Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
í upptalningu nýrra bÚKreina, í
leiðbeiningum til bænda um ýms-
ar tilraunir til styrktar affara-
sælli afkomu landbúnaðar, er
nefnd loðdýrarækt. Er þá taiið að
þetta sé ný búgrein. En svo er
ekki. Á þriðja og fjórða tug
aldarinnar var hér á landi mikið
um loðdýrarækt, fyrst og fremst
refarækt. Sum af þessum ioðdýra-
búum voru allstór. Refaeldið náði
til blárefa, silfurrefa og loks
platínurefa, en þeir voru óvíða.
Einnig voru fluttir inn minkar,
sem frægt er orðið að endemum.
Þessi loðdýrarækt á 3ja og 4ða
tug aldarinnar stóð fram yfir
seinna stríð. Mætti margt um
þessa atvinnugrein segja frá þeim
tíma, en ég hygg að skýrslur vanti
til að þvi máli verði gerð full skil.
Sennilega hefur síðasta loð-
dýra-(refa)-búið hér á landi verið
Ásgeir Þ. Ólafsson
Loðdýrarækt
Eftir Ásgeir
Þ. Ólafsson
hjá Svignaskarði í Borgarfirði.
Var það hlutafélag og rekið af
miklum dugnaði. Skinnasala var
töluverð á þessum tíma og einnig
verslun með lífdýr manna og
loðdýrabúa á milli. Á þessum tíma
lét Búnaðarfélag íslands sig þetta
mál varða, og var skipaður ráðu-
nautur í loðdýrarækt hjá BI. En á
4ða áratugnum var kominn annar
loðdýraræktarráðunautur, var sá
ríkisráðunautur í loðdýrarækt.
Var Hólmjárn J. Hólmjárn
skipaður í það embætti og gegndi
því um árabii.
Mér sýndist að á þessum tíma
væru litlu loðdýrabúin sem auka-
búgrein ekki hentug. Heppilegra
væri að reka þessi bú með tilliti til
úrvals dýra. Án þess að undirrit-
aður vilji gera öðrum rangt til
fannst mér að ioðdýrabúið í Ljár-
skógum í Dalasýslu væri rekið af
mestri kunnáttu (og reynslu) —
þar sem ég þekkti til. í Ljárskóg-
um voru seinast allir platínurefir
og voru skinn þeirra seld með
allgóðum hagnaði.
Það þarf kunnáttu til að reka
loðdýrabú. Ég rak augun í tilkynn-
ingu (eða frétt) frá fundi Sam-
bands loðdýraræktarmanna, sem
nýlega var haldinn norðanlands.
Þar er sagt frá ályktun fundarins
um, að kennsla í loðdýrarækt færi
fram í bændaskólum landsins.
Hverjir eiga að kenna?
26. ágúst 1981,
Ásgeir Þ. ólafsson.
Frá samæfingunni. i.jóMn. Kríhtján.
Slysavarnamenn
á æfingu í Viðey
DAGANA 4. og fi. sl. var
samæfinjí sjnflokka bjnrjí-
unarsveita í 1. ojí 2. um-
dæmi Slysavarnafélajísins
í Viðey. Voru þá bátsverj-
ar slönjcubáta þjálfaðir ojf
einnij; froskkafarar, en á
þá björjíunarsveitarmenn
reynir iðulej;a mikið við
Ieitir í höfnum, ám og
vötnum.
Dagskrá samæfingarinn-
ar var á þá leið að á
föstudagskvöldið komu
menn saman í húsi Slysa-
varnafélagsins og héldu svo
út í Viðey og reistu tjald-
búðir. A laugardeginum og
sunnudeginum voru svo
víðtækar æfingar Slysa-
varnamanna, og einnig
flutt erindi og þá voru
umræður um björgunar-
mál. Þegar komið var til
Reykjavíkur á sunnudegin-
um héldu menn kveðjuhóf í
húsi SVFÍ.
Evrópa í skugga
ógnarvopna
Eftir Birgi Isl.
Gunnarsson
í grein hér í Mbl. fyrir stuttu
fjallaði ég nokkuð um starfsemi
friðarhreyfinga og gerði grein
fyrir, að þær áttu mikinn þátt í
því að skapa sterkt almennings-
álit gegn vígbúnaði, t.d. í Bret-
landi á árunum fyrir síðari
heimsstyrjöld. Hitler hafði því
mikla hernaðaryfirburði og gat
hafið stríðið þegar honum hent-
aði.
Friður hefur
haldist
Eftir heimsstyrjöldina voru
það Sovétríkin ein, sem ekki
lögðu niður vopn, heldur víg-
bjuggust af enn meira kappi og
tóku að leggja undir sig ná-
grannalöndin. Vestrænar þjóðir
tóku þvi höndum saman, mynd-
uðu varnarbandalag og efldu
stórlega varnir sínar, sem m.a.
hefur haft þau áhrif, að friður
hefur ríkt í Evrópu frá því að
heimsstyrjöldinni lauk og ekki
hefur neitt landsvæði farið undir
yfirráð Sovétríkjanna.
Þessi friður í Evrópu hefur
verið kallaður ýmsum nöfnum.
„Jafnvægi óttans“ og „vopnaður
friður" eru dæmi um hugtök,
sem notuð hafa verið. Oft á
tíðum hafa orðið átök um þessa
stefnu innan einstakra ríkja
Vestur-Evrópu. Stundum hafa
komið upp svonefndar „friðar-
hreyfingar", sem hvatt hafa til
einhliða afvopnunar eða barist
gegn fyrirhuguðum aðgerðum til
eflingar varna Vestur-Evrópu.
