Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
Prjónastofan Dyngjan á Egilsstöðum:
Fatlaðir
og þroska-
heftir í Sum-
argleði...
Fjölmenni var á skemmtun
SumarKleðinnar fyrir fatiaöa
ok þroskahefta í Tónabæ sl.
sunnudaKkvöld ...
Vandinn sá sami
í PRJÓNASTOFUNNI Dynífj-
unni á EKÍlsstöðum vantar nú
fólk. Sagði Guðmundur Bene-
diktsson. framkvæmdastjóri
prjónastofunnar. að það hefði
háð fyrirtækinu í morn ár.
— Við erum með góðan kjarna í
Innlend húsgagna- og innréttingaframleiðsla á í vök að verjast:
Markaðshlutdeildin hefur
hrapað úr 90% í 35—40%
EINS og á undanförnum árum á
húsgagna- og innréttingaiðnaður
mjög í vök að verjast gagnvart
innflutningi, en innflutningur
húsgagna og innréttinga hefur
aldrei verið meiri en á siðasta ári
og benda tölur yfir innflutning
fyrstu sex mánuði þessa árs tií
þess, að hann muni enn aukast,
segir m.a. í frétt frá Félagi
húsgagna- og innréttingaframl-
eiðenda.
— Arið 1980 nam innflutningur
húsgagna og innréttinga 1,55% af
heildarinnflutningi landsmanna,
en fyrstu sex mánuði þessa árs
nam hann 1,64% af heildarinnfl-
utningi.
Gengisþróun undanfarinna
mánaða hefur bitnað mjög á sölu
erlendra húsgagna og innréttinga,
sem á nær eingöngu í samkeppni
við vörur frá Evrópu. Sem dæmi
má nefna, að um 60% alls inn-
flutnings húsgagna og innréttinga
er frá Danmörku, Svíþjóð og
Noregi, en gengi gjaldmiðla þess-
ara landa hefur hækkað um aðeins
5% að meðaltali frá desember
1980 til júní 1981. Á sama tíma
hefur launakostnaöur innlendra
framleiðenda hækkað um 25%.
Auk þess, sem að framan grein-
ir, á innlend framleiðsla húsgagna
og innréttinga í samkeppni við
meira og minna ríkisstudd fyrir-
tæki í nágrannalöndunum. Þrátt
fyrir ítrekaðar óskir félagsins um
aðgerðir af hálfu íslands til jöfn-
unar mun á samkeppnisstöðu inn-
lendra framleiðenda gagnvart erl-
endum keppinautum, hefur lítið
orðið um aðgerðir af hálfu stjórn-
valda.
Þrátt fyrir mikla aukningu
framleiðni í húsgagna- og innrétt-
ingaiðnaði á síðustu 10 árum
hefur markaðshlutdeild innlendra
framleiðenda húsgagna minnkað
úr 90% niður í um það bil 50%
1979. Afleiðingar þessarar þróun-
ar hafa m.a. orðið þær, að frá 1974
til 1979 hefur starfsmönnum í
húsgagnaiðnaði fækkað úr 661 í
513, eða um 20%. Ef tekið er tillit
til aukningar innflutnings frá
1979 til 1980 má búast við að
hlutur innlendra framleiðenda á
húsgögnum sé kominn niður í
35-40%.
vinnu, sagði Guðmundur, en okkur
hefur alltaf vantað fólk. Hér á
Egilsstöðum er yfirfullt að gera í
fiski, og sem betur fer er ekki
atvinnuleysi, en eins og gefur að
skilja bitnar það á fyrirtækjum
sem þessum þegar mikið er að
gera í fiskinum. Skortur á fólki
stafar semsé ekki af uppgangi
fyrirtækisins, heldur má segja
hann sé landlægur hér. Vandamál
okkar eru alveg þau sömu og
prjónaiðnaðarins út um allt land.
Dyngjan var rekin með tapi sl.
ár og hefur ekki verið lokað, því
menn vilja sjá til hvaða aðgerðar
stjórnvöld hyggjast grípa til, og ég
vona sannarlega að við fáum
leiðréttingu, því nóg eru verkefn-
in. Það eru margir samverkandi
þættir sem orsaka vandann, geng-
isþróun í Vestur-Evrópu og ótal
skattar, og það sem lítur að
fyrirtækjum er að auka framleið-
Kaupmannafélag Vestfjarða:
Varanlegar aðgerðir til stuðn-
ings verslun í striálbýli
AÐALFUNDUR Kaupmannafé-
lags Vestfjarða var haldinn í
Hnífsdal sl. laugardag. Þar las
formaður, Benedikt Bjarnason,
skýrslu félagsins, gjaldkeri þess
lagði fram reikninga, Gunnar
Snorrason, formaður Kaup-
mannasamtakanna, flutti ávarp.
og erindi fluttu þau Arndís
Björnsdóttir, Óskar Jóhannsson
og Friðrik Þór Óskarsson. Fund-
arstjóri var Úlfar Ágústsson og
fundarritari Gunnlaugur Jónas-
son.
