Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 39

Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 47 Faxaflóakeppnin: Upp í 15 mílna siglinga- hraði Skýjaborgarinnar MEÐALHRAÐI sigurvejíarans í kappsÍKlinKU Faxaflóakeppninn- ar sl. laugardag frá Kópavoni til Akraness var 10 mílur á klukku- stund ok mesti hraói hjá þeim bát, SkýjaborKU Hlyns Ingimars- sonar, var 15 mílur. Það hefur þvi verið knálega sixlt, enda komst vindhraðinn i Ilvalfjarð- arstrenKnum upp í 9 vindstig. VeBna óvænts vindhraða urðu nokkrir erfiðleikar hjá sumum keppenda. sérstaklega bátnum Súsonnu, sem stýrið brotnaði á, en keppendur voru þó aldrei í veruleKri hættu vegna vindhvells- ins ok voru aðstandendur Faxa- flóasÍKlingarinnar ánægðir með keppnina. 5 Jóhann Reynisson, skipstjóri á Súsönnu, sagði í samtali við Mbl. í gær, að stýrið hefði brotnað þegar skútan fékk á sig hnykk, en hann sagðist oft hafa verið á skútunni í mun verra veðri. Stýrið neðan sjólínu hreinsaðist burtu. „Við vor- um með 5 ha. utanborðsmótor en það var ekki nóg á móti veðrinu og ekki einu sinni þegar Sif tók okkur í tog, en við höfðum alltaf þann möguleika að sigla undan til Akra- ness. Það var því aldrei nein hætta á ferð, en við erum þakklát skip- verjum á Sif fyrir aðstoðina og SVFÍ brást snaggaralega við eins Nokkur óhöpp urðu í stormhvelli og þeirra var von og vísa á Gísla J. Johnsen." Það var Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi og Siglingasamband ís- lands, sem stóðu fyrir þessari kappsiglingu á kjölbátum, þ.e. stærri seglbátum. Keppni þessi, svokölluð Faxaflóakeppni, er haldin ár hvert og er liður í punktakeppni. Skipstjórar bátanna mættu allir óvenju snemma um morguninn til þess að útbúa báta sína fyrir harða siglingu því spáð var austan- eða suðaustan 4—6 vindstigum. Voru siglingakapparnir á því að þetta gæti orðið skemmtileg sigling, þó var rætt um, að Hvalfjarðarstreng- urinn gæti orðið slæmur í þessari átt, sérstaklega ef vindstyrkur yk- ist. Ellefu skútur hófu keppnina inni á Skerjafirði kl. 10.10 og skyldi siglt stórskipasiglingaleið út úr Skerja- firði út að bauju nr. 6, fyrir bauju 9 og inn á höfnina á Akranesi. Þar átti að halda kyrru fyrir um nóttina en sigla síðan sömu leið til baka daginn eftir. » í stuttu máli gekk öllum bátunum vei út fyrir bauju 6. Flestir sigldu undir rifuðu stórsegli og lítilli fokku, en eigi að síður náðu minni bátarnir að „plana" ofan á öldun- um. En eftir því sem utar dró út á flóann jók vind samfara nokkurri ölduhæð. Rétt utan við bauju 6 brotnaði stýrið af seglbátnum „Sús- önnu“ og kom systurskúta, „Sif“, henni til aðstoðar, en aðrir bátar voru það langt á undan að áhafnir þeirra sáu ekki hvernig komið var. Sif tók síðan Súsönnu í tog, en gekk fremur illa þar sem vindur var beint á nefið. Radíóamatör í landi hafði fylgst með skútunum og gerði hann Slysavarnafélaginu viðvart. Slysavarnafélagið brá skjótt við og björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen kom Súsönnu til hjálpar og dró hana inn á Skerjafjörð. Ennfremur voru skip á Faxaflóa beðin um að litast um eftir hinum skútunum. Klukkan 12, þegar fremstu bát- arnir áttu eftir u.þ.b. 2 sjómílur að bauju 9, mátti greinilega sjá óveð- ursský yfir Hvalfirði og urðu Ari Bergmann og Bjarni Hannesson, scm báðir sigldu 18 feta Micro- bátum, fyrstir til þess að snúa bátum sínum til hafnar og taka stefnu beint á Akranes. 