Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
Innst í Hvalfirði er Botnsvogur
og inn af honum gengur Botnsdal-
ur. Dalurinn er stuttur en gróður-
sæll og skjólgóður. Þar eru tveir
bæir, Stóri- og Litlibotn en við
veginn, sem liggur fast með vogin-
um ér Botnsskálinn, áningarstað-
ur margra ferðamanna, sem aka
þessa leið. Fyrir botni dalsins
gnæfir Hvalfellið (852 m) en eftir
honum liðast Botnsáin, tær og
•sakleysisleg og fellur í voginn
skammt fyrir neðan skálann. Hún
kemur úr Hvalvatni sem er austan
við Hvalfell.
Endur fyrir löngu, er ísaldar-
jókullinn þakti landið og skrið-
jöklar hans surfu berggrunninn,
myndaðist Hvalfjörðurinn og dal-
ir þeir, sem að honum liggja. Á
þeim tímum var eldvirkni lands-
ins ekki minni en nú og mynduð-
ust þá mörg þeirra fja.Ha. sem við
þekkjum svo vel. Eldsumbrot urðu
Glymur í Botnsdal
Spölkorn út
í buskann
einnig þar sem Hvalfellið er og þá
hlóðst fjallið upp. En dalbotninn
var austar og er jökullinn hvarf
var mikil og djúp kvos handan
fjallsins. Hún fylltist síðan af
vatni (Hvalvatn) sem fékk ekki
framrás fyrr en vatnsborðið hafði
náð hæð dalbrúnarinnar. Fann
vatnið sér farveg vestur með
norðurhlíðum Hvalfellsins og
steyptist ofan í dalinn við suð-
vesturhorn þess. Þar hefur
Botnsáin grafið djúpt gljúfur í
gljúp jarðlögin í hlíð dalsins. Eru
gljúfur þessi ein hin mestu og
hrikalegustu á landinu nú. Þau
eru stutt og hæst, þar sem áin
steypist ofan í þau í einum fossi,
sem nefnist Glymur. Hann er
hæsti foss landsins tæpir 200 m á
hæð. I þetta sinn er ferðinni heitið
að fossinum og næsta nágrenni
hans.
Við ökum heim undir túnfótinn
á Stórabotni. Þar skiljum við
bílinn eftir og höldum skáhallt
upp brekkurnar fyrir ofan bæinn
með stefnu á vesturhorn Hval-
fellsins. Þessar brekkur eru kall-
aðar Glymsbrekkur og fyrrum lá
alfaraleið úr Botnsdal og yfir í
Skorradal um þessar slóðir, en
lagðist niður með breyttum sam-
göngutækjum. Leiðin upp brekk-
urnar sækist vel, enda er leiðin
ekki löng. Og skyndilega stöndum
við á gljúfurbarminum og horfum
niður í þetta dimma, hyldjúpa og
hrikalega gljúfur. I botni þess,
rúmlega 200 m neðar, sést glitta í
ána eins og mjótt band, en ofar í
berginu liggja berglögin í gráum,
rauðum eða brúnum lit og veita
örlitla innsýn í texta jarðsögunn-
ar. --
Ekki er unnt að sjá nema hluta
af fossinum af vesturbrún gljúf-
ursins en af austurbarminum sést
hann allur á tveimur stöðum. En
leiðin þangað er lengri og erfiðari
og ekki á færi annarra en þeirra,
sem eru lausir við lofthræðslu.
Sú kennd, sem grípur mann,
þegar staðið er á gljúfurbarmin-
um og horft á eftir vatni árinnar
steypast fram af fossbrúninni og
hverfa í djúpið, er ólýsanleg. Er
því ekki ólíklegt að:
„Á hinn himinháa Glym.
hvor sem skimar lontfi.
fær í limu sundl ok svim
som á rimum K<*nKÍ.“
Og staðfesti þannig orð Sig-
valda skálds, en þessa vísu gerði
hann um miðja síðustu öld þegar
hann stóð á brún fossins og horfði
ofan í hyldýpið.
