Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 SJÓNVARP VIKAN 19-25/. A1MUD4GUR 19. október 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og vedur 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Torami og Jenni 20.40 íþróttir llmsjón: Bjarni Felixson. 21.10 Skóli fyrir karlmenn Finnskt sjónvarpsleikrit um dreng, sem neitar ad fara í einu og öllu eftir því, sem for eldrar hans og umhverfi krefj- ast af honum. Þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna. Leikstjóri: Raili Rusto. Þýd- andi: Kristín Mántylá. (Nordvision — Finnska sjón- varpið) 22.05 Kampútsea og l'ppreisnin í Ungverjalandi Tvær breskar fréttamyndir. Önnur fjallar um stöðu mála í Kampútseu en hin um upp- reisnina í Ungverjalandi ári 1956. Þýðandi og þulur: Gylfi Páls- son. 23.30 Dagskrárlok ÞRIÐJUDKGUR 20. október 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.30 Pétur Tékkneskur * teiknimynda- flokkur. Ellefti þáttur. 20.40 Víkingamir Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Hamar Þórs Breskur heimildamyndaflokk- ur frá BBC í tíu þáttum um víkingatímann, frá seinni hluta áttundu aldar til fyrri hluta elleftu aldar. Höfundur og leiðsögumaður er Magnús Magnússon. í fyrsta þætti er fjallað um víkingatímann, list víkinganna og goðafræði, og greint á milli veruleika og goðsagnar í frásögnum af vík- ingunum. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Þulur: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 21.10 Hart á móti hörðu Bandarískur sakamálamynda- flokkur. Annar þáttur. Þýðandi: Bogi Arnar Finnbogason. 22.00 Fréttaspegill Þáttur um innlend og erlend málefni. 22.30 Dagskrárlok AHCNIKUDKGUR 21. október 18.00 Barbapabbi Endursýndur þáttur. Þýðandi: Ragna Ragnars. Sögumaður: Guðni Kolbeins- son. 18.05 Andrés Nýr sænskur myndaflokkur fyrir börn. Hann er í þremur þáttum og fjallar um Andrés, 12 ára, sem er alltaf blankur. Þýðandi: Hallveig Thorlacius. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 18.35 Fólk að leik Fjórði þáttur. Þessi mynd er frá Tahiti. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. Lesari: Guðni Kolbeinsson. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.30 Vaka Kynntar verða fyrirhugaðar frumsýningar leikhúsanna á næstunni. Umsjón: Helga Hjörvar. Stjórn upptöku: Viðar Vík- ingsson. 21.00 Dallas Atjándi þáttur. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 21.50 Stríð framtíðarinnar Bresk heimildamynd þar sem fjallað er um það með hvaða „Einn var góöur...“ Á laugardagskvöld kl. 21.35 sýnir sjónvarpiö ítalskan vestra, „Einn var góöur, annar illur og sá þriöji grimmur", (The Good, the Bad and the Ugly), frá 1966. Leikstjóri er Sergio Leone, en í aöalhlutverkum Clint Eastwood, Eli Wall- ach og Lee Van Cleef. — Myndin gerist í borgarastyrjöldinni. Hinn dularfulli Clint Eastwood gerir fólag viö mexíkanskan bófa aö nafni Wallach. Sá er eftirlýstur og miklu fé hefur verið heitið til höfuös honum. Eastwood kemur honum í hendur yfirvalda, hiröir verölaunaféö og bjargar honum síöan úr snörunni. Þennan hráskinnsleik endurtaka þeir kumpánar síðan í hverju ríkinu á fætur öóru og skipta jafnt. En stórbóf- inn Lee Van Cleef er á höttunum eftir feitari bita: peninga- skáp meó 2Q0.000 dollurum í, sem er falinn í kirkjugarði. Nú eru þeir þrír saman og ferðinni er auðvitaö heitið til fyrr- nefnds felustaðar. Ekki eru þeir þó fyrr komnir þangað en allur vinskapur er úti og ævintýriö hlýtur skjótan endi. — Hér fyrir ofan sést atriöi úr myndinni, sem fær upp í tvær stjörnur í kvikmyndahandbókunum. HELO sauna INDVERSKUR lambakjötsréttur 750 gr. lambakjöt meö beini í um 3 sm bitum. 