Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur
9. ágúst 1981
Bls. 33—64
Fatnaður úr íslensku ullinni hefur átt vaxandi vinsældum að fagna i
Evrópu og N-Ameríku. Söluaukning hefur verið stöðug undanfarin
ár og gert er ráð fyrir að í ár verði aukning á sölu ullarfatnaðar 20—30%
íslenskur
ullarfatnadur er
tískuvara
erlendis
Islenskur ullarfatnaður hefur vakið mikla athygli á erlendum
mörkuðum á undanförnum árum og fara vinsældir hans vaxandi.
Það sem einkum hefur verið talið íslenskum ullarfatnaði til gildis er auðvitað
hráefnið sjálft, íslenska ullin. Hún sker sig úr annarri ull að því leyti, að hún
sameinar eiginleika margra annarra ullartegunda. Vinnsla ullarinnar er líka
sérstæð, einkum á vélprjónuðum fatnaði, en við gerð slíks fatnaðar er notuð hin
svokallaða ýfingaraðferð, sem gefur fatnaðinum fallega og mjúka áferð.
Fleira undirstrikar sérstæði íslenska ullarfatnaðarins eins og hönnun og
litaval. Við hönnun er tekið mið af þjóðlegri hefð í munsturgerð og flíkurnar
hafa nær eingöngu verið framleiddar í náttúrulegum litum, það er að segja
íslensku sauðalitunum.
Þegar verið er að ræða um hinar auknu vinsældir, sem íslenskur
ullarfatnaður nýtur á erlendum mörkuðum, má einnig nefna hagnýtt gildi
vörunnar. íslenskur ullarfatnaður er léttur og hlýr en oftast er hlýr klæðnaður
settur í samband við þungan og fyrirferðarmikinn fatnað. Hann tekur vel á
móti raka, án þess að hann verði blautur viðkomu. Þetta kemur sér vel, til
dæmis ef menn svitna, þá tekur ullin á móti rakanum oglíkaminn helst þurr.
Auk þess þá slitnar ullin seint og hægt er að halda ullarflíkum sem nýjum
með burstun.
Þessir þættir og fleiri til gera það aðverkum, að íslenskar ullarflíkur
sig úr svipaðri vöru erlendis og gera markaðsöflun og sölu auðveldari.
íslenska lopapeysan er
bæði sérstæö og falleg.
Opnaði hún markað
fyrir íslenskar
ullarvörur
Lopapeysan er frá
Hildu hf.
Ljósm. Maria Guðmundsdóttir
Hér er blandað saman vélprjónuöum og ofnum fatnaði á skemmtilegan
hátt. Fatnaðurinn er frá Álafoss.
Mestallur íslenski ullarfatnaðurinn er í náttúrulegum litum,
það er að segja sauðalitunum. Fatnaðurinn er frá Alafoss.
Ljósm. Maria Guðmundsdóttir.