Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
FYlgstu með þessu ! ^arna slær
HÚN EIGINMANN sinn með SKAFTPOTTI.”
ásí er...
... að finna fyrir vor-
komu á vetrarmorgni.
TM R«g. U.S. Pat Off.—all rights reserved
c 1981 Los Anoetes Tlmes Syndlcate
Ég er báinn að beita báðum
ormunum og hvað er þá til
bragðs að taka?
HÖGNI HREKKVÍSI
” EEK//"
Dagstund með, kríunni á
Garðaholti á Álf tanesi
Sigurður Þorkelsson skrifar
eftirfarandi hugleiðingu og lætur
fylgja skemmtilega teikningu.
sem hann hefur gert:
Enn er þó nokkrar kríur eftir í
varplöndum með unga sína, mis vel
fleyga, en flestar hafa þó yfirgefið
varpstöðvarnar með afkvæmi sín.
Þegar íbúnum fækkar, fara dýr
og fuglar, sem á ránum lifa, að
sækja í byggðina af meira kappi.
Bröndóttur köttur rýfur heimilis-
friðinn og læðist um eins og
hlébarði, berjandi rófunni og
hverfur mér svo bak við stein, en
kríurnar steypa sér niður að hon-
um. Ég gerist forvitinn og fer að
gæta að, hvað dvelji kisu. Stekkur
hún þá undan steininum, þegar ég
nálgast og stekkur í hendingskasti
yfir holtið. Hafði lagst í leyni til
þess að reyna á þolinmæði þeirra
eldri og varkárni þeirra yngri.
Hættan læðist ekki bara um á
jörðu niðri, hún kemur líka svíf-
andi hljóðalaust á vængjum breið-
um. — Það er strekkingur, og
kríurnar, sem sitja á jörðu niðri,
snúa nefinu upp í vindinn, og þær
sem á flugi eru, flögra líka upp í
vindinn. Skugga ber á neðst í
holtinu. Eins og óvinaflugvél, sem
flýgur rétt við jörðu til þess að vera
undir radargeislunum, þræðir
svartbakurinn á sterkum vængjum
móti vindi mishæðirnar í landslag-
inu og á örskotsstund er allt
afstaðið. Það verður einum færra í
hópnum, sem heldur suður á bóg-
inn.
En það vinnast líka orrustur og
varnarsigrar yfir kríubyggðinni.
Rennileg krían fylgir fast á eftir
óvininum og gerir sig líklega til
þess að reka nefið í hann. Svart-
bakurinn tekur sveiflu í loftinu til
þess að forðast árásina, en í hita
eltingaleiksins uggði hann ekki að
sér. Fjögurra strengja raflína var í
flugstefnunni, vængur snart streng
og þessi stóri fugl snérist í loftinu
og hlunkaðist til jarðar. Skömmu
seinna flögraði hann niður að
Garðakirkju.
Hávaðinn í kríunni fékk mig til
þess að líta upp. Ég sá smyril
hækka ört flugið, en í kringum
hann höfðu hnappast sjö kríur.
Hátt í lofti tók svo smyrillinn
stefnu á Hafnarfjörð og kríurnar
fylgdu fast á eftir svo lengi sem ég
mátti sjá. — Smyrill er óvinur, sem
er til alls vís og öruggast að stugga
sem lengst í burt.
Af frásagnarbrotum þessum má
sjá, að ekki er síður þörf á því í
kríubyggð að vera á varðbergi og
halda vöku sinni en í mannheim-
um. En það er líka stund milli
stríða, þegar sjórinn er gjöfull —
færð björg í bú og sólað sig á steini
og ungviðinu kennd flugtökin. Ekki
er síður forvitnilegt að sjá, hvernig
hreiðurstæðin eru misvalin. Sum
hjónin velja sér bústað á mjúkri
mosaþembu, önnur á gróðurlausum
melnum. Fast við veginn við
Garðaholtið teygir sig klapparhorn
upp úr umhverfinu, og þar höfðu
kríuhjón kosið að slá sér niður, og
þarna áveðurs á klöppinni fast við
umferð bíla og manna komu þau
upp tveimur ungum. Þetta minnir
óneitanlega á, að víða sýnist manni
skilyrði ekki fýsileg til búsetu, en
eitthvað er það, sem dregur og
heldur í og veitir þá lífsfyllingu,
sem þarf og vandlýst er í orðum.
