Morgunblaðið - 25.08.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
3
Þröstur Þúrhallsson. skólaskákmeistari Reykjavikur, og Tómas
Björnsson. skólaskákmeistari íslands, munu tefla fyrstu skákina á
útitaflinu á Torfunni. Þeir hafa tekið mjö« virkan þátt í starfsemi
Taflfélags Reykjavíkur ok hafa báðir teflt á mótum erlendis.
Útitaflið á
Torfunni vígt
Taflmót haldin þar á næstunni
ÚTITAFLIÐ á Torfunni verður
vÍKt um næstu mánaðamót ok
fer vÍKsIuathöfnin fram helgina
29.—30. ágúst. Vcrður annar
hvor daKurinn valinn eftir veð-
urhorfum föstudatíinn 28. ág-
úst.
Borgarstjóri, Egill Skúli Ingi-
bergsson, mun flytja ávarp og
formaður Taflfélags Reykjavík-
ur, Friðþjófur M. Karlsson, mun
einnig halda ræðu.
Að ávörpum loknum munu
tveir ungir skákmenn úr Reykja-
vík tefla vígsluskák. Tómas
Björnsson, skólaskákmeistari Is-
lands, og Þröstur Þórhallsson,
skólaskákmeistari Reykjavíkur,
báðir tólf ára, tefla fyrstu skák-
ina. Borgarstjórinn leikur fyrsta
leik skákarinnar.
Næstu þrjár helgar mun fara
fram hverfakeppni í skák á
Torfunni. Átta 5 manna sveitir á
Stór-Reykjavíkursvæðinu munu
heyja útsláttarkeppni í skák.
Umhugsunartími á hvern kepp-
anda verður 20 mínútur á hverja
skák.
Helgina 5.-6. september mun
fara fram sveitakeppni milli
unglinga utan af landsbyggðinni
og unglinga í Reykjavík. Þá
verður einnig tefld önnur umferð
hverfakeppninnar, milli þeirra
fjögurra sveita sem verða hlut-
skarpastar á vígsludaginn.
Helgina 12,—13. september
verða úrslit í hverfakeppninni og
einnig munu tveir eldri skák-
meistarar tefla 4 skákir.
Cargolux flaug með
vörur en ekki hergögn
- segir Einar ólafsson, forstjóri Cargolux
BANDARÍSKA fréttastöðin ABC
hélt þvi fram i siðustu viku að
Ísraelsmenn hefðu selt írönum
vopn og var látið að þvi liggja, að
Cargolux hefði siðan flutt um-
rædd vopn til íran og var vitnað
tii ákveðins flugs Cargolux til
íran i október sl. Morgunblaðið
bar þessi ummæli undir Einar
Ólafsson, forstjóra Cargolux, sem
sagði, að talsvert fjaðrafok hefði
orðið út af þessum fréttum þar
sem reynt væri að bendla Cargo-
lux við þessi vopnamál.
Sagði Einar, að það eina sem
væri rétt varðandi Cargolux í
sambandi við flug til íran, væri
það, að félagið hefði flogið þangað
eina ferð í október sl. með vörur
frá Frakklandi, aðallega dekk og
Jaguarmótora, sem flokkaðist ekki
undir hergögn og sagði Einar, að
Cargolux hefði haft fullt leyfi
franskra stjórnvalda til þessara
flutninga, með leyfi til flugs yfir
Júgóslavíu, Ítalíu, Grikkland og
Tyrkland. Það hefði því verið um
venjulega vöruflutninga að ræða
hjá Cargolux, enda varningurinn
skilgreindur á farmskjölum.
Strokufanginn úr Vestre-fangelsinu:
Var með 18 grömm
af kannabisefni
ÁTJÁN grömm af kannabisefni
fundust í fórum Sigurðar Þórs
Sigurðssonar, strokufangans úr
Vestre-fangelsinu í Kaupmanna-
höfn, sem gaf sig fram við
sendiráðið í London fyrir
nokkru. Sigurður kom siðan til
landsins á fimmtudagskvöld, af
fúsum og frjálsum vilja, og biðu
hans þá óeinkennisklæddir lög-
rcglumcnn og fluttu hann i Hegn-
ingarhúsið við Skólavörðustig.
Sigurður á eftir að afplána tæp-
lega 400 daga í fangelsi hér á
landi vegna afbrota sinna, sam-
kvæmt upplýsingum sem Morg-
unblaðið fékk hjá Þorsteini
Jónssyni i dómsmálaráðuneytinu
og hjá fíkniefnadómstólnum i
Reykjavik.
í Morgunblaðinu 14. september
1979 var skýrt frá flótta Sigurðar
úr Vestre-fangelsinu. Sigurður
komst undan með þeim hætti að
hann sagaði sundur rimla í glugga
fangaklefans, en klefinn var á
fjórðu hæð. Síðan seig Sigurður
niður í fangelsisgarðinn í lökum
sem hann hafði hnýtt saman. Loks
komst hann yfir fangelsismúrinn,
sem er tveir og hálfur metri á
hæð, með því að fikra sig eftir
símalínum sem lágu yfir vegginn.
