Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 35 Minning: Valgerður Helga- dóttir frá Hólmi Sjálfsbjargarviðleitni var ríkur þáttur í fari Hildar, enda kom hún sér upp eigin íbúð í Reykjavík af fádæma dugnaði. Hún handprjón- aði sjöl og lopapeysur til að drýgja tekjur sínar þó mörg peysan væri líka prjónuð á hina ýmsu fjöl- skyldumeðlimi. Kærleikurinn til barnanna var alla tíð takmarka- laus og fengum við, tengdabörnin, okkar skerf af honum þegar við komum smám saman til sögunnar, svo ekki sé talað um barnabörnin, sem nú eru 21 talsins. Heimili Hildar stóð okkur öllum opið hvenær sem var. Best naut hún sín, þegar hún hafði sem flesta úr fjölskyldunni í kring um sig, eins og hinn fagra sólríka sjötugsaf- mælisdag fyrir 2 árum. A síðastliðnu ári upplifði Hildur það æfintýri að komast út fyrir landsteinana í fyrsta skipti, 71 árs að aldri, er hún ásamt Ásdísi dóttur sinni fór til Ítalíu. Var það henni til mikillar ánægju. Hildur flíkaði ekki tilfinningum sínum og ekki gerði hún mikið úr sínum hlut, er hún sagði mér frá lífi sínu á Hrafnabjörgum, en hún minntist þessara ára með sérstök- um glampa í augum. Það voru greinilega bestu árin. Því er vel við hæfi, er starfsamri æfi er skyndilega lokið, að börnin hennar fylgi henni aftur vestur á heima- slóðir og leggi hana til hinstu hvíldar við hlið bónda hennar í Ögurkirkjugarði við ísafjarðar- djúp. Áfkomendahópurinn og tengdabörnin sakna hennar, en minningin um kærleiksríka móð- ur, tengdamóður og ömmu lifir. Ilelga Pálmadóttir Fa*dd 15. júlí 1896. Dáin 5. september 1981. Þó ég sé ekki með öllu óvön að stinga niður penna, hefi ég Iítið gert af því að skrifa eftirmæli. Mér finnst þó að þegar mín gamla húsmóðir, Valgerður frá Hólmi, kveður þetta líf og heldur til annarra og betri heimkynna, verði ég að kveðja hana með nokkrum orðum, svo kært var með okkur alla tíð, frá því ég réðst til hennar óþroskaður, uppreisnargjarn unglingur og þar til hún brosti til mín helsjúk á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum. Reyndar kynntumst við fyrr en ég kom til hennar vinnukona. Sem barn var ég nokkrar vikur úr vetri skólakrakki hjá Þórarni bróður hennar, bónda í Þykkvabæ, og Halldóru konu hans. Þá átti að skíra einkason þeirra hjóna og var efnt til mikillar veislu. Þau hjón- in, Valgerður og Bjarni í Hólmi, voru óumdeilanlega mesta fyrir- fólk byggðarlagsins og Valgerður kom að undirbúa veisluna ásamt fleiri konum. Heimakrakkarnir gáfu sig að konunum og báðu um köku, en ég hafði þau fyrirmæli að heiman að vera aldrei sníkin og var öllum ókunnug. Eg stóð bara og horfði á. Þegar krakkarnir fengu eitthvað, tók húsfreyjan í Hólmi sig út úr kvennahópnum og rétti mér köku og brosti þessu hægláta, hlýja brosi sem fylgdi henni alla ævi. Og mikið runnu þær ljúflega á tungunni, þessar kökur. Maður Valgerðar, Bjarni Run- ólfsson bóndi og rafvirki í Hólmi, lést á besta aldri og var harmaður af öllum Skaftfellingum. Þá stóð hún uppi ein, því þau voru barn- laus. Á heimilinu voru fársjúk fóstursystir hennar og tengdafor- eldrar hennar, gömul og farin. Ákveðið var að Búnaðarfélagiö tæki við jörðinni og þangað flytti Valdemar, bróðir Bjarna, og Rannveig, systir Valgerðar. En félög geta verið svifasein og Val- gerður sagði upp hjúum sínum í góðri trú, og var nú ein í vandræð- um. Allir ungir menn, sem áttu heimangengt, voru farnir í Bret- ann svo um karlmenn var ekki að ræða og bitist um hverja vinnu- konu. Og þar sem húsfreyjan í Hólmi var nú þarna yfirgefin af sínu fólki, rakst ég þangað heim og var að temja hest. Hún bað mig að koma til sín um tíma. Ég ætlaði að segja nei, en mundi um leið skírnarveisluna góðu og sagði já. Svo var ég hjá henni í tvö ár. Við unnum allt saman, úti og inni. Bjuggum okkar búi, karlmanns- lausar og allt fór vel. Sumum kann að finnast að þetta hafi verið einmanalegt líf en þetta var gott líf. Það var auðvelt að lúta stjórn Valgerðar, sanngirnin sat þar alltaf í fyrirrúmi. Gömlu hjónin lífguðu upp á tilveruna, hvort á sinn hátt. Runólfur var bráð- greindur og sagði skemmtilega frá. Læknir af guðs náð og hafði stundað smáskammtalækningar. Rannveig nokkuð skaphörð en kímin, búkona hin mesta og reyndi stöðugt að sannfæra mig um, að sauðkindin væri æðsta skepna jarðarinnar, hún fæddi mann, klæddi mann og skæddi mann. Hjá henni væri maðurinn ómerkilegur. Halla, móðir Val- gerðar, dvaldi stundum hjá okkur, stórgáfuð og merkileg kona. Hún læknaði fólk með grösum. Ég tíndi þau stundum fyrir hana þó ég gerði grín að kuklinu, þar til hún gekk inn til mín eina nóttina þegar mér kom