Fundurinn gerði meðal annars
eftirfarandi ályktanir:
1. Fundurinn beinir því til stjórn-
valda, að sérstakar ráðstafanir
verði nú þegar gerðar, til að
bæta hag verzlana í strjálbýli
með varanlegum aðgerðum. I því
sambandi er bent á lækkun
rekstrarkostnaðar með niðurfell-
ingu á opinberum álögum og
jöfnuði orkukostnaðar. Heimilað
verði að reikna vexti af vöruvíxl-
um smásölu inn í vöruverðið,
eins og heildsölu er heimilt að
gera. Öpnaður verði aðgangur að
hagkvæmum lánafyrirgreiðslum
fyrir smásöluverzlun í dreifbýli,
hjá Byggðasjóði, sökum erfiðs
birgðahalds.
2. Fundurinn lýsir stuðningi við
framkomið frumvarp til breyt-
inga á lögum um söluskatt, er
varðar söluskattsálagningu á
flutningskostnað vöru út um
land. Fundurinn bendir hinsveg-
ar á að stefna beri að því, að
kostnaður við flutning á vöru
heildverzlana og framleiðenda til
ladsbyggðarverlzlana, verði
felldur inn í heildsöluverð al-
mennt, til þess að ná sama
heildsöluverði um land allt.
3. Fundurinn krefst þess, að verzl-
anir og aðrir þjónustuaðilar fái
greiddan kostnað við innheimtu
söluskatts og opinberra gjalda,
enda er það augljóst sanngirn-
ismál.
4. Fundurinn telur það grundvall-
arþýðingu fyrir smásöluverzlun-
ina, að álagning sé raunhæf í
öllum vöruflokkum. Er brýnt, að
nú þegar verði hafizt handa um
endurskoðun og leiðréttingu á
álagningarákvæðum í samræmi
við raunverulegan dreifingar-
kostnað. Stefna ber að því, að
álagning verði gefin frjáls, þar
sem næg samkeppni er fyrir
hendi.
Núverandi stjórn Kaupmanna-
samtaka Vestfjarða skipa Benedikt
Bjarnason, formaður, Heiðar Sig-
urðsson, Gunnlaugur Jónasson,
Margrét Guðbjartsdóttir og Hall-
grímur Matthíasson. Aðalfulltrúi í
fulltrúaráði Kaupmannasamtaka
Islands er Jónatan Einarsson og
varamaður hans er Úlfar Ágústs-
Fundarmenn á aðalfundi Kaupmannafélags Vestfjarða.
Og allir skemmtu sér konunglega ...
Rannsóknaráð rikisins:
Fundur vísinda-
nefndar OECD
- um vísinda- og tækniþróun á íslandi
SÉRSTAKUR fundur OECD
(Organisation for Economic Coop-
eration and Development) verður
haldinn um visinda- og tæknimál á
íslandi í dag og á morgun, dagana
10. og 11. sept. Fundurinn er
lokaþáttur úttektar sem gerð hefur
verið á vegum vísindanefndarinn-
ar. að tilhlutan Rannsóknaráðs
ríkisins. Til undirbúnings ráð-
steínu þessarar fór fram víðtæk
upplýsingasöfnun um íslenzk vís-
inda- og tækniþróunarmál, og sér-
stök sendinefnd kynnti sér stöðu
og horfur í rannsóknamálum á
Íslandi og skrifaði álitsgerð sem
liggja mun frammi á ráðstefnunni.
Til fundarins er boðið fulltrúum
íslenzkra rannsónastofnana og Há-
skólans, embættismönnum og full-
trúum atvinnuveganna. Fundinn
sitja fulltrúar ýmissa aðildarríkja
OECD þ.á.m. Norðurlanda, Hol-
lands, Írlands o.fl. landa. Nokkrum
erlendum gestum er boðið sérstak-
lega til að flytja erindi um mál sem
snerta áhugasvið íslands í þessu
sambandi.
Sendinefndin, sem áður er minnst
á, er skipuð dr. Cristopher Freeman,
prófessor frá Sussex-háskóla, og hr.
James Mullin, ráðuneytisstjóra í
kanadíska vísindaráðuneytinu, sem
er núverandi forseti vísindanefndar
OECD, og munu þeir leggja fyrir til
umræðu spurningar sem varða
stefnu íslendinga í vísinda-og
tæknimálum. Er sérstaklega til þess
ætlazt að íslenzkir þátttakendur
velti þessu umræðuefni fyrir sér, en
einnig munu fulltrúar annarra
landa gera grein fyrir skoðunum
sínum og reynslu. Til umræðu munu
verða mál er geta varðað miklu um
þróun atvinnu- og efnahagslífs, og
uppbyggingu tækniþekkingar í
landinu á komandi árum, ekki síst
með hliðsjón af- ákvörðunum um
nýtingu íslenzku orkulindanna.