Morgunblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 23 Kveðja: Ragnheiður Kristín Kristjánsdóttir Fædd 8. desember 1899. Dáin 31. júli 1981. Þegar mér barst til eyrna fregn- in um lát minnar ástkæru tengda- móður, Kristínar, setti mig hljóða, þó svo að fregnin kæmi mér engan vegin á óvart, vegna þess sem hún hafði átt við að stríða síðan hún fékk heilablóðfall í nóvembermán- uði 1978. En einhvern veginn snerta fregnir af missi ástvina aðstandendur engu síður, þó þeir geri sér grein fyrir því að úr því sem komið var, sé það líkt og blessun. Slíkt er að sjálfsögðu eðlilegt, þar sem minningarnar um fyrri samneyti lifa. Kristín var ein af þessum stór- brotnu fórnfúsu öðlings mann- eskjum, sem alltaf hafa verið meðal okkar, á öllum tímum, reiðubúnar til fórnar til þess að öðrum mætti líða betur. Þetta var henni í blóð borið, komin af góðum ættum í báða ættliði, þar sem þennan eiginieika var að finna í ríkum mæli, en hún var fædd á Sveinseyri við Tálknafjörð 8. des- ember 1899, og var þriðja elst níu barna hjónanna Kristjáns Krist- jánssonar frá Mýri í Bárðardal og Þórunnar Jóhannesdóttur Þor- grímssonar, útvegsbónda og Dannebrogsmanns á Sveinseyri í Tálknafirði. 29. júlí árið 1923, giftist Kristín Matthíasi E. Guðmundssyni frá Þingdal í Flóa, síðar lögregluþjóni í Reykjavík, sem kom til Sveins- eyrar sem kennari og kvæntist heimasætunni, líkt og hent hafði föður hennar Kristján áður fyrr. Þeim hjónunum varð þriggja barna auðið; Sigríðar Kristbjarg- ar, verslunarm., giftri Haraldi M. Sigurðssyni, kennara á Akureyri, Guðmundar, deildarstjóra hjá flugmálastjórn, kvæntum Ástu Hannesdóttur, snyrtifræðingi og Þórunnar, sjúkraliða, giftri Pétri Valdimarssyni, hafnarverði í Reykjavík. Matthías og Kristín slitu samvistum árið 1939 og einbeitti Kristín sér þá að uppeldi barnanna, sem var ærið verkefni á þeim árum, í lok heimskreppunnar og áður en farið var að gera þær kröfur til samhjálpar, sem nú er talið sjálfsagt. Kristínu fórst þetta vel úr hendi og kom upp sínum þremur mannvænlegu börnum af mesta myndarskap. Eftir að börnin komust á legg var Kristín lengst af til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni að Byggðavegi 91 á Akureyri. Hún var stoð og stytta barna sinna eftir að þau reistu sín eigin heimili, og miðdepili í öllum fjöl- skyldu viðburðum, og lagði hún allt sem hún gat af mörkum til uppeldis barnabarna og barna- barnabarna. Eru ótaldar þær flík- ur sem hún saumaði á þau meðan þau voru enn ung að aldri, en Kristínu voru gefnir miklir hæfi- leikar á því sviði, hæfileikar er eflaust hefðu fengið notið sín enn betur við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélagi okkar. En Kristín lét ekki aðeins við það sitja að hjálpa og hlúa að sínum nánustu. Hún mátti ekkert aumt sjá og var boðin og búin að aðstoða þá, sem hún taldi þess þurfandi. Það er einnig ótalið, sem hún miðlaði á þann hátt, og orðið hefur til einhvers glaðnings hjá þeim sem urðu þess aðnjótandi. Kristín var fríðleikskona og hélt sér vel þar til hún varð fyrir því áfalli er fyrr getur. Hún hafði oft látið þá ósk í ljós að hennar viðskilnaður yrði með skjótum hætti, en það átti ekki fyrir henni að liggja. Hún lá á fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri í meira en tvö og hálft ár áður en lausnin kom, og vil ég hér með koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks sjúkrahússins fyrir hve vel það annaðist hana á þessu raunatímabili hennar. Það var ekki að hennar skapi að verið væri að básúna hennar verk. Hún vildi gera góðverk í hljóði, og því er ég ekki viss um að þessi orð mín hefðí verið henni þóknanleg, en ég get ekki orða bundist, þegar ég minnist alls þess er ég hef notið í viðkynningu okkar og tengslum gegnum árin. Ég vona að þessar hugsanir mínar fái náð fyrir augum hennar þar sem hún nú er. Guð blessi minningu hennar. Ásta Hannesdóttir í dag ^er til moldar borin merkiskona. Kristín