1 laukur (saxaöur) Olía eöa smjörlíki til steikingar 1 — 1 Vz tsk. karrý 1 matsk. hveiti 1—2 matsk. tómatmauk 1á—1/2 tsk. Tímian 1 hvítlauksgeiri (í litlum bitum) 1á—V2 tsk. salt um 2 dl. vatn eöa soö Lambaskrokkar saltaöir og pakkaó ófrosiö 38,50 kg Lambaframhryggur 58,85 kg Lambasúpukjöt 43,45 kg Lambabógur 37,60 kg Lambahryggur 52,00 kg Lambalæri 52,00 kg Lambasnitchel 109,00 kg 135,00 Lambagullasch 98,80 kg Lambalundir 109,00 kg 135,00 Útbeinuð Lambalæri 87,70 kg 98,80 Útbeinaðir Lambahryggir 63,00 kg 82,55 Lambalæri 94,00 kg Lambahakk 47,00 kg 66,00 Lambakarbonaði 52,00 kg 74,00 Kindahakk 29,90 kg 41,50 Lambalifrin ódýra 29,50 kg 40,30 Lambahjörtu 26,70 kg Lambanýru 26,70 kg Nautaskrokkar — Svínaskrokkar — Folaldaskrokkar 1. Látiö laukinn krauma ásamt karrý í feitinni. 2. Brúnið kjötið (hellið steikarafeitinni frá) 3. Látið kjötiö og laukinn í pott, stráið hveiti yfir og hristiö pottinn. 4. Hellið vatni eða soði yfir, bætið tómatmauki og kryddi útí. 5. Sjóðið við vægan hita í um 50—60 mín. Berið soðin hrísgrjón og snittubrauö með réttinum. Samantekið af Önnu Guðmundsdóttur, húsmæðrakennara. Opiö til klukkan 7 í dag Opiö til klukkan 4 laugardag CS=Ð^Tr[M]D{ö)©Tf^®D[R{] Laugaiæk 2, sími 86511. LÍTTU INN — VERTU VELKOMINN hætti styrjaldir verði háðar. Vopnakapphlaup stórveldanna heldur áfram, og sumir halda því fram, að geimstöðvar muni koma við sögu í styrjöld- um framtíðarinnar. Þýðandi: Bogi Arnar Finn- bogason. 22.15 Dagskrárlok FIM44TUDKGUR Ekkert sjónvarp FÖSTUDtkGUR 23.október 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dag- skrá 20.40 Á döfinni 20.50 Allt í gamni með Harold Lloyd s/h Syrpa úr gömlum gaman- myndum. 21.15 Fréttaspegill Þáttur um innlend og erlend málefni. 21.45 Sjö dagar í maí s/h (Seven Days in May) Bandarísk bíómynd frá 1964. Leikstjóri: John Franken- heimer. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Burt Lancaster, Frederic March, Ava Gardner og Mart- in Balsam. Ofursti í Bandaríkjaher kemst á snoðir um samsæri háttsetts hershöfðingja til að steypa forsetanum af stóli og ætlar hann sjálfur að komast til valda. Þýðandi: Heba Júlíusdóttir. 23.40 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 24. október 17.00 íþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Kreppuárin Áttundi þáttur. Þetta er annar þáttur af þrem- ur frá danska sjónvarpinu. Hann fjallar um Rikke, tíu ára gamla stúlku, sem er ný- flutt til borgarinnar. Þýðandi: Jóhanna Jóhanns- dóttir. Þulur: Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 19.00 Enska knattspyrnan Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Ættarsetrið Breskur gamanmyndaflokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.05 Tónheimar Tónlistarþáttur frá norska sjónvarpinu með hljómsveit- inni Dizzie Tunes, Grethe Kausland og Benny Borg. Þýðandi: Björn Baldursson. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 21.35 Einn var góður, annar illur og sá þriðji grimmur (The Good, the Bad and the Ugly) Italskur vestri frá 1966. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlutverk: Clint Eastwood. Eli Wallach og Lee Van Cleef. „Sjö dagar í maí“ Á dagskrá sjónvarpsins á föstudagskvöldið kl. 21.45 er bandarísk bíómynd, „Sjö dagar í maí“, frá árinu 1964. Leik- stjóri er John Frankenheimer, en í aðalhlutverkum Kirk Douglas, Burt Lancaster, Frederic March, Ava Gardner og Martin Balsam. — Ofursti í bandaríska sjóhernum kemst fyrir tilviljun á snoðir um samsæri um að steypa forsetanum af stólí. Aðalsamsærismaðurinn, sem er háttsettur hershöfö- ingi og yfirmaður ofurstans, ætlar sjálfur að taka völdin og stendur í þeirri trú að þjóðarhagsmunir krefjist þess. Ofurst- inn hefur sjö daga frest til að fletta ofan af samsærismönn- unum. Hér að ofan sjást þeir George Macready og Frederic March í hlutverkum sínum í myndinni, en kvikmyndahand- bækurnar gefa henni fjórar stjörnur. „Víkingarnir“ koma Á dagskrá sjónvarps á þriðjudagskvöld kl. 20.40 er fyrsti þáttur af tíu í breskum heimildamyndaflokki frá BBC, „Vík- ingarnir“, þar sem fjallað er um víkingatímann, frá seinni- hluta áttundu aldar til fyrrihluta elleftu aldar. Höfundur og leiðsögumaður er Magnús Magnússon. í fyrsta þættinum, sem nefnist „Hamar Þórs“, greinir Magnús frá því helsta sem einkenndí víkingatímabiliö, skipunum, sögunum og hetju- skapnum, og veltir því fyrir sér hvaö þaö var sem knúði þetta fólk til að flytjast til afskekktra staða. Hann leitast við að greina á milli goðsagnar og veruleika í frásögnum af víking- unum. Þýðandi. Björn Baldursson. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. 00.05 Dagskrárlok SUNNUD4GUR 25.október 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Jón Einarsson, sóknar prestur í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd, flytur. 18.10 Stundin okkar Umsjón: Bryndís Schram. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 19.00 Karpov gegn Kortsnoj Skákskýringaþáttur í tilefni af heimsmeistaraeinvíginu í skák í Merano á Ítalíu. 19.20 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjón: Magnús Bjarnfreðs- son. 20.50 Dagur í Reykjadal Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra lét gera þessa mynd. Hún sýnir dag í lífi fatlaðra barna í sumarbúðum styrktar félagsins í Mosfellssveit. Framleiðandi: SÝN. Þulur og höfundur handrits: Magnús Bjarnfreðsson. 21.15 Myndsjá (Moviola) Ljóska ársins Bandarískur myndaflokkur um frægar Hollywood- stjörnur. Þessi þáttur er sá síðasti og fjallar um upphaf ferils Marilyn Monroe. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdótt- ir. 22.50 Dagskrárlok „Andrés" nefnist nýr sænskur myndaflokkur fyrir börn sem er á dagskrá sjónvarpsins á miðvikudag kl. 18.05 og tvo næstu miðvikudaga á sama tíma. Þar segir frá Andrési nokkrum, 12 ára gömlum strák, sem er alltaf blankur. For- eldrum hans gengur afar erfiðlega aö skilja þessi fjárhags- vandræði sonar síns, því að þeim finnst hann hafa allt til alls. Kiddi vinur Andrésar þarf ekki að kvarta yfir peningaleysi. Foreldrar hans eru óspör á þá. En það er ekki annað að gera fyrir Andrés en bjarga sér á eigin spýtur. Alltaf staurblankur íslenskir sjónvarpsáhorfendur kynntust þessum tveimur sl. laug- ardagskvöld í Herragarðinum og eiga sjálfsagt eftir aö kynnast þeim vel, því Bretar framleiddu marga þætti um Herragaröinn ... Punktar úr ensku sjónvarpi Evelyn heitinn Waugh skrifaöi margar snjallar sögur og kannski bestar „The Loved One“, „A Handful of Dust“ og þrílógían úr seinna stríöi „Sword of Honour“. Evelyn Waugh skrifaöi allra manna skemmtilegast, en hann hefur aldrei verið þýddur á ís- lensku — og kannski íslendingar fái fyrst að kynnast manninum í sjónvarpi. ITV frumsýndi nýlega í Englandi sjónvarpsgerö af „Brideshead Revisited", sem er ein vinsælasta saga Waughs og aö hans sögn fékk hann fyrst aö- dáendabréf eftir aö sú bók kom út. Fróöir menn segja aö sjón- varpsgerð þessi sé einhver hin dýrasta í sögu breska sjónvarps- ins og biöu Bretar mjög spenntir eftir úkomunni. Rjóminn af ensk- um leikurum birtist í þessari mynd: Jeremy Irons, Anthony Andrews, John Gielgud, Laur- ence Olivier, Claire Bloom og Di- ana Quick fara með helstu hlut- verkin. í sömu viku og ITV frumsýndi Brideshead Revisited, þá var sýndur fyrsti þáttur af mörgum um Borgia-ættina frægu í BBC-2. Áhugamenn í sögu vörpuöu önd- ini léttar, því svartsýnismenn héldu að Borgia-menn og Char- les Ryder, Seabastin Flyte og þeirra fólk í sögu Waughs yröi á sama tíma á dagskrá og þá hefðu þeir staðiö í erfiöum spor- um aö þurfa aö velja á milli tveggja góöra .. . Nýi enski gamanmyndaflokk- urinn á laugardagskvöldum í ís- lensku sjónvarpi er mjög vinsæll í Englandi. To The Manor Born heitir hann og nú bíöa Englend- ingar spenntir að vita hvort þau gangi í eina sæng, ekkjan fforbes-Hamilton og Richard DeVere, sá sem keypti ofan af henni húsið. Nú er verið aö sýna í BBC-1 síöasta flokkinn af þess- um þáttum, en fyrri flokkarnir hafa verið eitthvert vinsælasta sjónvarpsefni meöal Englend- inga .. Margar kvikmyndir eru sýndar í viku hverri í bresku sjónvarpi, á báðum stöövum BBC og hjá ITV. i næstu viku gefst Bretum m.a. kostur á að sjá eftirtaldar myndir í BBC: Return to Paradise meö Gary Cooper, Sergant York sömuleiöis meö Cooper gamla, The Criminal meö Stanley Bak- er, Alexander mikli meö Richard Burton, We’re Not Dressing meö Bing Crosby, Stevie með Glendu Jackson og Trevor Howard, The Dutchess and the Dirtwater Fox með George Segal og Goldie Hawn, Conversation Piece meö Burt Lancaster, Where It’s At meö David Jansen og nokkrar fleiri. Þá sýnir ITV iðulega þrjár og fjórar valdar bíómyndir í hverri viku ... Þessi stúlka er nú ekki þekkt í ensku sjónvarpi ennþá en hún er stjarna í bandarísku sjón- varpi og heitir Lorna Patterson. Hún lék í sjónvarpsþáttunum Private Benjamin en nýverið var framleidd kvikmynd undir sama nafni og þar fer Goldie Hawn með hlutverk Benjamin og hef- ur sú mynd fengiö góðar við- tökur, enda var Lorna búin að undirbúa jaröveginn í sjónvarp- inu...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.