Morgunblaðið - 10.09.1981, Side 22

Morgunblaðið - 10.09.1981, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 23 22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Ingvar Gíslason í stríði við SÍS og KEA Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, er einn af helztu forystu- mönnum Framsóknarflokksins og jafnframt einn af þingmönnum flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem höfuðvígi Samvinnu- hreyfingarinnar, Kaupfélag Eyfirðinga, er. Það er ekki á hverjum degi, sem maður í slíkri aðstöðu hafur uppi opinbera gagnrýni á forystumenn Samvinnuhreyfingarinnar. Það gerðist hins vegar i Akureyrarblaðinu Degi, málgagni Framsóknarflokksins þar í bæ, í fyrradag. I viðtali í Degi veitist menntamálaráðherra harkalega að forráða- mönnum Sambandsins og telur málflutning þeirra „varhugaverðan" og til þess fallinn að „vekja rangar hugmyndir" hjá starfsfólki Sambands- verksmiðjanna. Menntamálaráðherra segir orðrétt í þessu viðtali' „Eg tel, að sú sviðssetning, sem fundurinn í Sambandsverksmiðjunum var, hafi verið til þess fallin að vekja rangar hugmyndir um það hjá starfsfólki verksmiðjanna og öðrum hvert ástandið raunverulega er í atvinnumálum og hvaða möguleika íslenzkt atvinnulíf hefur til vaxtar og þroska." Ingvar Gíslason sagði ennfremur orðrétt í þessu viðtali: „Mér finnst, að málflutningur forystumanna Sambandsins á þessum fundi hafi verið varhugaverður. Ég sé ekki að stóryrði séu til framdráttar hagsmunum Samvinnumanna." Sem sagt: forsvarsmenn Samvinnuhreyfingarinnar, þeir Erlendur Einarsson, forstjóri SIS og Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SIS, hafa uppi „varhugaverðan" málflutning og „stóryrði" að mati eins helzta forystumanns Framsóknarflokksins. Athyglisvert er, að þessi þingmað- ur og ráðherra sér ekkert athugavert við það, að Sambandið leggi út í milljarðafjárfestingu á Suðureyri á sama tíma og það tapar milljörðum á Akureyri. Honum stendur nákvæmlega á sama um slík vinnubrögð. Reiði hans stafar af því, að forráðamenn Sambandsins hafa orðið til þess að beina athygli fólks að þeirri staðreynd, að atvinnureksturinn í landinu stendur á brauðfótum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þegar það gerist, blossar valdahrokinn upp í menntamálaráðherra. Er að skapast styrjaldarástand milli Framsóknarflokksins og SÍS-veldisins? Eða eru að blossa upp deildur á milli þingmanns Framsóknarflokksins á Akureyri og KEA-valdsins? Það verður býsna fróðlegt að fylgjast með því, hvor verður ofan á í þeim átökum, þegar upp verður staðið! Misrétti í lífeyrismálum Engum blöðum er um það að fletta að eitt aivarlegasta misréttið í íslenzku þjóðfélagi er misréttið í lífeyrismálum. Hluti þjóðarinnar, sem vinnur innan ríkisgeirans, nýtur verðtryggðs lífeyris, er starfsævi lýkur, en sá þorri folks, sem vinnur á almennum vinnumarkaði, býr við mun lakari hlut, svo ekki sé sterkara að orði komizt. Guðmundur H. Garðarsson, þá þingmaður Sjálfstæðisflokks, flutti í ársbyrjun 1976 frumvarp til laga um gegnumstreymiskerfi lífeyrissjóða, er leysti núverandi uppsöfnunarkerfi af hólmi. Þetta sýnist eina raunhæfa lausnin í grundvallaratriðum um framtíðarskipan lífeyris- mála — til leiðréttingar á ríkjandi misrétti. Guðmundur endurflytur þetta frumvarp 1978. Og 1980 flytja þingmennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur Karlsson og Salome Þorkelsdóttir frumvarp svipaðs efnis en nokkuð fyllra, byggt á vandlegri endurskoðun málsins. Höfuðvandinn, sem við þarf