Morgunblaðið - 25.08.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
17
Vinnuslysin, unga
fólkið og fræðslukerfið
að vera að koma með fisk í land,
sem ekki er hægt að vinna fyrr en
mörgum dögum seinna, af slíkum
ástæðum, og þá skemmist þessi
afli eða ef allur flotinn er að
veiðum, en fjölmörg fiskvinnslu-
fyrirtæki lokuð eða hálflokuð
vegna sumarleyfa.
Markaðsmál:
Það er ekki nægilegt að veiða
fiskinn og vinna hann heldur þarf
líka að finna honum markaði. Við
þurfum að stefna að því að geta
unnið allan fisk, sem við veiðum í
okkar landhelgi hér á landi, en
selja hann ekki öðruvisi úr landi
en hann fari beint til markaðs-
landa en sé ekki unninn annars
staðar og skapi samkeppni við
okkar framleiðslu. Við þurfum
líka að stefna sem mest að því að
geta unnið fiskinn á þann hátt að
sem mest fáist fyrir hann, en ekki
á þann hátt sem er fljótlegastur
og þægilegastur til að forða fisk-
inum frá skemmdum. Það verður
líka alltaf betra að selja fram-
leiðsluna, ef hún er vönduð og góð,
en getur orðið verra ef gæðin eru
ekki nóg og við háðir lakari
mörkuðum að öllu jöfnu.
Við sölu á íslenzkum sjávaraf-
urðum á erlendum mörkuðum eru
það einkum tvö atriði, sem eru
mest áberandi. Islenzki fiskurinn
er dýrastur og beztur, að áliti
þeirra sem selja hann.
Ef við athugum fyrst seinna
atriðið kemur í ljós, að það hefur
mikið til síns máls. íslenzki fisk-
urinn er mjög góður frá náttúr-
unnar hendi, loftslagið heppilegt
til að varðveita fiskinn, sjómenn
og starfsfólk i fiskvinnslu og
framleiðendur hafa skilning á
vöruvöndun. Það er og hlýtur
alltaf að verða mikil barátta að
halda uppi gæðum framleiðslunn-
ar og þar má aldrei slaka á og þá
verða líka þær aðstæður að vera
fyrir hendi, að hægt sé að halda
uppi gæðum vörunnar. Samkeppn-
in við nágrannaþjóðir okkar er
nógu erfið á mörkuðunum, þó að
við slökum ekki á gæðum fram-
leiðslunnar. Við erum ekki á réttri
leið þegar eitt mesta vandamál
okkar á Bandaríkjamarkaði er
orðinn úldinn fiskur.
íslendingar þurfa alltaf og fá
oftast hæsta verðið en samt er allt
á hausnum i fiskvinnslunni hér á
landi. Afleiðingin verður sú, að
ákveðnir markaðir dragast saman
eða leggjast niður vegna þess að
neytendur eru ekki tilbúnir að
borga það verð sem við krefjumst,
og við hættum að framleiða og
selja á þá markaði.
Sú þróun hefur orðið undanfar-
ið, að við höfum orðið að treysta á
fáa en mjög stóra markaði fyrir
okkar afurðir eins og þorskflaka-
markaðinn í USA, skreiðarmark-
aðinn í Nígeríu og saltfiskmarkað-
inn í Portúgal. Einhver af þessum
mörkuðum getur lokast eða
minnkað verulega af ástæðum,
sem við ráðum ekkert við og þá
getur orðið erfitt að finna markaði
annars staðar, og setur það meiri
þrýsting á hina stóru markaðina.
Við þurfum að geta verið inná sem
flestum mörkuðum þó að við séum
ekki mjög stórir á hverjum fyrir
sig.
Vegna verðbólgunnar hefur
fiskvinnslan neyðzt til að reka
þessa hörðu og óskynsamlegu
verðstefnu og þrátt fyrir þetta háa
verð verður ekkert eftir hjá fram-
leiðendum vörunnar. Það er alveg
útilokað að við getum flutt hina
miklu verðbólgu út úr landinu sem
er hérna innanlands. Við erum
ekki einir í heiminum og megum
ekki gleyma samkeppninni frá
nágrannaþjóðum okkar, sem
styrkja margar sinn sjávarútveg
mjög mikiö og gerir það þeim
auðveldara um vik á öllum mörk-
uðum, að selja sína vöru.
Lokaorð:
Hér að fram'an hefur verið
stiklað á stóru um ýmis atriði í
sjávarútvegi. Ég tel, að gott sé
fyrir alla sem starfa í sjávarút-
vegi og þjóðina alla að hugleiða
hvert stefnir í þessum efnum og
hvert stefna skuli. Allar tegundir
fiskvinnslu hafa dregizt aftur úr
undanfarin ár, bæði vegna þess að
afkoma hefur ekki leyft uppbygg-
ingu og lánafyrirgreiðsla hefur
verið léleg, enda þýðir líka lítið að
vera að taka lán, ef ekki er hægt
að borga þau og þá eru líka fáir
tilbúnir að lána.
