Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
53
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Þetta er óvenjulega hressandi
og skemmtileg bók, það er hreint
ótrúlegt hvað dönskum höfundi
að nafni Knud H. Thomsen tekst
að laða fram í henni grískt
andrúmsloft, en eins og titillinn
gefur til kynna, gerist sagan í
Grikklandi. í fljótu bragði verð-
ur ekki séð, að það vaki annað og
meira fyrir höfundi en segja
snjalla sögu og draga upp mynd-
ir af kostulegum karakterum —
í bland gætir kannsi þegar vel er
að gáð áhrifa frá William Heine-
sen — en sá tilgangur dugir mér
að minnsta kosti ágætlega.
Sagan gerist á stríðsárunum
og segir frá Jangosi vélfræðingi
sem er sendur frá Aþenu til
örlítils sveitaþorps í fjöllum
Makedóníu. Á þorpskránni
kynnist hann mörgum litríkum
karakterum, og kynni við þetta
fólk verður til að breyta mjög
lífsviðhorfum þessa litlausa pip-
arsveins. Ekki sízt þegar að því
er gáð að upp undir tíu ekkjur á
góðum aldri eru í þorpinu og
þykjast nú hafa himin höndum
tekið þegar karlmaður, laus og
liðugur, birtist. Jangos er eins og
áður segir ofur hversdagslegur
maður og heldur uppburðarlítill.
En einhvern veginn æxlast þetta
nú svo til, að hann vinnur hverja
hetjudáðina — að dómi þorps-
búa — á fætur annarri og er
hampað og dillað. Og þar sem
hann er nú einn mestur kappi í
þorpinu verður hann gegn vilja
sínum að taka þátt í hættulegum
leiðangri að reyna að heimta þar
úr ræningjahöndum klukkuna
Hosiönnu, sem vondir Búlgarar
höfðu á braut með sér. Af stað er
lagt, kráareigandinn, prestur-
inn, kvennabósinn og Jangos
leggja af stað í þessa æfintýra-
ferð. Við hvert fótmál eru
skæruliðar, nazistar, tyrkneskar
og grískar frelsishetjur og þessi
litli hópur lendir því í hinum
mestu hrakningum.
Klokken i Makedonien er
óvenjuleg saga, kannski umfram
allt vegna þess að danskur höf-
undur skrifar hana. Hún er
fyndin og fjörug, en þó engan
veginn sneydd alvöru þeirra
tíma sem hún gerist á.
Jóhanna Kristjónsdöttir
Nóbelsverð-
launahafa
neitað
um að lenda
í Paraguay
Duenos AireK, 7. ág. AP.
STJÓRNVÖLD í Paraguay neit-
uðu í gær flugvél frá Árgentínu
um lendingarleyfi. Meðal farþega
var Adolfo Perez Esquivel friðar-
verðlaunahafi Nóbeis.
Esquivel sagði í viðtali við AP,
að vélin, sem hefði verið í venju-
legu farþegaflugi, hefði verið farin
að lækka flugið og undirbúa lend-
ingu á alþjóðaflugvellinum við
höfuðborg landsins þegar henni
hefði verið snúið frá skyndilega og
flogið inn yfir Argentínu og lent
við Puerto Igazu. Esquivel sagðist
hafa það eftir flugstjóra og flug-
manni, að stjórnvöld í Paraguay
hefðu gefið þá skýringu að ekki
væri óskað nærveru hans í landinu
og því hefði vélinni verið bannað
að lenda.
AK.I.YSINIÍASIMINN KR:
22480
FLUNKUNÝR FÍAT127
KR 65 ÞUS °9 við bjóöum ekki aðeins þetta verö,
lllii Ww r Wl hplHiir camcuaranHi nríAa nroiAcliiclril
heldur samsvarandi góða greiðsluskilmála
EGILL VILHJÁLMSSON HF
BDBB UMBOÐIÐ
Smiðjuvegi 4 -Sími 77200
SHARP myndsegulbandið
byggir á háþróaðri japanskri
örtölvutækni og árangurinn er
líka eftir því — myndsegulband
sem ekki á sinn líka í mynd
gæóum og tækninýjungum.
myndsegulband
með óendanlega möguleika
kr. 18.900,-
Video Cassefte Recordef
VC-7300
'inm
Video Cassette Recorder
HLJOMTÆKJADEILD
KARNABÆR
LAUGAVEGI 66 SIMI 25999
\3&W i