Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 20

Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 29 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Orð í tíma töluð • • Ollu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma“ segir í Predikaranum. Svipuð sjónarmið nafa verið uppi hjá sjálfstæðismönnum, þegar þeir ræða þann vanda, sem skapaðist í flokki þeirra við myndun ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens. Þá gengu fimm þingmenn, sem kosnir voru á framboðslistum í nafni Sjálfstæðisflokksins, á móti meirihluta- vilja þingflokks sjálfstæðismanna og til samstarfs um landstjórn- ina við kommúnista og framsóknarmenn. í forystu þessara manna var sjálfur varaformaður Sjálfstæðisflokksins, dr. Gunnar Thor- oddsen. Síðan hefur ekki gróið um heilt. Af fimmmenningunum settust þrír í ráðherrastóla og hinir tveir hafa varið þá falli, á mismunandi skýrum forsendum en aldrei brugðist á úrslitastundu. Misjafnlega mörg sæti hafa verið auð á fundum þingflokks sjálfstæðismanna síðan stjórnin var mynduð. Nú í sumar, þegar landsfundur flokksins er á næsta leiti, hafa stólar ráðherranna í þingflokksherbergi sjálfstæðismanna verið oftar setnir en áður. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er meginverkefnið tvíþætt nú sem endranær: að móta stefnu flokksins og kjósa honum forystu. Frá því ríkisstjórnin var mynduð hafa allar helstu stofnanir Sjálfstæðisflokksins lýst andstöðu við ríkisstjórnina, nú síðast kjördæmisráð flokksins á Vestfjörðum, sem kom saman um helgina. Andstaðan gegn ríkisstjórninni hefur vaxið innan flokksins en ekki minnkað. Eru líkur á, að á landsfundi flokksins komist menn að annarri niðurstöðu um ríkisstjórnina en til dæmis flokksráð, miðstjórn, þingflokkur, Landssamband sjálfstæðis- kvenna og Samband ungra sjálfstæðismanna? Svarið er einfalt: nei. Forsætisráðherra dr. Gunnar Thoroddsen hefur lýst yfir, að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem varaformaður. Er líklegt, að forsætisráðherra verði kjörinn formaður í stjórn- málaflokki, sem er á móti stjórn hans? Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir, að hann gefi kost á sér til endurkjörs á landsfundinum. Á laugardaginn kvaddi Gísli Jónsson, menntaskólakennari á Akur- eyri, sér hljóðs hér í blaðinu og telur tíma til þess kominn, að stuðningsmenn Geirs Hallgrímssonar i Sjálfstæðisflokknum (og öðrum flokkum) fari að láta til sín heyrast. Röksemdafærsla Gísla Jónssonar er skýr og einföld. Hér verða nokkrir þættir hennar rifjaðir upp: 1) Vangaveltur um formannsskipti í Sjálfstæðisflokknum hafa engan árangur borið annan en þá niðurstöðu, að þau myndu skapa meiri vanda en þau leystu. 2) Sættir verða engar innan Sjálfstæðisflokksins, þótt skipt sé um formann, meðan hluti flokksins er í stjórn eða styður stjórn, sem hinn hluti flokksins er í harðri andstöðu við. 3) Dr. Gunnar Thoroddsen vill eðlilega, að stjórn sín sitji út kjörtímabilið. Nema hvað. 4) Gísli Jónsson tekur undir með Pálma Jónssyni á Akri, landbúnaðarráðherra, er sagði, að forsenda sátta í Sjálfstæðis- flokknum væri sú, að ríkisstjórnin færi frá. Þessar fjórar röksemdir, sem fram koma í grein Gísla Jónssonar, sýna í hnotskurn þann vanda, sem varð í Sjálfstæðisflokknum við myndun núverandi ríkisstjórnar. Enginn vafi er