Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
Engin filma í
nýrri myndavél
Tókýó. 21. áKÚst. AP.
SONY-FYRIRTÆKIÐ kynnti í
daj; nýja myndavél, sem Keymir
myndir á scKuldisk i stað venju-
lcKrar filmu.
Myndavélin lítur út eins ok
venjuleRar myndavélar. en vegur
um 700 Krömm.
Búist er við að myndavélin, sem
kölluð hefur verið „Mavica", verði
komin á almennan markað eftir 18
til 24 mánuði.
Á seguldiskinum rúmast 50
stakar myndir er hægt verður að
Lýst eftir
bílstjóra
sem týndist
með £241.000
SCOTLAND Yard heíur nú
birt mynd og lýsingu af
leiguhílstjóra. sem hvarf á
fimmtudag. Svo óheppilega
vildi til. að með honum hurfu
241.000 pund. sem farþegi
hafði skilið eftir í tösku í
hilnum á meðan hann
„skrapp inn í eina búð“.
Eigandi peninganna, sem
stundar viðskipti í London, er
frá Nígeríu. Leigubílstjórinn
hafði keyrt hann í banka til að
sækja peningana. Hann stakk
þeim í tösku en gleymdi að
taka hana með sér í búðina.
Leigubílstjórinn heitir
Christopher Butler. Hann er
hár og dökkhærður, með gat í
öðru eyranu og „tattóveraður"
á báða handleggi. Leigubillinn
fannst ekki langt frá búðinni á
föstudag.
Lögreglumaður sagði, að
leigubílstjórinn hefði kannski
veikst eða honum verið rænt.
Vilja banna
vopn í geimnum
Samcinuóu þjoóunum.
21. ápiúst. AP.
SOVÉTMENN haía la*t það til
við Kurt Waldheim fram-
kvæmdastjóra. að tillögu þeirra
um hann við staðsetningu allra
vopna út í geimnum verði sett á
dagskrá 36. fundar Allsherjar-
þingsins. er hefst 15. september
næstkomandi.
Að sögn sérfræðinga hjá SÞ, eru
Rússar greinilega áhyggjufullir út
af því forskoti sem Bandaríkja-
menn náðu á þá í kapphlaupinu
um geiminn með tilkomu geim-
skutlunnar. Rússar hafa sakað
Bandaríkjamenn um að hafa á
prjónunum áform um að flytja
ýmiss konar vopnabúnað út í
geiminn með geimskutlunni.
Til er sáttmáli sem bannar að
kjarnorkuvopnum verði komið
fyrir úti í geimnum.
sýna á sjónvarpsskermi með því
að koma diskinum fyrir í sérstöku
tæki. Einnig er verið að þróa
framköllunartæki, svo hægt verði
að framkalla litmyndir á pappír.
Hægt verður að taka diskinn
hvenær sem er úr vélinni og
framkalla af honum og setja hann
svo aftur í til áframhaldandi
notkunar. Hægt verður að má út
af honum og nota hann því aftur
og aftur án þess að myndgæðin
versni.
Fyrst um sinn verður hin nýja
myndavél sett á markað í Japan
og er gert ráð fyrir að þar verði
hún seld á 150.000 jen, eða jafn-
virði 646 dollara. Gert er ráð fyrir
að hver seguldiskur kosti um 600
jen eða 2,60 dollara og tækið til að
spila af disknum á sjónvarps-
skermi muni kosta um 50.000 jen,
eða 215 dollara.
Litill strákur gengur framhjá bifreið i Ijósum logum i Belfast án þess svo mikið sem að líta upp. Barist
er i Belfast upp á næstum hvern einasta dag. Þann dag sem myndin var tekin. lést 10. fanginn i
Maze-fangeisinu af völdum mótmælasveltis.
Enn einn íri í
mótmælasvelti
ERLENT
BclfaKt. 24. áfcÚNt. AP.
TÍU FANGAR hafa látist í mót-
mælaverkföllum gegn bresku
stjórninni í Maze-fangelsinu á
Norður-írlandi siðan Bobby
Sands hóf mótmælaverkfail 1.
marz sl. Bernard Fox, scm er í 12
ára fangelsi fyrir sprenginguna
á Greenan Lodge-hótelinu í Belf-
ast 1977. gekk til liðs við fimm
aðra félaga sina úr írska lýðveld-
ishernum. IRA, i dag og hóf
mótmælasvelti. Ilann kom i stað
Patrick Quinns, sem læknar hafa
fengið leyfi til að hjarga frá
dauða, en hann missti meðvitund
31. júli, eftir að hafa ekki neytt
matar í 46 daga.
- Carron vill
hitta Thatcher
Owen Carron, sem var kjörinn á
þing í síðustu viku, sagði í dag, að
hann vildi hitta Margaret Thatch-
er, forsætisráðherra Bretlands að
máli. Hann vildi ræða vandann í
Maze-fangelsinu. Carron var kjör-
inn í þingsæti Sands.
Talsmaður Thatchers sagði, að
viðbrögð hennar við ósk Carrons
myndu fara eftir hvað hann vildi
ræða. „Ef hann ætlar bara að
endurtaka kröfurnar fimm, sem
fangarnir hafa lagt fram, þá er
ólíklegt, að hann fái fund með
forsætisráðherranum. Við verðum
að bíða og sjá hvað hann vill.“
Fangarnir hafa lagt fram fimm
kröfur, sem myndu veita þeim viss
réttindi sem pólitískum föngum,
en skæruliðar á Norður-írlandi
nutu þannig réttinda á árunum
1972-1976.
