Morgunblaðið - 25.08.1981, Page 26

Morgunblaðið - 25.08.1981, Page 26
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 Tveir vestur-þýzkir piltar skrifa og segjast vilja skrifast á við íslenzkar stúlkur á aldrinum 17 til 20 ára. Þeir geta ekki eigin aldurs: Frank Riedel, Amselstrasse 28, 2200 Elmshorn, W-Germany og Steffen Siclaff, Holzweg 47, 2200 Elmshorn, W-Germany. Fimmtán ára sænsk stúlka óskar eftir pennavinum á aldrinum 14 til 17 ára. Tónlist, ferðalög, bóka- lestur, bréfaskriftir o.fl. eru meðal helztu áhugamála hennar: Annika Söderberg, Risvágen 12. S-29034 Fjálkinge, Sverige. Norsk 38 ára húsmóðir óskar eftir bréfaskiptum við íslenzkar konur. Hún á tvær ættleiddar dætur, 11 og 12 ára stúlkur frá Kóreu: Lillian Jensen. Ililton 150 B N-2040 Klöfta, Norge. Tvítug japönsk stúlka hefur áhuga á tónlist, matreiðslu og að eignast islenzka pennavini: Tomoko Konishi. 3—7 Kitamemachi, Sendai-city 980, Japan. Tvítug frönsk ungfrú skrifar á mjög góðri ensku og segist hafa hrifizt svo af landi voru við að horfa á sjónvarpsþætti í heima- landi sínu nýverið, að hún á enga ósk heitari en að komast í penna- samband við jafnaldra sína hér á landi. Hún býr í litlum bæ í Normandy og hefur hin margvís- legustu áhugamál: Ilélene Lcfebvre, 150 Avenue de Nice, 76230 Bois Guillaume, France. Ung dönsk stúlka, sem hefur áhuga á íþróttum, dansi, tónlist o.fl., óskar að komast í bréfasam- band við íslenzkar stúlkur á aldr- inum 12 til 14 ára. Susanne Risager, Kirkevangen 12, 8420 Knebel, Danmark. Hvern einasta dag, daprast sólskin sumarsins við fréttir frá hinu forna menningarlandi, Persíu, sem nú kallast Iran. Nær hvern föstudagsmorgun og einnig aðra daga eru þar fjöldamorð framin á vegum klerka og stjórnenda. Allt á það að vera í nafni Allah — hins eina sanna Guðs. Og þótt ótrúlegt sé, væri líklega hægt að finna þessum firnum haturs og grimmdar, hefnda og djöfulæðis forskrift og réttlætingu í sjálfri biblíu krist- inna þjóða. Sumir kristnir menn, meira að segja háttskrifaðir guðfræð- ingar og góðar hugsandi konur, telja þar allt ritað fingri hins alvalda Guðs, þrátt fyrir yfirlýs- ingar Jesú um hið gagnstæða. Það er of langt mál fyrir þessa stuttu hugleiðingu um baráttu gegn hinu illa. Fyrirsögn þessarar greinar „Við gluggann" er ein þessara mótsagna ritninganna og sú, sem mest virðist dáð af því veslings, djöfullega gamalmenni, sem í sínu hatursbrjálæði gerir þjóð sína, sem gæti verið ham- ingjusömust í heimi, aumasta allra og landið sitt auðuga, fornfræga og fagra að helvíti á jörðu. Það geta auðvitað allir brjálast. En hættulegust er sú brjálun, sem verður hópsefjun. Þar eru dæmin frá síðustu heimsstyrjöldum deginum ljós- ari. Og hópsefjun, fjöldablinda er bezt vakin og efld með tilvitnun í svonefndar helgar ritningar. Rangtúlkun á þeim og bókstafs- blinda lesenda er því hættan mesta á örlagatimum mannkyns. Þar gætu margir svonefndir trúmenn átt mikla sök. Einu sinni var kristin kirkja á svipuð- um refilstigum og „Islam" nú í íran. Og til er fólk meira að segja bæði greint og gott hér á yztu norðurslóð, sem telur sig geta fullyrt samkvæmt biblíunni, sem er að mörgu leyti, einkum Gamla-Testamentið, móðir Kór- ansins, að einungis 144 þúsundir