Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 1
44 SIÐUR
200. tbl. 68. árg.
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Umdeild tUlaga nm
írjálsar kosningar
(ídansk. 9. soptember. AP.
VARSJÁRDEILD Samstöðu lagði fram tillögu á þingi Samstöðu í dag. þar sem þess
var krafist að efnt yrði til frjálsra kosninga í landinu. en tillagan var ekki tekin til
meðferðar, þar sem áður hafði verið samþykkt á þinginu, að ræða ekki
forystuhlutverk Kommúnistaflokksins í pólskum þjóðmálum.
Litið er svo á, að tillagan, sem
gerir ráð fyrir- breytingum á
lögum Samstöðu, sé ögrun við
Kommúnistaflokkinn. Er þess
krafist í tillögunni, að efnt skuli
til frjálsra leynilegra kosninga,
þar sem ótakmarkaður fjöldi
frambjóðenda geti boðið sig fram
til þings og sveitastjórna. Fram-
bjóðendur eru valdir sérstaklega
af sérstóku flokksapparati við
núverandi skipulag.
Meirihluti þingfulltrúa sam-
þykkti á þinginu, að forystuhlut-
verk pólska Kommúnistaflokksins
skyldi ekki rætt á þinginu, en Lech
Sobieszek frá Gdansk, einn af
stofnendum Samstöðu, sagði í dag
að brögðum hefði verið beitt við
kosningarnar, og krafðist hann
þess að tillaga Varsjárdeildarinn-
ar yrði tekin fyrir, og að greidd
yrðu um hana atkvæði í leynilegri
kosningu.
Fjölmiðlar í A-Þýzkalandi, Sov-
étríkjunum, Tékkóslóvakíu og víð-
ar í Austur-Evrópu gagnrýndu
fulltrúa á þingi Samstöðu harð-
lega í dag, og voru þeir meðal
annars sakaðir um íhlutun í inn-
anríkismál annarra ríkja með því
að samþykkja stuðning við barátt-
umenn fyrir frjálsum verkalýðs-
félögum í ríkjum A-Evrópu.
Málgagn pólska Kommúnista-
flokksins, Trybuna Ludu, sagði
þessa samþykkt vera tilraun til
afskipta af málum annarra, og
nánast kröfu um breytingar á
þjóðfélagsgerð viðkomandi ríkja.
Var greinin í Ludu lesin upp í
útvarpi og sjónvarpi í Póllandi.
Alan Cranston öldungadeildar-
maður frá Kaliforníu, sem ræddi í
dag við ráðamenn í Varsjá, sagði á
blaðamannafundi, að hinar miklu
heræfingar Rússa í nágrenni
pólsku landamæranna væru „ugg-
vænlegar", og varaði við því að
innrás í Pólland hefði enn verri
afleiðingar fyrir samskipti Banda-
ríkjamanna og Rússa en innrásin í
Afganistan. Dean Fischer formæl-
andi utanríkisráðuneytisins sagði
í dag, að enn sæust þess ekki
merki að tilgangur æfinganna sé
að undirbúa innrás í Pólland.
Austur-þýzka fréttastofan ADN
sagði í kvöld, að leiðtogar Sam-
stöðu seildust eftir völdum og
hefðu „skorað pólsku stjórnina á
hólm“ að nýju. I harðri og óvæg-
inni gagnrýni á hin óháðu verka-
lýðssamtök tíundaði fréttastofan
kröfugerðir samtakanna, sem er
nýmæli.
TUC hafnar
tillögu Foots
lllackpool. 9. septombor. AI*. ^
I>ING BREZKU verkalýðssamtakanna (TUC) hafnaði í dag
hugmyndum Michael Foots, leiðtoga Verkamannaflokksins, um að
samtökin og ríkisstjórn, er flokkurinn veitti forstöðu, gerðu með
sér samning um takmarkaðar launaha'kkanir.
Akvörðun þingsins, sem einnig Verkamannaflokknum við Denis
krafðist ýmissa aðgerða í efna-
hagsmálum, er ganga þvert á
stefnu stjórnar Margrétar
Thatchers, er talin mikill sigur
fyrir vinstri öflin í flokknum, og
að sama skapi áfall fyrir Foot.
Tony Benn, fyrrum orkuráð-
herra, leiðtogi vinstriaflanna í
flokknum, gagnrýndi harðlega
tillögur Foots um kjaramála-
bandaiag í ávarpi á þinginu.
Sagði Benn að flokksforystan, er
væri fylgjandi kjaramála-
bandalagi, áframhaldandi veru í
EBE og að Bandaríkjamenn
fengju um ókomna framtíð að
geyma kjarnorkuvopn í Bret-
landi, væri á, undanhaldi. Hún
sæi sæng sína uppreidda. Benn
keppir um varaformennsku í
Healey, fyrrum fjármálaráð-
herra, en kosið verður í það
embætti á flokksþingi Verka-
mannaflokksins 27. september
nk.
Þing TUC samþykkti tillögu
um að Bretar dragi sig einhliða
og þegar í stað út úr Efnahags-
bandalaginu, en Foot, sem áður
var andstæðingur veru í EBE,
hefur sagt að semja verði um
brottför Breta úr bandalaginu.
Þá samþykkti þingið kröfur um
að fjármagni verði veitt til
atvinnuveganna til að skapa
fleiri atvinnutækifæri, að inn-
flutningsbönn verði sett á vissar
vörutegundir og að brezkur ið-
naður verði þjóðnýttur í auknum
mæli.
