Morgunblaðið - 25.08.1981, Page 38

Morgunblaðið - 25.08.1981, Page 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 Biblíuhátíð á Kjarvalsstöðum Söluskattur af Biblíunni felldur niður í TILEFNI af nýju Biblíuút- Káfunni var efnt til Bibliuhá- tíúar á Kjarvalsstöðum á lau^- ardau. Biskup íslands. herra SÍKurbjörn Einarsson. flutti ávarp ok afhenti forseta ís- lands, VÍRdísi FinnboKadótt- ur. eintak af Bihlíunni. Þetta er tíunda BihlíuútKáfan hér- lendis ok voru eintök af öllum fyrri útKáfum til sýnis á hátíóinni. KirkjumálaráÖ- herra, Friðjón Þórðarson, til- kynnti í ræðu á hátiðinni að söluskattur af Bihliunni hefði verið felldur niður ok lækkar verð Bihlíunnar við það til muna. Á hátíðinni flutti ungt fólk lög frá ýmsum tímum. Hannes Pétursson las stuttan kafla úr Biblíunni eftir eigin vali. Hall- dór Vilhelmsson söng úr Bibl- íuljóðum eftir Dvorak við und- irleik Gústafs Jóhannessonar. Hildigunnur Rúnarsdóttir og Marta Guðrún og Hildigunnur Halldórsdætur sungu nokkur lög. Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Bibl- íufélagsins, flutti lokaorð og að því loknu var almennur söngur. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Biskup fslands, herra Sigurbjörn Einarsson, ávarpar gesti á Bibliuhátið á Kjarvalsstöðum. Hátt á fimmta hundrað manns var þar samankominn til þess að fagna nýju bibliuútgáfunni. Biskup tslands, herra Sigurbjörn Einarsson, afhendir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, eintak af Bibliunni. Biblían er gefin út í sjö tilbrigðum í bandi og lit og kostar hún 247 krónur í versl- unum. Skinnbandsútgáfa er um tvöfalt dýrari. Hermann Þorsteinsson sagði í samtali við Mbl. að viðbrögð við nýju útgáfunni hefðu verið mjög jákvæð og mikið af pönt- unum hefðu borist til Biblíufé- lagsins. Hermann benti á að það væri mjög kostnaðarsamt fyrir lítið málsvæði eins og Island að gefa út Bibliu, en hann sagði að Islenska Biblíufélagið hefði notið mikilsverðs stuðnings frá alþjóðasamtökum Biblíufélaga og einnig hefðu íslensk stjórn- völd sýnt útgáfunni velvilja á ýmsan hátt. Hermann Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hins islenska biblíufélags, flytur lokaávarp hátíðarinnar. Skóverksmiðjan Iðtmn að taka til starfa af fullum krafti að nýju Hefur alls fengið milljón króna lán hjá opinberum aðilum B YGGÐAS JÓÐUR heíur nú veitt skóverksmiðjunni Iðunni á Akureyri 400 þúsund króna lán til styrktar rekstri verksmiðj- unnar. en eins og kunnugt er af fréttum hefur rekstur hennar KenKið mjöK erfiðleKa að undan- förnu. Auk þess hefur Iðunn fengið 400 þúsund króna lán frá atvinnuleysistryKKÍngasjóði og 200 þúsund frá Akureyrarbæ. Að sögn Hjartar Eiríkssonar, framkvæmdastjóra iðnaðardeild- ar Sambandsins, verður fram- leiðsla hafin af fullum krafti í framhaldi þessa. Nýlega hefur verið gerð mikil úttekt á fyrir- tækinu af sérstökum finnskum skógerðarmönnum í samfloti við enskt fyrirtæki og verður að nokkru farið eftir tillögum þeirra. Þá er nú að hluta til komið nýtt framleiðslukerfi í gang í verksmiðjunni og fljótlega eftir áramót er ætlunin að þær hagræðingar og breytingar, sem fyrirhugaðar eru, verði komnar í gagnið og verður framleiðslan þá aukin, enda er búizt við því að verksmiðjan verði þá samkeppn- isfær við innflutning. Þá er þess vænzt að endar nái saman á næsta ári. Nú vinna um 49 manns við skógerðina og mun þeim líklega fjölga á næstunni og hefur iðnaðarráðuneytið ákveðið að veita fjárhagslega aðstoð við þá endurmenntun starfsfólks, sem nauðsynleg er í kjölfar þessara breytinga. Hjörtur sagði ennfremur, að þessi lán væru mjög hagstæð, þau væru vaxta- og afborgana- Iaus fyrstu þrjú árin, eða meðan reksturinn væri að komast í eðlilegt horf. Það sem valdið hefði hvað mestum rekstrarörð- ugleikum áður, hefðu verið mikl- ar vaxtabyrðar, en með þessu færu þær mjög minnkandi. Um stofnun fyrirtækja NIELS Ravn, eand. occon., hcldur fyrirlcstur i Norræna húsinu i dag kl. 17.15 um eínið „IlvernÍK er örvuð stofnun nýrra fyrirtækja 1 Danmorku". Ravn cr starfsmaður Jósku tæknistofnunarinnar. Fyrirlesturinn fjallar um vanda- mál þeirra sem stofna vilja eigið fyrirtæki, en þau mál hafa komist í brennidepil í Danmörku vegna at- vinnuleysis. Helsta vandamálið er það hvort nógu aðkallandi sé að hefja eigin atvinnurekstur í samanburði við að vinna hjá öðrum eða hjá hinu opinbera. Þyrla varnarliðsins yfir rússneska togaranum. Ljósmynd Mbl. ól.K.M. Þyrla varnar- liðsins sótti sjúk- an mann í rússn- eskan togara SÍÐASTLIÐINN sunnudag sótti þyrla frá björgunardcild varnar- liðsins á Keflavikurflugvelli, fyrir milligönKu Slysavarnafélagsins. sjúkan mann um horð í rússnesk- an verksmiðjutogara, sem staddur var um 240 milur vestan við landið. VeKna þcss hve lanKt ÍIuk var að togaranum fylgdi þyrlunni Ilercules-birgðavél ok tók þyrlan tvíveKÍs eldsneyti hjá henni á leiðinni. Þyrlan lenti síðan við BorKarspítalann. þar scm maður- inn var lagður inn. Tildrög þessa voru þau að á laugardag barst Slysavarnafélag- inu beiðni frá Sambandinu, sem er umboðsaðili rússnesku skipanna hér á landi, um að farið yrði út í verksmiðjutogarann „Vyborgskaya Storona" til að sækja lækni skips- ins, sem hafði fengið slæmt nýrna- kast. Vegna slæmra veðurskilyrða var ekki hægt að verða við þeirri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.