sálna muni bjargast á dómsdegi, þegar Guð sjálfur láti sína aftökusveit hrinda öllum hinum milljónum milljóna, kynslóð eft- ir kynslóð í ginnungagap heljar! Þetta eiga samt að vera börnin hans, þessa „góða“ og „vitra" alföður, guðfræðinganna. Hann hve nú samt ætla að þyrma einhverjum í viðbót vegna kross- festingar sins bezta sonar. Huggun það! Hér skal á þetta bent einmitt til að sýna fram á, hve fjarlægð þessara „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ kenn- inga er mörg þúsund mílur frá Kristi og kenningum hans. Enda var hann gæddur nægri dirfsku og vizku til að afneita þeim algjörlega í ræðum sínum, þótt þær væru lögmál í hans eigin biblíu, og hjá hans eigin þjóð. Um slík fræði viðhafði hann sérstakt orðalag í hógværð sinni: „Þér hafið heyrt að sagt var, en ég segi yður allt annað." Og þarna sagði hann: „Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanni. Slái einhver þig á vinstri vanga, þá snúðu einnig þeim hægri að honurn." Fjarstæða, en samt kristinn dómur. Og hann sagði annað enn fjarstæðara að dómi spekinga styrjaldafársins. Um illgresið og góðgresið á akrinum sagði hann: „Látið hvorttveggja vaxa sam- an til kornskurðardags," þá að- skilst það af sjálfu sér að dómi lífsins sjálfs, og heilbrigðrar skynsemi, mætti bæta við. Hér er Jesús eins og alltaf svo himinhátt yfir öllu, sem jafnvel helztu spekingar Gamla-Testa- mentisins, þrátt fyrir alla þess vizku, gátu teygt sig á sínum stærstu stundum. Það er meira fagnaðarefni en flesta grunar á þessu afmæli kristniboðs á íslandi, að þessari litlu þjóð hefur oft á örlaga- stundum tekizt að eiga meira af kristindómi Friðriks biskups hins saxneska en hefndarhug Þorvaldar víðförla, hinna fyrstu kristniboða íslands. Það sannar einmitt frelsi og farsæld líðandi stundar, þar sem ein helzta vinaþjóð íslands nú, er einmitt sú, sem vitandi eða óvitandi kúgaði og rændi um aldaraðir að ýmissa dómi. Við gætum verið í sporum Ira og Englendinga nú eða borist á banaspjót eins og valdhafar í íran þessa daga, ef ekki hefði komið til forystu jafnkristnir menn og prestssonurinn frá Rafnseyri á sínum tíma eða samningamenn í landhelgismál- um, þótt engir þeirra væru með réttlæti hins svokallaða „Guðs orðs“ fræðimanna á vörum. „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn,“ er í anda og sannleika lögmál og yfirskrift haturs og hefnda, harma og þjáninga, eyði- leggingar og eyðingar. Það er helstefna heimsku og grimmdar, stöðnunar og dauða. Sönn þróun lífs á jörðu er frelsun mannsins frá hinum þungu og sáru byrðum barátt- unnar við óvini, nema þá með óbeinni andstöðu í þolgæði og með því að launa illt með góðu. Þar virðist einn maður á þessari öld heimsstyrjalda hafa komizt lengst, sem brautryðj- andi og fyrirmynd í fótspor Krists og til fullkomnunar kristnum dómi í samskiptum þjóða og stjórnenda. Það var Mahatma Gandhi. Hve mörgum milljónum mannslífa hann hefur bjargað verður aldrei útreiknað í nokkurri tölvu eða reiknivél, hvað þá heldur það, sem aldrei verður talið, eins og þjáningar, sorgir, hatur og hefndir, sem af styrjöldum leiðir. fregnir frá íran, írlandi, Afghanistan og fleiri löndum. sem nú eru erindi dagsins, ættu sannarlega um- fram allt að hvertja fólk til frelsis úr bókstafsþrældómi alls konar trúarbragða og guðfræð- inga, sem þykjast geta sett sig í hásæti sem fulltrúar alls konar guða. Þar gildir til gæfu hinn frjálsi kraftur Krists, sem segir um andstæðinga sína: „Þeir vita ekki hvað þeir gera.