Að sjálfsögðu er aðaltakmark
ferðarinnar að skoða fossinn og
umhverfi hans, en ef tími er
nægur er kjörið að ganga lengra
upp með ánni og inn að vatni. Þótt
Hvalvatn sé ekki stórt ummáls
geymir það mikinn vatnsforða, því
mesta dýpi þess er um 100 m.
Norðaustan í miðju Hvalfells
gengur klettahöfði út í vatnið. í
honum er lítill og lélegur hellis-
skúti. Þar eru sýnilegar minjar
um dvöl manna, því hlaðinn hefur
verið gljótbálkur í hellinum og
eitthvað hefur fundist þar af
beinaleifum. Vitað er, að á síðari
hluta 18. aldar dvaldi Arnes Páls-
son útileguþjófur í helli þessum
einn vetur og lifði það af. En
ömurleg hlýtur sú vist að hafa
verið. Hellirinn hefur síðan borið
nafn Arnesar og minnir um leið á
sögu hans.
Þannig getur stutt gönguferð á
góðviðrisdegi gefið okkur örlitla
innsýn í sögu lands og þjóðar
jafnframt því, að veita tækifæri
til að líta augum eitt stórkostleg-
asta náttúrusmíð sem finnst hér á
landi.
SUMAR-
ÚTSALAN
hefst
Fatnaður fyrir alla
Blazerjakkar
Dömublússur
Gallabuxur
Bermudabuxur
Háskólabolir
Ungbarnafrottégallar
Æfingagallar
Vinnuskyrtur
Fyrir heimilið:
Pottar 6,8 lítrar
Glerstaup
Baðsápur
Snyrtibuddur
Gerið góð kaup.
a morgun
fjölskylduna.
Verð áður: Verð nú:
0 199,00
99,95
89,95
mm 149,00
IZ&T 59,95
39,95
i9&&r 149,00
48;95 29,95
Verð áður: Verð nú
249,00
18,95
-d£5r 3,95
24^5- 17,95
Verslið ódýrt.
HAGKAUP
Póstsími 30980.
Reykjavík
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Neurosenhaven eft-
ir Randi Eriksen
Ég held að ég fari rétt með að
Neurosenhaven eftir Randi Er-
iksen sé fyrsta bók höfundar.
Hún ber enda sem slík ýmis
byrjandaeinkenni og það er ekki
laust við að höfundur færist
mikið í fang: það á að lýsa öllu í
senn, stöðu konunnar í nútíma-
þjóðfélagi, — sem er vitanlega
heldur klén — með öllu því sem
tengist konunni, hvort sem eru
samskipti við börn, sem hljóta
að vera ónáttúruleg. Og maður-
inn er kaldlyndur. Svo að ekki sé
meira sagt. Einnig er búinn til
söguþráður, sem má segja að sé í
ætt við þriller og í þriðja lagi er
svo annar hver kafli undirmeð-
Kandi Erikscn
vitundin, upprifjunin, eða fram-
tíðin eða bara draumaheimurinn
sem aldrei verður virkileiki að
starfi.
Óhjákvæmilegt er að þetta sé
allt svo þyngslalegt að þótt
höfundur skrifi vel og þokkalega
þá er allt svo ofhlaðið og í raun
og veru engu gerð nein viðhlít-
andi skil, að ég varð fyrir stórum
vonbrigðum með þessa bók.
Samt er ég viss um að Randi
Eriksen á eftir að skrifa margar
bækur og sumar verða væntan-
lega betri en þessi. Bækur af því
tagi eiga mjög upp á pallborðið
hjá frændunum í Danmörku um
þessar mundir og Randi Eriksen
hefur fengið lofsamlega umsögn
að mörgu leyti — þó kannski
fremur fyrir að fá hugmyndir en
geta komið þeim til skila svo að
akkur sé að.
Gagnrýnendum ber saman um
að þetta sé ekki nein venjuleg
bók, einn segir nú hvorki meira
né minna en að hún sé á
mörkunum milli að vera viku-
blaðsreyfari og nútíma miniút-
gáfa af hinum guðdómlega gleði-
leik Dantes!
Randi Erikson er liðlega fer-
tug að aldri, tveggja barna
móðir og hefur fram til þessa
m.a. gert víðreist um Danmörku
að kynna hugðarefni sín, sem
eru sem sé: Konan í nútímasam-
félagi.