Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 23
31 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 Renault ómars og Jóns hverfur í vatnsausturinn á Fjallabaksleid. Hafsteinn og Kári velta vöngum yfir refsitíma á einni sérleiðinni, óku þeir greitt síðasta daginn, en náðu ekki að vinna upp forskot sigurvegaranna, þrátt fyrir góða tilraun. John Haugland og Jan Bohlin á fullri ferð, þeir urðu að láta sér lynda 3. sæti. Ómar svaf með heyrnarhlífar AÐ LOKINNI keppni i Ljóma- rallinu tók fréttamaður Morg- unhlaðsins Jón Ragnarsson tali og var hann fyrst spurður hvað hann vildi segja um rallið i heild sinni. — Þetta var fint, mjög gott og skipulagið alveg frábært. Engin vandræði eða leiðinda- mál og keppnisstjórn á þakkir skildar. — Hvernig gekk að komast í i?egn. — Það gekk áfallalaust að mestu, að vísu bakaði bíllinn okkur vanda á Kili á föstudegin- um og svo aftur á Fjallabaksleið á laugardag, gekk í bæði skiptin aðeins á þremur cylindrum vegna raka. í fyrstu héldum við að bilunin væri fundin, en hún kom ekki í ljós fyrr en á ferjuleið við Meðalland. Tókst okkur ásamt viðgerðarmönnum að lag- færa það nokkru seinna, vatn hafði komist ofan í eitt kerta- hólfið, og ekki furða þó bíllinn næði ekki fullri vinnslu. Töpuð- um við geysilegum tíma á þess- um vandræðum en það kom ekki að sök. — Voruð þið ekki svefnlitlir á meðan á rallinu stóð? — Jú, næturnar fóru mikið til ofan garðs og neðan, ég svaf ansi lítið eða fjóra tíma hvora nótt, en Ómar örlítið meira. Innskot: Þess má geta að Ómar kvaðst ekki sofa öðruvísi en með heyrnarhlífar á eyrum, þegar rallkeppni væri. Einnig hvílir hann sig stundum á ferju- leiðum ef tími gefst til og skellir þá hlífunum á sig og líður útaf á svipstundu. — Hvernig voru taugarnar síðasta daginn, nú áttu þeir Hafsteinn og Kári möguleika á því að ná ykkur á tíma? — Taugarnar voru í lagi, en við vissum að við þyrftum að gæta þess að halda „Haffa“. Ákváðum við að aka stíft en þó örugglega, enda ekkert vit í því að ofkeyra bílinn og taka áhættu. Ekki þarf meira en eina yfirsjón til að allt fari úrskeiðis og því hleyptum við Hafsteini framúr í tvígang, þegar hann var búinn að draga okkur uppi. Héldum við okkur þó í nægilegri fjarlægð til að missa ekki of mikinn tíma, t.d. ef dekk spryngi eða þessháttar. Keppnin í heild var bæði spennandi og drengileg og verður gaman að sjá hvernig næsta keppni verður. Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins; Reynt að vekja tortryggni á réttarfari í landinu Athugasemdir við blaðaskrif séra Jóns Bjarman og Dagblaðsins í Dagblaðinu 17. þ.m. er birt viðtal við séra Jón Bjarman, fangaprest. Fjallar það einkum um rannsóknir á vissum þáttum er varða svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál, eða rannsókn á því, hvort fangar, sem við málin voru riðnir, hafi verið beittir harðræði á meðan á gæzluvarðhaldi þeirra stóð og það haft áhrif á játningar þeirra. I nefndu viðtali prestsins heldur hann því fram, að rann- sóknin hafi verið vilhöll og í leiðara Dagblaðsins 19. þ.m. er tekið undir þetta og því haldið fram, að af hálfu dómsmálaráðu- neytisins sé rannsóknin gerð til að eyða málinu. Með rannsókn, sem alls ekki var óvilhöll hafði dóms- málaráðuneytið naumlega komist fyrir horn, svo notuð séu orð Dagblaðsins. Þá er ég vegna stöðu minnar sem vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins talinn ámælisverður fyrir að taka að mér rannsókn máls þessa. Vegna ummæla þessara þykir mér ástæða til að taka fram eftirfarandi: Hinn 6. mars 1979 fór Jón Oddsson hrl., þess á leit við ríkissaksóknara, að gæzlufangan- um Sævari Marinó Ciesielski, yrði gefinn kostur á að gefa frekari skýrslur varðandi sakarefni hæstaréttarmáls nr. 