Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Einmanaleiki I nútima þjóðfélaKÍ verða marKÍr einmana, loka sík inni ok líða miklar sálarkvalir. Mar^ar ástæður Keta leKÍð til einmanaleika ok nánast fólk á öllum aldri Ketur verið ein- mana. Í þessu Kreinarkorni verður drepið á nokkur atriði varðandi einmanaleika. Hverjir verða einmana? Einmana fólk finnum við í fjölskyldu okkar í vinahópnum, á vinnustað. Við getum eins og heyrt neyðaróp einmana fólks við að lesa sum lesendabréf dagblaðanna eða vikublaðanna. Einmana getur jafnvel sá verið sem situr með þér í nefnd og lítur út fyrir að vera ánægður með lífið. Sá sem er einmana hefur oft margar grímur til þess að fela sig á bak við. Hann talar ekki um þá byrði sem einmanaleikinn er og þau merki sem hann þó kann að gefa frá sér til merkis um einmanaleika sinn eru svo lágvær og hógvær að hinn upp- tekni og sjálfumglaði meðbróðir tekur ekki eftir þeim. Oft heyrum við fjallað um einmanaleika hjá gömlu og las- burða fólki, svo víst er að þar er einmanaleikinn stórt vandamál. En staðreyndin er samt sú að margt ungt fólk og fólk á besta aldri þjáist af einmanaleika. Jafnvel fólk sem virðist hafa nóg að gera og vinnur sitt starf af áhuga og festu getur verið ein- mana. Biblíu- lestur vikuna 9.—15. ágúst Sunnudagur 9. ágúst Matt. 7: 15-23 Mánudagur 10. ágúst Matt. 5: 13—16 Þriðjudagur 11. ágúst Gal. 6: 7—10 Miövikudagur 12. ágúst Jak. 2: 14—17 Fimmtudagur 13. agúst I. Kor. 12: 12—26 Föstudagur 14. ágúst Fíl. 1:6—11 Laugardagur 15. ágúst Matt. 21: 18—22 Hvað veldur einmanaleika? Feimni eða óframfærni getur orðið farvegur fyrir einmana- leika hjá sumu fólki. Það getur orðið vandamál fyrir óframfærið fólk að komast í samband við annað fólk. Sérstaklega er þetta erfitt þegar viðkomandi kemur inn í nýtt og framandi umhverfi. En óframfærni og óöryggið blandast þeirri tilfinningu að finna sig einskis virði, veldur það oft nagandi einmanaleika. Það verður svo erfitt að taka á móti tilraunum annarra til að komast í samband við okkur. Ef afstaða okkar er: „Ég get ekki neitt, ég er einskis virði", þá er leiðin inn í einmanaleika oft stutt. Það að vera öðruvísi en aðrir veldur oft einmanaleika. Maður getur verið fatlaður, einstætt foreldri, fráskilinn o.s.fr. Þetta ástand einstaklingsins verður oft til þess að hann telur sig annars flokks eða misheppnað- an. Stundum er einmanaleikinn sjálfskaparvíti, þ.e. viðkomandi vill vera einmana. — Við fráfall ástvinar, fa.ll á prófi eða við annað tap eða missi verður fólk oft þunglynt og dapurt. Þá er gott að tala við fólk og finna ástúð og umhyggju. En stundum gerist það eftir nokkurn tíma, að viðkomandi getur ekki tekið við meiri samúð og getur ekki þolað endalaust tal um vandamálið, en vill vera í friði. Þessi afstaða leiðir stundum til einangrunar. Þessi einangrun getur í fyrstu verið eins konar skjól, en getur svo orðið að fangelsi, því dyrnar út í samfélagið hafa þá verið lokaðar of lengi. Einmanaleiki sem maður þannig velur sjálfur getur jafnvel orðið nautn. Ein- hver hefur orðað það þannig: „Að ylja sér á glóðum biturleik- ans.“ Maður situr þá á eyju einmanaleikans og leyfir lífinu að streyma framhjá, jafnframt því sem það verður gott að vera sá sem öllum er illa við. Hvernig bregst ég við einmanaleika? Sá, sem finnur til einmana- leika, getur gert margt til þess að vinna sig út úr honum. En til þess þarf sterkan vilja. Fyrir það fyrsta er margt hægt að gera einn og hafa ánægju af. Það er hægt að fara einn í ferðalag, á tónleika, í kirkju, á málverka- sýningar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta getur leitt hugann frá einmanaleikanum. Næsta skref- ið getur orðið með þeim hætti að þú ferð að hrífast af því sem þú þannig tekur þátt í og þú reynir eitthvað ásamt öðrum. Þessi