Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 37 sem hægt væri aö fara í utan yfir. Ekki mætti heldur gleyma húfu, trefli og vettlingum, því betra væri aö hlaupa ef líkaminn er heitur auk þess sem hlýr fatn- aður varnaöi því, aö fólk fengi kvef og hálsbólgu. Sléttbotnaöir strigaskór kvað Guömundur nauösynlega en þeir þyrftu ekki aö vera neitt sérlega flott. Sólinn mætti þó ekki vera mjög slitinn. íþróttaskór meö þykkari hæl en venjulegir striga- skór væru mjög góöir til hlaupa en þeir væru mun dýrari. En um- fram allt þyrftu skórnir aö vera rúmir þannig aö hlauparinn gæti hreyft fótinn vel í þeim. Góöir sokkar væru líka mikilvægir en varast skyldi sokka meö þröngu stroffi, sem hindraði blóörásina. Hve oft í viku ætli sé nauðsyn- legt að fólk skokki? Guömundur sagöi, að árangursríkast væri að hlaupa annan hvern dag en auð- vitað færi þaö eftir aöstæðum. Ennfremur væri æskilegt aö fara ekki alltaf sömu leiöina, þegar hlaupiö væri og gott væri að hlaupa á mismunandi undir- lagi. Hlaupa til dæmis nokkur hundruð metra á grasi, síöan á malbiki eöa malarbraut. Auövitaö fær fólk harösperrur eftir fyrstu skiptin en þaö sagöi Guömundur aö bæri aðeins vott um að viðkomandi hefði tekiö meira á en venjulega en þaö gæti dregiö úr harösperrunum aö fara í heitt baö eöa laug á eftir. Aö lokum sagöi Guömundur aö hlaup væru afar góö fyrir líka- mann. Þau byggöu upp öndun- arfærin, styrktu æðar og hjarta og héldu viö hreyfanleika lið- anna. Þaö er því um aö gera aö nota frístundirnar hvort sem þaö er snemma morguns eða eftir vinnuna síödegis, og fara í gall- ann, setja á sig strigaskóna og hlaupa út í hreint loftiö. HEILSURÆKT KOMDU og kynntu þér byltingu í matreiöslu í örbylgjuofnum laugardaginn 18. október Sérfræöingur okkar í örbylgjuofnum Dröfn H. Farestveit, hússtjórn- arkennari, sýnir og skýrir fyrir ykkur möguleika Toshiba-örbylgjuofn- anna í verslun okkar frá klukkan 10—12, laugardaginn 18. október. Hugsið ykkur! Þiö sparið verö ofnsins inn á 1—2 árum. Þig losnið viö leiðinlegan pottaþvott. Grænmeti og fiskur sýöur á 3—6 mínútum, betri matur. Sunnudagslæriö steikist á 20—30 mínútum. Krakkarnir poppa án þess aö geta brennt sig og margt margt fleira. Og síðan en ekki síst: Kaupendur fá matreiöslukennslu á námskeiöi hjá henni Dröfn án endurgjalds. EINAR FARESTVEIT &, CO. HF BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I699S Volvo 244 GL sem er mest seldi bíllinn frá Volvo. LM-10, sá nýjasti fré British Leyland. aður í vissri samvinnu við þýzku bílaverksmiðurnar Volkswagen, m.a. veröur gírkassi bílsins frá VW. Utlitsteiknari bílsins, er aðal- hönnuöur Rover-verksmiðjanna brezku, David Bache. Að hans sögn hefur verið lögð á þaö áherzla, að bíllinn veröi straumlínu- laga, sem aftur þýði minni benzín- eyðslu og svo það, aö gluggar hans væru stórir og bjartir. Bílasérfræðingar reikna með, að LM-10, ny von hja British Leyland ÞAO hefur gengið á ýmsu hjá brezku bílaverksmiðjunum British Ley- land á síöustu misserum. Tap hefur verið gífurlegt af rekstri verksmiðj- anna. Það hefur því allt kapp verið lagt á hönnun nýrra bíla, sem með góðri sölu gætu rétt hag fyrirtækisins. Einn þátturinn í þessari viðleitni fyrirtækisins var þegar Mini Metro bíllinn var kynntur fyrir tveimur ár- um og hefur hann þegar náö nokkrum vinsældum, sérstaklega í Bretlandi. Nú nýverið kynnti Ley- land enn eina nýjungina, sem á að koma til hjálpar. Það er LM-10, Light Metal-10. LM-10 verður svokallaður „Hatchback", eða með skutiúgu, þriggja, eða fimm dyra og veröur framdrifinn. Hægt verður að velja milli 1,3, 1,7 og 2,0 lítra véla í bilinn, sem á aö útbúa ýmsum lúxusútbúnaöi. Þess má og geta, að hann er hann- 1982 dyra, með 112 hestafla vél og er með vökvastýri. Hann kostar á bilinu 154.700 krónur til 160.600 krónur. Volvo 244 GLT er sjálfskiptur, 4ra dyra meö 136 hestafla vél og búinn vökvastýri. Hann kostar i dag 177.000 krónur. Volvo 244 Turbo er 4ra gíra með yfirgír, 4ra dyra, meö sóllúgu, plussáklæöum á sætum. Hann er knúinn 155 hestafla vél og er búinn vökvastýri og kostar í dag 194.300 krónur. Volvo 245 er fáanlegur í þremur meginútfærslum, DL, GL og GLT. Volvo 245 DL er 4ra gíra, 5 dyra með 106 hestafla vél og búinn vökvastýri og kostar í dag 148.200 krónur. GL er ýmist 4ra gíra, beinskiptur, eða sjálfskiptur, 5 dyra meö 112 hestafla vél og búinn vökvastýri. Hann kostar á bilinu 165.100 krónur til 171.500 krónur. Loks er þaö Volvo 245 GLT, sem er sjálfskiptur, 5 dyra, knúinn af 136 hestafla vél og er búinn vökvastýri. Hann er sjálfskiptur, 4ra dyra, knú- inn 155 hestafla vél, með sóllúgu, plussaklæði á sætum og búinn vökvastýri. Hann kostar í dag 228.600 krónur. LM-10, sem væntanlegur er á markaðinná árinu 1983 muni keppa við bíla eins og Cortinu, Horizon og Cavalier. Talsmenn BL hafa sagt, aö LM-10 elgi aö hjálpa BL tll aö ná 20% markaöshlutdeild í nýjum bíl- um í Bretlandi í stað 16% nú. Tap BL á fyrstu sex mánuöum þessa árs var í kringum 250 millj- ónir sterlingspunda, eöa í námunda við 3,75 milljaröa íslenzkra króna. Þess má í framhjáhlaupi geta, að búizt er viö aö BL kynni á næsta ári arftaka Princess bílsins, sem vænt- anlega verður nefndur Ambassador. Þá er nýr Jaguar á teikniborðinu og er búizt viö að Jaguar XJ-40 verði kynntur á næsta ári og verði kominn i fram- leiöslu á árinu 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.