Kristjáns- dóttir, sem fædd var í Eyrarhús- um í Tálknafirði 8. desember 1899. Þegar ég kynntist þessari góðu konu fyrst, var hún komin nálægt sjötugu og bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni á Ákureyri og var amma stráksins, sem ég var skotin í. Ég tók fyrst eftir því, hvað hárið á henni var fallegt, grátt og þykkt, en svipurinn var svolítið sorg- mæddur, sýndist mér, og hún var hlédræg kona. Samt var ég varla komin inn úr dyrunum, þegar hún var tekin til við að sauma á mig föt. Ekki af því ég væri svo illa til fara, heldur af því, að þannig tjáði hún vináttu sína. Kristín var saumakona. Og enginn veit, hversu mörgum buxum hefur ver- ið slitið, sem hún saumaði með sínum hnýttu höndum. Þegar ég kynntist henni betur, fékk ég að vita um nokkur æfi- atriði hennar og sumt sem á daga hennar hafði drifið. Hún var hreppstjóradóttir og þriðja barn foreldra sinna í hópi níu systkina. Faðir hennar var Kristján Krist- jánsson, búfræðingur, bóndi og kennari, sem þar fyrir utan var mikill félagsmálafrömuður í sinni sveit og gegndi þar margháttuðum trúnaðarstörfum. Móðir hennar var Þórunn Jóhannesdóttir frá Sveinseyri, mikil atgerviskona með fagra söngrödd, komin af Selárdalsprestum. Kristján var úr Þingeyjarsýslu og hann og Stefán G. Stefánsson skáld voru syst- kinasynir. Heimili þeirra hjóna var gestrisið myndarheimili og þar var nægilegt að bíta og brenna. Þangað kom svo eitt sinn ungur kennari að sunnan, Matthí- as Einar Guðmundsson, og hann Fæddur 27. júli 1920. Dáinn 31. júli 1981. Sveinbjörn Kristjánsson yfir- umsjónarmaður Ritsímanum í Reykjavík lést 31. júlí síðastliðinn að kvöldi dags. Er skyndileg and- lát berast verður manni oft erfitt um tungu að hræra og finna tilgang með lífinu, svo hart er það stundum, maðurinn svo lítilsmeg- andi ef dauðinn er annars vegar og finnst oft tilveran ósanngjörn. Þegar minnast skal manns eins og Svenna, en það var hann ávallt kallaður meðal vina og vinnufé- laga, kemur fyrst upp í huga manns orðin, góður drengur, hvers manns hugljúfi. Við sem unnum með honum daglega, sumir höfðu unnið með honum í tugi ára, vita hvern dreng Svenni hafði að geyma, dagfarsprúðan, glettin og þægilegan yfirmann sem ekki mátti vamm sitt vita, en var samt mjög þægilegur og vinsæll yfir- maður, sem yngri sem eldri þótti gott að starfa með. Sveinbjörn Kristjánsson var fæddur á ísafirði 27. júlí 1920, og ólst þar upp og mótaðist af því umhverfi og starfi sem þar hrærðist. Snemma beygð- ist krókurinn að hana áhugamál- um sem urðu hans tómstunda- gaman og atvinna, hann hóf snemma iðkun ýmissa íþrótta svo og Kristín gengu í hjónaband árið 1923. Þau settust að á Sveinseyri og fyrir vestan fæddust börnin þeirra þrjú, Sigríður Kristbjörg, sem nú er verslunarmaður gift Haraldi M. Sigurðssyni kennara á Akureyri, Guðmundur, deildar- stjóri hjá Flugumferðarstjórn, giftur Ástu Hannesdóttur snyrti- fræðingi í Reykjavík og Þórunn, sjúkraliði gift Pétri Valdimars- syni hafnarverði, Seltjarnarnesi. Arið 1930 fluttust þau til Reykja- víkur, þar sem Matthías gerðist lögregluþjónn. Árið 1938 lauk hjónabandi þeirra með skilnaði. Þar með tók líf Kristínar nýja stefnu. Það, sem áður var á tveggja herðum, hvíldi nú á henni einni, einstæðri móður með þrjú börn, 14, 12 og 9 ára. Hún brá á það ráð að senda eista barnið, Sigríði, norður til Akureyrar til Kristbjargar systur sinnar, en kom sjálf ári seinna með yngri börnin tvö. Hún fékk vinnu á saumastofu Gefjunar og þar vann hún næstu tíu árin. En þá var hún farin að þjást af doða og máttleysi í fingrum, sem hún fékk litla bót á, þótt hún gengist undir upp- skurð. Hún neyddist því til að hætta á saumastofunni, en saum- aði heima alla tíð síðan, þangað til einn morgunn, að hún hné niður með blóðtappa í heila. Síðan er liðið hátt á þriðja ár, og það hefur verið sárt að horfa upp á þessa vinnusömu konu tærast upp hægt og hægt, án þess hún gæti hreyft