Gro Haarlem Brundtland Kare Willoeh
Stjórnarskipti óumflýjanleg í Noregi:
Vinstri flokkamir
tapa stöðugt fylgi
Osló.!). scplembor. FrA fréttaritara Mhl.. Jan-Krik l.auró utt Al’.
SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var í dag og talin er afar
þýðingarmikil. hendir enn á ný til þess, að vinstri flokkarnir haldi
ekki um stjórnartaumana á næsta kjortímahili. Stjórnarflokkarnir
hafa tapað fylgi miðað við sams konar könnun í júní, en horgaralegu
flokkarnir hins vegar ba-tt við sig.
Verkamannaflokkurinn hefur
tapað 1,4% miðað við júní og
nýtur nú stuðnings 35,5% kjós-
enda. Fylgi Venstre, sem stutt
hefur stjórn Verkámannaflokks-
ins, hefur einnig hrapað um 1,4%
frá því í júní, eða úr 5,9% í 4,5%.
Njóta stjórnarflokkarnir því fylg-
is 40% kjósenda, miðað við 46,4%
í síðustu kosningum.
Skoðanakönnunin hefur ávallt
þótt marktæk og jafnan hafa
niðurstöður hennar orðið keimlík-
ar kosningaúrslitunum. Gro
Haarlem Brundtland, formaður
Verkamannaflokksins, hefur þó
enn neitað að viðurkenna að á
hana halli. Hún heldur því statt
og stöðugt fram, að óeining borg-
aralegu flokkanna í ýmsum mál-
um, kunni að verða Verkamanna-
flokknum í hag á síðustu stundu.
Hefur Brundtland haldið því
fram, að flokkur sinn sé í sókn,
þrátt fyrir að kannanirnar bendi
til annars. Úrslit kosninganna eru
talin miklu skipta fyrir pólitíska
framtíð frúarinnar.
Hægriflokkurinn hefur aukið
fylgi sitt úr 31,5% í 32,1% frá því
í júní. Kristilegi þjóðarflokkurinn
hefur einnig bætt við sig og nýtur
fylgis 11,4% kjósenda, en Mið-
flokkurinn hefur hins vegar orðið
fyrir fylgistapi miðað við júní-
könnunina, hrapað úr 7,9% í
6,6%.
Samtals njóta þessir þrír flokk-
ar fylgis 50,1% kjósenda, miðað
við 45,8% í kosningunum 1977.
Búist er við því, að borgaralegu
flokkarnir hefji stjórnarmyndun-
arviðræður þegar að kosningum
loknum. Búist er við að Kare
Willoch veiti nýrri stjórn forystu,
hvort sem um verður að ræða
þriggja flokka stjórn borgaralegu
flokkanna eða minnihlutastjórn
Hægri flokksins.
Skrílslæti
eftir ósigur
Oslú. 9. september. AP.
ENSKIR knattspyrnuáhang-
endur fóru með skrílslátum um
miðhorg Óslóar í kvöld. eftir að
enska landsliðið í knattspyrnu
hafði heðið ósigur íyrir því
norska í leik í riðlakeppni
heimsmeistarakeppninnar í
Osló. Vonir Englendinga um að
komast í úrslitakeppnina á
næsta ári eru þar með nánast
úr sögunni. Enska liðið tapaði
1-2.
Formælandi lögreglunnar í Osló
sagði í kvöld, að margir ensku
knattspyrnugestanna hefðu verið
handteknir og fleiri handtökur
lægju í loftinu, því enn stæðu yfir
slagsmál er brotist hefðu út á
ýmsum stöðum í Osló. Ólætin
hófust á áhorfendapöllunum áður
en leiknum lauk. Talið er að ensku
áhorfendurnir hafi stofnað til
slagsmálanna í öllum tilvikum, en
þeir eru frægir fyrir að taka ósigri
illa.
Lögreglan var með mikinn
viðbúnað á leikvanginum og utan
hans, en fékk lítt við ráðið í fyrstu.
Sjá nánar á íþróttasíðum.
Frelsissveitir
tapa Gulbahar
Islamahad. 9. scptombor. AP.
SVEITIR sovézkra og afganskra
stjórnarhermanna hafa endur-
heimt hina mikilva'gu borg Gulha-
har. sem er 70 kílómetra norður af
Kahúl. og eru nú að þröngva sér
inn í I’anjshir-dalinn. sem frelsiss-
veitirnar hafa á sinu valdi. að
sögn vestrænna diplómata.
Hermdu sömu fregnir, að mikið
mannfall hefði orðið í hardögum
um Gulbahar. Borgin hefur verið á
valdi frelsissveitanna um margra
mánaða skeið. Hún er við mynni
Panjshir-dals og skammt frá þjóð-
veginum er liggur frá Kabúl til
sovézku landamæránna.
Fregnir frá Kabúl herma enn-
fremur, að síðustu daga hafi fjöldi
særðra sovézkra og afganskra her-
manna, sem þangað hafi verið
fluttir til aðhlynningar, verið meiri
en nokkru sinni fyrr.
Tveir franskir ljósmyndarar
sögðu, að frelsissveitirnar hefðu
byrjað að draga sig út úr Gulbahar
fyrir 12 dögum, er þeir voru á ferð í
nágrenni borgarinnar. Óljóst er
hvenær borgin féll í hendur so-
vézku hersveitanna. Þrjár fyrri
tilraunir sovézka innrásarliðsins
til að taka borgina misheppnuðust.