á því, að meirihluti sjálfstæðismanna vill fórna ríkisstjórninni til að stuðla að sáttum innan flokksins. Fylgi stjórnarsinna í Sjálfstæðisflokkn- um fer minnkandi. En Gísli Jónsson lætur sér ekki nægja að nefna þessar flokkspólitísku ástæður því til stuðnings, að tími sé til þess kominn að hefja baráttu fyrir endurkjöri Geirs Hallgrímssonar. Tímabærar röksemdir Gísla Jónssonar verða ekki allar tíundaðar hér. Orð hans eiga ekki einvörðungu við um Sjálfstæðisflokkinn heldur k mur Gísli Jónsson víðar við og lýsir viðhorfi æ fleiri kjósenda til stjórnmálamanna og stjórnmálastarfs á líðandi stund. Hann segir til dæmis: „Það er tími til kominn, að við áttum okkur á, að nú skiptast menn á Islandi ekki bara eftir hinum gömlu flokkslínum, heldur og ekki síður í tvennt: Annars vegar þá, sem fremur vilja sýnast en vera og svífast fás í því efni, svo og stuðningsmenn þeirra, og hins vegar þá, sem heldur vilja vera en sýnast og þá sem það kunna að met.a.“ Á öðrum stað í grein sinni segir Gísli Jónsson: „Það er tími til kominn, að skiptast á skoðunum hreint og opinskátt og láta til skarar skríða. Mál er að rógi og bakmælgi linni. Rekum fjölmæli af foringja okkar." Gísli Jónsson gengur fram fyrir skjöldu í grein sinni. Hann hikar ki i við að segja það, sem í brjósti hans býr, en hann gerir það án ess að bera út óhróður um aðra. Þetta ættu fleiri að tileinka sér, egar þeir fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins — jafnt jáJfstæðismenn sem aðrir. Næsta formann og varaformann ->jálfstæði.sflokksins á að velja með þessu hugarfari, því að eins og 'Lsli Jónsson segir: „Það er tími til kominn, að hrinda áralöngum rógi, sem hefur umlukt okkur eins og linnulaus þokusúld, því að aftur rennur lygi, þá sönnu mætir.“ Kjördæmisráð sjálfstæðismanna á Vestfjörðum: Minnkandi hlutdeild Vestfirðinga í þorskafla ógnar byggðinni Á AÐALFUNDI Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi sl. laugardag var samþykkt stjórnmálaályktun, þar sem m.a. er vakin athygli á þeim alvarlegu tíðindum, að hlutdeild Vestfirðinga í þorskafla iandsmanna hefur farið mjög minnkandi. Á fyrstu mánuðum ársins 1979 var hlutur Vestfirð- inga 15% en á fyrstu mánuðum þessa árs 10,4%. Segir í ályktun kjördæmisráðsins, að allri byggð á Vestfjörðum sé stórlega ógnað, ef svo haldi fram sem horfi. Kjördæmisráðið segir, að þær sýndaraðgerðir, sem nefnist niðurtalning. muni lítt duga gagnvart dýrtíðinni, sem geysað hafi í landinu. Stjórnmálaályktunin fer hér á eftir í heild: Stjórnmálaályktun Síðustu misserin hefur verið við völd á íslandi ríkisstjórn sem á margan hátt er einstæð. í upphafi valdaferils hennar bundu margir vonir við að hún gæti skilað raun- verulegum árangri í mörgum þeim málum, sem hafa verið meginvið- fangsefni íslenskra stjórnvalda. Nú- verandi ríkisstjórn hét því að við- halda fullri atvinnu. Samkvæmt opinberum hagskýrslum hefur hver vinnufús hönd nóg að starfa, en ekki er allt sem sýnist. Hópar íslendinga taka sig upp ár hvert og flýja land. Stjórnvöld hyggja ekkert að því að búa atvinnurekstrinum þau skilyrði að dugi til sköpunar nýrra atvinnu- fyrirtækja. Þetta er hið dulbúna atvinnuleysi, sem ekki kemur fram í hagskýrslum, en hlýtur að brenna á komandi kynslóðum. Á næstu ára- tugum mun virkjun fallvatna og jarðvarma svo og sá