Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
|( KERLIMGIN LEyFlR HONUMALPREI
AP HORFA A þENNAN þÁTT!”
*■<?
... ad byggja saman
loftkastala.
TM Reg U.S Paf. Off — all rights reserved
• 1979 Los Angeles Tlmes Syndicate
Afsakaðu að én skuli bcnda
þér á. að þú fa-rð þetta í
hausinn svo um munar!
Ék er búinn að vera oft
þarna. en þessa hef étt aldrei
séð!
HÖGNI HREKKVÍSI
Af ónáttúrutilhneigingum rikisfjölmiðla:
AÐ LÁTA MATA SIG
Það hefir löngum þótt
vottur um seinan þroska og
ósjálfbjörg að vera mataður
langt fram eftir barnsaldri.
Því hefir það verið kappsmál
allra barna að láta ekki þá
fullorðnu mata sig eftir að
þau höfðu lært að halda á
skeið.
Smekkmaður er ekki alæta
á bókmenntir, hann velur sér
bækur við hæfi og les ekki
sora. Það ætti tæplega að
bera vott um fágaðan smekk
að lesa klámrit, svo ekki sé
talað um afbrigðilega glæpi,
glæpi geðsjúkra manna, sem
skynja ekki morkin milli
fegurðar og foraðs. Samt
mun það svo, að til eru þeir
menn, sem lesa sorann í
laumi, vilja ekki láta aðra
sjá á hvaða „plani“ þeirra
smekkur í rauninni er. Lát-
um það vera, það er þeirra
einkamál.
Hitt er öllu lakara þegar
smekklausir menn eða konur
komast í aðstöðu til þess að
demba þessum smekk sínum
yfir alla landsmenn og það í
ríkisreknum fjölmiðlum. Það
er móðgun við landsmenn að
bjóða þeim upp á siðleysi í
sjónvarpi og útvarpi. Ríkis-
fjölmiðlum er gert skylt skv.
lögum, að vera hlutlausar
stofnanir og á það hreint
ekki einvörðungu við í
stjórnmálum. Afbrigðilegum
mönnum á ekki að líðast að
ausa alla hina aur, þótt
þeirra smekkur sé brenglað-
ur. Til eru leikritahöfundar,
kvikmyndaframleiðendur og
svokölluð skáld (á ríkisfram-
færi), sem alls ekki ættu að
fá að koma sora sínum á
framfæri í ríkisfjölmiðlum.
Þessir menn eiga trúlega
einhverja aðdáendur en þá
eiga þeir bara að skemmta
þeim í einkasamkvæmum
eða í einkablöðum og pésum,
sem henta fólki með svipaða
dómgreind á fegurð lífsins.
Það er lágmarks krafa okkar
hirina, að þetta fólk sé ekki
látið trana sér fram með
„senur" sínar inn í hvers
manns stofu, við viljum geta
setið „óséneruð" með fjöl-
skyldum okkar og horft eða
hlustað á fjölmiðla, sem við
borgum mikið fé fyrir að
hafa hjá okkur.
Hinn almenni borgari á
ekki að þola afbrigðilega
menn í stöðum, sem gera
þeim kleift að ausa brengíuð-
um smekk sínum yfir okkur
hina. Um hina svokölluðu
nútímamúsik gildir það
sama, nema hvað maður
lokar strax fyrir og nefnt er
hvað næst muni koma, en í
hinu tilfellinu er þessu skot-
ið inní efni og kemur öllum
að óvörum. Saga í útvarpinu
nýlega er glöggt dæmi um
brenglaðan smekk. Sjón-
varpið er stundum sjúkt
hvað þetta snertir en hefir
þó lagast vegna þess að nú
geta menn fengið sér „video"
spólur og valið eftir smekk,
þá verða alla-ballarnir í
dagskrárgerð að fara að
vanda sig og er tími til
kominn. Starri
Stirðbusaháttur ríkisfyrirtækja:
„Skylda alla að
fara bæinn á enda“
Langþreyttur skrifar:
Það getur verið í senn bæði
hlægilegt og grátlegt að
kynnast því hvernig ríkisfyr-
irtækjum er uppálagt að
vera með puttann í einu og
öllu, stóru og smáu. Þessu
kynntist ég um daginn er ég
ætlaði að færa syni mínum
að gjöf nýjar númeraplötur á
bílinn hans. — Ég hringdi í
framleiðendur númeranna
og spurði þá (í Steðja) hvort
ég gæti ekki fengið þá til að
slá fyrir mig númeraplötur.
— Nei, það máttu þeir ekki
gera fyrir mig. Það yrði að
fara um hendur Bifreiðaeft-
irlits ríkisins, hvorki meira
né minna. Ég sló á vírinn
þangað. Nei, þú getur ekki
pantað númer svona gegnum
símann, þú verður að koma
sjálfur og útfylla hér sér-
stakt eyðublað þar að lút-
andi. Ég spurði hvers vegna
þetta væri gert svona erfitt
fyrir fólk. Svarið var: Þetta
eru starfsreglur, sem mér
skildist að hvergi séu þó til á
prenti, en bifreiðaalmættið
hefði sett sér sjálft einhvern
tíma í fyrndinni.
Samkvæmt þessu liggur
beint við að spyrja þá sem
eiga að sjá um Bifreiðaeftir-
litið hvort ekki mætti jafnvel
spara ríkinu og um leið
borgurunum, ef ákveðið væri
að leyfa Steðja-mönnum að
hafa slík eyðublöð undir
höndum fyrir viðskiptavin-
ina í stað þess að skylda alla
að fara bæinn á enda bara til
að fylla út eitt blað!