Eftir að Sigurður komst undan,
hefur hann m.a. dvalið í Dan-
mörku, í Englandi en þó lengst af
í Mið-Ameríku, en ekki Mið-
Afríku, eins og misritaðist í Morg-
unblaðinu á sunnudaginn.
Verulegir rekstrarörðugleikar hjá Jökli hf. á Raufarhöfn:
Birgðasöfnun nemur
um 9 millj. króna
Áhöfn Rauðanúps íhugar að kyrrsetja togarann
„ÞAÐ ER mikill urgur á meðal
áhafnarinnar á Rauðanúp þessa
dagana og hefur reyndar verið
um tíma. vegna þess að erfiðlega
gengur að fá hlutinn greiddan.
Nú eiga nokkrir menn inni á
þriðja túr. og þó að reynt sé að
gera gott úr öllu saman, gengur
það ekki til lengdar. Verði þessu
ekki kippt í lag fyrir sunnudag.
en þá á togarinn að fara á veiðar.
tel ég alveg víst að áhöfnin
kyrrsetji skipið þar til þessi mál
hafa verið leiðrétt, en cins og er
er togarinn i höfn til að liggja af
sér skrapdaga." sagði Kristinn
Guðmundsson. trúnaðarmaður
áhafnarinnar á Rauðanúpi. er
Morgunblaðið innti hann eftir
því hvernig gengi að fá hlutinn
greiddan.
„Það hefur valdið okkur umtals-
verðum vandræðum að undan-
förnu, hve verðlag á Evrópumörk-
uðum er lágt og hve mikil birgða-
söfnun hefur fylgt í kjölfar þess.
Við erum nú með um 22.000 kassa
af freðfiski, í kringum 90 lestir af
saltfiski og 80 lestir af skreið og
munu verðmæti þessara birgða
nema um 9 milljónum króna.
Hingað til höfum við eingöngu selt
til Evrópu, en vegna lágs verðs þar
erum við nú farnir að framleiða í
pakkningar á Bandaríkjamarkað,
í trausti þess að við getum selt
afurðir okkar þangað," sagði Ólaf-
ur H. Kjartansson, framkvæmda-
stjóri Jökuls hf. á Raufarhöfn, er
hann var inntur eftir stöðunni hjá
fiskvinnslunni þar.
„Þetta er með mestu birgðum
sem við höfum verið með og stafar
þetta nær eingöngu af því að við
treystum okkur ekki lengur til
þess að selja á því verði, sem nú
gildir í Evrópu vegna núverandi
gengis pundsins. Alþjóð er það
kunnugt að fjárhagsstaða okkar
er mjög erfið og það er alveg ljóst
að við stöndum svona birgðasöfn-
un alls ekki af okkur. Þess vegna
höfum við nú, þrátt fyrir að
seljandi okkar, íslenzka útflutn-
ingsmiðstöðin, hafi ekki útflutn-
ingsleyfi á Bandaríkjamarkað,
hafið framleiðslu á Bandaríkja-
markað í trausti þess að útflutn-
ingsleyfi fáist eða að við fáum
annan seljanda. Gengisþróunin
hefur útilokað viðskipti við Evr-
ópu, dollarinn héfur hækkað um
22% frá áramótum, á sama tíma
og pundið hefur lækkað um 10%
þannig að mismunurinn er orðinn
32%. Síðan eru afurðalánin í
dollurum og þarf að greiða þau í
samræmi við það, sem er útilokað,
ef selja á afurðirnar fyrir pund.
Annars er Evrópumarkaðurinn að
lagast aðeins, eða um 7%, vegna
gengisbreytinga og verð hefur
hækkað lítillega, en að mínu mati
er það hvergi nærri nóg. Efna-
hagsbandalagið hækkaði viðmið-
unarverð á freðfiski fyrir nokkr-
um vikum um nær 30%, en dró
hana síðan til baka fyrir þtjsting
Norðmanna og sennilega Islend-
inga, sem ég tel hafa verið ákaf-
lega misráðið.
Því er staðan hjá okkur sú, að
við erum ekki bjartsýnir á að
birgðasöfnun okkar leysist á næst-
unni vegna lágs verðs í Evrópu.
Því verðum við að vonast til að
komast inn á Bandaríkjamarkað-
inn og að verð á Evrópumarkaðin-
um hækki. Þó svo að við losnum
við eitthvað af birgðunum nú mun
fjármagn ekki skila sér fyrr en
eftir nokkurn tíma og enn eru
fyrirsjáanlegir talsverðir erfið-
leikar," sagði Ólafur.
Námsgagnaútgáfan úr
skorðum vegna féleysis
„ENN EINU sinni bcndir allt til
þess, að Námsgagnastofnun tak-
ist ekki að koma út öllum þeim
námsgögnum, sem ráð var fyrir
gert, áður en skólar hefjast i
haust.“ Þannig hefst frétt í Fé-
lagsblaði Kennarasambands ís-
lands. þar sem birt er viðtal við
Ásgeir Guðmundsson náms-
gagnastjóra. „Eins og fyrr er
MAÐUR fórst á laugardags-
kvöldið þegar bifreið sem hann
ók féll ofan i gljúfur árinnar
Nýtt búvöruverð:
Ákvörðun
eftir mán-
aðamótin?
