Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 43

Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 23 f. • Ásgeir Sigurvinsson lék sinn fyrsta leik með Bayern i deildar- keppninni um siðustu helgi og stóð sig mjög vel. ' Eyjamenn fylgja toppliðunum ÍBV sigraði KA í 1. deild i Gyjum á föstudagskvöldið. 1—0 urðu úrslit þessa fjöruga leiks sem hauð upp á góða skemmtun og miirg markta’kifa'ri. KA getur þvi kvatt drauminn góða um Kvrópukeppni á næsta ári en Eyjamenn fvlgja enn fast á eftir toppliðunum og munu koma verulega við sögu i lokaátökun- um sem framundan eru en þeir eiga eftir leiki við Víking, Val og Breiðablik. Eyjamenn voru sterkari aðilinn í f.h. þegar þeir léku undan sól og vindi og strax á 5. mín. opnuðu þeir vörn KA skemmtilega en Ómari Jóhannssyni mistókst í góðu færi. 11 mín. síðar fengu KA-menn gullið tækifæri til að ná forustunni. Elmar Geirsson óð þá upp kantinn og gaf vel fyrir markið, Gunnar Gíslason stökk yfir boltann sem þá barst til Ásbjörns Björnssonar. Hann komst einn að marki ÍBV en Páll Pálmason kom yel út á móti og gómaði knöttinn af tánum á Ás- birni. Laglega gert hjá Páli. Eyja- menn voru strax komnir aftur í sókn og á 19. mínútu kom markið sem, þegar upp var staðið, reynd- ist vera sigurmark þessa leiks. Þetta mark kom eftir snjalla sóknarlotu IBV, Sigurlás Þor- leifsson sendi boltann yfir til hægri á Ómar Jóhannsson sem brunaði inn að marki KA og fast og nákvæmt skot hans hafnaði í hliðarnetinu innanverðu, gott mark, góður undirbúningur. Eyja- menn voru töluvert aðgangsharð- ari það sem eftir var hálfleiksins en þrátt fyrir góð færi tókst þeim ekki að bæta við marki. Jafnvel ekki þegar einn varnarmanna KA gerði sér lítið fyrir og gaf boltann þvert fyrir eigið mark beint á tvo ísr 1:0 Eyjamenn sem þar voru fyrir óvaldaðir með öllu en ágætur markvörður KA, Aðalsteinn Jó- hannsson, bjargaði málunum á elleftu stundu. Síðari hálfleikurinn byrjaði heldur betur með tilþrifum og á fyrsta stundarfjórðungnum komu fjögur upplögð marktækifæri. Sig- urlás var á ferðinni fyrstur með stórkostlegan einleik í gegnum vörn KA eins og hún lagði sig en skoti Sigurlásar var naumlega bjargað á marklínu. Viðar Elías- son og Kári Þorleifssoii áttu báðir hörkugóð skot að marki KA en naumlega framhjá og svo átti Ásbjörn Björnsson góðan skalla rétt yfir mark IBV úr mjög góðu færi. Eftir þessi ósköp jafnaðist leikurinn nokkuð og KÁ kom meir inn í leikinn enda höfu þeir á 15. mín. skipt inn manni i sóknina en fækkað í vörninni. Þetta varð til að skerpa sóknarleik iiðsins veru- lega en aftur á móti opnaðist vörn þeirra oft á tíðum upp á gátt. Mikið fjör var í leiknum en þrátt fyrir góða tilburði og nokkur upplögð færi tókst liðunum ekki að skora. Besta tækifæri leiksins féll Sigurlási Þorleifssyni í skaut þremur mín. fyrir leikslok. Bræð- urnir Kári og Sigurlás komust tveir gegn einum í sókn, Kári lék að vítateignum, dró varnarmann- inn til sín og gaf síðan