Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 19

Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 19 við að ráða með félagslegum aðgerðum. Hafi frú Jóhanna hinsvegar á réttu að standa um það að 59 alþingismenn af 60 og 9 ráðherrar af 10 ætli að nota sér af hinum glæsilegu markaðshorfum salt- fisks nú og brjóta niður 50 ára þróuð viðskiptasambönd og af- henda hinum 700 heildsölum okkar þessa vöru til frjálsrar sölumeðferðar, þá er þar um að ræða stærsta happdrættisvinning neytenda saltfisks sem um getur. Mér kemur ekki eitt augnablik til hugar að frú Jóhanna ætli sér aðeins að vera önnur af tveimur útflutningsmafíum á saltfiski. Hvað á þá að gera við Sölku Völku þegar hún kemur með 50% yfir- boð? Eg er einn af þeim óbreyttu í hinum úreltu „þvingunarsamtök- um“ SIF. Fyrirtæki það sem ég veiti forstöðu, veitir nokkuð yfir 100 manns nokkuð trygga atvinnu. Atvinnuöryggi mitt og sam- verkamanna minna byggist fyrst og fremst á þeirri markaðsstýr- ingu og þeim fyrirframsamning- um sem samtök eins og SIF ein geta gert. Öll viðskipti byggjast á gagnkvæmu trausti, kaupenda og seljenda. Enginn kaupandi gerir bindandi samninga um kaup á vöru eins og saltfiski, nema hafa tryggingu fyrir afhendingu og að aðrir aðilar bjóði ekki sömu vöru inn á hans markaðssvæði á lægra verði. Við sem erum stærstir í framleiðslunni og framleiðum að mestu þær stærðir af saltfiski sem auðveldast er að selja gætum að vísu fræðilega haft einhvern ávinning af frumskógahernaði í sölumálum í stuttan tíma. Minni framleiðendur og framleiðendur stærsta hluta landsbyggðarinnar yrðu hinsvegar strax úti í kuldan- um. Við hinir og öll íslenska þjóðin yrðum síðan fyrir næstu öldu. Jóhanna Tryggvadóttir er glæsileg dugnaðarkonam eins og hún á ættir til að rekja. Eftir að vera búin að koma á legg stórum barnahóp, er hún nú að hasla sér völl á viðskiptasviðinu. Vissulega mun þaðan tíðinda að vænta, dugnaðurinn er slíkur. Hið óum- beðna sjálfboðastarf í saltfiskmál- um hefir haft sína þýðingu. For- ystumenn SÍF halda fyrir bragðið örugglega betur vöku sinni. Allt tal um tugi prósenta í verði til eða frá er hinsvegar út í hött. Saltfisk- ur er sem betur fer þýðingarmikil matvara. Of mikil stökk í verði snarminnka neysluna. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá verðum við í aðalatriðum að selja saltfisk okkar á heimsmarkaðs- verði. Hér, eins og í öllum útflutn- ingsgreinum, erum við fyrstir til að hækka verð og síðastir til að lækka. Meðan vandamál Portúgala voru mest, seldum við þeim um- talsvert magn af lakari verðflokk- um á lágu verði. Til að geta þetta voru notaðir peningar úr Verð- jöfnunarsjóði saltfisks, sem að hluta voru komnir frá Portúgal sjálfum. Saltfiskmál eins og öll okkar útflutningsmál þurfa að vera í stöðugri umræðu og þróun. Engum er hinsvegar gagn gert með stóryrðum. Við saltfiskfram- leiðendur trúum því ekki að Frið- rik Pálsson, Þorsteinn Jóhannes- son, Tómas Þorvaldsson, Ólafur Björnsson, Stefán Runólfsson, Valgarð J. Ólafsson, Sigurður Markússon eða Bjarni Jóhannes- son, svo fáir séu nefndir af forystuliði SÍF, séu einhverjir Mafíuforingjar, sem vitandi vits hafi hundruð milljóna af okkur og íslensku þjóðinni. Við trúum því ekki heldur að þessir menn séu með erlenda bófa á framfæri sínu til að snúa á Kidda Finnboga svo dæmi séu nefnd. Við þekkjum þessa menn ein- faldlega af allt öðru. Við höfum hinsvegar flestir miklar áhyggjur af verðlags- þróuninni hér innanlands og þróun alþjóða gjaldeyrismála, með tilliti til möguleika á hag- stæðum saltfisksölum. Þeir sem ekki eru alveg heila- þvegnir munu geta rifjað upp að í fyrra var hópur manna, og það sumra sem aðstöðu vegna áttu að vita mikið um markaðsmál sjávar- afla, sem hélt því fram að hægt væri að selja alla okkar síld á uppboðsmarkaði í Danmörku fyrir hærra verð en fengjust fyrir saltsíld. Sá hópur er hljóðlátur í dag, og horfur á síldarmörkuðum daprar, þrátt fyrir verðlækkun frá verðinu í fyrra. Ég öfunda menn almennt ekki af velgengni þeirra. Ég verð þó að viðurkenna að ég öfunda Tómas Arnason af stefnufestu hans í saltfisksölumálum. Öruggt er að síldarslysið væri skeð í saltfiskinum líka ef að hann, að sögn Jóhönnu, stæði ekki einn sem klettur úr hafi, vörð um hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Ég vorkenni hinsvegar hinum 59 og þá alveg sérstaklega “hinum 16 framsóknarþingmönnunum". Ég vona svo að frú Jóhanna Tryggvadóttir finni sínum mikla lífsþrótti farveg til framkvæmda góðra hluta. Verkefnin eru óþrjót- andi. Okkur er svo öllum best að gera okkur fulla grein fyrir ástandi útflutningsmála fiskafurða í dag. Ástandið er því miður þannig, að fátækar þjóðir Suður-Evrópu og blámenn í Afríku, taka óbeinan þátt í að greiða niður fiskafurðir á nægtarborð Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Björgvin Jónsson Blaðburöarfólk óskast VESTURBÆR Nýlendugata Vesturgata 2—45 AUSTURBÆR Snorrabraut, Miöbær Hverfisgata 4—62 Hverfisgata 63—120 Laugavegur 101 —171 Lindargata Skólavörðustígur Hringiö í síma^ 35408 Benco 01 — 600A C.B. 40 rásir AM/40 rásir FM. Sérsmíðuð fyrir ísland. Fullur styrkur. Verö kr 1.595- Benco, Bolholti 4, sími 91-21945. *• WurlíTzer' SINCE 1851 ÞÝZK-AMERÍSKU PÍANÓIN AFTUR FÁANLEG í FLEST- UM GERÐUM. VERÐ FRÁ KR. 22.000. GREIÐSLUKJÖRIN KOMA Á ÓVART. HÖFUM EINNIG FYRIRLIGGJANDI SKÓLAPÍANÓ. Laufásvegi 17 — 101 Reykjavík. Sími 25336.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.