NÝTT verð á landbúnaðarafurð-
um mun varla liggja fyrir fyrr en
eftir næstu mánaðamót, að því er
Gunnar Guðbjartsson formaður
Stéttarsambands bænda sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Kvað hann útreikninga og kann-
anir á nauðsynlegum hækkunum
búvara enn vera það skammt á veg
komnar, að ólíklegt væri að því
yrði lokið fyrir mánaðamót.
Scotice bilaður
Sæsímastrengurinn Scotice
slitnaði í gærkvöldi, og varð þá
simasambandslaust við Bretlands-
eyjar, Mið-Austurlönd og fleiri
jönd, sem enn eru aðeins tengd
Islandi um sæstreng, en ekki um
jarðstöðina Skyggni.
Samkvæmt upplýsingum er
Morgunblaðið fékk í gærkvöldi,
var vonast til að strengurinn
kæmist í lag í nótt, og bilunin því
ekki talin mjög alvarlegs eðlis.
fyrst og fremst fjárskorti um að
kenna og hefur Hagsýslustofnun
tilkynnt stofnuninni, að ekki
verði um frekari fjárveitingar til
hcnnar að ræða á þessu ári en
þegar er orðið.“
Af þessum sökum hefur útgáfu-
áætlunin fyrir árið 1981 verið
endurskoðuð með það fyrir augum
að koma nauðsynlegustu náms-
Ilellá á Fellsströnd i Dalasýslu.
Talið er að maðurinn hafi látist
samstundis.
Samkvæmt upplýsingum sýslu-
mannsins í Búðardal, er álitið að
slysið hafi orðið með þeim hætti,
að maðurinn hafi misst stjórn á
bifreiðinni við beygju á veginum,
en þar er jafnframt blindhæð, og
brúin yfir ána er þar skammt
undan. Ekki mun vera merki við
veginn, þar sem varað er við
þessu. Maðurinn sem fórst hét
Einar Júliusson og var hann frá
Akranesi. Einar heitinn lagði af
stað frá Akranesi um klukkan 4 á
laugardaginn, en þegar hann kom
ekki fram á eðlilegum tíma, var
farið að svipast um eftir honum.
Einskis varð vart fyrr en á
sunnudag, en þá fannst bíllinn í
árgljúfrinu, eins og áður gat.
Á FUNDI byggðasjóðs síðastlið-
inn föstudag var samþykkt að
veita fyrirtækinu Búlandstindi á
Djúpavogi lán að upphað tæpar
tvær milljónir króna til kaupa á
fa'reyska togaranum „Froy“, en
það mun nema um 20% af kaup-
verði hans.
Er hér um undantekningu frá
lánareglum byggðasjóðs að ræða
gögnum til skólanna í tæka tíð
áður en kennsla hefst. „Við vinn-
um að því núna að raða verkefnum
þannig, að komist verði hjá alvar-
legum vandræðum," segir Ásgeir
Guðmundsson í viðtali við blaðið. í
lok mánaðarins verður væntan-
lega tilbúinn listi yfir þær náms-
bækur, sem reynt verður að koma
út á tímabilinu september til
janúar.
Eftir að ljóst var hversu miklu
fé gert var ráð fyrir á fjárlögum
1981 að verja skyldi til Náms-
gagnastofnunar, var farið fram á
aukafjárveitingu. Beðið var um
2.480.354 krónur til útgáfu náms-
gagna. Þessi beiðni var sett fram í
marz. Svar barst frá Hagsýslu-
stofnun 1. júní og upphæðin 500
þúsund með yfirlýsingu um að
ekkert frekara fjármagn fengist í
ár. Hinn 16. júní sendi Náms-
gagnastofnun menntamálaráð-
herra bréf, þar sem farið var fram
á 1.382.649 krónur. Svar við því
bréfi hefur ekki borizt. Hins vegar
hafa farið fram viðræður milli
menntamálaráðuneytisins og fjár-
málaráðuneytisins um fjárhag
Námsgagnastofnunar.
I viðtalinu við Ásgeir Guð-
mundsson segir hann í lokin: „Ég
geri ekki ráð fyrir því, að þar sé
aðeins verið að ræða lausn á
þessum aðkallandi fjárhagsvanda,
heldur um lausn til frambúðar."
um að lána ekki til kaupa á
erlendum skipum, en stafar hún af
því ófremdarástandi, sem ríkt
hefur í atvinnulífi á Djúpavogi og
erfiðleikum sem stafað hafa af því
að ekkert stórt skip hefur verið á
staðnum. Með þessari lánveitingu
má því telja víst að af þessum
skipakaupum verði þar sem áður
hafði fengizt ríkisábyrgð fyrir
80% af kaupverði skipsins.
Bifreið féll í árgljúfur:
Ökumaður lést samstundis
Djúpivogur:
Því nær öruggt að af
togarakaupum verður