Morgunblaðið - 25.08.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
11
Aðal8töðvar Sameinuöu þjóðanna i Libanon i Naqoura i Suður-Líban-
on. Neðst til vinstri á myndinni má sjá bækistöðvar bila- og
flutningadeildar. Stóru húsin þar fyrir ofan á myndinni eru
skrifstofubyggingar.
fallegt land“
Hér stendur Trausti fyrir utan eina rútuna sem hann sótti til Ismalia
i Egyptalandi og ók til Naqoura i Libanon.
að fólk rumskaði ekki einu sinni á
meðan þeir létu greipar sópa.
Við lentum einu sinni í þessu,
því þegar við vöknuðum um
morguninn vorum við ákaflega
þung fyrir höfði, en innbrots-
mennirnir höfðu lítið komist með
á brott vegna þess að við bjugg-
um á annarri hæð í blokk.
Þetta er orðið alvarlegt vanda-
mál þarna fyrir útlendinga sér-
staklega og til að bæta gráu ofan
á svart þá gerir eða getur lögregl-
an lítið gert í þessu. Það sem
bjargar okkur nú er að við höfum
þýskan scháeffer-hund fyrir utan
hús okkar þannig að það verður
að ganga frá honum fyrst, þvi
hann er sérstaklega þjálfaður
sem varðhundur."
„Engin kynþátta-
vandamál meðal
starfsfólks“
Trausti sagði að hjá SÞ væru
starfandi menn úr öllum heims-
hlutum og af öilum kynþáttum og
hefðu þar af leiðandi mismun-
andi lífsviðhorf og venjur. „Sem
dæmi um mismunandi lífshætti
get ég nefnt," sagði Trausti, „að
Ghana-menn grilla ketti og
snæða. Indónesar borða apaheila,
hunda, engisprettur og slöngur
með góðri lyst. Eitt sinn er ég var
að ræða þessi mál við nokkra vini
mína þarna sagðist einn þeirra
hafa heyrt það að einhversstaðar
í veröldinni ætu menn hesta!! Var
hann ekki lítið hissa á þessu
framferði. En eins og ég hef áður
lýst þá er samkomulag manna á
milli þarna mjög gott hvort sem
þeir leggja sér til munns svín,
kjúklinga, slöngur eða apaheila
og kynþáttavandamál er ekki
fyrir hendi meðal starfsmanna.
Hvað varðar frídaga þá er það
einfaldlega leyst með því að tekin
eru frí á þeim dögum sem tíðkast
í því landi sem dvalið er hverju
sinni. En þó eru frídagar hverrar
þjóðar virtir og fáum við t.d. frí
17. júní.“
Mikið ferðast í fríum
Guðbjörg sagði að starfsmenn
SÞ í Israel og Líbanon gerðu
mikið af því að ferðast enda væri
stutt á mjög marga sögufræga
staði bæði úr Biblíunni og úr
mannkynssögunni. „Það er alveg
óskaplega gaman að ferðast
þarna, margir staðir og stutt að
fara til margra staða s.s. Golg-
ata, Dauðahafsins og margra
fleiri."
Að lokum sögðu þau Trausti og
Guðbjörg að það væri synd
hvernig Líbanon væri farið. Þetta
land hefði verið paradis á jörðu
og Beirút höfuðborg Líbanons
hefði verið miðstöð viðskiptalífs í
Miðausturlöndum, en nú væri
land þetta rústir einar.
- je.
Amerískir
hermannajakkar
fóöraöir og ófóöraöir
Stæröir 8—18.
Stæröir XS, S, M, L, XL.
Sendum í póstkröfu
VINNUFATABÚÐIN
Laugavegi 76, sími 15425, — Hverfisgötu 26, sími 28550.
Fjölbreytt
námskeiðahald
hefst í
september
★ Sérnámskeið fyrir fólk sem ætlar í modelstörf.
★ Sérnámskeið fyrir herra.
★ Sérnámskeið fyrir konur á hesta aldri.
Fjallað er um framkomu, kurteisi og siðvenjur, andlits-
og handsnyrtingu, hárgreiðslu, líkamsrækt, göngulag,
fataval, mataræði og ræðumennsku.
Sérfrœðingar á hverju sviði annast leiðbeiningar og
ráðgjöf.
llilmar Jónsson, ritstjóri
Gestgjafans, annast sýni-
kennslu i tilbúningi og
framreiðslu samkvæmis-
rétta.
Snyrtiþjónusta og sólarium.
Sól alla daga, öll kvöld.
Innritun og upplýsingarí síma 15118, kl. 2—6 daglega.
Módelsamtökin
Skólavöröustíg 14
Unnur Arngrímsdóttir.
Heimasími 36141.