Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
Jón Þ. Árnason:
Lífriki og lífshættir LXVIII
Hungur og hraðgróðahyggja
Spurninyin er: Hvenœr taka Jlokksmálamenn
Nordurlanda ai) búa þjódir sínar undir aÖ
innleysa mannúöarvixlana, eöa var rausiö
kokslepja einber?
Hún er allt að 9
klst. að sækja
eldivið til að geta
veitt sér og sín-
um heita máltið.
Offjölgun hins yfirgnæfandi
meirihluta allsþurftaþjóða í
samtökum Sameinuðu þjóðanna,
sem um næstu aldamót mun að
áliti færustu sérfræðinga telja
nálægt 5.000.000.000 af áætluð-
um 6.300.000.000 mannfjölda á
jörðinni, eða yfir 80%, hlýtur að
sjálfsögðu að krefjast skjótra og
rösklegra aðgerða. Sérstaklega
af hálfu þeirra, er í þrábyiju
hafa staðhæft og staðhæfa, að
þeim séu engin veraldleg vanda-
mál ofvaxin.
Hér á ég auðvitað við mann-
valið með „ismana" sína og allar
»hyggjurnar“, sem fyrirhafnar-
lítið, jafnvel af sjálfu sér, unga
út úrlausnum við hvers kyns
kröggum og klípum, áföllum og
erfiðleikum, jafnóðum og að
höndum bera.
Einkum þó í orðum — í
milljónatali. Og á pappírum — í
tonnatali.
Brosir dýrð í norðri
Nú er því hins vegar þannig
farið, að skvaldrið eitt, jafnvel
þótt blaðfest sé, gerir nákvæm-
lega enga stoð. Það getur, gert,
og gerir raunar oftast, illviðráð-
anlega bolvun, vekur í bezta falli
meðaumkvun og aðhlátur.
Áhættulítið mun því mega halda
fram, að ræðustraumar og papp-
írsskriður, sem átt hafa upptök
sín í glerhúsinu á Manhattan,
hafi iðulega gefið fullt tilefni til
slíkra geðhrifa. Á.m.k. ekki síður
en ef þróðursonur Gróu á Leiti,
forsætisráðherra Islands á með-
an Ólafur R. Grímsson og Þórar-
inn Þórarinsson fá ráðið, og
hinir 3 og 14 meðliðhlaupar hans
gæfu á eigin kostnað út bækur,
sem bæru titlana: „Drengskapur
er vort aðalsmerki" (metsölu-
bók) og „100 ráð við hégóma-
skap“.
Reyndar er líklegt að áminnzt-
ir „stjórnmálamenn" og aðrir
íslenzkir áhlaupamenn fyrir
framgangi bræðralags og jöfn-
unar með mönnum, hljóti að
hafa öðru þarfara að sinna, fyrr
en margur hyggur, heldur en að
efla bókmenntalega plönturækt,
þó svo að eftirsjá yrði sár.
Það líður sem sé óðum að
skuldadögum. Fylgispekt íslands
og annarra Norðurlanda við
heimtufrekju vanþroskaþjóða á
alþjóðavettvangi verður tæpast
goldin með orðunum og handa-
uppréttingunum einum saman
öllu lengur.
Raunveruleikinn þröngvar sér
miskunnarlaust í fangið:
Dekurbörnum Sameinuðu
þjóðanna fjölgar með sprengju-
krafti. Bara af þeim sökum
einum verður þröngbýli þeirra
stöðugt tilfinnanlegra. Þegar
þar við bætist, að þær bylta
landrými, sem af náttúrunnar
hendi var Padís líkast, í urðir og
eyðimerkur af ofurkappi, er
engu líkist fremur en sjálfs-
morðsæði, liggur í augum uppi,
að milljarðar vonleysisheimsins
muni krefjast þegnréttar á með-
al þjóða, sem byggja strjálbýl
lönd og hafa átt þá trúarjátn-
ingu helgasta, „að allir menn eru
skapaðir jafnir", auk annarrar
„lífsSpeki" af svipaðri sort.
Allar Norðurlandaþjóðirnar
eru fámennar, þær eiga yfrið
nógu og vannýttu landrými að
fagna. Fólksfjölgun á Norður-
löndum fer lækkandi, eins og
reyndar í flestum öðrum löndum
hins hataða hvíta kynþáttar
(afsakið hið ólýðræðislega,
ókristilega og bannfærða orðl).
Þær hafa áratugum saman tekið
kröftuglega undir kröfur fagur-
litu þjóðanna um að auðæfi, sem
vestrænar þjóðir einar gætu
nytjað á og undir botni heimsút-
hafanna, skuli umyrðalaust telj-
ast „sameign alls mannkyns", og
fylgdu þeim eftir með að taka
undir þótanir um „að hrinda
Bandaríkjamönnum niður af 38.
hæð“, þegar þeir, öllum að óvör-
um, fóru fram á umhugsunar-
frest.