á Sigurlás sem var fyrir opnu marki en skaut hátt yfir. Óvanalegt að Sigurlási bregðist svo bogalistin í opnu færi. En sem sagt 1—0 sigur ÍBV en „Ekkert grín að vinna fast sæti í Bayern-liðinu - segir Ásgeir Sigurvinsson, sem lék á laugardaginn sinn fyrsta deildarleik meö Bayern Munchen og stóö sig mjög vel ÞAÐ TEKUR sinn tíma að komast inn í þýzku knattapyrnuna og ég er ánægöur með gang mála hingað til, sagði Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. ræddi við hann í MUnchen á sunnudaginn, en daginn áöur hafði Ásgeir leikið sinn fyrsta leik í „Bundesligunni", 1. deildinni þýzku. Ásgeir var ánægður með frammistöðu sína í leiknum og Uwe Fibelkorn, fréttaritari Mbl. í Vestur-Þýzkalandi hælir Ásgeiri mjög fyrir leikinn. Segir Fibelkorn að Ásgeir hafi byrjaö rólega en sótt sig mjög þegar á leikinn leið og verið einn bezti maður liösins. Honum var skipt útaf á 67. mínútu. Bayern vann Werder Bremen í MUnchen 3:1 að viöstöddum 45 þúsund áhorfendum. Mörkin skoruöu Deieter Hoeness (tvö) og Rummenigge. I leiknum gegn Werder Bremen tók Ásgeir stöðu Wolfgang Kraus sem tengiliður hægra megin. — Ég er alveg óvanur að leika þessa stöðu en þetta gekk bara vel hjá mér, sagði Ásgeir. Hann bætti við að seinna i leiknum hefði hann skipt um stöðu við Bernd Dúrn- berger og verið tengiliður vinstra megin. — Mín gamla staða er tengiliðastaðan á miðjunni og þar er Paul Breitner eins og kóngur í ríki sínu og stjórnar spilinu. Hann er geysilega góður leikmaður og enginn ógnar veldi hans á miðj- unni, segir Ásgeir. Hann sagði ennfremur að sú staða sem hann lék á laugardaginn væri mjög krefjandi, 90% hlaup og 10% bolti. ÁHORFENDUR TÓKU ASGEIRI VEL Sem fyrr segir var Ásgeiri skipt útaf á 67. mínútu og var sú ráðstöfun ekki vel séð hjá áhorf- endum, að sögn Uwe Fibelkorns, en þeir tóku Ásgeiri strax mjög vel. Eins og menn eflaust muna meiddist Ásgeir illa í hné í úrslitaleik belgísku knattspyrn- unnar sl. vor. — Ég er eiginlega búinn að ná mér til fulls af þessum meiðslum, finn bara til ef ég hitti boltann illa. Ég er í góðri æfingu en þar sem ég hef aðeins leikið tvo leiki vantar mig mikil- vægustu þjálfunina, sem maður fær í sjálfum leikjunum. En von- andi kemur þetta allt með fleiri leikjum, sagði Ásgeir. Aðspurður sagði Ásgeir að það væri ekkert grín að vinna sér fast sæti í jafn góðu liði og Bayern- liðið er í dag. — Bayern hefur spilað um 20 leiki í haust, æfinga- leiki, leiki gegn þekktum liðum í Æfingamótum og svo deildarleiki og unnið þá alla. Enda eru leik- mennirnir hver öðrum betri og samheldnin ótrúlega góð. Ég bíð því alveg rólegur eftir mínu tæki- færi. Ég fékk tækifæri á laugar- daginn en ég veit ekki hvort ég verð í liðinu þegar við mætum Fortuna Dusseldorf á miðvikudag- inn. Um næstu helgi leikum við í bikarkeppninni og förum síðan á æfingamót hjá Real í Madrid. Þar mun ég örugglega leika, því Breitner og Rummenigge leika þá vikuna með þýzka landsliðinu. GOTT AÐ BÚA