að fást, er tvíþættur. í fyrsta lagi varðveizla hinna fjölmörgu lífeyrissjóða í verðbólguþjóðfélagi. Fjöl- márgir þeirra stóðu mjög höllum fæti í þessari viðleitni, enda dómur kunnugra aðila, að lífeyrissjóðakerfið í heild kynni að hrynja til grunna. I annan stað að eyða því misrétti, sem í því fólst og felst, að hluti þjóðarinnar búi að fullverðtryggðum lífeyri meðan þorri launafólks þarf að sæta verðbólguskerðingu eftirlauna. Við getum gefið okkur dæmi af tveimur einstaklingum, sem unnið hafa sambærileg störf og hætt á jafnháum eftirlaunum fyrir 10 árum síðan. Báðir höfðu keypt sér lífeyrisrétt með samskonar iðgjöldum. Annar aðilinn hefur enn eftirlaun með nokkurn veginn sama kaupmætti og þá hann hætti störfum. Hinn hefur aðeins brotabrot þessa kaupmáttar, vegna þess að hann býr við annað kerfi. Þessu misrétti þarf að eyða. Ekki með því að skerða umsaminn og keyptan rétt hins betur setta, heldur með því að tryggja hinum verr setta fulla verðtryggingu. Frumvarp það sem Eyjólfur Konráð Jónsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks fluttu á sl. þingi um gegnumstreymiskerfi lífeyris- sjóða byggir á því að tekjur þeirra og lífeyrisgreiðsiur verði á verðlagi hvers tíma. Megintakmörk þess vóru fimm talsins: • 1) Að tryggja öllum, sem eru komnir á lífeyrisildur, mannsæmandi lífsviðurværi að lokinni starfsævi. • 2) Að veita örorkulífeyrisþegum öryggi og viðunandi tryggingabætur. • 3) Að auka barnalífeyri og bæta stöðu þeirra sem verr eru settir í þjóðfélaginu. • 4) Að tryggja foreldrum fæðingarlaun. • 5) Að einfalda lífeyriskerfi þjóðarinnar og útrýma misrétti. Frumvörp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þessi efni hafa vissulega vakið verðskuldaða almannaathygli. Tvö ráðandi öfl í þjóðfélaginu virðast þó fara sér afar hægt, ef þau þá hreyfast nokkuð til leiðréttingar á þessu misrétti. Hið fyrra er ríkisvaldið, sem sýnist sofa værum blundi á svæfli misréttis í lífeyrismálum, ekki síður en á svæfli misréttis í öðru stóru mannréttindamáli, sem kennt er við jafnt vægi atkvæða án tillits til búsetu þjóðfélagsþegnanna. Hitt aflið er sjálf verkalýðsforystan. Einkunn Sigrún- ar Gísladóttur Eftir Guðmund Magnússon háskóla- rektor Sigrún Gísladóttir sendir Há- skóla Islands opið bréf í Mbl. sl. laugardag. Sé ég ekki að þess hafi verið þörf, því að dyr mínar hafa alltaf staðið opnar fyrir henni. Þar sem ekki er hægt að ætlast til þess að allir þekki reglur um prófdómara tel ég rétt að koma þeim á framfæri. Al- menna reglan er sú, að kennarar dæma skrifleg próf einir (en í munnlegum prófum er einn próf- dómari utan Háskólans). Stú- dent sem ekki hefur staðist próf á rétt á að fá prófdómara til endurmats úrlausnar en ekki sá er stenst prófið. Einnig getur kennari eða meirihluti nemenda, telji þeir til þess sérstaka ástæðu, óskað skipunar próf- dómara í einstöku prófi. Mennt- amálaráðherra skipar prófdóm- ara að fengnum tillögum há- skóladeildar. Að ósk deildar var prófdómari skipaður í prófum Sigrúnar Gísladóttur, sbr. bréf ráðuneyt- isins til Ásthildar Erlingsdóttur 1. febr. 1980: „Ráðuneytið skipar yður hér með prófdómara til að meta úrlausnir Sigrúnar Gísla- Guðmundur Magnússon dóttur úr skriflegum prófum í dönsku í Háskóla tslands yfir- standandi skólaár." Skýrt er að prófdómara er falið að meta úrlausnir hennar einnar en ekki annarra nemenda, en því miður er ekki nægilega skýrt hvort þetta átti að gilda um próf sem hún átti eftir að taka eða einnig fyrri próf. Um próf sem búið