legg eða lið. En dóttir hennar, Sigríður vitjaði um hana á hverjum degi, ef henni skyldi vera fróun í því að finna einhvern nálægt sér, sem elskaði hana og tæki ábyrgð á henni farlama. Ég hef oft hugsað um æfikjör þessarar konu, sem stundum fór halloka í lífinu og varð fyrir margvíslegum vonbrigðum. Kannski hefur hún búist við, að lífið færi um hana mýkri höndum, þegar hún var ung stúlka og efnileg heima í föðurgarði, en hún hafði bein til að bera og barðist eins og hetja fyrir börnum sínum, kom þeim öilum til manns og kostaði þau í skóla. Systkinin, sem urðu hvert öðru glæsilegra luku öll gagnfræðaprófi á Akureyri, síðan fór Sigríður í Kvennaskól- ann á Laugum, Guðmundur lauk loftskeytaprófi og Þórunn fór á kvennaskóla í Kaupmannahöfn. En hún átti líka börnin sín að, þegar hún var orðinn öryrki að hluta, rétt um fimmtugt. Þá buðu Sigríður og Haraldur tengdasonur sem skíða- og knattspyrnuiðkun og stundaði keppni í þessum greinum fyrir knattspyrnufélagið Hörð á Isafirði, en hann var vel liðtækur í báðum þessum grein- um. Seinna er til Reykjavíkur kom lék hann knattspyrnu í mörg ár með Knattspyrnufélaginu Víkingi hér í borg. Má segja að Svenni hafi verið sannur Víkingur, sem fylgdi félagi sínu í blíðu og stríðu og mörg undanfarin ár hafði hann starfað í ýmsum nefndum og stjórnum hjá Víkingi og nú síðast var hann í stjórn fulltrúaráðs Víkings. Sem ungur maður hóf Sveinbjörn störf á ritsímanum á ísafirði sem sendill og símritari og á árunum 1944 á Borðeyri og kringum 1950 hóf hann störf á Ritsímanum í Reykjavík og þar starfaði hann til dauðadags. Sveinbjörn var tvígiftur, seinni kona hans var Kristjana Jónadótt- ir og giftust þau 14. ágúst 1955, þau áttu tvo sonu Jón Ingvar f. 4.janúar 1956 og Kristján f. 4. desember 1958, hann lést 15. maí 1977. Fósturbörn Sveinbjörns eru Jóhanna Brynjólfsdóttir f. 1946 og Brynjólfur Brynjólfsson f. 1948. Nú þegar dagur er að kveldi kominn í lífi Svenna viljum við sem með honum hafa starfað á Ritsímanum í Reykjavík undan- farin ár þakka honum af alhug hennar henni að búa með sér, og hjá þeim átti hún heima æ síðan. Þau reyndust Kristínu eins vel og hugsast getur og hún þeim, og sambýli kynslóðanna þriggja á Byggðavegi 91 var til fyrirmynd- ar, þótt auðvitað reyndi stundum á þolrifin, þegar skoðanir og háttarlag ungra og gamalla fóru ekki saman. Én þetta fyrirkomu- lag kom í veg fyrir að Kristín einangraðist nokkurn tíma, hún var fullgildur fjölskyldumeðlimur og virkur þátttakandi í uppeldi dóttursona sinna fjögurra, Sigurð- ar Friðriks, Einars Karls, Harald- ar Inga og Jakobs Arnar. Fyrst var leitað skjóls og ráða hjá henni, síðan var hætt að hlusta á hana og reynt að gera úr henni kommún- ista, síðast var hún látin í friði, með sinn guð og sinn gamla flokk. Þann tíma, sem ég þekkti Krist- ínu, varð ég aldrei vör við að hún vænti neinnar hamingju fyrir sig persónulega, varla ánægju, en henni leið vel, þegar hún gat gert eitthvað fyrir aðra. Hún kom aldrei suður einungis til þess að heimsækja börn sín og barnabörn, vini og kunningja, hún kom ekki, nema hún gæti gert eitthvert gagn í leiðinni, haldið hús fyrir ein- hvern, saumað gardínur, gætt barna, endurnýjað sængur og við Einar Karl og Arna stöndum í margfaldri þakkarskuld við hana. Þessi kona gaf öðrum allt. Allt sem hún vann sér inn fyrir saumaskap fór janfharðan í að kaupa nýtt efni til að sauma úr og gefa. Hún gaf ellilífeyrinn sinn og örorkubæturnar og hélt engu eftir fyrir sjálfa sig, en stundum talaði hún um, að hún þyrfti að eiga fyrir útförinni sinni. góða og skemmtilega viðkynningu, við munum ávallt minnast hans þegar góðs drengs er getið. Við sendum eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum hans innilegustu samúðarkveðjur og vonum að góð- ur Guð, sem öllu ræður, megi senda þeim styrk í þessari raun og lina sárustu sorgina á þessum erfiðu dögum. Starfsfólk Ritsímans í Reykjavik. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víkingi í dag kveðjum við Víkingar hinstu kveðju vin okkar og félaga, Sveinbjörn Kristjánsson. Svenni, eins og hann var ævin- lega kallaður í okkar hópi, gekk í Víking á árunum kringum 1950, og lék með meistaraflokki um nokk- urra ára skeið. Að loknum keppn- isferli og allt fram til hinstu stundar, sýndi Svenni Víkingi trú og tryggð gegnum erfiðleika fé- lagsins, og nú, hin síðari ár, gat hann glaðst með öðrum Víkingum yfir að þrautsegja, þolinmæði og óbilandi trú á félagið bar að lokum þann árangur, sem að var stefnt, að gera Víking að öflugu æsku- lýðs- og íþróttafélagi. Svenni tók virkan þátt i stjórn- ar- og nefndarstörfum fyrir Vík- ing, og nú hin síðari ár hefur hann verið gjaldkeri fulltrúaráðsins og sinnt því af alúð og samviskusemi, svo sem öðrum störfum er honum var trúað fyrir. Svenni var mikill íþróttaunn- andi og lét fáa leiki í meistara- flokki fara fram hjá sér og hver Og hún er stundin runnin upp og komið að því að kveðja þessa sístarfandi konu. Það er komið að þvi að þakka fyrir verkin sem hún vann, fyrir fötin sem hún saumaði, matinn sem hún sauð og börnin sem hún gætti. Fyrir trygglyndi hennar og áreiðanleika, fyrir ást hennar og umhyggju og kveðja hana hinstu kveðju með dýpstu virðingu. Blessuð sé minning hennar. Steinunn Jóhannesdóttir Þann 31. júli kvaddi hún amma okkar, Ragnheiður Kristín Krist- jánsdóttir, þennan heim eftir langa legu á fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. í augum okkar systkinanna var amma góðhjörtuð kona, sem sífellt leitaðist við að gera öðrum lífið léttbærara. Hún amma bjó á Akureyri allt frá því við fyrst munum eftir okkur hjá Lillu frænku og Haraldi Sigurðs- syni eiginmanni hennar, en þau tvö voru henni stoð og stytta síðustu æviárin. Hluta úr ári kom hún suður til Reykjavíkur og dvaldi þá oft á tíðum á heimili foreldra okkar. Nú eru liðin þrjú ár frá því hún kom síðst suður. Þessar heimsóknir hennar eru okkur ferskar í minni. Við sjáum fyrir okkur hana ömmu sem las sögur sem fólu í sér ákveðna lífsspeki og alltaf gætti hún þess að við meðtækjum hana, en aðalinntak þessarar lífsspeki var mannkærleikur og trúin á guð. Amma var hagleikskona mikil og sérstaka hæfileika hafði hún til saumaskapar. Eftir að við systkin- in stofnuðum heimili, hélt hún amma áfram nánu sambandi við okkur, full af andlegu lífsþreki. Þó hendur hennar væru orðnar lúnar, var sem hún tvíefldist og ófáir voru þeir bögglar sem við fengum frá henni, en þeir innihéldu föt á barnabarnabörnin. Ætíð er eitt- hvert okkar systkinanna átti leið norður, lá Ieið okkar til hennar ömmu. Hún hefur ætíð verið okkur kærleiksrík og ávallt hefur hún amma átt sérstakt virðingarsæti í huga okkar og munum við ætíð leitast við að heiðra minningu hennar. Það er trú okkar systkin- anna að hún amma sé nú komin til guðs, sem hún trúði svo á, því fórnfúsari og betri manneskju höfum við systkinin aldrei þekkt á ævinni. Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Ragnar Atli Guðmundsson, Matthias Ilannes Guðmundsson. Margrét Rún Guðmundsdóttir. sem úrslitin urðu, þá sá hann alltaf eitthvað jákvætt við leikinn og taldi okkur ætíð vera að nálgast markið. Undirrituðum er sérlega minn- isstætt, er ég ásamt konu minni var staddur upp við Víkingsskála í Sleggjubeinsskarði, sá ég þá til skíðamanns er fór mikinn og vakti athygli mína hversu örugglega var skíðað. Vakti ég athygli konu minnar á skiðamanni þessum, og mikil var undrun mín er maðurinn renndi upp að okkur hjónum, er ég sá, að þar var enginn annar en Svenni á ferðinni, en þá átti hann aðeins nokkra mánuði í sextugt, en skíðaði sem unglingur væri. Við Víkingar sendum fjölskyldu Svenna okkar innilegustu samúð- arkveðjur og þökkum látnum fé- laga góð og heilladrjúg störf í þágu félagsins. Anton örn Kærnested Minning: Sveinbjörn Kristjáns- son yfirumsjónarmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.