214/1978 svo og að leggja fram kærur og skýrslur vegna harðræðis, er hann teldi sig hafa verið beittan í fangelsinu í Síðumúla í Reykjavík og af hendi rannsóknaraðila máls- ins. Að tilhlutan ríkissaksóknara var Sævar Marinó kvaddur til skýrslugjafar vegna þessa hinna 6. apríl 1979. Auk undirritaðs, sem stýrði fyrirtektinni voru einnig viðstaddir ríkissaksóknari, Jón Oddsson, hrl., og Guðmundur Guðjónsson, rannsóknarlögreglu- maður. Var því þá beint til Sævars Marinó að leggja fram skriflega greinargerð um þau atriði, sem hann teldi nauðsynlegt að tekin yrðu til rannsóknar. Rannsóknar- lögreglu ríkisins barst síðan þann 7. maí 1979 bréf Jóns Oddssonar, hrl., ásamt ódagsettu bréfi skjól- stæðings hans, þar sem hann gerir nokkra grein fyrir kæruefnum sínum. I bréfinu beiddist Jón Oddsson, hrl., þess og „að fá inn í rannsóknina kærubréf séra Jóns Bjarman, er hann sendi dóms- málaráðuneytinu, svo og skýrslur hjá Ásgeiri Friðjónssyni, saka- dómara, varðandi framburði ákærðu." Með bréfi dagsettu 10. maí 1979 sendi rannsóknarlögreglustjóri ríkisins dómsmálaráðuneytinu ofangreind gögn til meðferðar með vísan til 8. gr. laga nr. 108, 1976 um rannsóknarlögreglu ríkis- ins, sbr. 3 gr. laga nr. 5, 1978, þ.e. að rannsóknarlögreglustjóri víki sæti í málinu. Ef svo er, ber dómsmálaráðherra, samkvæmt fyrrnefndri 8. gr. laga nr. 108,1976 að skipa vararannsóknarlögreglu- stjóra eða annan löghæfan mann til meðferðar þess máls. Samkvæmt því var ég skipaður til þessa starfs og fór með lög- reglurannsókn í málinu eftir að ríkissaksóknari hafði mælt fyrir um rannsóknina og afmarkað rannsóknarefnið. Sú ákvörðun mín að verða við ósk dómsmála- ráðuneytisins að taka að mér þessa rannsókn, skv. skipunar- bréfi dags. 30. mái 1979, er mál, sem ég rökræði ekki við Dagblaðið eða séra Jón Bjarman. Þar er um ákvörðun að ræða, sem ég á eingöngu við samvizku mína og embættisheiður. Rannsókn þessi leiddi ekki til sérstakra aðgerða af hálfu ákæru- valds, en lá fyrir Hæstarétti við flutning fyrrnefnds hæstarétt- armáls nr. 214/1978. Áður en vikið verður að niður- stöðum Hæstaréttar um rann- sóknina er rétt að tilfæra hér álit Jóns Oddssonar, hrl., um skipun mína til að fara með rannsókn málsins, en í 170 tbl. 5. árg. Dagblaðsins 28. júlí 1979 segir svo m.a.: „Ég hef ekki ástæðu til að finna að skipan Þóris Oddssonar, vararannsóknarlögreglustjóra til að rannsaka umkvörtunaratriði gæzlufanga á starfsaðferðum rannsóknardómara, rannsóknar- lögreglumanna og fangavarða í svonefndum Geirfinns- og Guð- mundarmálum," sagði Jón Oddsson, hrl., réttargæzlumaður Sævars Ciesielskis. Formleg rannsókn hófst þann 5. september 1979 og var Jón Oddsson, hrl., viðstaddur 40 skýrslutökur, en fjarstaddur 3 sinnum. I lok rannsóknar er eftir- farandi bókað: „Mánudaginn 8. 10. 1979 kl. 19:15 eru mættir á skrif- stofu RLR að Auðbrekku 61, Kópavogi, Pétur Guðgeirsson, fulltrúi ríkissaksóknara, Jón Oddsson, hrl., Þórir Oddsson, skipaður rannsóknarlögreglu- stjóri, og Guðmundur Guðjónsson, rannsóknarlögreglumaður. Jón Oddsson, hrl., er að því spurður hvort hann hafi einhverj- ar athugasemdir fram að færa vegna rannsóknar þessarar áður en málið verður sent ríkissaksókn- ara til umfjöllunar, en það verði gert innan tíðar. Jón Oddsson, hrl. tekur fram eftirfarandi: „Ég get fallist á ofangreinda afgreiðslu málsins og vil jafn- framt taka fram, að ég tel rannsóknaraðila málsins hafa vandað mjög til allra vinnu- bragða svo til fyrirmyndar er. Jafnframt vil ég geta þess, að ávallt hefur verið leitað samráðs við mig og mér gefinn kostur á að vera viðstaddur yfirheyrslur og viðræðufundi. Hins vegar tel ég, að rannsóknin hefði átt að ná til fleiri þátta málsins og er áskilinn fullur réttur-til