er að færa í einkunnabók hefur gilt sú regla að einungis falleinkunn hefur komið til kasta prófdómara eins og áður sagði. Þar sem kennarar höfðu fært einkunn hennar (7,0) í einkunnabók fékk Sigrún Gísladóttir því með skipun próf- dómara í umræddu prófi í texta- fræði sama rétt og um fallein- kunn hefði verið að ræða. Þegar meta á úrlausn eins nemenda í prófi er fullkomlega eðlilegt að prófdómari líti á úrlausnir annarra nemenda til hliðsjónar, þar sem erfitt er að meta eina úrlausn sjálfstætt. Það breytir þó hvorki einkunn annarra nemenda né þeirri ein- kunn er prófdómari telur að Sigrúnu Gísladóttur beri. Próf- dómari komst að þeirri niður- stöðu samkvæmt þeim forsend- um sem hann gefur sér að Sigrúnu Gísladóttur beri ein- kunninn 7,7' fyrir úrlausnina. Þar sem gefa skal einkunnir í heilum eða hálfum tug er því einkunninn 7,5 færð í einkunnabók. Vegna hrakyrða í garð próf- dómara skal tekið fram að Há- skólinn ber fyllsta traust til hans og harmar þær persónu-' legu árásir óánægðs nemanda, sem hann hefur orðið fyrir. Guðmundur Magnússon. háskólarcktor. Islendingar og Bretar: Samningur um gagnkvæma ókeyp- is sjúkrahjálp '> .-.C —y.', ' " ' * . - -• '■ -■' - r ... ", 'tí * *' • ' ,li !■ '■* - Unnið að gatnamælingum i Hóimahverfi í gær, en þar fara malbikunarframkvæmdir senn að hefjast. Gatnaframkvæmdir hafnar i Hólmahverfí: íbúarnir útveguðu Kópa- vogsbæ framkvæmdalán Gatnagerðarframkvæmdir eru nú hafnar i Hólmahvcrfi í Kópavogi en ekki var gert ráð fyrir þessum framkvæmdum á síðustu fjárhagsáætlun Kópa- vogsbæjar. Fengu íbúar hvcrf- isins samþvkki bæjarins til að af framkvæmdunum yrði nú í haust með því móti að þeir hundust samtókum um að fá viðskiptabanka sína til að út- vega lán til hluta framkva'md- anna. þannig að bærinn hcfði fé til að ljúka verkinu. „Þar sem þessi framkvæmd var ekki á fjárhagsáætlun bæj- arins, var að sjálfsögðu ekki nóg að íbúarnir greiddu sín gatn- agerðargjöld til þess að verkið Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SIS: Iðnaðardeild er alls ekki að biðja um ríkisstyrk Mikill áhugi Vestfirðinga á að Samvinnuhreyfingin hasli sér aukinn völl i útgerð og fiskvinnslu „ÉG VERÐ að segja að mér finnast viðbrögð Morgunblaðsins við þeim málum sem til umræðu hafa verið núna síðustu daga ákaflega undarleg og skil ekki allan þennan fyrirgang. I sambandi við þennan áróður Morgun- blaðsins, um að iðnaðardeild Sam- bandsins sé að biðja um ríkisstyrk til síns rekstrar, þá verð ég að vísa þeim málflutningi algjörlega á bug. Ég vil vinsamlegast benda þeim, sem túlka málin á þann hátt, á það, að matvöru- kaupmenn hafa til dæmis mjög ákveð- ið verið að benda ríkisvaldinu á það núna undanfarið, að sölulaun fyrir landbúnaðarvörur séu allsendis ónóg og að þeirra rekstrargrundvöllur sé af þeim sökum óviðunandi. Þó þeir vekji athygli á ónógum rekstrargrundvelli sinnar starfsgreinar þýðir það ekki, að þeir séu að biðja um ríkisstyrk," sagði Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambands ísl. samvinnufélaga, er Mbl. ræddi við hann í gær í tilefni af umræðum sem orðið hafa vegna vandamála iðnaðardeildar SIS og kaupa fyrirtækisins- á hlutabréfum í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. Valur sagði ennfremur: „Fram- kvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda, Valur Valsson, hefur mjög ítrekað túlkað ónógan rekstrargrundvöll út- flutningsiðnaðar og samkeppnisiðnað- ar í fjölmiðlum og gagnvart yfirvöld- um að undanförnu og sama hefur formaður Félags