Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
Hver ba& um hrácxn hvítlcujk. ?"
ást er...
... að koma henni á
óvart með afmœlis-
yjöfinni.
TM Reg. U.S. P«l Oft — aM nghts reserved
• 1979 Los Angotes Tlmes Syndtcate
Ég saxði konunni minni að þaA
virri natura'finK hjá tíomlu
skátunum!
HÖCNI HREKKVÍSI
Enn um Bítlana og BRC:
„Að sjálfsögðu ber mér
að svara því skítkasti“
Til Vclvakanda
Kæra Binna
Áður en ég svara bréfi þínu
langar mig til þess að vitna í
orð Alan Longmuir, bassa- og
synthesiserleikara The Rollers
(úr Zig Zag, júlí 1981): „When
you hear some of the early
Beatles records you relise they
weren’t that brilliant musicans
at the time. That’s what happ-
ened to us.“
Ég hef aldrei hent skít í
Bítlana (nema að það sé skít-
kast að segjast meta Rollers
meira en þá). Ástæðan fyrir því
að Bítlarnir blönduðust í málið
er sú að skallapoppshatarar
(eins og Zýkúrta & Co.) eru
óhræddir við að kalla BCR
bölvaða skallapoppara en þegar
Bítlarnir eru nefndir er ekkert
sagt, jafnvel þótt báðar hljóm-
sveitirnar hafi spilað svokölluð
súkkulaðilög (þín orð) á mesta
vinsældaskeiði sínu. Ég hef
aldrei mælt á móti því að
Bítlarnir séu vinsælasta
hljómsveit allra tíma. Þú spyrð
hvað sé svona sérstakt við The
Rollers (eins og tónlist þeirra sé
núna). Ef þú hefur hlustað á
þrjár síðustu plötur The Rollers
(„Elevator" „Voxx“ & „Ricoch-
et“) þá er ég ekki hissa á að
Bítlaaðdáanda eins og þér hafi
ekki líkað þær, þar sem þær eru
lítið í ætt við „Manana" (BCR
’72) og „She loves you“ (Beatles
’64)
Satt er það að Bítlarnir og
BCR eiga margt sameiginlegt
(það var önnur ástæða fyrir því
að Bítlarnir blönduðust í mál-
ið). Það er líka satt að Rollers
misstu niður mikið af vinsæld-
um sínum þegar þeir ætluðu að
breyta ímynd sinni og fara að
spila tónlist eftir sínu eigin
höfði, en það líkaði ekki
hljómplötufyrirtækinu þeirra
(Arista records) og þeir urðu
ekki lausir mála frá Arista fyrr
en á síðasta ári. En árið 1978
reis upp mikill persónulegur
ágreiningur milli Clive Davis
(þáverandi forseta Arista) og
Stuart Wood (The Rollers), og
eins og Woody segir sjálfur:
„That put the band in the toilet
for two years." Einnig áttu
Rollers í vandræðum með þá-
verandi umboðsmann sinn, Tam
Paton, sem þeir losnuðu við um
leið og Arista.
Vesenið í kringum Les
McKeown (fyrrum söngvara
BCR) er alkunna, en hann hætti
í hljómsveitinni í ágúst 1978, og
þá fór að síga á ógæfuhliðina,
eins og áður segir, þó svo að
Duncan Faure (núverandi
Rollers-söngvari) hafi gengið til
liðs við þá í desember ’78. En
eins og Alan kemst að orði: „It’s
a great feeling to get out of it
all ... especially Arista. That
was like a load on us all the
time.“
Það getur vel verið að ég sé
heimskur, en ég skammast mín
ekkert fyrir að hafa meira álit á
The Rollers en The Beatles.
Eins og ég hef áður sagt var það
aldrei ætlun min að skíta Bítl-
ana út með þessum skrifum
mínum, en hins vegar gerðu
Zýkúrta og hans félagar lítið
annað en að henda skít í Rollers
og að sjálfsögðu ber mér að
svara því skítkasti.
Ég bind ennþá veikar vonir
við það að sjónvarpið sýni
BCR-þáttinn (jafnvel þó það sé í
þriðja sinnið) fyrir þá fáu sem
ekki sáu hann (munið að ég bað
ekki fyrstur um endursýning-
una). Og að lokum langar mig
að biðja meðlimi og aðdáendur
hljómsveitarinnar Tappa tík-
arrass margfaldlega afsökunar
á ruglingi mínum í bréfi sem
birtist þann 13. þ.m.
Hr. Flínkur.
Misheppnað framsóknarferðalag:
„10 rútur villtust
þar fram
Ég vil taka undir með gömlu
konunni sem hringdi í Velvak-
anda 19. ágúst sl. Ég var ein af
þeim sem fóru í ferðalag með
Framsóknarflokknum og eins
og hún segir var reyndin sú að
fólk var leitt, þreytt og óánægt
eftir það. Hver sjoppa var
þrædd á leiðinni, og hangið yfir
því tímunum saman þó fólk ætti
að hafa og hefði með sér nesti.
Þetta var mikið auglýst og áttu
allir að vita það. Það var farið
inn á hálendið og þessar 10
rútur villtust þar fram og aftur.
— í þeim bíl sem ég var í, bíl nr.
4, var fararstjórinn alveg ófær,
var að vísu með kort en vissi
ekkert.
Síðar var hangið í Skálholti
— þar höfðu flestir komið áður.
Tveir menn áttu að tala en sem
betur fer gleymdist hátalari eða
var bilaður. En þeir höfðu ráð
og aftur“
utan dagskrár og fóru að sýna
fólkinu Skúðaréttir, sem verða
100 ára 29. ágúst og eru snilld-
arlega hlaðnar. Ekki var minnst
á hver væri svona mikill snill-
ingur að hlaða veggi, en það er
Sigurþór Skæringsson, Þorláks-
höfn, sem þarna á heiðurinn af.
Inni í almenningnum stóð svo
fólkið, þreytt og kalt, — og þar
stóðu ræðumennirnir uppi á
réttarveggnum og töluðu, en
engan langaði að hlusta á þetta
sem búið var að margsegja í
bílunum, ásamt pólitík.
Ég fór í fyrra í Þórsmörk og
það var dýrðlegur dagur, 17
rútur og allt gekk svo vel. En
það er önnur saga — vonandi
verður þetta skipulagt betur
næst.
Þakka fyrir birtingu.
Sigrún Jónsdóttir.