Krían kemur í þarann nokkrum
dögum áður en hún fer upp á land,
sagði mér bóndi á nesinu, sem
einnig er í grásleppu. Já, krían er
eitthvað árvisst og sjálfsagt, finnst
okkur, en víða erum við að þrengja
að varpstöðvum hennar. Of seint
sjáum við, að sleppa hefði mátt úr
einni raðhúsalengju og skilja eftir
hektara lands svo að krían, þessi
perla loftsins, haldi áfram að vera
eitthvað sjálfsagt og árvisst í lífi
okkar. — Krían er jákvæður fugl,
jákvæð eins og sólin.
Sigurður Þorkelsson
- .. j
K8*0 .1 j
■
f:
Að aka slaufur og
Þjónustu í
símamálum
Austfirðinga
stórkostlega
ábótavant
Þjónustu í símamálum Austfirð-
inga er stórkostlega ábótavant. Það
er til skammar og svívirðingar,
hvernig Póstur og Sími á Austur-
landi þjónar viðskiptavinum sínum.
Til dæmis hvernig þessi þjónusta fer
nú síminnkandi á Reyðarfirði og
Eskifirði, en símstöðvarnar þar eru
lokaðar frá kl. 17 alla virka daga og
alls ekkert opnar á laugardögum og
sunnudögum. 1 dag er ekki hægt að
semda símskeyti sem greiða á á
númeri nema hringja í 06 í Reykja-
vík, þetta er stór afturför frá
handvirku afgreiðslunni, að minnsta
kosti á Reyðarfirði þar sem hún var
til sérstakrar fyrirmyndar alla daga
áður fyrr.
Hér áður voru þrjár og fjórar
stúlkur við simaafgreiðslu, en nú er
aðeins ein og þremur af fjórum
vönum símakonum hefur verið sagt
upp, þetta gæti ráðherra lagað, ef
hann vaknaði til að fylgjast með
þeim málum er undir hann heyra.
Benda má á það að farmenn og
síldarsjómenn, svo og aðrir sjófar-
endur sem koma á þessa staði, þurfa
að leita til einkaaðila til að fá
brýnustu þjónustu í þessum efnum
Þessu verður að kippa í lag strax,
þetta er algerlega óþolandi ástand.
Forráðamenn þjóðarinnar ættu ekki
að minnast á landflótta frá landinu
á meðan þeir standa að því að auka
verðbólguna og stórminnka alla
þjónustu frá því sem áður var. Ég
efast ekki um að sveitarstjórnir á
þessu svæði sem ég nefndi eru
sammála mér í þessum efnum.
Ég vil bæta því við að ég skora á
ráðherra þann sem þessi mál heyra
undir, að sjá um að endurráöin verði
símastúlka, sem búin er að starfa í
tæp 17 ár á símstöðinni á Reyðar-
firði og er nú atvinnulaus. Hér er um
að ræða Önnu Pálsdóttur. Full
ástæða er til að endurráða hana
enda segja allir sem til þekkja að
algjört lágmark sé að hafðar séu
tvær símastúlkur. Hún er bæði lipur
og góður starfskraftur.
Jóhann Þórólfsson.
Bilstjón, sem skrifaði um um-
ferðarþætti i dálka Velvakanda,
hafði fleira að segja um það mál.
Hann segir:
Ekki er öllum ljóst hvernig á að
aka um slaufur og rampa við
brýrnar á Vesturlandsvegi. Ég
veit dæmi þess að nýorðinn bíleig-
andi fór alla leið inn á Höfða-
bakka til að komast í Bifreiða-
eftirlitið.
Til allrar hamingju er nú lokið
við gerð hinna miklu umferðar-
mannvirkja í Kópavogi, í bili
a.m.k. Meðan á gerð þeirra stóð
voru umferðarleiðir bæði síbreyti-
legar og mjög ruglingslegar.
Vandfundinn mun vera sá bíl-
stjóri, sem ekki einhvern tíma
villtist í Kópavogi á þeim árum, ef
heimamenn eru undanskildir. Enn
í dag væri vel þeginn umferðar-
þáttur er sýndi uppdrátt af þess-
um mannvirkjum og útskýrði um-
ferð um þau.
Það er greinilegt að nóg efni
væri í nokkra slíka fræðsluþætti.
Rétt væri að hafa þá stutta og
taka fyrir ákveðið takmarkað efni
eða svæði á hverjum. Ekki þyrfti
að einskorða þættina við Reykja-
vík og nágrenni. Úti á landi eru
einnig einstefnugötur og lokaðar
götur.
Við megum ekki gleyma því að á
hverju ári taka hundruðir ung-
menna ökupróf. Einnig má minna
á að fólk utan af landi á oft erfitt
með að rata um Reykjavík. Ég hef
jafnvel heyrt getið um utanborg-
arfólk, sem þorir ekki að aka í
borginni. Þættir þessir, ef á kæm-