Sú stefna, sem fylgt hefur verið
undanfarið, að fiskvinnslan hefur
verið svelt, gerir það að verkum að
illa ræðst við þann afla sem fæst í
dag og ástandið á eftir að versna
ef aflinn eykst eins og allt útlit er
fyrir í dag. Ég tel, að það sé engum
til heilla, hvorki þjóðinni, útgerð-
armönnum né sjómönnum að
leggja slíkt kapp á uppbyggingu
flotans eins og gert er í dag, en
vanrækja fiskvinnsluna, heldur
þurfi þetta að haldast í hendur.
Verkefnin eru alls staðar fyrir
hendi til að auka og stækka
frystihúsin, stækka og bæta salt-
fiskverkunarstöðvar og auka
herzlu og vöruvöndun á skreið því
að skreið og hertir þorskhausar
eru líka mannamatur.
Við íslendingar megum ekki
gleyma að við höfum lifað á
sjávarútvegi undanfarna áratugi
og munum gera það áfram og þá
þurfum við að byggja upp og
starfa miðað við að nýta okkur þá
auðlind sem sjórinn er sem bezt,
en fljóta ekki sofandi að feigðarósi
eins og staðan er í dag.
Á hverju ári eru birtar skýrslur
um fjölda skráðra slysa frá ýms-
um félögum og stofnunum, sem
starfa að þessum málaflokki.
Úr skýrslum Öryggiseftirlits
ríkisins, nú Vinnueftirlits ríkisins,
má fá margvíslegar upplýsingar,
m.a. um fjölda skráðra vinnuslysa
í honum ýmsum greinum atvinnu-
lífsins, og hlutflalslega skiptingu
þeirra eftir aldursflokkum.
Það atriði úr skýrslunni, sem ég
ætla sérstaklega að fjalla um í
grein þessari er hinn mikli fjöldi
vinnuslysa í aldursflokknum 16—
20 ára, en þau eru um 26% allra
skráðra vinnuslysa, og hvað hægt
sé að gera til að fækka þeim.
Ég býst við, að fiestir séu mér
sammála um að fátt sé átakan-
legra en þegar unglingur, sem er
að stíga sín fyrstu spor út í
atvinnulífið, lendir í alvarlegu
vinnuslysi og lætur lífið eða verð-
ur öryrki allt sitt líf af völdum
þess.
Aldrei verður komið í veg fyrir
öll vinnuslys, en ég er sannfærður
um að fækka megi þeim stórlega,
þegar hafl er í huga að um 80%
allra vinnuslysa er talið stafa af
yfirsjón i starfi.
Það sem fyrst og fremst þarf að
gera er að stórauka Ira>ðslu ,um
þessi mál.
Fyrir nokkrum árum var eitt
mesta vandamálið í okkar „um-
ferðarmenningu" hin tíðu umferð-
arslys barna og unglinga. Með
sameiginlegu átaki Umferðarráðs,
lögreglu og fræðsluyfirvalda, hvað
varðar umferðarfræðslu ungbarna
og barna í yngstu bekkjum
grunnskóla, hefur tekist að draga
stórlega út þessum slysum.
Ég sé ekki að annað lögmál ætti
að gilda með vinnuslys. Það þarf
að byrja á því að kenna nemend-
um 8. og 9. bekkjar grunnskólans
undirstöðuatriðin í öryggismálum
atvinnulífsins, síðan halda því
áfram í framhaldsskólunum og úti
í atvinnulífinu.
Ekki má gleyma þætti sjón-
varpsins, en það hefur gert marga
góða hluti í sambandi við örygg-
ismál, en mætti gera enn betur t.d.
með föstum þætti um heilsuvernd
og öryggismál á vinnustöðum og í
heimahúsum.
Nú vilja eflaust margir lesendur
spyrja, er þetta ekki kennt í
grunnskólum eða framhaldsskól-
um? þessu er auðvelt að svara, það
á að kenna þetta í öllum verk-
námsskólum og iðnskólum, en í
framkvæmd fer sáralítið fyrir því.
í gegnum allan grunnskólann
geta nemendur farið án þess að
hafa fengið svo mikið sem eina
kennslustund í sambandi við ör-
yggismál á vinnustöðum eða hjálp
í viðlögum.
Ég tel að fræðsluyfirvöld hafi
brugðist í þessu máli, það má líkja
því við slys í kerfinu þegar það er
haft í huga að þúsundir barna og
unglinga þyrpast út á vinnumark-
aðinn á hverju vori, ýmist til
sumarvinnu eða til lengri dvalar.
