Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 44
Valur Aston Villa eftir 20 daga Ljósaperur ^ Sterkarog Etnkaumboð 6 isiandi endingargódar C SEGULLHF. Nýlendugötu 26 rjl FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 Breiðþotur í Flugleiðaflotann næsta vor? Stefnt að DC-10 eða Boeing 747 í KÖNNUN sem starfsmenn FluKleiða hafa gert varðandi æskilegustu kosti í hreiðþotukaupum fyrir FluKleiðir er niðurstaðan sú, að stefna beri að því að taka í notkun annað hvort DC-10 eða BoeinK 7t7-breiðþotu sem er nokkuð stærri en Tía. Stjórn Flugleiða er nú með málið til umfjöllunar, en stefnt mun að því, ef afráðið verður að kaupa breiðþotu, að sá rekstur hef jist næsta vor. Starfsmenn Flugleiða hafa kannað alla hugsanlega möguleika í þessum efnum, en miðað við breiðþotur er niðurstaðan sú að Samþykkt Verðlags- ráðs: Hækkun á öli og gosi um 9,5% VERDLAGSRÁD samþykkti á fundi sínum í gærdag að heim- ila 9.5% hækkun á öli og gosdrykkjum. og 8% ha kkun á smjorlíki og er þar um að ræða siimu samþykkt og ráðið gerði í síðasta mánuði. en þá hafnaði ríkisstjórnin henni. Verðlagsráð samþykkti ennfremur á fundi sínum, að heimila 8,92% hækkun á út- seldri vinnu, í samræmi við síðustu vísitöluhækkun. Þá var samþykkt að heimila 8% hækk- un á taxta leigubíla, 8% hækk- un á verði malar, sands og steypu, 8% hækkun á olíu- farmgjöldum innanlands og loks 8% hækkun á taxta vinnu- véla. Þá má geta þess, að olíufélög- in hafa sent inn nýja beiðni um hækkun á benzínverði til Verð- lagsstofnunar vegna hins mikla dráttar, sem varð á því að ríkisstjórnin heimilaði síðustu hækkun, en þegar hún kom til framkvæmda, liðlega mánuði eftir að sótt var um hana, voru forsendur hennar orðnar mjög skekktar. Sjá nánar um benzín- verð á bls. 2. velja beri á milli þessara tveggja tegunda. Notaðar breiðþotur af þessum gerðum mun vera unnt að fá með litlum fyrirvara. í þeirri könnun sem nú liggur fyrir um framtíðaruppbyggingu á flugvélakosti Flugleiða eru margir valkostir, en stjórn Flugleiða ákveður endanlega innan tíðar hver niðurstaðan verður og stefnir allt í þá átt að félagið taki breiðþotur í sína þjónustu á ný. Meðalsætafjöldi sæta í DC-lOvél- um mun vera um 360 sæti, en liðlega 400 sæti í Júmbó, Boeing 747. Skorað af harðfylgi Víkingurinn Lárus GuAmundsson brýst af harðfyljíi framhjá tveimur tyrkneskum varnarmönnum og skorar fyrra mark íslands gegn Tyrklandi í gærkvöldi. Úrslit leiksins urðu 2:0 fyrir Island. Ljósm. rax Annar viðræðufundur um mál- efni Sjálfstæðisflokksins í dag í I)AG vcrður annar viðra'ðu- fundur milli forystumanna Sjálf- stæðisflokksins og ráðherra úr röðum sjálfsta’ðismanna í ríkis- stjórninni um málefni flokksins og þann ágreining, scm uppi er innan hans um afstöðu til núvcr- andi ríkisstjórnar. Fyrsti form legi fundur þessara aðila var sl. mánudag, en I sumar hafa farið fram persónulegar viðra-ður milli einstakra aðila eftir að samþykkt hafði verið gerð um að taka upp slíkar viðraður í þing- flokki sjálfslaðismanna hinn 22. júní sl. I þessum viðræðum taka þátt Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og stjórn þingflokks sjálfstæðismanna, en hana skipa Olafur G. Einarsson, Lárus Jónsson og Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, en af hálfu stjórnarsinna Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra og Eggert Haakdal, alþingismaður. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna, að fundurinn sl. mánu- dag hefði verið haldinn í Ráð- herrabústaðnum og aðdragandi hans væri sá, að á flokksráðsfundi í nóvember sl. hefði verið lögð fram tillaga, sem efnislega var á þá leið, að miðstjórn var falið að leita allra hugsanlegra leiða til sátta og samkomulags í flokknum. Þessari tillögu var vísað til þing- flokks og miðstjórnar með þeim orðum formanns flokksins, að hann mundi gera allt sem í hans valdi stæði til að leita sátta og samkomulags, sagði Ólafur G. Einarsson. Síðan hefur þetta mál verið rætt, fyrst í miðstjórn og síðan í þingflokki á nokkrum fundum. Á þingflokksfundi 22. júní sl. var stjórnarmönnum í þingflokknum falið að ræða við einstaka ráðherra úr röðum sjálf- stæðismanna með það fyrir aug- um að kanna, hvort sameiginlegur fundur væri mögulegur. Sá fundur var svo haldinn sl. mánudag. Frumkvæðið að þessum fundum er því þingflokksins, sagði Ólafur G. Einarsson, en auðvitað er ástæðu- laust að vera að metast um það. Ólafur sagði, að á þingflokksfundi sjálfstæðismanna, þar sem stadd- ir voru m.a. ráðherrar, hefði verið gerð grein fyrir þessum viðræðum, þeim yrði haldið áfram og næsti fundur yrði í dag. Aðspurður um efni viðræðna sagði Ólafur G. Einarsson, að rædd hefðu verið þau atriði, sem deilum hafa valdið innan Sjálf- stæðisflokksins og þá fyrst og fremst afstaðan til ríkisstjórnar- innar og hvernig ráðherrarnir hugsuðu sér, að Sjálfstæðisflokk- urinn gengi til kosninga að óbreyttum aðstæðum. Ennfremur var tæpt á stefnumálum, sem lögð verða fyrir landsfund, og forystu- málum flokksins. Afstaðan til ríkisstjórnarinnar er það, sem fyrst og fremst þarf að leiða til lykta og er að sjálfsögðu upphafið að þeirri sundrung, sem ríkir innan flokksins, og meðan það er ekki leyst er ekki við því að búast að lausn finnist á öðrum þáttum, sagði Ólafur G. Einarsson að lokum. Stendur enn við pottana á 102 ára afmæli sínu GUÐRÚN Þórðardóttir, heiðursborgari Húsavíkur, sem er 102 ára í dag, sagði þegar fréttamaður Mbl. tók þessa mynd af henni: „Mér er nú farið að fara aftur, ég er ekki orðin eins þolgóð við prjónaskapinn og stend ekki eins stöðugt við pottana eins og áður, en kaffið hita ég handa mér og um uppþvottinn sé ég alveg og held honum sé enn ekki ábótavant." Ljósm. Mhl. Spb. Ráðherra gerir sér ekki grein fyrir vandanum „Skil ekki þennan málflutning hæstvirts menntamálaráðherra,“ segir Valur Arnþórsson stjórnarformaður SÍS Erlendur Einarsson forstjóri SIS: „MÉR FINNAST þessar yfirlýsingar menntamálaráðherra bera þess vitni, að ráðherrann hafi ekki gert sér fyllilega grein fyrir því. hvað hér er um alvarlegt vandamál að ra“ða hjá iðnaðinum," sagði Erlendur Einarsson. forstjóri SÍS, er Mbl. har undir hann ummadi Ingvars Gislasonar. menntamálaráðherra í viðtali við landsmálahlaðið Dag á Akurcyri, cn þar segfr ráðherrann m.a. að málflutningur Sambandsmanna i tilefni af vandamálum iðnaðar deildar sc varhugaverður. „Ég skil ekki þennan málflutning hæstvirts menntamálaráðhcrra,“ sagði Valur Arnþórsson stjórn- arformaður SÍS m.a., er Mbl. spurði hann þessarar sömu spurningar. Valur sagði einnig: „Að und- anförnu höfum við í Samvinnu- hreyfingunni reynt að efla mjög fræðslu- og upplýsingastarfsemi bæði út á við gagnvart félags- mönnum og almenningi og inn á við gagnvart starfsfólkinu, sem við höfum reynt að gera sem bezt upplýst um rekstur sam- vinnufyrirtækjanna. Þegar svo alvarleg staða er komin upp í iðnaðinum sem raun ber vitni, verður það að teljast fullkom- lega eðlilegt, að iðnaðardeildin geri starfsfólkinu grein fyrir stöðu mála, enda á það mjög mikið í húfi í þessu máli. Á fundinum sem iðnaðardeildin hélt með starfsfólki voru lagðar fram hlutlægar upplýsingar og sýnt fram á þær hættur, sem kynnu að vera framundan. Stað- reyndirnar töluðu sínu máli, þannig að engin stóryrði þurfti að viðhafa. Ég skil því ekki þann málflutning hæstvirts mennta- málaráðherra, að málflutningur forystumanna Sambandsins á fundinum hafi verið varhuga- verður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.