frekari krafna í þá átt. Áður en skjöl málsins verða send áfram, óska ég sérstaklega eftir því, að aflað verði upplýsinga um heilsufar skjólstæðings míns um- rædd tímabil svo og lyfjagjöf. Tel ég þetta mjög mikilvægt m.a. með hliðsjón af upplýsingum frá séra Jóni Bjarman." Vegna síðustu málsgreinar skal það tekið fram, að ríkissaksóknari hlutaðist til um, að upplýsinga um heilsufar og lyfjagjöf allra ákærðu var aflað. Svo sem áður hefur verið rakið mælti ríkissaksóknari í upphafi fyrir um rannsóknina og afmark- aði rannsóknarefnið. Af þeim sök- um urðu eigi tekin til rannsóknar öll þau atriði, sem Sævar Ciesi- elski eða verjandi hans óskuðu eftir þar sem þau vörðuðu efnis- atriði máls, sem dómur hafði þegar gengið um í héraði. Má hvarvetna finna því stað í rann- sóknargögnum, hvers vegna eigi voru tekin til rannsóknar sum þau atriði, sem nefnd voru í bréfum og greinargerðum ákærða. Þess ber einnig að geta, að áður en héraðsdómur gekk, fór einnig þar fyrir dómi fram ítar- leg rannsókn á ka'rum um ætlað harðræði. Sú rannsókn leiddi ekki heldur til séraðgerða af hálfu ákæru- valds. Er að báðum þessum rannsókn- um vikið í dómi Hæstaréttar í fyrrnefndu máli, sem kveðinn var upp 22. febrúar 1980 og þykir rétt að tilfæra atriði úr niðurstöðum Hæstaréttardómsins, en þar segir svo m.a. sbr. Hrd. LI,1 bls. 90: „Eftir uppsögn hins áfrýjaða dóms hefur verið háð framhalds- lögreglurannsókn að ósk ákærða Sævars, vegna þess að hann taldi sig hafa verið beittan harðræði við rannsókn málsins. í tilefni þessa fól dómsmálaráðuneytið hinn 30. maí 1979 vararannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins að annast meðferð málsins sem rannsóknarlögreglu- stjóri, sbr. 8. gr. laga nr. 108/1976 og 3. gr. laga nr. 5/1978. Með bréfi ríkissaksóknara 23. ágúst 1979 til vararannsóknarlögreglustjóra var mælt fyrir um rannsóknina og rannsóknarefnið markað." Og síðar á bls. 97: „Svo sem greint er hér að framan, hafa ákærðu Sævar og Tryggvi staðhæft, að rannsókn- armenn og fangaverðir hafi beitt þá harðræði í því skyni að knýja þá til játninga. Ákærði Kristján ber hins vegar fyrir sig, að rannsóknarmennirnir hafi haft óeðlileg áhrif á þá ákærðu í því skyni að samræma framburði þeirra. Þegar hin rækilega rannsókn bæði fyrir og eftir uppsögu hér- aðsdóms varðandi meint harðræði og ólögmæta rannsóknarhætti er virt, verður ekki séð, að játningar ákærðu hafi verið fengnar með ólögmætum aðferðum af hálfu þeirra, er fóru með rannsókn málsins. Kinnhestur sá, sem sann- að er, að fangavörður hafi lostið ákærða Sævar, var greiddur hon- um 5. maí 1976 við samprófun, alllöngu eftir að þessi ákærði játaði atferli sitt að Hamarsbraut 11. Játningar hinna ákærðu komu fram í skýrslum þeirra í janúar 1976 og voru endurteknar síðar bæði fyrir rannsóknarlögreglu og á dómþingum að viðstöddum verj- endum þeirra Kristjáns og Tryggva." Með vísan til þess, sem að framan er rakið, vísa ég alfarið á bug þeim athugasemdum og dylgj- um, sem bornar hafa verið fram af hálfu séra Jóns Bjarman og rit- stjórn Dagblaðsins um vilhalla og hlutdræga rannsókn máls þessa. Ég hef hér að framan drepið á nokkur þau atriði, sem að mínu áliti skipta höfuðmáli ef leggja á dóm á rannsókn þá, sem ég framkvæmdi. Ég hef hins vegar ekki hirt um að ræða hér sérstak- lega þátt séra Jóns Bjarman í þessu upphlaupi Dagblaðsins. Embætti það er hann gegnir sem fangelsisprestur er það mikilvægt, að hryggilegt er til þess að vita, að frá honum komi slíkar athuga- semdir, sem eru til þess fallnar að gera réttarfarið í landinu tor- tryggilegt. Hvatir Dagblaðsins í þessu efni eru hins vegar alveg auðsæjar. Reykjavík, 24. ágúst 1981. bórir Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.