Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
35
Daginn sem þátttakendur koma til Bandarikjanna hittast þeir i aðalstöAvum Sameinuðu þjóðanna. Á
myndinni eru, e( grannt er skoðað, islensku þátttakendurnir i hópnum, þau Sigriður Pétursdóttir,
sérkennari, Bragi Benediktsson, félagsmálastjóri, og Kolbeinn Pálsson, starfsmaður Æskulýðsráðs
Reykjavikur.
Félagsmálanámskeið
í Bandaríkjunum
SÍÐUSTU 20 árin hafa nær 40
íslendingar tekið þátt í fjög-
urra mánaða námsdvöi í
Bandaríkjunum á vegum CIP
(Council íor International
Programs). Slíkar námsferðir
eru ætlaðar fólki sem vinnur
að félagslegum störfum, bæði
sem sjálfhoðaliðar eða að at-
vinnu, starfsfólki félagsmála-
stofnana og þeim sem hlynna
að fólki með scrþarfir.
Um þessar mundir er aug-
lýst eftir umsóknum fyrir
námsdvölinni vestra sumarið
1982 sem er frá aprillokum
fram í ágústlok.
Dvölin vestra skiptist í
tvennt. Fyrstu vikurnar búa
þátttakendur hjá gistifjölskyld-
um og sækja fyrirlestra í há-
skólum þar sem þeir búa. Síðari
vikurnar vinna menn á stofnun-
um svipuðum þeim og þeir
starfa við heima. Dvölin vestra
er ókeypis og jafnvel lagðir til
vasapeningar enda eru þátttak-
endur í vinnu hluta af tímanum.
Flestir hafa og fengið ferða-
styrki.
Um 200 manns frá um 100
löndum koma ár hvert til náms-
dvalar á vegum CIP.
Það er almennt álit þeirra
íslendinga sem sótt hafa þessi
námskeið, að þau hafi veitt
margvíslega innsýn og reynslu
bæði starfslega og persónulega,
enda er náið samstarf með fólki
af ólíkasta bakgrunni og takast
oft góð kynni með þátttakend-
um.
Islensku þátttakendurnir
hafa myndað með sér samtök til
þess að annast fyrirgreiðslu við
CIP hérlendis. Starfshópurinn
sem í ár annast undirbúning og
val væntanlegra þátttakenda
ársins 1982 veitir allar nánari
upplýsingar, en hann skipa:
Bergljót Líndal, hjúkrunar-
forstjóri, Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, Jóna Hansen,
Reykjavíkurdeild Rauða kross-
ins, Jón Bjarman fangaprestur,
Tómas Einarsson kennari,
Kristjáh Sigurðsson, Unglinga-
heimili ríkisins, Kópavogi,
Bernharður Guðmundsson,
Biskupsstofu.
Umsóknareyðublöð fást hjá
Fulbright-stofnuninni, Nesvegi
7, Reykjavík. Umsóknarfrestur
er til 7. september.
Gólfteppi — Utsala - - Gólfteppi
Seljum í dag og næstu daga gólfteppabirgöir okkar á stórlækkuöu
veröi. Allt á aö seljast. Borgarás, Sundaborg 7. Sími: 81044.
Evrópumót
í hestaíþróttum
Ákveðiö hefur verið, vegna fjölda áskorana, að efna til aukaferöar á
Evrópumótið í hestaíþróttum í Larvik í Noregi. Farið veröur út föstudagsmorgun
og komiö heim mánudagskvöld. Feröin kostar 2.950 með ökuferðum að og frá
Larvik.
Unnt er að útvega örfá gistirúm á beztu hótelum í Larvik á kr. 170—215 per.
nótt eöa svefnpokapláss, 4—6 manna standhúsum á kr. 40 per. nótt.
Aðeins 50 sæti fáanleg
En þegar er einhverju af því ráðstafað.
Hvetjum íslenzku sveitina til afreka.
í Larvik er þessa dagana sól og hiti. Hittumst í Larvik.
Skráningu lýkur í síöasta lagi kl. 6, miövikudaginn 26. ágúst.
Síminn er 30178.
Nýtt — nýtt
frá Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð, pils og blússur.
Frá ítalíu angorapeysur.
Glugginn, Laugavegi 49.
SIEMENS
BÁTAR
UTANBORÐSMÓTORAR
mánuðum
Viö bjóðum nokkra TERHI báta og CHRYSLER
utanborðsmótora meö þessum kjörum næstu daga.
Stæröir á bátum: 8 fet — 12Vi fet og 14’/2 fet.
Mótorar: 4 — 6 — 7,5 — 9,9 — 15 og 20 hestöfl.
Mjög takmarkað magn.
Vélar & T® ki hf.
TRYGGVAGATA 10 BOX 397
REYKJAVlK SlMAR. 21286 - 21460