reynsla hjálpar mörgum og gef- ur þeim þor til að hafa samband við aðra. Ýmsir hafa líka reynt hvað gott er að fá tækifæri að komast í samband við fólk, t.d. með því að vitja sjúkra og gamalla. Margir liggja og bíða eftir að einhver komi til þess að hlusta á þá eitt andartak, þó ekki sé annað. Þetta verður aftur til þess að þú finnur að þú ert einhvers virði og getur orðið öðrum til gagns. Það að komast yfir múrinn til annars fólk getur kostað mikið átak fyrir þann sem er einmana. Þess vegna er gott fyrir alla þá að íhuga hvað þeir geta gert til að lina þjáningar þeirra sem eru einmana. Verum með opin augun fyrir þeim sem þarfnast hjálpar á þessu sviði. Handtök okkar og vinahót eru mikils virði þegar það er gert í kærleika. Einmanaleikinn er mörgum mikil og sár byrði. En þessa byrði er hægt að koma með fram fyrir Guð í bæn, gleymum því ekki. Við megum biðja um kraft og þor til að hafa samband við annað fólk og við megum biðja Guð um að kenna okkur að bera einmanaleikann án biturleika. Ef biturleikinn nær tökum á þeim sem eru einmana er mikil hætta á ferðum. Biturleikinn drepur lífsþróttinn og viljann til að ná árangri með sjálfan sig. Einmana fólk á að vera kristn- um mönnum hvatning til að sýna umhyggju og náungakær- leika. Dæmisagan um Miskunn- sama Samverjann er enn í gildi og á stöðuglega að minna okkur á hið góða verkið. (Fyrirmynd: Credo nr. 10, 1981.) Falsspámenn! Matt. 7,15-23. Þetta er alvarleg aðvörun Krists í fjallræðunni. En við hvern á Jesús? Hvaða flokk, stefnu, einstaklinga? Jesú er alvara. Til er fölsk trú og boðun og falskir boðendur. Sakleysislegt, kristilegt á ytra borði, að- laðandi jafnvel og elsku- legt, en í eðli sínu lífsfjand- samlegt. Jesús aðvarar okkur, að eilíf heill sé undir því komin, að greina rétt mílli hins sanna og falska í þessum efnum. Hvers vegna? Af því, að Jesús segir, að það orð, sem hann flytur sé hvorki meira né minna en sá eini lífs- grundvöllur, sem staðist getur þessa heims og ann- ars. Allt annað sé ófæra, glötun dauði. Það er aðeins einn, sem er sannur. Það er Kristur, sá sem flutti fjallræðuna og setti kröfu Guðs á oddinn. Og dó á krossi fremur en að slá af þeirri kröfu. Við þann kvarða verður lífið þitt og mitt metið. Heilindi mín, kærleikur, trú. Það hafa fleiri flutt fagr- ar ræður og goldið með lífi sínu fyrir fagran málstað, háleitar hugsjónir. En Jes- ús einn er VEGURINN SANNLEIKURINN og LIFIÐ. Kristin trú er um- fram allt Kristur og trúin á hann ávallt hluti lífs hans. „Verið í mér!“ segir Krist- ur. Og ef við erum ekki „í honum" — í samfélagi og líftengslum trúarinnar, bænarinnar, eftirfylgdar- innar við hann, þá erum við ekki kristin þrátt fyrir öll fróm orð og yfirlýsingar. Ef við erum í honum, þá er hann í okkur, heilagur andi hans. Og hann lætur sig ekki án vitnisburðar. Ávextir hans koma í ljós. Hvaða ávextir? Jú, „kær- leiki, gleði, friður, lang- lyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð, bindindi," (Gal. 5,22) — og þeirra er kærleikur mestur. Utsala — Utsala Kjólamarkaðurinn, Laugavegi 21. Útsalan er hafin. 209 kjólar seljast á 120—140. Eldri kjólar, jakkar og pils á kr. 50. Dragtir á kr. 300. Fjölbreytt úrval af peysum, blússum, úlpum o.fl. selst undir hálfvirði. Kjólamarkaðurinn, Laugavegí 21. Frá Barðstrendingafélaginu í Reykjavík Árleg sumarferö félagsins verður farin laugardaginn 15. ágúst nk. Lagt verður upp frá B.S.Í. (austanverðu) kl. 08 að morgni, ekið um Kaldadal í Húsafell, farið í Surtshelli, komiö aö Hraunfossum og sögustaöir í Reykholtsdal skoöaðir. Fariö um Borgarnes á heimleið. Verð fyrir manninn kr. 95.-. Þeir sem ætla aö taka þátt í ferðinni, láti skrá sig, sem fyrst, í síma 40417 María og síma 31238 Ólafur. Ferðanefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.