Morgunblaðið - 10.09.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
15
sínum. Önnur lönd, eins og
Holland og Belgía, deila enn um
þaö heima fyrir. Framkvæmdir
munu hefjast 1983. Tilgangurinn
með þessari ákvörðun er að
hnekkja þeim yfirburðum, sem
talið er að Sovétríkin hafi þegar
náð í Evrópu með árásareld-
flaugakerfi sínu.
Þessi ákvörðun hefur valdið
miklum deilum og orðið „friðar-
hreyfingum" í Evrópu tilefni
mikilla mótmælaaðgerða. Sumar
þessar friðarhreyfingar eru
vafalaust einlægar í sinni bar-
áttu og innan þeirra starfar fólk,
sem eins og við öll, þráir frið og
kærleika. Oft eru þessar hreyf-
ingar af pólitískum toga spunn-
ar. Sovétríkin örva þær með
ráðum og dáð og kommúnista-
flokkar í Evrópu hafa tögl og
hagldir í þeim mörgum. Ein-
kenni þeirra er mjög einhliða
barátta. Hún snýst fyrst og
fremst um vopnabúnað Vestur-
veldanna, en lætur kyrrt liggja
þann óhugnanlega árásarvopna-
búnað, sem Sovétríkin beina
gegn Vesturveldunum. Gott
dæmi er „friðarbarátta" Alþýðu-
bandalagsins hér á landi, en
aðalforsprakki hennar, Ólafur
Ragnar Grímsson, þykir mikil
hetja í blöðum austur í Moskvu.
Gagnkvæm
afvopnun
nauðsynleg
Auðvitað er það hart að þurfa
að viðurkenna, að friður í Evr-
ópu hafi fyrst og fremst haldist
vegna þess að Evrópumenn sner-
ust til varnar í tíma og hafa
raunverulega þurft að vígbúast
stöðugt til að halda í við Sovét-
ríkin. Vígbúnaðarkapphlaupið er
vissulega óhugnanlegt, en
reynslan frá árunum fyrir og
eftir síðari heimsstyrjöid kennir
okkur, að ef draga á úr vígbún-
aði verður það að vera gagn-
kvæmt. Ójafnvægi býður stríðs-
hættunni heim og einhliða bar-
átta „friðarhreyfinganna" getur
því auðveldlega snúist upp í
andstæðu sína — styrjöld, sem
allir vilja forðast.
Ekki tvær fylkingar, heldur ein
Eftir Svein
Jóh. Þórðarson
Nokkur orð út af grein klofn-
ingsmannsins Anders Hansen,
sem hann skrifaði í Morgunblaðið
27. ágúst. Eg get verið nonum
sammáia um flest framan af grein
hans, þar til ég kem að uppstill-
ingu myndanna. Eg veit ekki hvort
greinarhöfundur hefur stillt þeim
svona upp eða Morgunblaðið, en
hver sem hefur gert það, þá
fordæmi ég svona uppstillingu.
Hún er ekki til þess að bæta
andrúmsloftrið í Sjálfstæðis-
flokknum, því eins og Andres
Hansen veit eiga þeir, sem hann
setur hægra megin í blaðið ekki
minna fylgi meðal sjálfstæð-
ismanna almennt en hinir, svo
ekki sé meira sagt.
Þá kem ég að kjöri formanns
Sjálfstæðisflokksins. Ég er sam-
mála greinarhöfundi og öðrum,
sem lýst hafa stuðningi við Geir
Hallgrímsson. Hann á traust skil-
ið. Við höfum líka átt mikilhæfan
varaformann þó hann hafi ekki
notið sín sem skyldi af einhverjum
ástæðum.
Nú er vitað, að Gunnar Thor-
oddsen mun ekki gefa kost á sér
aftur, og þurfum við að finna
mann í hans stað. Nefnir greinar-
höfundur marga ágæta menn. Ég
vil bæta þarna við nafni Björns
Bjarnasonar, sem ég held að væri
einn af fáum, sem gæti komið á
friði í Sjálfstæðisflokknum. Ég
þekki Björn Bjarnason lítið per-
sónulega, en held nú samt að þar
sé maðurinn, sem við þurfum að fá
í forystusveit flokksins.
Greinarhöfundur nefnir sögu-
legt þing á Egilsstöðum 1973, satt
er það. Ég er honum ekki sammála
um að þar hafi niðurstaðan orðið
sú rétta. Friðrik Sóphusson er
vafalaust traustur sjálfstæðis-
maður, en hvort hann er rétti
maðurinn í váraformannssætið
dreg ég í efa. Var hann ekki
höfundur að hugmyndinni um
leiftursóknina fyrir síðustu kosn-
ingar? Ég var nú svo djarfur að
vara frambjóðendur í Vestfjarða-
kjördæmi við að nota þetta orð í
kosningabaráttuni.
Greinarhöfundur telur það til
kosta Friðriks að hann sé harður
stjórnarandstæðingur. Við erum
ekki að kjósa forystu Sjálfstæðis-
flokksins í takt við hvaða ríkis-
stjórn situr við völd í það og það
skiptið. Heldur þá menn, sem við
teljum þjóðinni fyrir bestu. Við
eigum ekki að koma til landsfund-
ar sem tvær fylkingar, heldur sem
ein og velja þar forystu eftir því.
Að lokum þetta: Ég hef ekki trú
á að vori í Sjálfstæðisflokknum, ef
taka ætti alvarlega grein Anders
Hansen 27. ágúst sl.
Sveinn Jóh. Þórðarson.
LOKSINS
er seinna bindið komið
adidas ^ mót - handknattleikur
Hraðmót í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld kl. 19.30.
Kl. 19.30 FH - HK
Kl. 20.40 KR - Fram
Kl. 21.50 Úrslit
Fjögur 1. deildar liö.
KR Islandsmeistarar utanhúss
FH sigurvegarar í INF keppninni 1980
Fram Adidas meistarar 1980
HK nýliöar í 1. deild.
/ íslandsmótinu utanhúss í ágúst sl. spiludu KR — FH
úrslitaleik sem vard aö framlengja. Komast þessi lid
aftur í úrslit?