Og á sínum tíma var það
einungis vegna samstöðu Banda-
ríkjarnanna og Rússa, að þeim
tókst ekki að fá „rétt“ ölmusu-
ríkjanna til hugsanlegra nátt-
úruauðæfa á tunglinu viður-
kenndan og staðfestan að al-
þjóðalögum.
Af ofangreindum ástæðum, og
vissulega ýmsum öðrum, ættu
engin sérstök vandkvæði að
hljótast af aðflutningum nokk-
urra milljónatuga manna — sem
„allir eru skapaðir jafnir" — í
kærleiksfaðm þjóða, er skilyrð-
islaust hafna öllum „fordómum"
út af varhugaverðum áhrifum og
afleiðingum gjörólíkra lífsvið-
horfa, lífshátta, trúarbragða,
siðgæðisvitundar, erfðaeigin-
leika, arfleifðar, uppruna, hæfi-
leika, umhverfis o.s.frv., etc.
Að því er Island varðar sér-
staklega, ætti margföldun
vinnuafls að koma sér einkar vel,
því að ekki er alveg víst, að
bændur og sjómenn á góðum
aldri reynist nógu margir og
ginkeyptir fyrir að leigja sig til
sálardrepandi færibandavinnu í
þeim fjölda stóriðjubákna, sem
allir íslenzkir flokkaforstjórar
eru á einu máli um, að verða
hljóti bjargræði ættjarðarinnar
og ómetanleg prýði.
Ógildar
afsakanir
Óbótaverk þau, sem mannkyn-
ið hefir frá upphafi unnið á
náttúruríkinu, verða sjálfsagt
aldrei tíunduð til neinnar hlítar.
Gengnar kynslóðir eiga sér
sannarlega gildar málsbætur.
Þær vissu ekki betur en að
gjafmildi lífríkisins og auður
jarðar væru takmarkalaus og
óþrjótandi. Allar götur fram á
fyrri helming líðandi aldar
mátti með góðum vilja fallast á
að sú fávísi væri fyrirgefanleg,
einkum að því er varðar fólk,
sem varla átti lífsvon til næsta
dags, nema grípa til þess, er
hendi var næst. Oftast voru
lífsbjargir síður en svo auð-
fengnar, því að mikið vantaði á,
að afl entist til teljandi ofnýt-
ingar.
En upp úr miðri 20. öld, alveg
þó sérstaklega eftir að The Club
of Rome birti 1. skýrslu sína
(Dennis Meadows, Donella
Meadows o.fl.: „The Limits to
Growth") árið 1972, féllu allar
afsakanir fyrir frekari náttúru-
spjöllum og lífríkisránskap
dauðar niður. Með birtingu
hennar höfðu öll „rök“ hagvaxt-
arboðenda átt að vera úr sög-
unni, eða a.m.k. aftökuverð. Sú
hefir þó ekki orðið raunin á.
Áþreifanlegar og lífsógnandi
áhrif vinstrimennsku hafa ekki
gert mikið meira en að vekja
almennt umtal og nokkra valda-
litla, en þeim mun þekkingarrík-
ari einstaklinga og ábyrgari í
hugsun og störfum, til athafna,
sem eftir atvikum verður þrátt
fyrir allt að teljast bærilegur
árangur.
Hins vegar fer fjarri að hinna
minnstu straumhvarfa hafi orð-
ið vart. Enn sem áður er eitri
spúð viðstöðulaust út í and-
rúmsloftið; vötn, ár, fljót og höf
menguð skolpi, sorgj)g banvæn-
um úrgangi efnaiðnaðarins.
Dýralífi er útrýmt hömlulaust.
Akrar, engi og önnur gróðurlönd
eru lögð undir malbik og stein-
steypu, og ofurseld sóknarmætti
eyðimerkurinnar.
Síðan Vesturlönd, aðallega
sökum ofurvalds þrælstjórnar-
ríkjanna og frjálslyndisafla víðs
vegar um heim, hrintu nýlendum
sínum á vald eigin ógæfusmíða,
tók vitanlega allt á hraðrás
niður í botnlaust fen. Þannig
hlaut óhjákvæmilega að fara; og
ekki sízt af því að hagvaxtartrú-
aðir og aðrir efnishyggjumenn
töldu hinum nýfrjálsu trú um, að
þeir gætu náð framleiðslu- og
neyzlustigi kapitaliskra þjóðfé-
laga samkvæmt nokkrum snögg-
soðnum áætlunum innan fárra
ára. Ekki var litið við að hvetja
þá og hjálpa til að varðveita og
efla náttúrubundna bjargræðis-
vegi sína, fyrst og fremst land-
búnað (akuryrkju og kvikfjár-
rækt).
Slíkt var ekki sæmandi, það
þótti ekki nógu fínt.