3 aðrir bátar fylgdu fljótlega á eftir en 4 héldu áfram að bauju 9 enda voru það mjög vel útbúnir og stórir bátar. Um klukkan 12.30 var komið hvassviðri og vindur 9 vindstig í hviðunum enda lét Hvalfjarðar- strengurinn vita af sér með hauga- sjó. Þegar hér var komið má teljast mildi að allar minni skúturnar höfðu tekið stefnu á Akranes. Skúturnar komu svo ein af ann- arri inn á höfnina á Akranesi upp úr klukkan 13 nema „Frekjan", rúmlega 22ja feta bátur. Áhöfn hennar hafði treyst um of á hjálp- arvélina, en hún hafði bilað þegar mest á reyndi og þar sem Frekjan átti í barningum á móti vindi og stjórsjó út af Skipaskaga kom Akraborgin að og dró hana til hafnar. Slysavarnafélagið hafði gert ráðstafanir til þess að kalla út björgunarsveitirnar á Seltjarnar- nesi og Akranesi, því lengi var óttast um eina skútu, sem hóf keppni en kom hvorki á Akranes né inn á leguna í Kópavogi. Síðar kom í ljós að þessi skúta hafði snúið við skömmu eftir að keppni hófst og lagst við Kársnesbryggjuna í Kópa- vogi. Sigurvegari Faxaflóakeppninnar var Skýjaborg Finns Ingimarsson- ar, 27 feta skúta, sem sigldi á 1 klst. og 40 mín. Nr. 2 varð Nornin undir skipstjórn Andrésar Árnasonar, 22 feta skúta, og í þriðja sæti á þessari 19 mílna siglingaleið varð Brobant undir stjórn Viðars Olsen, 30 feta skúta. Súsanna í togi hjá Gísla J. Johnsen úti á Faxaflóa, en þá var kröpp alda og mikill vindur. Ljiwmynd Mbl. RAX. beiðni fyrr en á sunnudag og um hádegið lagði þyrla varnarliðsins af stað fyrir milligöngu Slysa- varnafélagsins. Eins og áður sagði var birgðavél í fylgd með þyrlunni og fékk hún tvisvar eldsneyti á leiðinni. Um klukkan 15.15 var komið að togaranum og voru þá um 5 vindstig þar sem hann var staddur og ölduhæð um 3 metrar. Um 20 mínútum síðar var sjúkling- urinn kominn um borð í þyrluna í hendur læknis sem þar var. Lækn- irinn tilkynnti síðan að nýru sjúkl- ingsins störfuðu ekki eðlilega og að gera þyrfti viðeigandi ráðstafanir á því sjúkrahúsi, sem leggja ætti sjúklinginn inn á. Þyrlan kom síðan að Borgarspítalanum um klukkan 17.15 eftir rúmlega 5 stunda flug og var sjúklingurinn þá þegar lagður inn á gjörgæzludeild og mun líðan hans eftir atvikum. Jakob Hafstein. framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins ásamt flugstjóra þyrlunnar, Wayne Stanley og læknin- um Robertu Gunnett. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M. Sjúklingurinn færður frá þyrlunni inn i Borgarspitalann. Frá afhendingu verðlauna i Faxaflóakeppninni. Hlyn Ingimarssyni veitt verðlaunin. Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson. bessi mynd er tekin um borð i skútunni sem sigraði, Skýjaborginni, sem sigldi á allt að 15 milna hraða til Akraness. Hlynur er við stjórnvölinn. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. Súsanna komin á lygnan sjó með aðstoð Gísla J. Johnsen. Um borð i Súsönnu voru f jórir skipverjar. Ljósmynd Mbl. RAX. Ný plata með Hauki Morthens væntanleg IIAUKIJR Morthens hefur lokið við að syngja tvö Iök sem koma munu út á plötu innan skamms. Hljómsveitin Mezzoforte annaðist undir- leik. Lögin heita „Tilhugalíf" eftir Nönnu Jónsdóttur við texta Hjördísar Morthens, og „Hvert liggur leið“, en það er erlent lag. Haukur mun hafa á prjónunum að syngja inná stóra plötu í haust. Jóhann Helgason tók nokk- ur lög upp í stúdíói í Los Angeles, en hann var þar á ferð ásamt Helgu Möller og komu þau fram á íslend- ingaskemmtun 17. júní síð- astliðinn. Lögin koma út á sólóplötu í haust. Jakob Magnússon annaðist upptöku og hljóðblöndun. Byggðasjóður: Grindvíking- ar fá'lán til togarakaupa BYGGÐASJÓÐUR hefur nú sam- þykkt að veita útgerðaraðilum í Grindavík 2.5 milljóna kr. lán til kaupa á togaranum Guðsteini. sem nú er eign Samherja hf. í Ilafnar- firði. Lánið er veitt með ýmsum skil- yrðum, svo sem millifærslu á fiski og er auk þess að mestu vísitölu- hundið, en enn er ekki ljóst hvort af þessum kaupum verður, þar sem aðalfundur Samherja hf. á eftir að taka endanlega ákvörðun um hvort Guðsteinn verður seldur. Mun sú ákvörðun verða tekin um næstu mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.