í MUNCHEN Að sögn Ásgeirs hefur honum og Ástu Guðmundsdóttur unnustu hans verið tekið mjög vel í Múnch- en. Félagið útvegaði þeim nýtt raðhús og þau eru smám saman að ná tökum á þýzkunni. Ásgeir sagði að gott væri að búa í Múnchen, fólkið væri afar vingjarnlegt en dýrtíð væri þar óskapleg. Þrátt fyrir það smellti Ásgeir sér á nýjan bíl, Porche 930 turbo. Ás- geir sagði ennfremur að leikmenn" Bayern héldu miklu meira hópinn en hann hefði átt von á, þeir færu út að borða saman með konum og kærustum og svo hefði liðið farið saman í tvær veiðiferðir, svo dæmi væru nefnd. Skipulagning á öllu hjá sjálfu félaginu væri stór- kostleg og í því efni væri ekki um neinn samanburð að ræða við belgísku knattspyrnuna, þar sem Ásgeir lék áður. Þjálfari Bayern er ungverskur, Pal Csernai, hreint frábær þjálf- ari að mati Ásgeirs en lítið fyrir að tala eða blanda geði við leik- mennina. Eftir leikinn á laugar- daginn kom Csernai til Ásgeirs, klappaði honum á öxlina og kink- aði kolli, það mun vera sú mesta viðurkenning sem hann lætur í ljós eftir leiki, svo Ásgeir má vel við una. RUMMENIGGE SÁ BEZTI Að síðustu var Ásgeir spurður að því hvort eitthvað eitt atriði hefði komið honum sérstaklega á óvart hjá hans nýja og heims- fræga félagi og hann svarar að bragði. — Það hefur ýmislegt komið mér á óvart en ekkert eins og Karl Heinz Rummenigge. Ég hafði séð hann í sjónvarpi og vitað að hann væri góður leikmaður. En ég hafði aldrei ímyndað mér að hann væri eins rosalega góður og hann er. Hann hefur hreinlega allt sem prýða má einn knattspyrnu- mann, hraða, leikni og skothörku. Ef hann sleppur laus í vítateign- um getur ekkert stöðvað hann. Rummenigge er örugglega lang- bezti knattspyrnumaður sem ég hef nokkru sinni séð. - SS. • bjálfari Bayern Csernai ásamt Ásgeiri og Bertram Beierlorzer. tölur eins 4—2 hefðu gefið réttari mynd af gangi leiksins. Kári Þorleifsson var besti mað- ur ÍBV, barðist óhemjuvel, kom vel aftur og sótti boltann og skapaði mikinn usla í vörn KA. Sigurlás Þorleifsson, Gústaf Bald- vinsson og Þórður Hallgrímsson áttu allir góðan dag. AfhraKAsKÓAur dómari þcssa lciks var (írctar Ntiróíjt»ró. í stuttu máli: IIclKafcllsvollur 1. dcild. ÍBV - KA l-ft(l-O). Mark ÍBV: Ómar Jóhannsson 19. min. ÁminninKar: Jóhann Jakohsson KA ok Jóhann GcorKsson ÍBV sáu Kult. Domari. (írctar NorÓfjdrd. — hkj. Lið ÍBV: Páll Pálmason 6, Ágúst Einarsson 6, Viðar Elíasson 6, Þórður Ilallgrímsson 7, Valþór Sigþórsson 6, Snorri Rútsson 6, Gústaf Baldvinsson 7, Jóhann Georgsson 6, Sigurlás borleifsson 7. Kári borleifsson 8, Omar Jóhannsson 6, Helgi Einarsson (vm.) lék aðeins í 5 min. Lið KA: Aðalsteinn Jóhannsson 6, Steinþór bórarinsson 5, Guðjón Guðmunds- son 7. Haraldur Haraldsson 6. Erlingur Kristjánsson 6. Gunnar Gíslason 6, Elmar Geirsson 6, Eyiólfur Ágústsson 7, Hinrik bórhallsson 6. Jóhann Jakobsson 6, Ásbjörn Björnsson 7. Gunnar Blöndal (vm.) 6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.