stóriðjurekst- ur, sem því fylgir, hafa grundvallar- þýðingu fyrir bætt lífskjör íslend- inga. Ljóst er að þessi uppbygging mun að mjög óverulegu leyti verða á Vestfjörðum. Sjávarútvegurinn mun því í næstu framtíð svo sem endranær verða meginstoð atvinnu- lífs í þessum landsfjórðungi og raunar á enginn landshluti eins mikið undir þróun og hag þessarar atvinnugreinar og Vestfirðir. Rétt er að benda á þau alvarlegu tíðindi að hlutdeild Vestfirðinga í þorsk- afla landsmanna hefur farið mjög minnkandi, 15% fyrstu mánuðina árið 1979, 12,9% fyrstu sex mánuð- ina árið 1980, 10,4% fyrstu sex mánuði þessa árs. Þessi þróun er svo ískyggileg að allri byggð á Vestfjörðum er stórlega ógnað, ef svo heldur fram sem horfir. Sýndar- aðgerðir þær sem nefnast niður- talning munu lítt duga gegn dýrtíð- inni, sem geysað hefur í landinu. Til að sigrast á verðbólgunni þarf að ráðast að rótum vandans. Á síðasta ári, fyrsta stjórnarári ríkisstjórnar- innar, jókst verðbólgan. Sú hjöðnun, sem hefur orðið á þessu ári er vart umtalsverð og alls ekki til frambúð- ar. Fiktað hefur verið við vísitölu, ríkisfyrirtæki jafnt og einkafyrir- tæki rekin með stórfelldum halla. Þannig hefur verðbólgan verið klædd í dulargervi en ekki sigruð. Kjördæmisráðið harmar myndun núverandi ríkisstjórnar og þá sundrungu, sem hún hefur valdið meðal sjálfstæðismanna. Kjördæm- isráðið bendir á nauðsyn þess, að Sjálfstæðisflokkurinn gangi heill og óskiptur til átaka við þau miklu og vandasömu mál, sem nú er við að glíma í okkar þjóðfélagi. Kjördæm- isráðið hvetur því til eindregni og sátta innan Sjálfstæðisflokksins og treystir framkvæmdastjórn og þingflokki, til að finna farsæla lausn á þeim deilumálum, sem risið hafa, hið allra fyrsta. Ályktun um samgöngumál Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi hefur fjallað um samgöngumál fjórðungs- ins og vill hvetja alla Vestfirðinga til virkrar samstöðu um leiðir til úrbóta. Kjördæmisráðið telur að eðlilegast sé að þingmenn kjördæm- isins og sveitarstjórnarmenn móti meginstefnur í uppbyggingu sam- gangna innan fjórðungsins þar sem fullt tillit sé tekið til mikilvægustu verkefna er tryggi búsetu alls fjórð- ungsins og sem greiðastar samgöng- ur innan hans og einnig að og frá vestfirskum byggðum til annarra landshluta. Kjördæmisráðið fagnar þeirri samstöðu vestfirskra sveitar- stjórnarmanna, sem þegar hefur tekist í þessum málum, og hvetur þá til frekari umræðna um samgöngu- málin, og að fyllsta samheldni ríki meðal Vestfirðinga um röðun verk- efna í þessum málum. Kjördæmis- ráðið áréttar fyrri samþykktir í samgöngumálum og bendir á mik- ilvægi þeirra í öllu mannlífi innan fjórðungsins. Ályktun um orkumál Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum lýsir fyllsta stuðningi við stefnu og störf Orku- bús Vestfjarða í uppbyggingu orku- mannvirkja innan fjórðungsins. Kjördæmisráðið hvetur Vestfirð- inga til að standa fast saman um málefni og framkvæmdaáform Orkubús Vestfjarða þar til fullum sigri er náð og öllum Vestfirðingum tryggð afnot þeirrar orku, sem þeir þarfnast á hagkvæmustu kjörum. Kjördæmisráðið bendir á að Vest- firðingar búa í dag við eitt hæsta orkuverð á íslandi og gera kröfu til þess að Vestfirðingum verði ekki gert að greiða hærra orkuverð en meirihluti landsmanna býr við. Kjördæmisráðið styður því heils- hugar þá kröfu Vestfirðinga að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit um jöfnunarverð orku. „Það er gengið framhjá konum í kvikmyndaiðnaði44 „Þær verða að bindast samtökum um að gera hlutina sjálfar, ef þær vilja koma verkum sínum á framfæri,“ segir Julie Christie, sem nú leikur í kvikmyndinni „Gull“ á Langjökli. „It’s like a burden of your back.