Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 1
Föstudagur
16. október 1981
Bls. 33-56
Fædingarþyngd telpunnar, sem hór liggur í hitakassa er 860 grömm eöa V/* merkur. Þegar þessi mynd er tekin er telpan oröin 960 grömm. Telpan hér á myndinni fyrir neðan,
fæddist eftir 26—28 vikna meögöngu og var fæðingarþyngd hennar 714 grömm. Á þessari mynd er telpan 21/j árs og hefur þroskast eölilega bæöi andlega og líkamlega.
FYRIRBURAR SJA NÆSTU SÍÐU
Fyrirburar, skokk og
skemmtilegt mannlíf
Það er ýmislegt aö finna í þessu auka-
blaöi Morgunblaösins. Hljómsveitin
Mezzoforte segir frá dvöl sinni í Eng-
landi en eins og menn muna þá náði
hljómsveitin umtalsverðum árangri þar í
landi nýlega. — Húsafell er fallegur stað-
ur, sem allir landsmenn þekkja, þar
þrífst skemmtilegt og heillandi mannlíf.
Staðurinn var heimsóttur nú í haust og
spjallað við nokkra sem þar dvelja. — Af
hverju fæðast fyrirburar, hvaða meðferð
hljóta þeir og hverjar eru líflíkur þeirra?
Það er Hörður Bergsteinsson, læknir á
Vökudeild Barnaspítala Hringsins, sem
ræðir um þetta efni. — Eru það einhverj-
ir, sem ætla að byrja að skokka? Fyrir þá
eru leiðbeiningar inni í blaðinu, hvernig
best er að fara af stað, en það er um að
gera að byrja nógu rólega. — Birgir Is-
leifur, sem er áhugamaður um jazz fjallar
um þessa tegund tónlistar. — Þá er um-
sögn um nýjustu erlendu bækurnar á
markaðnum. — Ekki má gleyma þáttum
um bfla, mynt og tísku eða Gretu Garbo,
sem sagt er frá í myndum og máli, sem
nú er orðin goðsögn í lifanda lífi.
Tíska 34 Hvað er að qerast? 43 Myndasögur 48
Mynt 35 Sjónvarp næstu viku opna Fólk 49
Bflar 36 Útvarp næstu viku 46 Velvakandi 54/55