflhemlar, litaö gler í öllum rúöum, og annar deluxe búnaöur í hólf og gólf. Og einn Doidge Maxivan B-200 ekta atvinnubíll. ... og loks fáeinir deluxe Dodge Ramcharger jeppa 1979 á ótrúlega góöu veröi. ts Wlökull hf. Armúla 36 Sími: 84366 Skagfirðingar heiðra Jón Stefánsson, list- málara, með sýningu á verkum hans Sauðárkróki. B. ágúst. SUNNUDAGINN 9. áKúst næstkomandi verður opnuð i Safnahúsi Skagfirðinga á Sauð- árkróki sýning á 25 málvcrkum eftir hinn þjóðkunna listmálara Jón Stefánsson. Það er Lista- safn íslands og Listasafn Skag- firðinga, sem standa að sýning- unni, en öll verkin eru í eigu þess fyrrnefnda. Jón Stefánsson var Skagfirð- ingur, sem kunnugt er, fæddur á Sauðárkróki 22. febrúar 1881, sonur Stefáns Jónssonar verzl- unarstjóra þar og konu hans, Ólafar Hallgrímsdóttur. Á þessu ári eru því liðin 100 ár frá fæðingu Jóns, en hann lézt 1962. Þótti Skagfirðingum verðugt að heiðra minningu þessa mæta sýslunga og merka listamanns með sýningu á verkum hans, hér í fæðingarbæ Jóns. Samvinna tókst við Listasafn íslands, og fyrir áhuga og velvilja forráða- manna þess reyndist kleift að koma sýningunni á fót, en hún er haldin á þess vegum og Lista- safns Skagfirðinga í samvinnu við Safnahúsið. Þá veitti Menn- ingarsjóður Sparisjóð Sauðár- króks styrk til sýningarinnar og er eini aðilinn, sem svo hefur gert. í tengslum við málverka- sýninguna hefur verið komið fyrir í sýningarskáp nokkrum ljósmyndum og fleiru er varðar Jón, uppruna hans og störf. Vönduð sýningarskrá með lit- mynd af málverki eftir Jón verður til sölu á sýningunni, en aðgangur er annars ókeypis. Sem fyrr segir verður sýning- in opnuð næstkomandi sunnudag klukkan 14.00. Hún verður opin daglega frá klukkan 20—22, nema laugar- og sunnudaga, þá verður opið frá 14—18. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 30. ágúst. - Kári Magnús Jóhanncsson við nokkur verka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.