Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
Evrópumót íslenskra hesta:
EINS OG FRAM hefur komið í fréttum var nýlega valið
lið það er keppir fyrir íslands hönd á Evrópumóti
íslenskra hesta sem fram fer í Noregi dagana 29. — 31.
áxúst nk.
Þeir, sem valdir voru, eru allir nokkuð reyndir
reiðmenn. Allir hafa þeir keppt á Evrópumótum áður, að
undanskiidum tveimur knöpum. Segia má, að þeirra
reyndastur sé Reynir Aðalsteinsson, en hann hefur
keppt á öllum Evrópumótum sem haldin hafa verið, en
þau eru fimm talsins.
Árangur íslendinjja á þessum mótum hefur verið mjöK
KÓður hin seinni ár, og óhætt mun að fullyrða, að fá eða
enjíin landslið íslands í öðrum íþróttaj?reinum hafa átt
jafnmikilli velj?engni að fagna í keppni við aðrar þjóðir
og landslið hestaíþróttarinnar. I>ví til sönnunar má
nefna hér nokkra punkta um frammistöðu íslands á
þessum vettvangi.
í Austurríki 1975 má segja aö
velgengni íslands í þessum mótum
hafi byrjað. Þá sigraði Reynir
Aðalsteinsson í tölti á Degi frá
Núpum og á sama móti sigraði
Albert Jónsson í hlýðniæfingum á
Ljóska frá Hofsstöðum. Var sá
sigur sætur, því íslendingar voru
þá hálfgerðir nýgræðingar í
hlýðniæfingum. í Danmörku 1977
var frammistaða okkar manna
stórglæsileg. Þá varð Sigurður
Sæmundsson Evrópumeistari, en
það verður sá keppandi er flest
stig fær samanlagt á mótinu.
Einnig var um fjórfaldan íslensk-
an sijpar að ræða í skeiðinu og var
Sigurður þar í fyrsta sæti á Leikni
frá Dýrfinnustöðum, annar varð
Sigurbjörn Bárðarson á Gými,
þriðji Ragnar Hinriksson á Gretti
og fjórði Reynir Aðalsteinsson á
Stokkhólma-Blesa. Sýndu íslend-
ingarnir mikla yfirburði í skeiðinu
og má segja að þar stöndum við
feti framar en aðrar þjóðir.
í Hollandi 1979 veiktust allir
hestar íslenska liðsins eins og
alþjóð er kunnugt. Leit út fyrir, að
íslensku knaparnir yrðu á áhorf-
endabekkjunum í það skiptið. En
þá brugðust Þjóðverjar fljótt og
vel við og lánuðu íslendingum
fjóra hesta sem sóttir voru með
hraði til Þýskalands. Var hér um
að ræða hesta sem ekki komust
inn í þýska liðið. Var almennt
talið að jslendingar ættu enga
möguleika á verðlaunum, þar sem
þeir höfðu aldrei komið á bak
þessum hestum áður og jafnvel
aldrei séð þá fyrr.
Fjórir íslendingar, þeir Sigurð-
ur Sæmundsson, Ragnar Hinriks-
son, Reynir Aðalsteinsson og Að-
alsteinn Aðalsteinsson komu
skemmtilega á óvart með þvi að
hlanda sér í toppbaráttuna. Hæst
bar árangur Ragnars, en hann
keppti á stóðhestinum Fróða frá
Ásgeirsbrekku. Sigraði hann í
fimmgangi og varð í fyrsta til
þriðja sæti í skeiði, auk þess varð
hann stigahæstur og þar með
Evrópumeistari. Sýndu íslensku
knaparnir og sönnuðu þarna fjöl-
hæfni sína á svo eftirminnilegan
hátt.
Á þessum mótum hafa tvö lið
skorið sig úr sem sterk liðsheild,
en það eru lið íslands og Þýska-
lands. Þjóðverjarnir hafa verið
sterkastir í tölti og fjórgangi og
má segja, að þeir hafi verið nær
einráðir í þessum greinum. Styrk-
ur íslands hefur hinsvegar fyrst
og fremst legið í skeiði og fimm-
gangi, eins og lesa má úr fram-
angreindri afrekaupptalningu. Og
svo er einnig nú, enda miðast þær
reglur, sem í gildi eru varðandi
Evrópuúrtökuna, að því að ná sem
sterkustum fimmgangshestum inn
í liðið.
Sigurbjörn oj? Adam.