Breska stjórnin segir, að fangar,
sem haga sér vel, njóti nú þegar
þessara réttinda, en hún muni
ekki ræða frekar um lausn deil-
unnar, fyrr en mótmælasvelti
verði hætt.
Anwar Sadat:
Lífláta ber Khadafy
99
- ef hann reynist bera ábyrgð á árásinni á bandarisku þotumar i siðustu viku
kaíró. Napoli. Trípolí.
21. áKÚst. AP.
ANWAR Sadat Egyptalandsfor-
seti sagði í dag, að lífláta ba'ri
Moammar Khadafy Libýuleið-
toga cf i Ijós kæmi, að hann hefði
fyrirskipað líhýsku orrustuflug-
mönnunum að skjóta á handa-
rísku orrustuþoturnar við Libýu-
strendur í síðustu viku. er fram
fóru æfingar sjötta flota Banda-
ríkjanna í Miðjarðarhafi. Banda-
rísku flugmennirnir svöruðu
árásinni og skutu báðar líhýsku
þoturnar niður.
„Ég leyfi mér að fordæma
Khadafy og tel að hann beri
ábyrgð á því sem fyrir kom,“ sagði
Sadat. „Ef það var hann sem
fyrirskipaði árásina á bandarísku
flugvélarnar, á hann skilið að
verða líflátinn fyrir þessa brjál-
æðislegu ákvörðun," sagði Sadat.
Sadat sagði ákvörðun Khadafys
brjálæðislega, þar sem hann hefði
fyrirskipað þungum og hægfleyg-
um sovézksmíðuðum orrustuþot-
um af gerðinni SU-22 að ráðast á
bandarísku F-14-þoturnar, er
væru talsvert hraðfleygari. Sagð-
ist hann fyrir nokkrum vikum
hafa fyrirskipað flugher Egypta-
lands að leggja sínum SU-22-
þotum vegna þess að þær væru
þungar og svifaseinar.
Sadat sagði ennfremur, að so-
vézk herskip hefðu tekið sér stöðu
rétt fyrir utan 12 mílna landhelgi
Egypta.
Bandarísku orrustuflugmenn-
irnir, sem skutu líbýsku þoturnar
niður í síðustu viku, sögðu á
blaðamannafundi í Napólí í dag,
að þeir hefðu ráðizt á líbýsku
þoturnar í sjálfsvörn.
„Ég sá að þeir skutu á okkur og
þar sem við gátum átt von á
frekari árásum, þá var það hið
eina sem ég átti um að velja að
skjóta sjálfur," sagði Henry
Kleeman flugmaður. „Ég gerði
mér grein fyrir því um leið, að
þetta gæti valdið miklu fjaðrafoki,
en ég átti ekki um annað að velja.“
Flugmennirnir sögðust báðir
hafa séð er líbýsku flugvélarnar
skutu og einbeitti önnur sér að því
að granda flugskeytinu, en hin
skaut á líbýsku þoturnar.
Bandarísku flugmennirnir voru
á eftirlitsflugi meðfram æfinga-
svæðinu, og á einum og hálfum
sólarhring fyrir loftbardagann
urðu bandarískar eftirlitsflugvél-
ar 39 sinnum varar við ferðir
líbýskra flugvéla. Vart varð einnig
við ferðir líbýsks kafbáts á
æfingasvæðinu meðan æfingarnar
stóðu yfir.
Aðmírálar í sjötta flotanum og
flugmennirnir sögðu á fundinum,
að ljóst hefði verið fyrirfram, að
hætta hefði verið á árekstrum
meðan á æfingunum stóð, því þær
hefðu farið fram á svæði sem
Líbýumenn hefðu gert tilkall til.
Haig, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði í dag í tilefni
loftbardagans, að Bandaríkin
myndu ekki framar líða Sovétríkj-
unum og leppríkjum þeirra, svo
sem Líbýu, ólöglegar og órétt-
lætanlegar ögranir. Hann sagði
allt benda til þess, að líbýsku
flugmennirnir hefðu verið í árás-
arferð.
Khadafy Líbýuleiðtogi kom í
dag til Sýrlands á leið sinni um
Miðausturlönd, þar sem hann hef-
ur m.a. rætt við Arabaleiðtoga um
samstöðu um aðgerðir í kjölfar
loftbardagans við Líbýustrendur í
síðustu viku.
E1 Salvador:
Tugir manna
hálshöggnir
San Salvador. 24. ágúst. AP.
TALA þeirra. sem látist hafa í
pólitískum ofbeldisverkum i E1
Salvador. hækkaði enn í síðustu
viku. er lík margra tuga manna,
er höfðu verið hálshöggnir, fund-
ust.
Að sögn yfirvalda, fundust frá
fimmtudegi til laugardags á litlu
svæði við Santa Ana lík 34 manna
er höfðu verið hálshöggnir.
Tugir líka, er hlotið höfðu sam-
bærilega meðferð, fundust víðs
vegar um landið um helgina.
Talið er, að aftökusveitir hægri-
sinnaðra öfgamanna beri ábyrgð á
þessum aftökum, og fullyrða
heimildir, að minnst eitt hundrað
menn hafi verið dregnir út af
heimilum sínum í síðustu viku og
hálshöggnir.