“ Auðvitað verður að vernda sig gegn þeim á viturlegan hátt, en aldrei með hatri, pyntingum og aftökum. „Þeir, sem með vopn- um vega, munu fyrir vopnum falla" er eitt af sígildum orðum Jesú. Sú manngöfgi hins frjálsa lífs, sem Kristur boðaði mun í fram- tíð fullvissa mannkyn jarðar um það, að allar yfirlýsingar, hvort sem þær eiga upphaf að rekja til „helgra ritninga" eða stórmenna allt frá Móse til Maós, allar fyrirskipanir, sem fela í sér hefndir og dauða, eru heimsku- legar, eitraðar og skapa áfram- haldandi böl, eymd og þjáningar. Fjandskapur sigrar aldrei fjaldskap. Það getur góðvildin ein í öllu sínu umkomuleysi. Margfalt meira vinnst með blíðu en stríðu. Einn helzti fræðimaður Nýja- Testamentisins, sá, sem margir telja að ýmsu leyti næstan Jesú sjálfum, sagði um sína ritningu, þrátt fyrir alla aðdáun og lær- dóm. Það var Páll postuli: „Bókstafurinn deyðir. Andinn lífgar." Ætlar nú heimurinn að fylgja bókstaf Khomeinis erkiklerks eða kærleiksanda Krists? Það gerir gæfumuninn um alla framtíð. „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar J^þjónusta^ Ljósborg hf. er flutt aö Laugavegi 168. Brautar- holtsmegin. Ljósprentun — fjöl- ritun. Bílastæði. Sími 28844. Ljósritun — smækkun Fljót afgreiðsla. Bílastæði. Ljósfell, Skipholti 31. sími 27210. Víxlar og skuldabréf í umboðssölu. Fyrirgreiðsluskrifstofan, Vestur- götu 17, sími 16223, Þorleifur Guðmundsson, heima 12469. \ húsnæói ; L Keflavík Höfum til sölu rúm- góöa 2ja herb. íbúö viö Máva- braut í mjög góöu ástandi. Sér inngangur. Losnar fljótlega. 4ra herb. sérhaaöir viö Austurbraut, og Hringbraut. Vandaö viölaga- sjóöshús meö vel rœktaöri lóö. Njarövík 2ja herb. íbúö tilbúin undir tréverk. Afhendist strax. Sandgeröi Einbýlishús í smíðum. Fullfrá- gengiö að utan. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. ; félagslíf \ • 4 1 Filadelfia Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason EEQnAEFI AG 3- Síöasta ferö tll Hveravalla /jpfAA rcnUArcLAvj helgina 28 ágúst _ 30 ágúst ISLANDS Ath.: í þessari ferö verður enn- ai ni i^ati o fremur gengiö á Hrútfell. 0LDUG0TU 3 4. Síöasta miövikudagsferö f SÍMAR 11798 og 19533. ►)essu sumri 26 * agust kl. 08. — Ferðafélag islands 1. Norður fyrir Hofsjökul 27 — 30 ágúst (4 dagar). Eklö norður Kjöl og suöur Sprengisand. Gist í húsum. 2. Berjaferö 4. sept. — 6. sept. Gist í húsi. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Aukavinna Okkur vantar fólk til þrifa á flökunarvélum, eftir vinnutíma á kvöldin. Uppl. hjá verkstjóra í síma 21400 og 23043. Atvinna Starfsfólk vantar til starfa, hjá Hraðfrysti- stöðinni í Reykjavík. Unnið eftir bónuskerfi, keyrsla í og úr vinnu. Mötuneyti á staðnum. Uppl. veitir verkstjóri í síma 21400 og 23043. Aðstoð óskast á tannlækningastofu frá 1. sept. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist augl.deild Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „T — 1830“. ~ H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.