ísl. iðnrekenda, Davíð Sch. Thorsteinsson, gert og það þýðir ekki það, að þeir séu að biðja um ríkisstyrk til handa þeim fyrirtækjum, sem þeir eru talsmenn fyrir. Á sama hátt hefur Álafoss á undanförnum vikum og mánuðum verið að vekja athygli á ónógum rekstrargrundvelli sínum og það þýðir ekki það að Álafoss sé að biðja um ríkisstyrk þó það fyrirtæki hafi vissulega fengið ríkis- styrk á árum áður, þegar það var í hvað mestum erfiðleikum. Þannig er það einnig gagnvart iðnaðardeild Sambandsins. Hún hefur verið að vekja athygli á erfiðum rekstrargrundvelli útflutningsiðnaðar og samkeppnisiðnaðar, en það þýðir alls ekki að iðnaðardeildin sé að biðja um ríkisstyrk. Allir þessir aðilar eru að fara fram á það við yfirvöld, sem hafa haft þessi mál til athugunar, að ekki verði lengur látið dragast að gera nægar ráðstafanir sem dugi til þess að koma eðlilegum rekstrargrundvelli undir þessa þýðingarmiklu starfsemi sem útflutningsiðnaðurinn og sam- keppnisiðnaðurinn er, þannig að ekki þurfi að koma til neinnar stöðvunar í einstökum greinum eða heilum fyrir- tækjum og einmitt þannig að þessi iðnaður geti allur gengið áfram styrkjalaust." Valur Arnþórsson Valur óskaði einnig eftir að eftirfar- andi kæmi fram: „Ég vil skýra frá því, að við úr Samvinnuhreyfingunni höfum verið með svæðafundi á Vestfjörðum alveg nýverið, reyndar fyrir hálfri annarri viku síðan. Þar var mikil þátttaka almennings á fundum hjá okkur, bæði á Patreksfirði og ísafirði. Við ræddum einnig við stjórnir Samvinnufélaga og útgerðarfyrirtækja og það kom fram mikill áhugi hjá fólki á þessu sviði fyrir því að Samvinnuhreyfingin hasl- aði sér aukinn völl í útgerð og fiskvinnslu. Það verður að teljast mjög eðlilegt, þegar aðilar sem eru í þessari atvinnustarfsemi koma að máli við Sambandið og biðja það, og beita sér fyrir því, að Samvinnuhreyfingin með Sambandið að bakhjarli kaupi upp hluta eða meirihluta í þannig fyrir- tækjum, að þá sé orðið við því að ræða þau mál. Þetta verður að teljast mjög eðlilegt og slík mál eru í sjálfu sér algjörlega óviðkomandi ónógum rekstrargrund- velli útflutningsiðnaðar og samkeppn- isiðnaðar í landinu. Það má öllum Ijóst vera, að þó Sambandið steinhætti umsvifalaust að ræða þessi mál við aðila á Vestfjörðum, myndi það ekkert bæta rekstrargrundvöllinn fyrir Ála- foss, fyrir aðra meðlimi í Félagi ísl. iðnrekenda eða fyrir iðnaðardeild Sambandsins. Það myndi engin áhrif hafa til bóta fyrir almennan rekstr- argrundvöll iðnaðar í landinu og óhugsandi að einhverjar atvinnugrein- ar í landinu fari að fjármagna áfram- haldandi taprekstur vegna ónógs rekstrargrundvallar iðnaðarins. Þann- ig að þarna er um tvö algjörlega óskyld mál að ræða, sem er alveg út í hött að vera að blanda saman,“ sagði hann í lokin. Ekkert ákveðið um frekari viðræður við Norsk Hydro Jóhannes Nordal FULLTRÚAR frá norska stórfyr- irtækinu Norsk Hydro voru hér á landi í hcimsókn i síðustu viku á vegum Landsvirkjunar, en fyrir- ta'kin hafa á undanfornum árum átt nokkur samskipti. „Fulltrúar Norsk Hydro komu hingað ekki til ncinna formlegra viðra'ðna, heldur komu þcir hingað til að kynnast okkar áa-tlunum og hug- myndum um þróun i orkufrekum iðnaði,“ sagði Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, i samtali við Mbl. „Nú, þeir komu ennfremur til að kynna sjálfa sig fyrir íslenzkum stjórnvöldum og aðilum á þessu sviði. I þeim tilgangi áttu þeir viðræður við nokkra ráðherra úr ríkisstjórninni og ræddu við full- trúa Landsvirkjunar, auk þess