„Velferð“ í
sandi og ösku
Við hæfi þóttu stálverksmiðj-
ur og skrifstofuhald, flókinn
efnaiðnaður og skýrslugerðar-
vélar, farþegaflugvélar og einka-
bílar, benzínsölustjiðvar og lúx-
ushótel, skemmtistaðir og emb-
ættismannahallir. Þetta og því-
umlíkt var álitið affarasælast
ölium, sem voru að kveðja stein-
öldina og áttu að þjappa sér
saman í milljónaborgum til að
hagvaxa.
Afleiðingarnar gátu þess
vegna ekki með nokkru móti
orðið aðrar cn þær urðu og eru:
Eymd og volæði, sem ekki aðeins
leiðir hina voluðu fram af glöt-
unarbarminum, heldur ógnar
líka beinlínis tilveru allra ann-
arra jarðarbúa.
Ég á vitanlega ekki við stríðs-
aðgerðir öreigaþjóðanna gegn
„ríku þjóðunum", heldur stríð
þeirra gegn höfuðskepnunum,
sér í lagi gróðurríkinu, fyrst og
fremst regnskógabeltum jarðar.
Viðar- og viðarkolabrennsla er
nú talin 62% í Asíu, 57% í
Afríku, 37% í Suður-Ameríku —
en aðeins 2% í Evrópu — af
heildarnotkun hitaorku. Þessi
hlutföll segja ekki alla söguna,
því að eyðing regnskóga hefir
áhrif um allan heim, hin gríðar-
lega tortíming þeirra hefir ekki
aðeins í för með sér dauðadóm
yfir þeim, er búa í viðkomandi
löndum, hún gæti ein sér orðið
dauðadómur yfir öllu mannkyni.
Vísindamenn hafa rökstuddar
áhyggjur af, að hin „grænu belti
breytist í rauðar eyðimerkur", ef
hið margbrotna, líffræðilega
hringrásarkerfi skóganna rask-
ast. Steppurnar og eyðiflæmin,
sem til yrðu vegna ágengni
manneskjunnar, myndu þá verða
eins konar háhitaofnar, knúðir
sólarorku, er gætu hraðað
koltvíildisþéttun í gufuhvolfinu
langt yfir hættumörk, að því er
„Der Spiegel" (Nr. 30, 20. júlí
þ.á.) segir. Og ennfremur:
„Ef regnskógarnir verða úr
leik sem náttúrlegur heimshita-
stillir, gætu sífellt svæsnari
þurrkar, flóðahörmungar og
veðrahamhleypur haft heims-
slitaafleiðingar í för með sér.
Ennþá eru vísindamenn þó ekki
sammála um, hversu afdrifarík-
ar hugsanlegar veðurfarsbreyt-
ingar kynnu að verða. Samt
virðist óyggjandi, að bara einnar
gráðu hitahækkun andrúms-
loftsins myndi leiða af sér, að
kornuppskera Bandaríkjanna,
sem milljónir manna í heiminum
eiga líf sitt undir komið, muni
minnka um ellefu prósent."
Engin grið
Samt sem áður er haldið
áfram að höggva niður og bræla
upp. Fyrir stundarhag þykir
framtíð fórnandi (samkv. „Di-
agnosen", „The Ecologist",
„Mut“, „Der Spiegel", „Environ-
ment“, í ágúst þ.á.):
Á síðastliðnum 100 árum hefir
regnskógabelti Vestur-Afríku
rýrnað úr 700.000 km* í 190.000
km2, og með sama áframhaldi
fellur síðasta tré Fíiabeins-
strandarinnar árið 1985.
Við rætur Himalajafjalla hafa
Indverjar ráðið niðurlögum yfir
5.000.000 ha regnskóga. Afleið-
ing: Hinn nakti og skorpni jarð-
vegur getur ekki drukkið í sig
regnfeikn monsunvindanna, þau
belja fram sem brún leðja Gang-
esfljóts, er ber fram 6.000.000 t
af frjósamri gróðurmold árlega
á haf út. Þúsundir Indverja láta
lífið í flóðum, milljónir missa
heimili sín.
Af frumskógabelti Mið-
Ameríku (Mexiko-Panama) er
aðeins Vs hluti eftir.
Á Amazonsvæðum Brasiliu,
mesta regnskógabelti heims,
verða milljónir hektara bráð
níðhögga ár hvert, nú þegar
hefir yfir 10% verið breytt í
sand og ösku. Árið 1981 lifa um
13.000.000 manna í „Polígono das
Secas", á norðausturhluta
þurrkasvæðisins, á þröskuldi
hungurdauðans, en þar hefir
varla komið dropi úr lofti í 2 ár.
Og í Suðaustur-Asíu geysar
blátt áfram of 'knaræði gegn
skógunum. Á árunum 1950—
1973 24-faldaðist útflutningur
timburs.
í ofhlöðnum
björgunarbát
Gamlir
„fordómar"
Stálverksmiðjur
ístað
akurvrkju