Morgunblaðið - 25.08.1981, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.08.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 37 Ragnar og Nasi. ,« Bencdikt o« Valsi. Tómas ojf Bjarki. því ferill hans er eindæma glæsi- legur. Aðeins tólf ára gamall byrjaði hann að hleypa hestum til skeiðs á kappreiðum og ávallt verið í fremstu röð í unglinga- keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Tómas, sem nú keppir í fyrsta skipti á Evrópumóti, verður á hestinum Bjarka, 7 v., rauðbles- óttum, frá Vallanesi í Skagafirði. Hann er undan Háfeta 804 frá Krossanesi og hryssu frá Valla- nesi. Tómas hefur keppt á Bjarka, bæði í unglingakeppnum og kappreiðum í sumar og hafa þeir náð ágætis árangri. Varð Tómas til dæmis stigahæstur unglinga á Islandsmótinu í sumar. Besti tími Bjarka í skeiði er 25,8 sek. í 250 m skeiði og 16,0 sek. í 150 m skeiði. Tómas og Bjarki keppa i fimm- gangi, skeiði og hlýðniæfingum. Fimmti maðurinn er Benedikt Þorbjörnsson, 25 ára Reykvíking- ur, nú búsettur i Borgarfirði og starfar við eigin búskap og tamn- ingar. Þetta er í annað sinn sem Benedikt fer á Evrópumót, en hann var meðal keppenda í Dan- mörku 1977. Benedikt hefur starf- að við tamningar um árabil, bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstír. Einnig hefur hann tekið þátt í sýningum og keppnum hér á landi og erlendis og náð góðum árangri. Benedikt keppir á hestinum Valsa, 8 v., brúnum, frá Lamb- haga. Valsi er undan Frey frá Lambhaga og Lísu frá sama stað. Benedikt hefur náð ágætis árangri með Valsa, varð meðal annars í þriðja sæti í A-flokki gæðinga á fjórðungsmótinu á Kaldármelum í fyrra, efstur í A-flokki hjá Dreyra í sumar. Einnig sigruðu þeir í fimmgangi og gæðingaskeiði í íþróttakeppni hjá Faxa í vor. Besti tími Valsa í skeiði er 25,5 sek. Benedikt og Valsi keppa í fimm- gangi og skeiði. Tveir fjórgangshestar verða í liðinu og keppir Eyjólfur ísólfsson á öðrum þeirra. Eyjólfur er 31 árs Reykvikingur og starfar sem reið- kennari og tamningamaður við hestamiðstöðina Dai. Hefur Eyj- ólfur staðið í fremstu röð sem tamningamaður, reiðkennari og sýningamaður síðastliðin ár. Af afrekum hans ber eflaust hæst sigur í B-flokki gæðinga á lands- mótinu 1978, er hann sýndi Hlyn frá Akureyri með miklum glæsi- brag. Eyjólfur keppir á Krumma, 7 v., brúnum, frá Skörðugili í Skagafirði. Hann er undan Hrafni 802 frá Holtsmúla og Rabba- Brúnku frá Skörðugili. Árangur þeirra í sumar hefur verið með ágætum, stigahæstir í tölti, fjór- gangi og hlýðniæfingum á deild- armóti Fáks í vor og í fimmta sæti í B-flokki gæðinga á fjórðungs- mótinu á Hellu í sumar. Einnig sigraði Eyjólfur í hlýðniæfingum á Islandsmótinu í sumar. Eyjólfur og Krummi keppa í tölti, fjórgangi og hlýðniæfingum. Á hinum fjórgangshestinum keppir Reynir Aðalsteinsson, 36 ára Reykvíkingur, nú búsettur i Borgarfirði. Reynir er, eins og Eyjólfur, reiðkennari og tamn- ingamaður, og hefur hann starfað við tamningar í rúman áratug. Hann hefur keppt á öllum Evrópu- mótum sem haldin hafa verið og er hann sá maður sem hvað mesta reynslu hefur í þessum efnum. Reynir er eini meðlimur Félags tamningamanna sem lokið hefur svokölluðu meistaraprófi FT og getur því með réttu kallað sig tamningameistara. Hesturinn, sem Reynir keppir á, heitir Fleygur og er 7 v., grár, frá Stokkhólma. Hann er undan Stokkhólma-Rauð 618 og hryssu frá Stokkhólma. Reynir hefur ver- ið með Fleyg í keppni í sumar og skilað góðum árangri, varð í fimmta sæti í tölti á íslandsmót- inu í sumar, í fyrsta sæti í tölti og fjórgangi á íþróttamóti hjá Faxa og efstur í B-flokki hjá Dreyra. Reynir og Fleygur keppa í tölti og fjórgangi. VK émz/M - Bergljót Ingólfsdóttir Sonja, krónprinsessa í Noregi Norðmenn eru mjög stoltir af Sonju krónprinsessu og ekki að undra. konan er glæsileg og þykir ails staðar koma fram með sóma. Hún er talin mjög smekklega klædd og ha'gt að sjá sönnun þess á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í heimsókn til Parísar snemma sumars. Fatnaðurinn er teiknaður af tískuteiknaranum Per Spook og þótti vel við hæfi í sjálfri tískuborginni. sérstaklega vakti athygli rauður, síður kjóll. sem hér sést á mynd. og hún klæddist á dansleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.