sem þeir heimsóttu Laxárvirkjun. Þá ræddu fulltrúar Norsk Hydro við fulltrúa stjórnarandstöðu- flokkanna. Þetta voru ekki neinar formleg- ar viðræður og því var ekki um neina formlega niðurstöðu að ræða, en fulltrúar Norsk Hydro gerðu grein fyrir sínum áhuga, að taka hugsanlega þátt í, eða eiga samvinnu við Islendinga í þessum rnálurn," sagði Jóhannes Nordal ennfremur. Hefur eitthvað verið ákveðið um frekari viðræður aðila? „Nei, það hefur ekkert verið ákveðið um frekari viðræður, en ef um einhverja samvinnu verður að ræða í framtíðinni, fer það auðvit- að í gegnum ríkisstjórnina," sagði Jóhannes Nordal, stjórnarformað- ur Landsvirkjunar að síðustu. gæti hafist", sagði Björn Þorst- einsson bæjarritari í Kópavogi í samtali við Mbl. „Það sem þeir í rauninni gera, er að þeir útvega lán hjá viðskiptabönkum sínum sem nemur þeirri upphæð sem bærinn hefði lagt á móti ef verkið hefði verið á fjárhagsá- ætlun. Um er að ræða malbikun gatna sem þegar hafa verið undirbyggðar fyrir slitlag, gangstéttalagningu og lýsingu. Við gerum ráð fyrir að lokið verði við að setja slitlag á allar göturnar í hverfinu í lok þessa mánaðar að öllu óbreyttu." „Verkið kostar alls um 1,4 millj. kr.“, sagði Karl M. Kristjánsson hagsýslustjóri Kópavogsbæjar. „B-gatnagerð- argjöld voru tæplega 300 þús. og tekur bærinn lán hjá viðskipt- abönkum sínum til verksins fyrir um 500 þús., þannig að uppá vantaði 600 þús. kr. Þessa upphæð var ákveðið að taka að láni í þremur bönkum, sem Kópavogsbær hefur ekki viðsk- ipti við, og má segja að íbúar hverfisins, er flestir skipta við þessa banka, hafi útvegað bæn- um þessi lán út á sín eigin viðskipti," sagði Karl. í UEYKJAVÍK.er nýlega lok- ið viðræðum íslendinga og Breta um sjúkratryggingar- gjöld. — „Við ræddum fyrst og fremst um la'knisþjónustu og sjúkrahjálp þeirra sem dvelja í sitthvoru landinu um stundarsakir. þ.e.. að þcir fái ókeypis sjúkrahjálp í ncyðar- tilfellum.“ sagði Jón Saunund- ur Sigurjónsson. deildarstjóri í heilhrigðis- og trygginga- ráðuneytinmu. i samtali við Mbl. „Það má segja, að samningar um þessi atriði hafi náðst í stórum dráttum, en það á eftir að ganga endanlega frá samn- ingsuppkastinu", sagði Jón Sæmundur ennfremur. Fyrr í sumar ræddu full- trúar landanna um almanna- tryggingamál almennt og verð- ur þeim viðræðum haldið áfram á næstunni. — „r.g a J>vi von á því, að eftir næsta fund verði komið heildarsamkomu- lag í þessum málum, þe. samn- ingur um almannatrygginga- mál og svo úm sjúkratrygg- ingamálin," sagði Jón Sæ- mundur ennfremur. Auk Jóns Sæmundar sátu í viðræðunefnd íslands þeir Guðmundur Eiríksson, sem var formaður nefndarinnar, Jón Ingimarsson og Eggert G. Þorsteinsson. Þá má geta þess, að samn- ingaviðræður um almanna- trygftingamál hafa ennfremur staðið yfir við Luxemborgar- menn og eru þegar komin fram drög að samningi, sem væntan- lega verða afgreidd á næsta fundi aðila, sem snemma á næsta ári. verður Samningar um skipa- kaup undirritaðir - rekstur Þörungavinnslunnar erfiður að undanförnu vegna ótíðar HIÐ NÝJA skip Reykhólaskips hf. er væntanlegt hingað til lands í lok næstu viku, en hluthafar í því eru áhöfn skips- ins. Þörungavinnslan og um 50 aðilar í Reykhólahreppi. Forráðamenn hlutafélagsins halda til Noregs í dag til undir- ritunar samninga og vonir standa til að skipið verði síðan afhent í byrjun næstu viku þannig að það verið komið heim í lok þeirrar viku og geti þá hafið flutninga fyrir Þörunga- vinnsluna. Mikil ótíð síðan í upphafi ágústmánaðar