Hvernig skyldi nú sanda á því að
þetta er svona? Eflaust eru til
margar skýringar. Eina tel ég
vera þá að þetta er alíslenskt
fyrirbrigði og við samningu
námsskrár fyrir grunnskóla hafi
ekki verið tekið mið af okkar
sérstöðu hvað þetta varðar og lítið
sem ekkert um það í námsskrá
nágrannaþjóða!
I nágrannalöndum okkar þekkj-
ast varla vinnuslys í þessum
aldursflokki. Þar eru sumarfrí
skólanemenda aðeins 3—4 vikur
og lítið um að þau fari að vinna á
þeim tíma og eftir skólann tekur
við herþjálfun. Þannig eru erlend-
ir unglingar mun eldri en þeir
íslensku þegar þeir hefja störf úti
í atvinnulífinu.
Þótt engin kennsla um örygg-
ismál hafi farið fram í grunnskól-
um þá tel ég engu að síður, að gert
sé ráð fyrir henni í grunnskólalög-
unum, og vitna ég í þau máli mínu
til stuðnings.
I lögum um grunnskóla segir
m.a. í 2. gr.: Hlutverk grunnskól-
ans er, í samvinnu við heimilin, að
búa nemendur undir líf og starf í
lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sí-
felldri þróun. Starfshættir skól-
ans skulu því mótast af umburð-
arlyndi, kristilegu siðgæði og lýð-
ræðislegu samstarfi. Skólinn skal
temja nemendum víðsýni og efla
skilning þeirra á mannlegum kjör-
um og umhverfi, á íslensku þjóð-
félagi, sögu þess og sérkennum og
skyldum einstaklingsins við sam-
félagið.
Grunnskólinn skal leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir nem-
Skólastjórahjónin að Laugum i
Þingeyjarsýslu. Sigurður Krist-
jánsson og Stefania Jónasdóttir. og
fjolskylda voru í gær kvodd af
Þingeyingum með fjölmennu sam-
sæti að Laugum.
Þar voru margar ræður fluttar og
þess minnst með virðingu og þökk,
að Sigurður hefur starfað við Lauga-
skóla í þrjátíu og átta ár, og um
þrjátíu ár sem vinsæll og farsæll
skólastjóri. Heimili skólastjórahjón-
enda og stuðla að alhliða þroska,
heilbrigði og menntun hvers og
eins. Tilvísun lýkur.
í 42. gr. sömu laga segir m.a.:
Þar, sem nemendur eru þátttak-
endur í atvinnulífinu um tak-
markaðan tíma á skólaárinu, skal
heimilt að meta það að nokkru til
jafns við verklegt nám, sbr. j-lið.
Fræðsluráð skal í samráði við
launþega- og atvinnurekendasam-
tök og hlutaðeigandi skólastjórn
skipuleggja atvinnuþátttöku nem-
enda, þar sem slíkrar skipulagn-
ingar er þörf, og skal metið að
nokkru sem verklegt nám. Tilvís-
un lýkur.
Ég sem þessa grein rita, kenni
við iðnskóla. Meðal nemenda
minna á sl. vetri voru 25 samn-
ingsbundnir nemendur úr hinum
ýmsu greinum málmiðnaðarins,
allir höfðu þeir hafið störf í sínum
iðngreinum. Ég kenndi þeim m.a.
öryggismál, ég kannaði hjá þeim
hvernig tekið hefði verið á móti
þeim er þeir komu í fyrsta skipti
til náms á verkstæðunum. Aðeins
eitt fyrirtaeki tók þannig við
nemanda sínum að til fyrirmynd-
ar má telja, nemandinn fékk
fylgdarmann, sem kynnti honum
verkstæðið, og allt sem laut að
öryggismálum þess. Þetta fyrir-
tæki stofnsettu Þjóðverjar og
virðast þeir vera nokkuð langt á
undan okkur í þessum'fnálum.
Með lögum frá Alþingi í maí
1980 um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum, var
stigið stórt spor í þessum málum.
Það er von mín að allir þeir aðilar
sem um þessi mál eiga að fjalla
þ.e. Vinnueftirlit ríkisins, aðilar
vinnumarkaðarins og fræðsluyf-
irvöld, taki nú höndum saman og
vinni markvisst að því að fækka
vinnuslysum, minnugir þess að í
ár er ár fatlaðra og að öll ár eiga
að vera ár slysavarna.
Rafn Sigurðsson
kennari.
anna hefur ávallt verið í alþýðu-
skólahúsinu, og þá jafnframt verið
annað heimili fjölda æskufólks sem í
gær mætti að Laugum sem fulltíða
fólk og þakkaði af alhug liðin
skólaár og árnaði hjónunum heilla
um ókomin ár.
Frá skólanum fengu hjónin að gjöf
málverk af staðnum, gert af Sigurði
Hallmarssyni.
— Fréttaritari.
Laugar í Reykjadal:
Skólastjórahjónin kvödd
eftir 38 ára starf