“ sagði Julie Christie. er hún var spurð hvernig henni þætti að vinna að kvikmynd undir stjórn kvenna í lyrsta skipti á leikferli sínum og kvaðst hiakka mikið til verksins. en hún er þekkt fyrir að vera vandlát við val á hlutverkum. „Það er að vissu leyti eins og létt sé af manni byrði,“ sagði Julie Christie. er hún var spurð hvort það væri ólikt þvi sem hún ætti að venjast að vinna að kvikmynd undir stjórn kvenna í stað karla. „Það er svo margt sem konur skilja sjálfkrafa en karlmenn ekki.“ bætti hún við. Leikkonan kom til landsins sl. laugar- dag með hópi kvikmyndagerðarkvenna og er ætlunin að taka hér atriði í fyrstu bresku kvikmyndinni í fullri lengd, sem eingöngu er unnin af konum. Myndatak- an fer fram á Langjökli og hélt hópurinn þangað strax á sunnudaginn en heim halda þær fyrsta september. Eins og áður. hefur verið sagt frá í Morgunblaðinu fjallar myndin, sem ber vinnuheitið „Gull“, um tvær konur og upplifun hvorrar fyrir sig á tilfærslum auömagns í heiminum. Sjá þær hlutina frá ólíkum sjónarhornum, önnur vinnur i banka í stórborg en hin er alin upp á ónefndu gullgrafarasvæði. Þar kemur Langjökull til sögunnar og er hann sögusviðið, er Ruby, persóna Julie Christie, rifjar upp barnæsku sína. Tvær íslenskar stúlkur munu ennfremur leika hana á ólíkum aldursskeiðum, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, 3 ára, og María Pétursdóttir Ridgewell, 7 ára. Fæstar kvennanna eru neinir ný- græðingar í kvikmyndagerð. Babetta Mangolte, sem sér um kvikmyndatök- una, er vel þekkt á sínu sviði og hefur m.a. unnið mikið með leikstjóranum, Chantal Akerman. Mangolte er frönsk að þjóðerni en starfar nú mestmegnis sjálfstætt í Bandaríkjunum, að því er hún tjáði blm. Leikstjóri er Sally Potter, hönnuður Rose English og tónlistina semur Lindsey Cooper, en þær Sally og Lindsey hafa báðar komið til íslands áður í tengslum við hjómsveitina „Fem- inist Improvising Group“. Hitt aðalhlutverkið, Celeste, er í höndum Colette Lafont frá Frakklandi. Móður Julie Christie leikur breska leik- konan Hilary Westlake og eru þær Lafont báðar í hópnum sem hingað kom. Framkvæmdastjóri myndarinnar á ís- landi er Kristín Ólafsdóttir, félagsfræði- nemi. Guðný Halldórsdóttir og Dóra Einarsdóttir verða einnig til aðstoðar. „Ein leiö til aÖ rétta hlut kvenna“ Afar góður andi virtist ríkja í hópnum og greinilegt var að þær hlökkuðu til að takast á við þetta óskaverkefni sitt, þó að Babette Mangolte og aðstoðarkonur hennar við kvikmyndatökuna létu í ljós áhyggjur af veðrinu, sem svo sannarlega leit illa út þennan dag. Julie Christie reyndist vera látlaus og vingjarnleg kona, greinilega sterkur persónuleiki, en laus við alla „stór- stjörnustæla“. „Ég á mjög annasamt ár framundan," sagði hún. „Er nýkomin frá því að leika í franskri kvikmynd og tek strax til við að leika í annarri, þegar þessari sleppir. Sú mynd verður byggð á sögu eftir Rebeccu West og heitir „The Return of the Soldier". Það er sjaldgæft að mér berist handrit, sem eru jafn mikið að mínu skapi og þetta,“ sagði Christie um „GulP. „Og- ég ákvað strax að taka hlutverkinu." Er blm. Mbl. spurði hana hvort hún áliti að það væri rétta leiðin fyrir konur, sem vildu koma boðskap sínum á framfæri, að láta karlmenn hvergi koma nærri verkefninu sagði hún: „Það er ein leiðin til að rétta hlut kvenna í kvikmyndaiðnaðinum. Og er svo sannarlega ekki vanþörf á, þvi að það er gengið framhjá konum og þær fá óeðlilega fá tækifæri til að spreyta sig á öðrum sviðum en í leik. í Ameríku hefur verið reynt að leysa þetta með löggjöf sem segir til um að svo og svo margar konur skuli vera viðriðnar hverja kvik- myndatöku, en því er erfitt að fylgja eftir. Ég get því tekið dýpra í árinni og sagt að þetta sé eina leiðin, sem er fær ef konur vilja koma verkum sínum á framfæri." „í þessari mynd leik ég konu sem reynir að skilja orsakasamhengi þjóðfé- lagsgerðarinnar með því að „ferðast" í gegnum eigið minni. Hin persónan, Celeste, er í beinni tengslum við raunveruleikann þar sem hún vinnur við tölvuskerm í banka og sér á honum hvernig auðæfin streyma milli landa. Annars er myndin að mörgu leyti mjög huglæg og mikið um táknræn atriði í henni,“ sagði Christie. „Til dæmis verður eitt atriðið tekið upp í danssal, þar sem ég verð innan um fjölda af prúðbúnu fólki. Siðan kemur Celeste á þeysireið á hesti og „rænir" mér úr gleðskapnum. Þetta atriði á að tákna vissa uppreisn gegn ríkjandi samfélagsgerð, en verður þó auðvitað að skoðast í tengslum við myndina í heild.“ „Það er heilmikill léttir að vinna bara með konum," sagði Julie Christie að lokum. „Allt í einu er svo margt sem ekki þarf að standa í baráttu til að fá leikstjórann til að skilja. Það er góð tilbreyting.“ Leikstjórinn, Sally Potter, sagði að strax í upphafi hefði verið ákveðið að eingöngu konur stæðu að gerð „Gulls- ins“. Farið hefði verið fram á að fá Julie Christie í aðalhlutverkið vegna þess að hún nyti mikillar virðingar sem leikkona og einnig vegna þess að nafn hennar stuðlaði að því að verkið hlyti þá athygli sem æskilegt væri. Aðspurð hvort „Gull“ byði upp á einhverjar lausnir á þjóðfé- lagsvandamálum eða málefnum kvenna sagði Potter að svo væri ef til vill ekki í beinum skilningi, en a.m.k. væri gerð tilraun til að vekja athygli á því hvar skórinn kreppti. „Er þetta raunhæft hlutfall?" spurði Potter og leit yfir blaðamannahópinn, sem mættur var á fundinn og samanstóð aldrei þessu vant aðallega af konum frá hinum ýmsu fjölmiðlum. Viðstaddar kváðu upp úr um að svo væri nú ekki, hið gagnstæða væri mun algengara. Síðustu íréttir Kristín Ólafsdóttir sagði í samtali við Mbl. í gærkveldi að tökur við Langjökul hefðu gengið afar vel, þrátt fyrir slæmt veður á köflum og væri verkið komið fram úr áætlun. I gær voru tekin atriði með Julie Christie og Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, sem er aðeins þriggja ára, og sagði Kristín að sú litla hefði staðið sig frábærlega vel. hhs. Húpurinn, sem að gerð myndarinnar stendur. Fremst t.v. er Kristin Ólafsdóttir. framkvæmdastjóri „Gulls“ á íslandi. Sally Potter leikstjóri, Nita Amy framleiðandi. Babctte Mangolte, sem tekur myndina og Diane Ruston hljóðmaður. Aftari röð f.v.: Nancy Schiesari, aðstoðarkona við