Morgunblaðið - 25.08.1981, Side 13

Morgunblaðið - 25.08.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 13 Maraþon í París Ekki alls fyrir löngu tóku þúsundir manna þátt í Maraþonhlaupi sem fram fór í hjarta Parísar. Hinir 42,195 km voru bæði hlaupnir, hjólaðir og gengnir. Áberandi var hvað margir fatlaðir í hjólastólum tóku þátt í þessum „leik“. Eins og sjá má á myndunum fengu leikmenn ekki mjög gott veður, það rigndi. Texti og myndir: Anna Nissel Jón I. Bjarnason: Hallgrímsvarða Vel af steinum veðurborðu væri ég tenndur minu landi, ef mér hlæði einhver vorðu uppá miðjum SprenKÍsandi. H.J. P'yrir nokkuð löngu kom sú hugmynd fram hjá ferðafélögum Hallgríms Jónassonar, að hlaða honum vörðu uppi á Sprengisandi. Vísuna, sem tilfærð er hér að ofan, mun Hallgrímur hafa ort af því tilefni. Hallgrímur er þekktur farar- stjóri og leiðsögumaður um öræfi íslands, og um Sprengisand hefur hann skrifað bók, — árbók Ferða- félags íslands 1967. Fáir núlifandi íslendingar munu eiga fleiri ferðir um óbyggð- ir og öræfi íslands en Hallgrímur Jónasson, enda er hann brátt níræður og er enn að ferðast. Sprengisandur liggur inn í miðju landi, umkringdur jöklum og víðáttum óbyggðanna. Hall- grímsvarða verður hlaðin þar og hann veiur sjálfur staðinn. Það fer vel á því að slíkur landnámsmaður öræfanna, sem Hallgrímur Jónasson er, eigi sér vörðu, þar sem hljóð auðnin blikar skærast í árdagsglóð vorsins, og fellir dekkstan skugga í skamm- degi. I þessari sérstæðu ferð mun gefast tækifæri til að líta á Sveina, á hinni fornu Sprengi- sandsleið og einnig að ganga á Fjórðungsöldu, en hún er næst því allra fjalla á íslandi, að vera í landsmiðju. Útsýn af Fjórðungs- öldu er stórbrotin: I nærsýn, alit um kring, er sandhafið voldugt sem dökkur útsær. I fjarsýn, tindrandi jöklar og dimmblá há- fjöll miðhálendisins. Það er Úti- vist sem skipuleggur þessa ferð og gefur allar nánari upplýsingar í síma 14606. Farseðlar eru seldir á skrifstofu Útivistar í Lækjargötu 6. Það verður lagt af stað klukkan átta nk. föstudagskvöld og farið frá Umferðarmiðstöðinni að vest- anverðu. Ekið verður í Nýjadal og gist þar í húsi Ferðafélagsins. Á laugardaginn verður varðan hlað- in, en á sunnudag verður haldið heim og komið um kvöldið í bæinn. Vinir og ferðafélagar Hall- gríms, fyrr og síðar, munu nota tækifærið og leggja stein í vörð- una og launa þannig að nokkru, frábæra frásögn hans og leiðsögn um öræfi Islands á liðnum áratug- um. Rætt við Breta um Rockall-svæöið í GÆK var í Genf haldinn fundur fulltrúa Oreta og íslendinga um Rockall-málið og sagði Hans G. Andersen, formaður islenzku sendinefndarinnar, i samtali við Morgunhlaðið. að fundurinn hefði ha*ði verið nytsamlegur og ána'gjulegur. Sagðist Hans því miður ekki geta sagt meira um fundinn á þessu stigi málsins þar sem hann væri nú að senda utanríkisráðu- neytinu skýrslu um það, sem þar hefði komið fram. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær næsti fundur Breta og Islendinga um málið verður, en í þessari viku verður rætt við Dani og Færeyinga um sama mál. þúert á beinni linu til Reykjavíkur einu sinni i viku Með aukinni strandferðaþjónustu býður Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og Isafjörð einu sinni i viku. Hálfsmánaðarlega er einnig siglt á Siglufjörð og Húsavík og þannig haldið upþi tíðum og öruggum strandferðum. Við flytjum fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa í gámum eða frystigámum sé þess óskað. Eimskip annast að sjálfsögðu flutning alla leið á áfangastaö ef þaö þykir henta, bæöi hérlendis og erlendis. Reykjavík Akureyri Húsavík Aöalskrifstofa Pósthússtræti 2 Sími 27100 - telex 2022 Innanhússímar 230 og 289 ísafjörður Tryggvi Tryggvason Aöalstræti 24 Eimskip Kaupvangsstræti Sími 96-24131 - telex 2279 Siglufjörður Þormóður Eyjólfsson hf. Slmi 96-71129 Kaupfélag Þingeyinga Simi 96-41444 Sími 94-3126 Alla mánudaga frá Reykjavík Á Akureyri alla miðvikudaga *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.