F'yrstur inn í íslenska liðið að
þessu sinni kemur Sigurbjörn
Bárðarson, en hann varð stiga-
hæstur í úrtökunni. Sigurbjörn er
29 ára Reykvíkingur, búsettur við
Elliðavatn. Hann hefur stundað
tamninga síðastliðin tíu ár og
verið með hross í keppni, bæði í
kappreiðum og á sýningum og
ávallt í fremstu röð. Er þetta
þriðja Evrópumótið sem Sigur-
björn fer á sem keppandi. Hestur-
inn sem Sigurbjörn keppir á,
heitir Adam og er 9 v., jarpur, frá
Hólum í Hjaltadal. Faðir hans er
Drafnar frá Vatnsleysu og föður-
Hrejjjíviður og Rökkvi.
Glæsi-
legur
árangur á undan-
förnum árum
faðir er Baldur frá Vatnsleysu.
Móðir er Vinda frá Hólum. Adam
hefur keppt eingöngu í skeiði og
hefur hann náð ágætis árangri.
Besti tími hans er 23,0 sek. og
hefur hann oftsinnis hlaupið á
þeim tíma. Skemmst er að minn-
ast kappreiðanna á Mánagrund 9.
ágúst, en þá sigraði Adam í skeiði
og skaut þar aftur fyrir sig
fremstu vekringum landsins. Má
segja, að Adam hafi þar kvatt
íslenskar kappreiðar á skemmti-
legan hátt. Sigurbjörn og Adam
keppa í tölti, fimmgangi, skeiði og
hlýðniæfingum.
Annar á blaði í íslenska liðinu
er Hreggviður Eyvindsson, 22 ára
Reykvíkingur. Hann starfar sem
tamningamaður við hestamiðstöð-
ina Dal. Hreggviður hefur getið
sér gott orð sem sýningamaður og
knapi á kappreiðum og þá í skeiði.
Er skemmst að minnast frammi-
stöðu hans í töltkeppninni á
Fjórðungsmótinu á Hellu í sumar,
en þar sigraði hann á hestinum
Goða, sem hann hefur náð góðum
árangri með síðastliðin ár. Þetta
er í fyrsta skipti sem Hreggviður
keppir á Evrópumóti. Hann keppir
á stóðhestinum Rökkva 926, 8 v.,
brúnum, frá Ríp í Skagafirði.
Hann er' undan Hrafni 802 frá
Holtsmúla og Stygg frá Svaða-
stöðum. Rökkvi var sýndur í flokki
stóðhesta 6 v. og eldri á fjórð-
ungsmótinu og hlaut í aðalein-
kunn 7,84. Hann var einnig sýndur
í gæðingakeppni Fáks í vor og
hlaut hann þá í einkunn 8,37.
Hreggviður og Rökkvi keppa í
tölti, fimmgangi, skeiði og hlýðni-
æfingum.
Á eftir Hreggviði kemur Ragnar
Hinriksson, þrítugur tannsmiður,
búsettur í Borgarnesi. Ragnar
hefur lengi verið á meðal fremstu
tamningamanna landsins og
margsinnis staðið með hesta í
verðlaunasætum, bæði kappreið-
um og sýningum. Hæst ber að
sjálfsögðu árangur hans á síðasta
Evrópumóti, er hann varð Evrópu-
meistari og má segja, að nú fari
hann til Noregs í þeim tilgangi að
verja titilinn. Ragnar keppir á
hestinum Nasa, 7 v., brúnnösótt-
um, frá Akureyri. Faðir hans er
Svarti-Blesi og föðurfaðir Þytur
947 frá Akureyri. Móðir hans er
ónafngreind rauðblesótt hryssa
frá Svaðastöðum. Ragnar og Nasi
urðu í fjórða sæti á íslandsmótinu
á Melgerðismelum í sumar. Þeir
félagar keppa í tölti, fimmgangi,
skeiði og hlýðniæfingum.
Næstur kemur svo Tómas Ragn-
arsson, 15 ára Reykvíkingur. Tóm-
as, sem er yngsti keppandinn og
jafnframt sé yngsti sem valinn
hefur verið til að keppa á Evrópu-
móti fyrir íslands hönd frá upp-
hafi. Tómas er ennþá gjaldgengur
í unglingakeppnum og er þetta
óvenju skjótur frami hjá svo
ungum reiðmanni. En hann hefur
sannað, að þetta er engin tilviljun,
Reynir og Fleyjfur.
Eyjólfur og Krummi.