Morgunblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGUST 1981 13 Ljósmynd: Snorri Snorrason. Brú yfir Svarfaðardalsá í smíðum BRÚARGERÐ við Svarfaðardalsá hefur staðið yfrir frá því í vor og gengur framkvæmdin samkvæmt áætlun, að því er Jón Rögnvaldsson, yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, sagði í samtali við Mbl. Á þessu ári hefur verið veitt 2,2 milljónum til framkvæmdanna og á áætlun næsta árs er gert ráð fyrir 6,7 milljónum til framkvæmdanna og búist er við að brúin verði fullgerð á síðari hluta næsta árs. Smíði strandferðaskipa fyrir Rikisskip: Enn óákveðið hvaða tilboði verði tekið Brezka stjórnin greiðir brezka tilboðið niður um 16,75% ENN IIEFUR ekki, af hálfu Itíkis- skips, verið tekin ákvörðun um hvaða tilboði i smiði nýrra strand- ferðaskipa verði tekið. Lægstu tilboðin bárust frá Suður-Kóreu og Bretlandi og er nú verið að kanna hvort þeirra muni hagstæð- ara og búizt er við því. að endanleg ákvörðun verði tekin í Iok scptember. Að sögn Guðmundar Einarsson- ar, forstjóra Ríkisskips, er mjög lítill munur á þessum tilboðum og þá er einnig verið að athuga hvað nokkrar breytingar, sem ákveðið hefur verið að gera á skipunum eftir að útboðsgögn voru send út, muni breyta þessum tilboðum. Þessi tvö fyrirtæki vinna nú að athugun þess og er búizt við svari frá þeim í lok þessa mánaðar. Guðmundur sagði ennfremur, að mjög erfitt væri að reikna út mismun þessara tilboða vegna gengisbreytinga og fleiri ástæðna. Tilboð Kóreumanna hefði hljóðað upp á 26,4 milljónir króna fyrir hvert skip og væri þá ekki talinn með ýmis vélaútbúnaður, sem Rík- isskip ætluöu sjálfir að sjá um að kaupa beint. Brezka tilboðið var örlitlu hærra, en með því fylgdi að væri um að ræða samkeppni við skipasmíða- stöð utan Efnahagsbandalagsins, myndi brezka stjórnin greiða til- boðið niður um allt að 16,75%, og munaði vissulega um minna en það. Þá gæti orðið möguleiki á því að brezka skipasmíðastöðin tæki yfir þá kaupsamninga, sem Ríkisskip hefði gert um kaup á vélaútbúnaði, og þá næðist einnig niðurgreiðsla á þeim. Þá gætu gengisbreytingar að undanförnu haft veruleg áhrif á endanlegt kaupverð skipanna, brezka tilboðið væri í pundum, en það kóreanska í dollurum og miðað við yfirstandandi gengisþróun væri auðvitað hagstæðara að hafa til- boðið í pundum, héldi þessi þróun áfram. Þá byðu Bretar hagstæð lánakjör, gagnstætt því sem Kóreubúar gerðu. Þá sagði Guðmundur, að aðeins hefði fengizt staðfesting stjórn- valda á smíði eins skips, en samið hefði verið um smíði þriggja, og gæti það ennfremur breytt gangi mála ef lengi þyrfti að bíða eftir svari stjórnvalda, já- eða nei- kvæðu. Þörfin fyrir fullkomnari og stærri skip væri augljós og því fyrr sem skipin fengjust því betra væri það fyrir rekstur fyrirtækisins. Guðmundur sagði einnig, að enn hefði ekki verið tekið neinu af þeim kauptilboðum, sem borizt hefðu í Hekiu, þau hefðu flest verið lægri en fyrirtækið sætti sig við og því væri enn beðið átekta. Viðbygging við Sparisjóð Mýrasýslu i Borgarnesi, hægra megin á myndinni. Eins og sjá má er „malarþak" á byggingunni. Ofan á steypta þakplötu er lagður dúkur og þar ofaná möl. Óvenjulegur byggingarmáti þetta, a.m.k. ekki mikið notaður i Borgarnesi. Vonandi er að mölfur og ryð) fái ekki grandað þeim veraldlegu auðæfum Borgfirðinga, sem þarna eru geymd. Viðbygging við Sparisjóð Mýrasýslu BorKarnesi. 5. ágúst. VIÐBYGGING við Sparisjóð Mýrasýslu gengur sæmilega, að sögn Friðjóns Sveinbjörnssonar sparisjóðsstjóra, og vonast er til að hægt verði að taka bygginguna í notkun fyrir lok þessa árs. Með viðbyggingunni tvöfaldast sparisjóðurinn og gott betur. Frið- jón sagði að nú væru þrengsli mikil hjá starfsfólkinu og oft hjá viðskiptavinum einnig og háði þaö starfseminni mikið. Vonast væri til að með auknu rými sé hægt að auka þjónustuna við viðskiptavini sparisjóðsins. ijjjí Sýnir í Safnahús- inu á Self ossi Næstkomandi laugardag. 8. ágúst, opnar Magnús Jó- hannesson málverkasýningu i Safnahúsinu á Selfossi. Stend- ur hún til 16. ágúst og er opin daglega frá 16.00 til 22.00, um hclgar frá 14.00 til 22.00. Aðpangur er ókeypis. Á sýningunni eru 45 verk, myndir málaðar í olíu, akril og með vatnslitum, landslags- myndir og myndir frá sjávar- síðunni. Þetta er sjöunda einkasýn- ing Magnúsar, sem hefur einn- ig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. AK.I.YSINOASISINN Kll: 22480 kjS Jtlarounblnbtb næríngarríkan, ljúffenganog svalandí. Enn eín G-varan ómíssandí í ferðalagíð. nmr Mjólkursamsalan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.