kvikmyndatökuna. Colctte Lafont, sem leikur aðalhlutverkið á móti Julie Christie, Rose English hönnuður, Lindsay Cooper, sem semur tónlistina, Susanne Pillsbury tæknimaður. Hilary Westlake, en hún leikur móður Julie Christic, og Julie Christie. I.jósm. Mhl.: Kmilía Tovc Ólafsson myndhög>ívari „Ég hef verið meðhöndluð sem prímadonna“ - segir Tove Ólafsson myndhöggvari, sem sýnir verk í Listmunahúsinu, en hún bjó á íslandi fyrir 28 árum „JEG IIAR folt meg som en primadonna,“ sagði Tove Ólafs- son, myndhöggvari, þegar ég spurði hana að því hvernig henni hefði liðið þessa viku. sem hún hefur dvalið á Islandi og undirhúið og opnað sýningu á verkum sínum i Listmunahús- inu við Lækjargötu. „Ég seldi öll verk mín nema eitt á opnunardeginum en það seldist daginn eftir og er þetta því besta sölusýning, sem ég hef upplifað. Ég hefði ekki trúað þessu að óreyndu. Þegar Knútur Bruun hafði samband við mig fyrir einu ári og spurði hvort ég vildi sýna á íslandi, þá fannst mér það mjög spennandi, en var ekki viss um að nokkuð yrði af því. Síðan talaði Knútur við mig aftur og afráðið var að ég sýndi hér í ágúst. Ég sagði við dóttur mína áður en ég fór hingað, að líklegast væru allir búnir að gleyma mér, ég myndi sitja ein úti í horni, enginn mundi koma að skoða sýninguna, hvað þá að nokkuð seldist. Það var öðru nær. Ég komst fljótt að því að ég á ennþá marga góða vini á íslandi og það er eins og ég hafi aldrei farið í burtu, né hafi liðið 28 ár síðan ég var hér. Þetta er stórkostleg upplifun," sagði Tove Ólafsson. Tove tjáir sig ekki aðeins í orðum heldur notar hún hend- urnar til að undirstrika það sem inni fyrir býr. Þegar hún talar um tryggð íslendinga í sinn garð, þrýstir hún krosslögðum höndum að brjósti sér eins og til að sýna hvaðan þetta trygglyndi kemur. Stuttu síðar rifjar hún það upp, þegar hún fluttist til ís- lands með þáverandi manni sín- um, Sigurjóni Ólafssyni, mynd- höggvara. „Við komum í stríðslok, það var í nóvember. Hér var allt grátt og kalt og ég kunni alls ekki við mig strax. Það var líka erfitt að yfirgefa Danmörku, fjölskyldu og vini þar. Það var eiginlega ekki fyrr en ég upp- götvaði, hvað það var stórkost- iegt að vinna myndir í íslenskan stein, að leiðindunum létti af mér. Því ef maður finnur sig í vinnu sinni, þá skiptir veðurfar og loftslag ekki máli. Ég kynnt- ist líka mörgu ágætu fólki hér, mér finnst íslendingar mjög gott fólk. Við bjuggum inni í Laugarnesi í steinhúsi, sem breski herinn hafði reist og notað hafði verið sem lyfjaverslun. Vinnustofan okkar var í bragga skammt frá. Þegar ég fór að heimsækja Sigurjón í gær, þá tók ég strætó og ætlaði að finna leiðina inn í Laugarnesið. En það var svo margt breytt og ég fann ekki leiðina hjálparlaust. Þegar við bjuggum i Laugarnesinu voru þar grænar grundir en nú eru komin þar stór umferðargata og há hús.“ Hvernig fannst henni að hitta Sigurjón aftur eftir öll þessi ár? „Það var mjög gaman. Við erum góðir vinir og eigum sam- an tvær yndislegar dætur. Mér fannst líka athyglisvert að sjá það sem hann hefur verið að gera á umliðnum árum og er ég mjög hrifin af verkum hans.