Þessar hre.vfingar hafa gengið í
bylgjum, en bylgjan hefur verið
með hærra móti nú í sumar. En
um hvaö er núna deilt í Evrópu?
Ógnun Sovét-
ríkjanna
Undanfarin ár hefur þess orð-
ið vart, að Sovétríkin hafa mjög
aukið kjarnorkuvopnabúnað
þann, sem beinist gegn Evrópu.
Vopnabúnaður þessi felst í svo-
nefndum SS-20 eldflaugum, en
þær geta farið 2.300 mílur, en þó
er hægt að bæta við þriðja
eldflaugaþrepinu og geta þær þá
dregið 3.400 mílur. Þessum eld-
flaugum er því ekki beint gegn
Bandaríkjunum, heldur geta þær
náð til sérhverrar borgar á
meginlandi Vestur-Evrópu.
Hver eldflaug ber þrjá 500 kíló-
tonna kjarnaodda og getur hver
þeirra um sig hæft mismunandi
skotmörk og er kraftur hvers
kjarnaodds 30 sinnum meiri en
sprengjan, sem sett var á Hiro-
síma. Sovétríkin munu nú þegar
hafa sett upp 250 slíkar eldflaug-
ar, sem bera 750 kjarnaodda,
eins og áður er lýst, og er talið,
að um miðjan þennan áratug
verði eldflaugarnar orðnar 300
með 900 kjarnaoddum. Tveimur
þriðju hlutum þessara eldflauga
er beint gegn Vestur-Evrópu.
Hinum er beint gegn skotmörk-
um í Kína, Japan og Kóreu.
Brugðist
til varnar
Er það nokkur furða, þótt
ráðamenn í Evrópu hafi talið
það nauðsynlegt að bregðast á
einhvern hátt við þessum óhugn-
anlegu árásarvopnum, sem beint
er gegn öllum meiriháttar bæj-
um og borgum í V-Evrópu? Því
var það, að í desember 1979 var
samþykkt hjá Atlantshafs-
bandalaginu að bregðast við á
tvennan hátt: að taka upp við-
ræður við Sovétríkin um að
draga úr eldflaugavopnabúnaði í
Mið-Evrópu, en á sama tíma að
setja upp kerfi af svonefndum
Pershing II-eldflaugum. Vest-
ur-Þýskaland, Bretland og Ítalía
hafa þegar samþykkt að stað-
setja slíkar eldflaugar í löndum
Alþjóðasamtök eld-
fjallastöðva stofnuð
Guðm. Sigvaldason kjörinn formaður
Aiþjóðasamtok eldfjallastöð-
va (World Organization of Vol-
cano Observatorics) voru ný-
lcga stofnuð á fundi á Guad-
eloup-eyju. Gn þangað höfðu
frönsk stjórnvöid boðið full-
trúum frá eldfjallastöðvum og
stofnunum. sem íást við eld-
fjallafræði hvarvctna í heimin-
um. og vildu um leið sýna þeim
uppbyggingu og cndurbætur á
eldfjallastöðvunum á Martin-
ique og Guadeloupe, sem gerð-
ar voru cftir gosið mikla og
hrottflutning fólks af cyjunni
Guadeloupe í Vcstur-Indíum.
Eftir miklar umræður og upp-
lýsingamiðlun cldfjallafræð-
inganna var ákveðin stofnun
samtakanna og kosin stjórn.
Var dr. Guðmundur Sigvalda-
son jarðeðlisfra'ðingur af ís-
landi kjörinn formaður.
Markmið nýju samtakanna
eru: 1) Að skapa og efla tengsl
milli eldfjallastöðva og stofn-
ana, sem fást við eldfjallavökt-
un, 2) að auðvelda upplýs-
ingastreymi með fundahöldum,
3) að viðhalda skrá um mann-
afla og tæki, sem unnt væri að
flytja til þeirra stofnana, sem
vegna aðsteðjandi vanda þyrftu
á liðsauka að halda og 4) að
leita til aljóðlegra stofnana,
sem gætu greitt ferðakostnað
og önnur útgjöld vegna hjálpar-
leiðangra.
Auk Guðmundar eru í stjórn
dr. Robert I. Tilling frá Banda-
ríkjunum, próf. I Yokoyama frá
Japan og dr. J.L. Le Mouel frá
Frakklandi. Fundinn sátu auk
gestgjafanna fulltrúar frá
Costa Rica, Bandaríkjunum, ís-
landi, Indónesíu, Ítalíu, Japan,
Portúgal og Mexíkó, en auk þess
hafa Nýja Sjáland, Ecuador,
Filippseyjar og Tobago og
Trinidad lýst áhuga á þátttöku
og teljast þeir stofnfélagar sem
aðilar verða fyrir næsta fund,
sem haldinn verður á íslandi í
ágúst 1982.
Ástæðan fyrir fundinum og
stofnun samtakanna eru hin
tíðu eldgos á sl. áratug og hið
mikla tjón og brottflutningar á
fólki, sem því hafa fylgt svo sem
á Heimaey á Islandi, Guad-
eloupe, þar sem 74 þús. manns í
hlíðum Soufriere voru fluttir
brott, á Etnu, í Tolbachiek á
Kamtsjatka, St. Helenu í
l)r. Guðmundur Sigvaldason.
Bandaríkjunum og á íslandi
hefur jarðgufuorkuver við
Kröflu lengi verið í hættu af
völdu eldsumbrota. í þessum
tilvikum þyrftu eldfjallafræð-
ingar að vera hvorutveggja í
senn, vísindamenn og ráðgjafar
stjórnvalda, og töldu sig of illa í
stakk búna til hins síðarnefnda.