hefur valdið því að þangskurður hefur verið stopull, aðallega vegna hvass- viðris, en Þörungavinnslan hef- ur þó fengið þang um það bil annan hvern dag. Að sögn Omars Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Þörungavinnsl- unnar, hefur þetta valdið nokkr- um vandræðum í rekstri, en starfsemi verksmiðjunnar hefur þó haldist allan þennan tíma. Sagðist hann vonast til að þetta ástand lagaðist með batnandi tíð. Þá sagði hann að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um frekari kolmunnaþurrkun, þar sem enn hefði ekkert heyrzt um viðbrögð Nígeríumanna við þeim farmi, sem þegar hefur verið sendur þeim. Hann sagði ennfremur að kolmunnaþurrk- unin hefði gengið vel og stæði undir sér og þó hagnaður væri ekki mikill, væri það vissulega betra en ekki neitt. Allsherjarverkfall flugumferðarstjóra? Hef ekki heyrt um neinar aðgerðir ennþá, segir Jens Guðmundsson „ÍSLENZKIR flugumferðarstjórar munu þjóna mikilva'gu hlutverki í leynilegri áa'tlun sem hvggist á því að lama allt flug milli Évrópu og Ameríku.“ segir í frétt frá Noregi i gær og er vitnað i fréttabréf samtaka norskra flug- umferðarstjóra. Þar segir að ís- lenzkir flugumferðarstjórar muni ásamt starfsfélögum sínum frá (>ðrum löndum Evrópu sem stjórni flugumferðinni til Bandarikjanna taka þátt i verkfalli til þess að þrýsta á rikisstjórn Bandaríkj- anna að veita flugumferðarstjór- um í Bandaríkjunum aftur vinnu en þeim var sem kunnugt er sagt upp störfum i stórum stíl þegar upp kom deila milli þeirra og stjórnvalda í sumar. Það er norska blaðið Verdens Gang sem skýrir frá hinni leynilegu áætlun og segir að þau lönd sem séu nefnd í þessu sambandi séu ísland, Kanada, Stóra-Bretland, Portúgal og írland, en einmitt þessi lönd annast flugstjórn á Norður- Atlantshafinu. I norska blaðinu segir að slík aðgerð myndi leggja sterk spil í hendur alþjóðasam- bands flugumferðarstjóra til þess að þrýsta á stjórn Bandaríkjanna ráða flugumferðarstjórana aftur, en sagt er að ráðgert sé að veita Bandaríkjastjórn 30 daga frest til þess að leysa málið áður en til aðgerða kemur. Þá segir að leyni- legir fundir hafi verið haldnir um málið en það sé hins vegar á valdi félaga í viðkomandi löndum hvort þau taki þátt í aðgerðunum. Verd- ens Gang segir í frétt sinni að norskir flugumferðarstjórar reikni með að leggja fram 700.000 kr. í verkfallssjóð til þessara aðgerða. Morgunblaðið ræddi við Jens Guðmundsson formann flugum- ferðarstjóra og innti frétta af gangi mála. „Ég hef ekki heyrt af neinum aðgerðum ennþá,“ sagði hann, „það var ákveðið á fundi flugumferðar- stjóra í Amsterdam 22. ágúst sl. að gefa 30 daga frest til þess að koma hreyfingu á lausn málsins í Banda- ríkjunum, en í þessu sambandi var gefin út ákveðin fréttatilkynning og um málið er ekki meira að segja, og mér þykir mjög kynlegt ef þessi frétt kemur frá norskum flugum- ferðarstjórum. Ég veit ekkert um slíkar aðgerðir að svo stöddu og það hefur ekki verið ákveðið neitt í þeim efnum af okkar hálfu, en hvort það verður gert er annað mál.“ Blaðamaður Mbl. spurði Jens hvort flugumferðarstjórar hefðu rætt alla þætti sem slíkar aðgerðir varða svo sem áhrif á rekstur flugs frá Islandi, og samninga við önnur lönd. „Við höfum rætt öll þessi mál,“ sagði Jens, „og hvað það gæti valdið okkar eigin þjóð og öðrum, en við erum ekki búnir að ákveða neinar aðgerðir, okkar félag er alvöru félag og við tökum ákvarðanir með tilliti til allra þátta málsins."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.