“ Hefur Tove gifst aftur? „Maður giftist ekki nema einu sinni. Þegar ég kom til Dan- merkur þurfti ég að byrja alveg upp á nýtt og hafði því engan tíma til að leita mér að manni, en slíkt tekur jú tíma, ekki hvað síst vegna þess að ég er mjög sérlunduð hvað þetta varðar. Ég segi ekki að ég hafi orðið svolítið hrifin öðru hvoru, en þá sagði elsta dóttir mín: „Den vil jeg ikke have til min far“ og ekkert varð úr neinu." Tove hlær. „Ég hef alltaf átt góða vini og aldrei fundist ég vera einmana. Mér finnst mjög gott að vera ein með sjálfri mér. Dætur mínar búa líka í nágrenni við mig og ég á góða tengdasyni og fjögur barnabörn." Við víkjum að verkum hennar. „Þau verk, sem ég kom með til Islands eru öll fremur smá, því erfitt er að flytja stór verk milli landa. Ég vissi heldur ekki hvað ég mundi selja hér mikið. Mér finnst skemmtilegast að vinna að stórum verkum og nýlega fékk ég pöntun um að gera fjögurra metra háa mynd af skautahlaupara, sem verður sett fyrir framan Brönderbyhallen, sem er íþrótta- og tónleikahöll í Kaupmannahöfn. Verkin mín eru í náttúru- legum stíl en ég er lítið fyrir að gera abstraktmyndir. Högg- myndalistamenn hér á Islandi eru svo nútímalegir, að það liggur við að mér finnist ég gamaldags.“ Og Tove hlær aftur. „Ég tilheyri listahóp í Dan- mörku, sem kallar sig „Kamme- raterne" í Kaupmannahöfn og höldum við venjulega samsýn- ingu í otkóber í sýningarsal, sem er í Den Frie Udstillingsbygn- ing, sem er nálægt ósterport. Það er mjög dýrt að halda sýningar í Kaupmannahöfn og mikið fjárhagslegt hættuspil til dæmis fyrir unga listamenn, sem geta ekki áætlað hvað þeir muni selja. Ég hef verið i þessum félags- skap í 35 ár og er líklegast sú elsta í hópnum núna. Þetta er afar skemmtilegur félagsskapur og við hittumst alltaf einu sinni á sumrin hjá einhverju úr hópn- um, sumir búa út í sveit. Við sláum upp veislu, dönsum, drekkum og höfum það afar skemmtilegt. Við tölum alls ekki um listir heldur éitthvað allt annað á þessum stundum, því við erum jú bara venjulegar mann- eskjur. Ég mun ekki taka þátt í samsýningunni með félags- skapnum núna í október, því ég á hreinlega ekkert til að sýna, því allt seldist hér á íslandi!" Tove er afar lifandi persóna og það skín út úr henni mannleg hlýja. Hún er grönn, kvik í hreyfingum, hefur eiginlega fas ungrar konu enda þótt hún sé orðin 71 árs gömul. „Ég hreyfi mig mjög mikið, því ég þarf að vera að príla upp og niður stiga. Ég er líka þannig gerð að ég get borðað eins og hestur án þess að það sjáist utan á mér. Það er nú heldur ekki þægilegt fyrir myndhöggvara að vera digur. Ég hef alltaf verið hraust og haft gott vinnuþrek og þó ég sé komin nokkuð til ára minna, þá finn ég ekki svo mjög fyrir aldrinum." Tove er búin að dvelja á Islandi í viku og hefur haft mikið að gera. „Ég hef heimsótt marga vini mína en hef þó ekki getað dvalið nema stutt hjá hverjum þeirra, því ég er að fara á morgun." „Ég er búin að vera alveg nógu lengi hér og ef satt skal segja þá er ég orðin svolítið þreytt, því ég er búin að tala svo mikið, brosa svo oft, að ég held að ég sé búin með kvótann fyrir næsta hálfa árið. Ég verð því að fara heim núna, ég á ólokið við höggmynd- ina mína að skautahlauparan- um, sem ég þarf að Ijúka við fyrir ákveðinn tíma. Ég verð líka að reyna að komast niður á jörðina aftur og verða venjuleg manneskja en ekki filmstjarna eins og ég hef verið núna síðustu daga,“ segir Tove og hlær inni- lega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.