ekki dúr á auga fyrir hósta og lét mig drekka sitt galdralyf, með þeim árangri, að ég sofnaði eins og steinn. í Austur- bænum var fullt af fólki, ungu og gömlu. Mér leiddist aldrei í Hólmi, þvert á móti naut ég hverrar stundar. Svo fluttu Valdemar og Rann- veig að Hólmi, en Valgerður fór að Brekku í Sogamýri til Elínar systur sinnar og mágs síns, Þor- steins Einarssonar, en Elín átti við mikla vanheilsu að stríða í nokkur ár. Þar opnuðu þau heimili sitt fyrir móður minni, þegar hún kom suður til að deyja og reyndust henni sem bestu systkin, því munum við systkinin aldrei gleyma. Ár líða og margt hefur breyst, en einu hef ég alltaf getað treyst, vinátta Valgerðar í minn garð var alltaf söm og jöfn og hefur fylgt mér alla ævi. Henni var ekki um mikið orðskrúð og líkast til er ég búin að segja full mikið, en svo oft hef ég leitað til hennar með brot mín og harma og fengið skilning og uppörvun, og umfram allt fundið trú hennar á að allt kæmist ég að lokum, sem ég ætlaði og vildi, að ég veit að ennþá einu sinni sendir hún sínu gamla hjúi umburðarlynda brosið sitt, þó henni finnist þessi minningarorð mesti óþarfi. Það er því best að láta þeim lokið. Ég finn engin kveðjuorð betri en þau, sem standa í gömlum sálmi: Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Valgerður Helgadóttir frá Hólmi í Landbroti er minnisstæð öllum er með henni deildu gleði og sorg, stórbrotin, viljasterk, vitur og vinföst. Æskuheimili hennar var í forystu í héraðinu milli sanda. Rausnargarður Helga Þór- arinssonar og Höllu Einarsdóttur í Þykkvabæ í Landbroti er enn mörgum í minni. Menning var þar í orði og á borði og umsvif mikil í búskaparháttum. Þar hófst það ævintýri hjá Skaftfellingum er snillingurinn Bjarni Runólfsson í Hólmi leiddi síðar inn í líf ótaldra íslendinga í ljósi og yl raforku. Saman áttu þau hjónin Valgerður og Bjarni í Hólmi þjóðfrægt heim- ili, annasamt, vel búið, með mikilli risnu og gestaönn allan ársins hring. Mörgu ungu fólki kom það til góðs þroska. Héraðsbrestur varð við andlát Bjarna 1938 og má með sanni segja að það hafi Valgerði aldrei með fullu úr hug gengið. Allan efra hluta ævinnar átti hún sér þá hugsjón að varð- veita minningu eiginmanns síns til komandi kynslóða, og hún afhenti samfélaginu allt sem til þess þurfti. Straumur tímans féll ekki til hags hugsjón Valgerðar um varanlegan smíðaskóla í Hólmi til að gera úr garði unga menn sem leiðtoga í verklegri menningu íslenskra byggða, en verkstæði Bjarna í Hólmi er óraskað í varðveislu Valdimars bróður hans og enginn þarf að óttast að það hverfi af sviðinu vegna aðgerða þeirra sem nú eru ofan moldar. Byggðasafninu í Skógum reynd- ist Valgerður sá haukur í horni að hún fékk því til varðveislu og eignar dýrustu hluti heimilis síns. Stofuhúsgögn Hólms smíðuð af Bjarna, skarta í gestastofu Skóga- safns og þar hefur um sinn margt fagurt lag verið sungið við har- monium Valgerðar í Hólmi. Yfir því horfir við gestum mynd af Bjarna eftir listamanninn Ríkarð Jónsson. Fyrsti rafhverfill Bjarna og fleiri smíðisgripir hans eru í sýningarsal byggðasafnsins. Sjálf var Valgerður hög í hönd- um og hafði góða forsjá á öllum hlutum. Eitt síðasta handaverk hennar nú í sumar var að sauma sessu á stól Bjarna Runólfssonar. Hún tók margar ágætar ljósmynd- ir á tímamótum í lífi þjóðarinnar og er filmusafn hennar varðveitt í byggðasafninu. B.vggðasafnið í Skogum þakkar þessari fágætu höfðingskonu vel- vilja hennar og góðan skilning á gildi og hlutverki minjasafns fyrir samtíð og framtíð. bórður Tómasson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni. að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu Hnubili. I skólann Sokkar meö leðursóla Litir rautt/hvítt blátt/hvítt Stærðir 25—35. Kr. 73,-. Stærðir 36—41. kr. 92,-. ýmuls Glæsibæ, sími 82922. SIEMENS Vestur-þýzkur gæöa-gripur Nýja SIWAMAT þvottavélin er fyrir- feröarlítil, nett, en full- komin. Smith & Norland hf., Nóatúni 4, sími 28300. GLÆSILEGIR • STERKIR - HAGKVÆ.MIR Lítum bara á hurðlna: Færanleg fyrlr hægrl eða vlnstri opnun, frauðfyllt og nfðsterk - og I stað fastra hlllna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu- og flöskuhlllur úr málml og laus box fyrlr smjör, ost, egg, álegg og afganga, sem bera má belnt Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorðl dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, elnangrunarglldl, kæll- svlð. frystlgetu, orkunotkun og aðra elglnleika. GRAM BÝDUR EINNIG 10 GERÐIR AF FRYSTISKAPUM OG FRYSTIKISTUM /fq nix HÁTÚNI 6A • SIMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.